Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 10
Everest-iíndur
jm hati^iA
) K<inchcniuní|a
'A\ j
SIRKlKf
(VangloU. y
^^■^•Kalímpo
bíttjeclimj, ^
'BHUTAM
Siligurí
Cooch Bchar,
AU5TUR.-^s
v PARISTAN
MOHCU N B LAÐIÐ
Föstudagur 22. október 196S
Þaðon svífur hláturinn
upp til hímno
ÞAR er fjallasýn fögur og
fossar í hlíðum, þar eru
snjóar sem aldrei leysir og
þriðja hæsta fjall í heimi
og þar er sagt að sézt hafi
til ferða Yeti, snjómanns-
ins ægilega. En þar er líka
hlómskrúð undurfagurt
þegar neðar dregur, íris og
azaleur og ótal fjallablóm
þegar er snjónum sleppir
og síðan tekur skógurinn
við, mikill og margbreyti-
legur og geymir ótal ó-
kennilegra dýra. Þar eru
dúfur með koparslikju á
fiðri, þar er kroppinbakt
moskusdýrið og þar hlykkj
ast kyrkislöngur eftir grein
um. Þar er skordýraval hið
mesta og litskrúðug fiðr-
ildi og þar vaxa orkídeur
í hrönnum, falla eins og
regnbogafossar fram af
klettasnösum, vefjast um
trjágreinar og gægjast upp
úr grænum skógsverðinum
við fætur vegfarandans. —
Þar heitir Sikkim í Him-
alayafjöllum austur.
Sikkim hefur töluvert kom-
ið við sögu undanfarið í sam-
bandi við átök þau, sem orðið
hafa þar sem íslendingar köll-
uðu áður „austur í Indíalönd-
um“. Ástæðunnar er ekki
langt að leita. Um Sikkim
liggur beinust leið suður á
indversku slétturnar norðan
úr Tíbet, sem fyrir áratug var
sjálfstætt ríki, en hefur nú
verið innlimað í Kínaveldi
hið nýja og býr við mjög svo
takmarkaða „sjálfstjórn" og
kallast kínverskt alþýðulýð-
veldi.
Indverjar hafa að vísu séð
sér í því hag og sóma um ára-
bil, að hafa þetta kotríki,
(sem telur nokkrum tugum
þúsunda færri sálir en fram-
fleyta lífinu hér norður á
hjara veraldar) óáreitt og i
friði svona rétt við bæjar-
Palden Thondup Namgyal, konungur I Sikkim, og Hope eða
Hopla drottning hans. Þau voru gefin saman í marzmánuði 1963
með mikilli viðhöfn og erfðu ríkið í desember sama ár.
í stjórnmálum almenn, eink-
um þar sem ungir mennta-
menn eru annars vegar.
Maharajinn núverandi er
4.2 ára gamall og tók formlega
við völdum í desember 1963
að föður sínum, Sir Tashi,
látnum, en hafði þá farið með
stjórn landsins að mestu leyti
í nærfellt heilan áratug.
Maharajinn er tvíkvæntur og
átti þrjú börn með fyrri konu
sinni, sem var tíbetskrar ætt-
ar. Hún lézt fyrir tæpum tíu
árum. Síðari kona maharajans
er bandarísk, Hope Cooke, og
hefur hún alið manni sínum
einn son, sem nú er tveggja
ára.
Sikkim er harðbýlt land og
hrjóstrugt, fjöllótt með af-
brigðum og telur innan sinna
endimarka þriðja hæsta fjall
veraldar, Kanchenjunga, sem
er nærri 9.060 metra á hæð
(28.208 fet). Það er lítið land
að flatarmáli, aðeins 7,300 fer-
kílómetrar, og þar búa tæp-
lega 163 þúsund manns. Þar er
Sikkim: smáríki í heljar-
greip Kínaveldis
dyrnar — eins og reyndar líka
Nepal og Bhutan, smáríkin
sem eru sitt til hvorrar hand-
ar Sikkim þarna á landamær-
unum. En allt síðan Kínverjar
gerðu innrás sína í Tíbet og
lögðu landið undir sig, hefur
Ibúum Sikkim litizt illa á blik
una og óttast að Kínaveldi
myndi bráðlega hyggja á stofn
un fleiri alþýðulýðvelda sunn
an Tíbets. Og þeir eru ekki
einir um þá skoðun.
Bretar réðu fyrir Sikkim 1
allt til þess er Indland hlaut
sjálfstæði árið 1947 og skipt
var löndum með Hindúum og
Miúhameðstrúarmönnum og
stofnað Pakistanríki. Landið
hefur minnkað tölúvert á um-
liðnum öldum, því eitt sinn
tók það yfir austurhéruð ná-
grannaríkisins Nepal líka, þar
sem heitir Ilam og yfir Chum-
bi-dalinn, sem nú er í Tíbet
og Ha-dalinn, sem Bhutan,
nágrannaríki Sikkim á hina
höndina, ræður nú. í þá daga
náði Sikkim líka allt suður á
indversku slétturnar handan
Kalimpong og Darjeeling, en
Indland lagði undir sig héruð
þessi í stjórnartíð Breta og hef
ur haldið þeim síðan.
Sikkim er nú sjálfstætt
land, en þó undir verndar-
væng Indverja — samkvæmt
samningi undirrituðum í
Gangtok, höfuðborg Sikkim,
árið 1950 — um landvarnir,
samgöngumál og utanríkis-
mál. Svo heitir að fornum
hætti að landið sé eign ma-
harajans (furstans eða kon-
ungsins) Palden Thondup
Namgyal, en í reynd ríkir lýð-
ræði í landinu að kalla má,
þó því hafi enn ekki verið
sniðin stjórnarskrá, þar er
þinghald og þar eru margir
stjórnmálaflokkar og þátttaka
svo dreifbýlt, að ekki búa
nema 7.000 manns í höfuð-
borginni, Gangtok. í>rír fjórðu
hlutar landsmanna eru nep-
alskrar ættar, en hinir flestir
af þjóðflokkum þeim er Lep-
ehar og Bhotiar kallast og
telja hinir síðarnefndu til
meiri skyldleika við Tíbeta en
hinir fyrri.
Mörg tungumál eru töluð í
landinu og mállýzkur enn
fleiri, en til hægðarauka hef-
ur enska verið úrskurðuð rík-
ismál í Sikkim. Búddatrú er
ríkistrú í landinu en trúar-
brögð Hindúa mjög útbreidd,
enda lætur nærri að fleiri
Hindúar séu í Sikkim en
Búddatrúarmenn.
Aðalatvinnuvegur lands-
manna er landbúnaður og
helzta útflutningsvara er
kryddjurtin kardemomma, en
einnig rækta Sikkimar hrís-
grjón, hveiti, bygg og fleiri
kornvörur. Ávaxtarækt er
þar einnig töluverð, mikið um
epli og heimsins beztu appel-
sínur að sögn. Kopar finnst
líka í landinu en hefur lítt
verið unnin til þessa. Gróður
er fjölskrúðugur í Sikkim er
neðar dregur og þar finnast
um 4000 tegundir blómjurta
og burkna að talið er. Eins og
nærri má geta í landi sem
heita má að sé allt ein brekka
Þessi sikkimska kona ber með
sér tíbetskt ættarmót. XJm háls-
inn hefur hún festar margar,
úr kóröllum og perlum og
svart-hvítum dzis, sem bera
uppi töfranisti, verndargrip,
gerðan úr gulli, túrkisum, rúb
ínum og demöntum og hefur
að geyma helgan dóm, eitt-
hvað sem átt hefur einn hinna
vísu manna í Sikkim, sem nú
er löngu genginn til feðra
sinna.
og hún harla brött á stundum
er loftslag þar mjög fjöl-
breytt, allt frá hitabeltislofts-
lagi syðst í landinu upp í ógn-
arkuldann efra, þar sem snjóa
leysir aldrei.
Fjallasýn er fögur í Sikk-
im og ótal ár og lækir
renna þar fram af klettastöll-
um og klungri. Þjóðsagan seg-
ir, að vatnið belji allt fram úr
gapandi gini snæljónanna
miklu, sem séu hátt til fjalla,
miklu ofar öllum mannabyggð
um og beri uppi gjörvallan
heiminn. Þessi ljón eru mikil-
úðleg ásýndum, mjallahvít
með fagurbláan makka og
br’ennur eldur úr vitum
þeirra. Á þau herja engin
skordýr og engar plágur á-
sækja þau og ekki fá mennsk-
ir menn þau augum litið utan
spekingar og helgir menn.
Þar efra er líka fjöld ann-
arra vætta og verndara lands-
ins barna og þar er nærvera
manna ekki vel þokkuð. Því
var það, að er Bretar gerðu út
leiðangur fjallgöngumanna
fyrir áratug og báðust leyfis
að mega klífa Kanchenjunga,
veitti konungurinn þáverandi,
hinn aldni Sir Tashi, að vísu
leyfið, en með því skilyrði þó,
að ekki yrði raskað ró vætt-
anna og því ekki stigið fæti
efst á tindinn. Fjallgöngu-
mennirnir hétu því og létu
vera að klífa síðustu metr-
ana, en er upp hófst yfirgangs
semi Kínverja á landamærun-
Framhald á bls. 20.
•Katmanáu
»
fatan
Klyfjaðir múlasnar tölta niður brattann. Myndin er tekin í
höfuðborg Sikkim, Gangtok, sem telur 7.000 sálir. Þar er víða
svo bratt að verzlanir hafa ótal inngöngudyr í götuhæð og get-
ur munað mörgum húshæðum þar á. í Gangtok er ekkert sjón-
varp og ekki útvarp heldur, þar er ekkert dagblað gefið
út og ekki liggur þangað járnbraut né heldur hafa menn þar
neinn flugvöll.
ThtmVu
ínJEPAL
Assatn
1NDLAT3D