Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLADI® Föstudagur 22. október 1965 Banvæn leikföng — en blýeitrun óþekkt hér á landi f SÍÐASXA tölublaði „Frétta- j Á fimm ára tímabili 1958 til bréfs um heilbrigðismál“, sem 1962 er talið a'ó 310 börn út er gefið af Krabbameinsfé- undir 15 ára aldri hafi verið lög'ð lagri íslands, ritar Bjarni Bjarna á ensk sjúkrahús vegna blýeitr- son læknir, sem jafnframt er unar. ískyggilegast þykir þó, að ritstjóri blaðsins, mjög athyglis-: 201 af þessum eitranatilfellúm verða grein um blýeitranir í áttu sér stað á árinu 1962, á börnum. Skýrir Bjarni m.a. frá móti 40—50 að meðaltali öll hin því, að mánaðarrit brezka heil- ] árin. Dauðsföll af völdum blý- brigðismálaráðuneytiísins hefði ! eitrunar á þessu tímabili voru nýlega skýrt frá alvarlegum 9. Af 3 tilfellum sem voru til- vanda, sem komið hefur upp í I kynnt nefndinni, sem rannsak- Englandi og er þar mörgum á- | ar vofeifleg dauðsföli og siys í hyggjuefni, og ekki ólíklegt að heimahúsum, var eitt banvænt, hann skjóti einnig upp kollinum en orsök eitrunarinnar ekki til- hér á landi. | greind, en hin tvö stöfúðu af miklu blýmagni í málmagni 8 málningunni á rúmum barnanna. Síðastliðið ár kom ýmislegt f ljós, sem skýrði málið frá fieiri hliðum. .Plástleikföng, sem inn voru Framh. á bls. 23. Afmælíshól Sjómaiinalélagsins verður haldið í kvöld BORGARBUAR, ungir og aldnir, virðast einhuga þessa dagana, að hylla meistara KJARVAL. Gífurleg að- sókn hefur verið að afmælis- sýningu hans í Listamanna- skálanum og þúsundir manna skrifað sig í Kjarvalsbókina. Nú eru aðeins 3 dagar þangað til sýningunni lýkur og hver síðastur að taka þátt i fjársöfnun, helgaða afmæli listamannsins, vegna nýs Listamannaskála í höfuðborg inni, en það er nú hjartans mál listamannsins. Allir borgarbúar og unn- endur listar Kjarvals munu nú taka höndum saman og létta listamanninum Grettis- takið og kaupa happdrættis- miða í Kjarvalshappdrætt- SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur á 50 ára afmæli n.k. laugar- dag, en það var stofnað 23. októ- ber 1915. Félagið minnist afmælisins með hófi í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og hefst það með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7. Að- göngumiða má fá á skrifstofu félagsins í dag. í hófinu verður veizlustjóri Guðmundur Hallvarðsson. Kl. 8 leikur hljómsveit létt sjómanna- lög, kl. 9 syngur Guðmundur Guðjónsson einsöng við undirleik Skúla Halldórssonar. Kl. 9.30 flytur formaður félagsins, tión Sigurðsson ræðu, og heiðrar eldri félaga, kl. 10.30 verða lesin heillaskeyti og dans hefst kl. 11, en kl. 11.30 flytja þeir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmtiþátt. Hófið stendur til kl. 2 eftii miðnætti. Á sjálfan afmælisdaginn, á morgun, mun stjórn félagsins taka á móti gestum milli kl. 2—5 í húsi þess að Lindargötu. Tjdn mjdlkurbænda í V.-Skaft. 70-80 . kr. á dag Korrici ekki frá sér nærri 10 þús. litrum af mjólk BÆNDUR í allri Vestur-Skafta- fellssýslu sitja nú uppi með mjóik sína allt að 10 þús. lítra á dag og koma henni ekki með í mjókurbú, síðan sýslan varð einangrúð vegna eyðileggingar brúarinnar á Jökulsá á Sólheima sandi. Skv. upplýsingum frá Guðmundi Böðvarssyni, kaup- félagsstjóra í Vík mun tjónið vera um 70—80 þús. kr. á dag. Mbl. ræddi við hann í síma um þessi vandræði, svo og Einar Oddson, sýslumann og fara sam- töl vfð þá hér á eftir ásamt frétt um frá fréttariturum blaðsins í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og upplýsingum frá vegaverkstjór- anum við Markarfljótsbrú. Bændur bíða átekta. Lilla Hvammi, 21. .okt. — Tölu vert hafði minnkað vatnsmagnið í Jökulsá á Sóiheimasandi í nótt og skemmdir ekkert aukizt frá því í gær að sfðast sást til henn- ar. En í dag mun vatnið hafa haldizt óbreytt. Tvær ýtur voru væntanlegar á staðinn í kvöld og munu hefja aðgerðir strax og fært þykir. í dag kom sífnaviðgerðarflokk- ur frá Selfossi og gerði við þær skemmdir, sem orðið höfðu á landsímalínunni yfir ána. Mikil vandræði hafa skapast hjá bændum að koma ekki mjólk inni til Mjólkurbús Flóamanna. Og hélt stjórn Kaupfélags Skaft fetlinga fund með fulltrúum sínum varðandi mjólkurflutnig- ana yfir Jökulsá í dag og var ákveðið að bíða átekta Vega- gerðar ríkisins að svo komnu máli. Engar verulegar skemjmdir hafa orðið á brúnni hjé Múla- kvísl. Net, sem liggja að land- stöpli austan megin, hafa sigið áðeins og mjög mikið hafði graf ið frá einum stöpli undir brúnni. Ekki talið það mikið að stöðva þyrfti umfer'ð um hana. Bíll frá Sláturfélagi Suðurlands kom með kjöt frá Sláturfélagi Suðurlands í gær og ætlaði til Reykjavíkur. Fór til baka í dag. Nú er hér austan átt og hlýtt í veðri og rigning. Útlit er því allt anna'ð en gott. — Sigþór. Mjög óskemmtilegt og bagalegt. Guðmundur Böðvarsson, kaup- félagsstjóri í Vík, sagði að þetta lægi allt mjög óskemmtilega fyr ir. Mjólkin úr sýslunni væri upp undir 10 þús. lítrar á dag og væri hún öll flutt í Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Aðspurtí- ur kvaðst hann geta hugsað sér að þessir 10 þús. lítrar væru 70—80 þús. kr. virði. Hann gæti litlu spéð um hvað yr’ði tekið fyrir. Vegagerðin væri nú á leið inni austur með sín tæki. Mest af vörum er flutt austur eftir hendinni, en ekki taldi Guðmundur hættu á a'ð skortur yrði á neinum nauðsynjavörum fyrst um sinn. Svo slæmt væri það nú ekki. En fólk er vant að fá með mjólkurbílunum smjör og áðra mjólkurvörur, og nú ættu margir ekki lengur tæki til að gera smjör eða annað á bæj- unum, auk þess sem fámenni væri og fólk kæmist ekki yfir slík verk. Það var bíll með sláturafurðir, sem fyrstur vahð var við að brúarendinn á Jökulsá var far- inn. Hann kom að austan eld- snemma morguns í myrkri og sé allt í einu ólögulegt ræsi fyrir framan sig og var þar heldur mikið fljót, sagði Guðmundur. Hann bakkaði hið snarasta aft- ur af þessari „endalausu" brú. ★ Einar Oddsson, sýslumaður, sagði að nú væru engar sam- Bar tvisvar á sama árinu Eyrarbakka, 21. okt.: — SÁ ALLSÉRSTÆÐI atburð- ur skeði hér á Eyrarbakka i bær, að ær bar fullburða hrútlambi, sem væri ekki í frásögur færandi, ef þessi sama ær hefði ekki borið hrútlambi í marz sl., en fall þungi þess lambs var þá 40 pund. Þorleifúr Halldórsson í Einkofa, eigandi ærinnar seg- ir að slíkt hefði aldrei skeð á sínum búskaparferli né annars staðar sér vitanlega, en Þor- leifur er áttræður á þessu ári. Mun burðurinn hafa gengið vel þrátt fyrir stórviðri og rigningar og heilsast' móður og iambi ágætlega. — Fréttaritari. göngur við alla Vestur-Skafta- felLssýslu. Aðspurður hvort hugs anlegt væri að fara Fjallabaks- lei'ð, taldi hann tormerki á því, enginn vissi hvernig slóðin væri eftir þessar rigningar. En hann hafði heyrt minnst á þann mögu- leika að koma ferju fyrir mjolk- ina á Jökulsá, meðan viðgei'ð færi fram. Ef það væri hægt, mundi það bæta mikið úr .Enn væri áðeins sólarhringur liðinn frá því brúin fór, en brátt hlyti að koma að því að hella yrði allri þessari mjólk. Aðrir erffðleikar vegna sam- gönguleysis eru sláturflutningar. Slátrun var langt komin í Vík, en eftir var að slátra af austustu bæjum í Fljótshverfi á Kirkju- bæjarklaustri. Hefur orðið að hætta slátrun. Nú og í þri'ðja lagi þarf fólk að komast ferða sinna, til og frá sýslunni og samgönguleysið því mjög bagalegt. Brúin á Múlakvísl úr hættu. Kirkjubæjarklaustri, 21. okt. — Góðar samgöngur eru nú við Vík á ný, en brúin við Múla- kvisl loka'ðist í gær, sökum þess að grafizt hafði frá einu horni hennar. I nótt hefur sópast að horninu aftur og er brúin í engri hættu nú, t.d. fór 10 tonna bíll yfir hana í morgun. Stórrigning er nú komin aftur og óhemju flóð í öllum vötnum. Þrír til fjórir dagar voru eftir af slátrun, en hún fellur nú nið- ur um stundarsakir vegna sam- göngutruflana. — Siggeir. Markarfljót að lækka. Eysteinn vegaverkstjóri við Markarfljótsbrú sagði í símtali við blaðið að komið væri áægtt veður og vatnið færi því minnk- andi í Markarfljóti. Það hefði þegar iækkað um rúman meter síðdegis í gær. Fyrirhleðslurnar við ána hefðu staðið af sér og éngar skemmdir or’ðið þar. Við Skógá, þar sem vatnið hefði rofið veginn, væri nú búið að gera við og söm.ulei’ðis við LandeyjakvisL Ródesía Framh. af bis. 1. að reyna að finna lausn á þessu vandamáli, og reyna að komast hjá þeim sorglegu afleiðingum, sem annars verða ekki umflún- ar“.. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í London, að Wilson og Bottomley muni halda til Saliss bury á sunnudag eða mánudag. Munu þeir óska eftir því að fá jafnframt að ræða við foringja afrísku þj óðfrelsishreyfingarinn- ar, Garfield Todd, fyrrum for- sætisráðherra Ródesíu. Smitb hefur þegar lýst bví ýfir, að Wil- son megi ræða við hvern þann stjórnmálaforingja í landinu, sem hann hafi hug á að hitta að máli. Síðasta tillaga Smith ser sú, að stjórn landsins tryggi sérstak- lega réttindi blökkumanna, er sjálfstæði Ródesíu verði lýst yfir. — Reikistjarna Framh. af bls. 1. séð reikistjörnuna, er hún fór fram hjá sólu. Þeir komu fyrst auga á hana, er hún tók að fjarlægjast sólina, og tóku þá a£ henni myndir. Einn stjarnfræðinganna sov- ézku, Andrei Severnij, sagði, að greinilegt væri, að reikistjarnan hefði mjög dregizt saman. Sagð- ist hann vonast til, að myndir þær, sem teknar voru, gætu orðið til að varpa Ijósi á, hvaða efni mynduðu kjarna hennar. Talsmenn Radcliffe-rannsókn- arstöðvarinnar í S-Afríku segja, að í kjarnanum sé að finna natríum, járn og kalsíum. Einn sérfræðinga stofnunarinnar seg- ir, að Ikeya-Seki sé bezta sönn- un, sem enn hafi fengizt, fyrir því, að málma sé að finna í reiki- stjörnum. — Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 1. ir að verða grundvöllur mik- illa framfara á þessu sviði. Woodward, sem hlaut verð- launin í efnafræði, fékk þau, að sögn akademíunnar, fyrir rannsóknir sínar á blaðgrænu. Prófessor Tomonaga starfar við háskólann í Tokíó. Hann hefur ekki haft beint samstarf við Bandaríkjamennina tvo, Schwinger og Feynman. Þeir eru báðir 47 ára, en Tomon- aga er 59 ára. Schwinger starf ar við Harvard-háskóla, en Feynman við tækniháskólann í Pasadena, Kaliforníu. Skemmdir á kirkjugðrði og túni á Reynivöllum VALDASTÖÐUM, 20. okt. Undanfarna daga hefur verið hér óhemju úrkoma. í nótt urðu talsverðar skemmdir á kirkju- garðinum á Reynivöllum. Svo hagar til, að gil eitt er nálægt garðinum, með á sem alloftast er vatnslítil. í nótt hafði komið í gilið stífla af aur, sem fallið hafði úr bökkum þess. Varð þetta til þess að allmikil aurleðja hefur runnið inn í garðinn. Einnig hefur fallið nokkur skriða á Reynivallatúnið. Gil það sem hér um ræðir hefur áður valdið tjóni, sem kunnugt er. Ekki hefi ég heyrt um aðrar skemmdir hér um sióðir. — St. c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.