Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. október 1965 strandferð með m.s. Esju EKKERT land í Evrópu, sem laugast öldum úthafsins, hefur eins tilbreytilegan og hressandi sjó við strendur sínar og ísland. Kemur þar margt til greina. Svo sem sjávarföllin, þessi hressandi, holli andardráttur úthafsins, þá brim og boðar, straumrastir og lognsær og síðast en ekki sízt út hafsafdan, sem þung og hægfara líður í sífellu að síðum skipsins. Þegar önnur hnígur rís hin. Og þannig koll af kolli. Sjávarföllin gera loftið svalt og angandi af sjóseltu, jafnt á ströndinni og út á sjó, sko'.a öllum- óhreinindum af íramburði til hafs, svo bað- strendurnar verða hinar ákjósan legustu og hafnarskilyrðin hin beztu við fljótsmynnin. öll þessi gæði vantar oft, þar sem ekki gætir sjávarfalla í sjónum. Svo að segja út af hverju an- nesi á ströndum íslands eru rastir. Þessi sérkennilegu straum köst í sjónum. sem myndast af völdum sjávarfallanna og ná oft marga kílómetra á haf út. Hvers dagslega eru þær ósköp gæfar, en geta orðið ægilegar í stórviðrum. Tala sjómennirnir þá um fjall- háa sjóa og- að bezt sé að fara sem næst landi. Risarnir meðal rastanna okkar eru, sem kunnugt er, Reykjanesröst, Látraröst (úti af Bjargtöngum, vestasta odda landsins), Hórnröst og Langanes- röst. Mest er gaman að sjá Reykja nesröst, þsgar gott er í sjóinn og bjart veður. Þá líður hún eins og ljósblá bergvatnsá, spriklandi af fjöri, út frá nesinu með fljúg- andi og gargandi fuglager (ritu og kríu) yfir sér í leit að æti í sjónum. Margt skipið hefur far- izt í röstumim og er það önnur saga. Þá eru boðarnir, þessir miklu vágestir siómannanna. Þeir drynja á skerjunum, sem eru hálft í kafi í sjónum, svo drunur þeirra heyrast langar leiðir að. Sérstaklega eru þeir fjörugir og láta mikið til sín heyra í kring um Skrúðinn út af Reyðarfirði. En Skrúðurinn er ein fegursta hamraeyja við strendur íslands. Þá kannast Sunnlendingar ekki síður við drunur boðánna t.d. á skerjaklasanum mikla út af Eyr- arbakka og Stokkseyri. Strendur íslands eru tignarlegar eg byggðarlögin fögur Ekkert land í Evrópu, sem að sjó liggur, hefur eins sérkenn- lega lögun eins og Island. Yalda því hinir nriklu útkjálkar og an- nes, sem teygja sig út frá vestur- og norð-austurströndinni. Reykja nesið, Snæfellsnesið og Vestfjarð arkjálkinn að vestan og Mel- rakkasléttan og Langanesið að norðaustan Þessi furðuverk náttúrunnar gera landið svo fag- urt og sérstætt í okkar augum að það á engan sinn iíka. Og hver útlendur maður, sem séð hefur uppdrátt íslands, myndi þekkja það meðal nundraða, þó ekkert væri þar nafnið. Djásn íslenzku strandarinnar eru svo mörg. Fyrst og fremst hinir miklu fló ar og allur fjarðafjöidinn. Ekki mun öllurn þykja allir flóarnir jafn fallegir. þó 'allir séu þeir svipmiklir. Fer þar sem oftar, að hverjum finnst sinn fugl fagur. Persónulega finnst mér Faxa- flói, Breðiafjörður, Bakkaflói og Héraðsflónn fallegastir. Og af fjörðunum finnst mér svipmestir ísafjarðardjúp, Eyjafjörður og Reyðarfjcrður, en hlýlegastir Seyðisfjörður og Dýrafjörður. Og svo eru það hin miklu björg í sjó fram, sem gera strendur ís- lands svo tignarlegar. Ber þar auðv/tað mest á risunum miklu. Látarbjargi,_Hælavíkurbjargi og sjálfu Hornbjargi (534 m) og frá Hólmafirði milli Reyðarfjarðar og Eskifjaðrar. Annars eru björg in ærið mörg. þó þessi gnæfi yfir. Af biágrýtislögum þessara risab.jarga má lesa sköpunarsögu landsins um milljónir ára, því hvert blág’-ýtislag er orðið til við eldgos. Það eitt ú.t af fyrir sig, að sjá þetta furðuverk náttúrunnar, er þess virði að fara í kringum landið sjóíeiðis. En fegursta prýði fslandsstranda eru þó byggðarlög þess og býli. Eins og kunnugt er standa flest kauptún á Vestfjörðum og Austfjörðum á eyrum við innanverða firðina og hafa þá heiti sitt eftir því. Svo sem Vatnseyri við Patreksfjörð, Þingeyri við Dýrafjörð og Flat- eyri við Önundarfjörð, Búðar- eyr við Reyðarfjörð og Vestdals- eyri við Seyðisfjörð o. s. frv. í Tryggvi Blöndal húsagerð fer saman gamalt og nýtt i þessum kauptúnum, eins og annars staðar á landinu. Eru gömlu húsin timburhús frá alda mótaárunum, en öll hin nýju úr steinsteypu, allt mjög vel málað og víðast blómagarður í kringum húsin, sem gera þau íalleg og hlý leg. En mest ber þó á nýjustu byggingunum, svo sem skólum, félagsheimilum, glsasilegum kaupfélagsbúðum, kirkjum og sjúkrahúsum og svo síðast en ekki sízt hinum miklu mannvirkj um í hafnargerð og bryggjum, síldarsöltunarstöðvum og síldar- verksmiðjur. Á þetta fyrst og fremst við Akureyri, Ísafjarðar- kaupstað, Siglufjörð, Seyðisfjörð, Norðfjörð og Reyðarfjörð. Sama gegnir urn bændabýlin með ströndum fram og inn til dala. Þau evu öll svo reisulega byggð og vel máluð að unun er á að líta frá skipsfjöl. Einkum er Eyjafjarðarbyggðin fögur og blómleg. Ber allt þar vott um mikla ræktun og vaxandi naut- griparækt. Hins vegar er í Þing- eyjarsýslunum og Múlasýslunum að sjá veglegustu fjárhúsin, því þar er ssuðfjárræktin mest. Allt ber þetta vott um nýtt landnám i verklegri menningu og efna- hagslegri velmegun þjóðar okkar, sem er hin mesta gleði hvers fs- lendings að sjá. Þá hafa mörg gömlu höfðingjasetrin á strönd- um landsins undurfögur hánor- ræn nöfn og þá sérstaklega prests setrin. Má þar nefna: Sauðanes á Langanesi, Skeggjastáði á Langanesstróndum (inn af Bakka firði) Hof í Vopnafirði, Dverga- stein við Seyðisfjörð, Skorrastað Esjan kemur til Akureyrar. við Norðfjörð og Kolfreyjustað vð Fáskrúðsfjörð. Og að vetsan l.d. Saulauksdrlur við Patreks- fjörð, Hrafnseyri við Arnarfjörð (fæðingarstaður Jóns Sigurðsson ar), Holt í Önundarfrði (fæðing- arstaður Brynjólfs bskups Sveins sonar) og loks sögufrægu prest- setrin við ísafjarðardjúp innan- vert, Vatnsfjarðarstaður og Ög- ur, sem koma svo mikið við sögu íslands á Sturlungaöld og á siðaskiptatímunum. Hvert heimil’ í byggðarlögum lands okkar á sínar framtíðar- vonir og drauma, sem um leið eru framtíðarvonir og þroska- draumar þjóðar-okkar. Vonandi verða þau ávallt heimkynni krist innar norrænnar menningar og sýna í verki sínu og þroska, að þau byggja á bjargi en ekki á sandi eins og þar stendur. Ms. Esja er indælt skip Esja hefur nú erm einu sinni borið okkur í kringum landið og við höfum á þessari ferð séð svipmyndir af sjónum okkar, ströndinni og byggðarlögum. Að eins eru þær myndir ekki eins skýrar og ég hefði viljað vera láta. Um Esju sjálfa er það að segja, að hú.n er indælt skip. Og hún er líka fallegt skip, þó kom- in sé til ára sinna. Gerir það einkum hið fallega klassiska skipsform hennar svo og bygging skipsip-5 öll. Hún er líka prýði- lega vel viðhaldið skip, fínt mál- að að utan sem innan. Salar- kynni öll, borðsalur og reyksalur, eru hin vistlegustu og allir gang- ar á íarrúmum teppalagðir, svo að allt verður hlýlegt og vist- legt, þegar um borð er komið. Og þc klefarnii séu þröngir eru þeir hlýir og bjartir með drif- hvítum koddum og fínum ullar- teppum í hverju rúmi, sem á svo vel við á sjó. Þegar svo þar við bætist, að fæðið á I. farrými á Esju er eins gott og á beztu og fínustu hótelum Kaupmanna- hafnar og^þjónusta öll hin bezta, þá er það engin furða, að menn hafa gaman og gleði af að sigla með henni í kring um landið og það oítar en einu sinni. Þessa ágætu aðb'úð um borð ber fyrst og fremst að þakka Skipaútgerð ríkisins og hinum ágæta forstjóra hennar, Guðjóni Teitssyni, sem stjórnar þessari samhjálp þjóð- arinnsr við hin dreifðu byggðar- lög landsins af eins mikilli hag- sýni og hægt er. Og þessu næst ber að þakka hinum ágæta og vinsæla skipstjóra Esju, Tryggva Blöndal og hinum góðu stýri- mönnum hans og hásetum, sera og yfirvélstjóranum, prúðmenn-( inu Guðmundi Erlendssyni og mönnum hans í vélarrúminu, sem vaka svo að segja allan sólar- hringinn yfir velferð og öryggi skipshafnar og farþega. Og síðast én ekki sízt, ber að þakka hin- um ágæta bryta Esju, Böðvari Steinþórssyni og hinu snjalla þjónustuliði hans, jafnt konum sem körlum, fyrir fæði og þjón- ustu svo góða, að það veitir manni þessa sérkennilegu veizlu gleði við hverja máitíð, sem að- eins er hægt að finna á góðu far- þegaskipi á sjó. Betri landkynn- ingu en höngferð með Esju er ekki hægt að fá. Sigurður Guðjónsson. Flökunarvélarnar þrjár. Við beztu skilyrði afkasta þær um 60 tunnum síldar á klukku- stund. — Ný glæsileg Framh. af bls. 10. samningurinn, sem Bjelland & Co. hafa gert við Norður- stjörnuna nemur allri fram- leiðslu verksmiðjanna næstu fimm ár eða ef til vill lengur, að því er Bjelland sagði. Söluumboð fyrir NorðUr- stjörnuna hefur heildsölufyr- irtækið O. Johnson & Kaaber. Hver dós kostar tæpar 15 krónur út úr verzlun. Þess ber að geta að lokum, að á hverri dós stendur,, að um islenzka framleiðslú sé að ræða. - Ein fjögurra véla, er lokar dósunum. Helmssýning- unni lokið New York, (AP). HEIMSSÝNINGUNNI í New York er lokið, og er vinna þegar hafin við að rífa niður flestar sýningarhallirnar. Síðasti sýn- ingardagurinn var á sunnudag, og komu þá fleiri sýningargestir en nokkurn dag annan frá þvi sýningin var opnuð fyrir tveim- ur árum, eða alls 446.953. Nokk- uð bar á þjófnaði og skemmdum á mannvirkjum síðasta daginn. Stjórnendur sýningarinnar segja að alls hafi sótt hana rúm- lega 51.6 milljón gesta, en fyrir tveimur árum var því spá'ð að gestafjöldi yrði um 70 milljónir. Ekki er enn vitað nákvæmlega um fjáhhagsafkomu sýningarinn- ar, en reiknað er með verulegu tapi. Fyrra árið varð 17,5 milljón dollara tap á rekstrinum. Er þó talið áð þeir, sem lögðu fram fé til sýningarínnar, megi vænta þess að fá um helming upphæð- arinnar endurgreiddan. Margir þeirra, sem deildir áttu á sýningunni, urðu gjaldþrota, og nokkrum deildanna varð að loka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.