Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 30
30 MORGU N B LAÐIÐ FÖstudagur 22. október 1965 ÍBK og Akranes mætast á morgun Og nú fást örugglega úrslit „Aul^aleikur“ Keflvíkinga og Akurnesinga í Bikarkeppni KSt hefur nú verið ákveðinn á laug- ardag og hefst kl. 3 siðdegis á Melavellinum. Þessi lið skildu sem kunnugt er jöfn s.l. sunnu- dag eftir tveggja tíma viðureign. En nú fást örugglega úrslit því reglur mæla svo fyrir, að verði jafntefli að venjulegum leik- tíma loknum í slíkum „auka- leik“, skuli fram fara víta- spyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort mark, og verði enn jafnt. af þeim loknum, skuli hlutkesti ráða úrslitum. helgi úr, því nauðsyn væri á að ljúka keppnistímabilinu vegna þess að ailra veðra er nú von og einun.gis hægt að leika um helgar. je Hvor sigrar? Engu skal spáð um úrslit I þessum leik. Eftir hinum fyrri verður þó að telja Kefivíkinga öllu sigurstranglegri, þó þeir hafi sýnt að liðinu gengur illa að skora mörk, þrátt fyrir ótal tækifæri. Frá sýningunni í Keflavík. jf Óstöðugt veður «*. Jón Magnússon form. móta- nefndar KSÍ sagði í gær að á- kvörðunin um að hafa leikinn á laugardag væri tekin vegna hættunnar á slæmu veðri á þess um árstíma. Verði vitlaust veð- ur á laugardag hefur mótanefnd in upp á sunnudaginn að hlaupa. Sagði Jón að nefndin gæti ekki átt það á hættu, að missa þessa Fiúarleikfimi ó vegum Ármanns í VETUR verður frúarleik- fimi hjá Ármanni og verða æf- ingar í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Verður kennt á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 9-10. Kennsla hófSt 15. október. Kennari er Ragnheið- ur Benney Ólafsdóttir. Einnig verður frúarleikfimi á vegum Ármanns í Breiðagerð- isskóla og eru æfingar þar á mánudögum og miðvikudögum kl. 8.30 til 9.20. Kennsla þar hefst næstkomandi miðvikudag. Kennari verður Halldóra Ama- dóttir. Glæsileg glímusýning Ármenninga IVIær 30 glímumenn í sýningarferð meðan 50 voru á æfingu UM HELGINA síðustu fór 26 manna. flokkur úr Glímudeild Ár manns til Keflavíkur og efndi til sýningar á glimu og fornum leikjum í Félagsbíói fyrir nær fullu húsi áhorfenda. Sýningar- stjóri var Hörður Gunnarsson, formaður Glímudeildar Ár- manns. Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur þátttaka unglinga og drengja í starfi Glímudeildar Ár manns verið með mesta móit í haust og eru nú skráðir á annað hundrað drengir, sem taka þátt í æfingum deildarinnar, þar af létu um 70 skrá sig þegar á fyrstu æfingunni, sem var í októ berbyrjun. Varð að endurskipu- leggja æfingatíma deildarinnar vegna þessarrar miklu þátttöku og æfa nú drengir á aldrinum 6—16 ára 5 tíma í viku. Þá hef- ur þátttaka glímumanna eldri en 16 ára aukizt einnig en þjálfari þeirra er hinn góðkunni glímu- maður Gísli Guðmundsson, en kennari drengja Hörður Gunnars son. Vegna hins vaxandi áhuga á glímu, sem í ljós hefur komið í ár ákvað stjórn glímudeildarinnar að efna til kynningar- og sýning arferðar til Keflavíkur um síð- ustu helgi, eins og fyrr er sagt. Hafa slíkar ferðir áður verið farn ar á vegum deildarinnar, t.d. til Akranes, og víðar. Tóku alls 26 Austurríkí - Englund 3-2 Austurríkismenn og Eng- lendingar léku landsleik í knattspyrnu á miðvikudags- kvöldið og fór leikurinn fram á Wembley leikvanginum í London. Austurríkismenn sigruðu með 3 mörkum gegn 2. Kom * sigur þeirra mjög á óvart því allir höfðu búizt við fremur auðveldum sigri Englend- inga. 1 hálfleik var staðan 1—0 Englendingum í vil. Stangastökkvurum og hástökkv- urum settur tímafrestur í keppni Keppni milli Evrópuliðs og Bandaríkjanna ákveðin næsta ár Ákveðið hefur verið að stofna til frjálsíþróttakeppni milli sameinaðs liðs Evrópu gegn liði Bandaríkjanna. Verð- ur keppnin háð í sambandi við Evrópumótið í Budapest á næsta ári eða 7. og 8. október. Munu úrslit Evrópumótsins ráða vali liðs'manna Evrópuliðsins. Keppnin mun fara fram í ein- hverri þýzkri borg. Jafnframt er samið um aðra samskonar keppni 1967 og fer hún fram í Montreal í Kanada. Þessi samskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna voru ákveðin á stjórnarfundi alþjóða frjáls- íþróttasambandsins sem nýlokið er í New York. Á sama fundi var felld tillaga Rússa um að tekin verði upp heimsmeistara- keppni í frjálsum íþróttum, svo enn verða það Olympíuleikarn- ir sem verða höfuðkeppni frjálsíþróttamanna heimsins. Á fundinum voru gerðar sam- þykktir um tæknileg mál. T. d. var samþykkt að þyngja spjót sem notuð eru í frjálsíþrótta- keppni. Verður oddur þeirra þyngdur um 20 grömm. Er þetta tilraun til að koma í veg fyrir hin mörgu ólöglegu köst sem orsakast af því að spjótið kem- ur flatt niður, en reglur mæla svo fyrir um að kastið sé ekki gilt nema að oddur spjótsins marki far í völlinn. Þá var og gerð samþykkt til að koma í veg fyrir að stangar- stökkskeppni og hástökkskeppni tefji ekki kappmót svo lengi sem verið hefur. Var ákveðið að hver keppandi í stangarstökki fái ekki meira en 3 minútur til að gera stökktilraun og hver keppandi í hástökki fái 2 mín- útur til hverrar tilraunar. Ljúki menn sér ekki af á þessum tíma telst tilraunin gerð eigi að síð- ur. glímumenn þátt í förinni, bæði eldri og yngri, auk stjórnandans Harðar Gunnarssonar. Tókst ferðin mjög vel og var sýnt í Félagsbíói fyrir nær fullu húsi. í upphafi ávarpaði glímu- stjórinn gesti og ræddi gildi glím unnar sem íþróttar og uppeldis- þáttar í íslenzku menningarþjóð- félagi í dag. Þá gat hann hins ábyrgðarmikla hlutverks, sem æskunni væri sett á herðar um varðveizlu og iðkun glímunnar á komandi tímum og hét á þá yngstu að sameinast um viðgang þjóðaríþróttarinnar, glímunnar. Síðafi voru sýnd brögð og varnir, léttar glímur og nokkrar kapp- glímur, auk þess að nokkrir fora ir leíkir voru leiknir, m.a. hrá- skinnsleikur, sem þykir skemmti legur enda gefur að líta hinar snörpustu viðureignir knárra manna. Að lokum fór fram bændaglíma. Bændur voru bræð urnir Guðmundur Freyr og Val- geir Halldórssynir en hinn fyrr nefndi er Keflvíkingur. Glímt var af miklu fjöri enda spenning ur meðal áhorfenda. Laúk svo viðureigninni, að heimamenn urðu hlutskarpari og hlutu í sig urlaun fagran silfurbikar, sem glímt var um. Oílufft stari Ské&a- ráÖsins si. starisár Ellen Sighvatsson endur- kjörinn formaður Aðalfundur Skíðaráðs Reykja- víkur var haldinn s.l. mánu- dagskvöld og sóttu hann 22" full trúar Reykjavíkurfélaganna. Fundarstjóri var kjörinn Sigur- jón Þórðarson form. skíðadeild- ar fR en fundarritari Guðjón Valgeirsson úr skíðadeild Ár- manns. Formaður ráðsins, Ellen Sig- hvatsson, las skýrslu stjórnar- innar sem sýndi góðan árang- ur á s.l. starfsári. Auk þátttöku í skíðamótum í grennd við Reykjavík mættu reykvískir skíðamenn til keppni á landsmótinu á Akureyri, Skarðsmótinu á Siglufirði og Vestfjarðamótinu á ísafirði, sumarmóti í Kerlingafjöllum og enn fremur fóru reykvískir skíðamenn til keppni í Voss í Noregi í marz s.l. Form. minntist Jóhanns Sig- urjónssonar, KR sem lézt á s.l. starfsári. Stefán Kristjánsson form. SK í mætti á fundinum og minntist á nauðsyn góðrar þjálfunar skíðamanna frá blautu barns- beini. Ennfremur tilkynnti hann um skíðanámskeið á vegum SKÍ sem haldið verður í Siglufjarð- arskarði í nóvemiber n.k. Gjaldkeri Skíðaráðsins, Þor- bergur Eysteinsson, las upp reikninga ráðsins, sem sýna góð an fjárhag ráðsins á síðasta starfsári. Kosning fulltrúa í stjórn fyrir næsta starfsár fór þannig: Form. Ellen Sighvatsson ÍK, ritari Jens Kristjánsson KR, gjaldkeri Þorbergur Eysteins- son, ÍR, æfingastjóri Sig. R. Guðjónsson Á og áhaldavörður Björn Ólafsson Víking. Leiðrétting Sá misskilningur átti sér stað hér í blaðinu 1 gær, er greint var frá væntanlegum landsleikj um í vetur, að sagt var að áríð. andi væri að svarbréf hefði bor. izt frá pólska handknattleiks. sambandinu fyrir 12. desember. Þar átti að vera, að áríðandi væri, að íþróttahöllin yrði til. búin- ekki seinna en 12. des. emfoer til þess að undirbúning. ur undir leikina við Pólverja gæti gengið að óskum, því að nauðsynlegt er fyrir liðið að æfa í sal af löglegri stærð. Ennfremur var sagt í grein- inni, að íslenzku stúlkurnar hefðu sigrað þær dönsku en, eins og flestum mun í fersku minni, lauk þeirra leik með jafntefli, þótt íslenzku stúlkum- ar færu aftur á móti með sig- ur úr býtum á Norðurlanda- meistaramótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.