Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. október 1965 Ný glæsileg niöursuöuverk- smiðja í Hafnarfirði Selur framleiðslu sína undír merki norsku BjeSIandsverksmiðjanna, 46King Oscar4% og kemst þannig inn á Bandaríkjamarkað vegar hefði verksmiðjan kost- að rúmlega 30 milljónir króna. Þá sagði Andrés, að starfsfólk verksmiðjunnar væri nú tæplega 50 manns en yrði, er full afköst næðust um 90 manns. Aðspurður um það, hvort 'það svaraði kostnaði að flytja síld að austan til verknmiðj- unnar, kvað hann flutningana of dýra. Flutningskostnaður væri ekki undir 2 kr. á hvert kg og því enginn grundvöllur fyrir slíka flutninga. í stjórn Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði eru: Árni Kristjánsson, stjórnarformað- ur, ólafur Johnson, Pétur Pétursson, en framkvæmdar- stjóri verksmiðjunnar er eins og áður er getið Andrés Pét- í HAFNARFIRÐI er ný og glæsileg niðursuðuverksmiðja, er ber nafnið Norðurstjarnan. Þar er niðursoðin síld undir vörumerkinu King Oscar, en það vörumerki er eign norska fyrirtækisins Chr. Bjelland & Co. a/s í Stavanger. Fyrir nokkru fór Árni Kristjánsson, stjórnarformað- ur Norðurstjörnunnar til Stavanger og ræddi við for- ráðamenn Chr. Bjelland & Co. og sarrtdist þeim svo, að Norð- urstjarnan framleildi niður- soðna síld, undir merki norska fyrirtækisins, sem síðan tæki að sér að selja framleiðslu- vöruna á mörkuðum sinum. Chr. Bjelland & Co. er elzt allra niðursuðufyrirtækja á Norðurlönlum, 80 ára gamalt og því reynsluríkt óg áhrifa- mikið á bandarískum mark- aði. Aðalskrifstofa þess í Bandaríkjunúm er í New York, en umboðsmenn þess eru í öllum helztu borgum Bandaríkjanna og hafa þeir sér til aðstoðar um 650 sölu- menn. Til tæknilegrar aðstoðar við uppsetningu verksmiðjunnar í Hafnarfirði hafa verið hér að undanförnu frá Chr. Bjelland & Co. þeir Christian Bjelland, sonarsonur stofnanda fyrir- tækisins og núverandi for- stjóri þess og stjórnarformað- ur, Douglas H. Fraser, sölu- stjóri í Bandaríkjunum, Odd Danielsen, yfirverkfræðingur, R. Jörgensen, framkvæmdar- stjóri rannsóknarstofu verk- smiðjanna og O. Halleland verkstjóri. Er reynsla þessara manna að sjálfsögðu Norður- stjörnunni ómetanleg eins og Árni Kristjánsson stjórnar- formaður komst að orði. Andrés Pétursson fram- kvæmdarstjóri sýnir okkur verksmiðjuna. Fyrst komum við í stóran móttökusal, þar sem unnt er að taka á móti 600 tunnum síldar. Síldin fer síðan í flökunarvélar, þar sem hún er afhreistruð og þvegin. Berist meira magn að en verk- smiðjan getur annað eru flök- ■ in, sem umfram eru djúpfryst og er geymslurými fyrir 750 tonn af flökum í stórum frysti og er þar 23 stiga frost. Flökunarvélarnar afkasta 20 tunnum síldar á klst. hver Stúlkan heldur á framleiðsluvörunni fullunninni. Fremst á myndinni eru dósalokunarvélarnar. Fjær, rétt hægra megin við miðju m.yndar- innar, eru stúlkur, er setja síldina í dósir. Stóri ferstrendi kassinm, sem nær upp til lofts í salnum er reykofn, þar sem síldin er reykt og soðin í gufu. og eru vélarnar þrjár. Andrés sagði, að bezta síldin væri 250 g síid og væri afkasta- geta vélanna þá fullnýtt. Úr flökunarvélunum fer svo síld- in í svokallaðan saltpækil og þaðan í reykofn, þar sem hún er jafnframt soðin í gufu. Er hún um 30 til 40 mínútur í ofninum, eftir stærð og fitu- magni. Þegar síldin kemur úr ofninum er hún sett í dós og fara að meðaltali 105 g í dós- ina. Þegar rétt vigt er komin á hverja dós fer hún í eina af fjórum lokunarvél- um, sem hver getur lokað 20000 dósum á dag miðað við 10 klukkustunda vinnu. Úr lokunarvélunum fer dósin í gerilsneyðingu, þar sem hún er soðin í 80 mínútur við 120 stiga hita. Síðan er dósin kæld og sett í fallegar umbúðir. Er pökkunin framkvæmd í vél- um. Dósirnar eru framleiddar í verksmiðjunni sjálfri. Efnið í þær, sem er alúmín er flutt inn og geta' dósavélarnar fram leitt 40000 dósir á dag, séu þær í gangi í 10 klukkustund- ir. Aðspurður sagði Andrés, að heildarverðmæti verksmiðj- unnar verði, er hún er komin í fullan gang á milli 40 og 50 milljónir króna á ári. Hins Dósunum pakkað inn. Stjórn Norðurstjórnunn.ar ásamt fulltrúum Bjellandsverksmiðjanna taldir frá vinstri: ÓlafurJohnson, Pétur Pétursson, Danielsen, yfirverkfræðingur, Arni Krlstjánsson, stjórnarformaður, Christian Bjelland, Douglas H. Fraser, sölustjóri í Banda rikjunum, O. Halleland, verkstjóri og R. Jörgensen, yfirmaður rannsóknarstofu Bjellandsverksmiðjanna, (Ljósmyndirnar tók Ól. K. Magnússon). ursson. Christian Bjelland sagði, að erfitt væri að hefja starfsemi slíkrar verksmiðju, þar eð allt starfsfólk væri óæft. Hins' vegar kvað hann æfinguna koma fljótt og ýkjust þá af- köst verksmiðjunnar stórum. Hann kvað þessa verksmiðju einhverja hina nýtízkulegustu í heimi af þessum stærðar- flokki. Hann kvaðst vona, að samvinna sú, er nú hefði haf- izt myndi blómgast þannig, að unnt yrði að hefja framleiðslu fleiri vörutegunda í framtíð- inni. Bjelland verksmiðjurnar í Noregi eru 10 talsins og á veg- um fyrirtækisins vinna um 1300 verkamenn. Velta Bjel- landsverksmiðjanna er um 60 miiljónir norskra króna. Sölu- Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.