Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. oktöber 1965
MORGU N BLAÐIÐ
19
Frá umræðum á mótmæla-
fundinum í Keflavik
SL. þriöjudag var sem kunnugt
er, lialdinn mótmælafunidur í
Keflavík gegn hinum fyrirhug-
aða vegatolli á Reykjanesbraut.
Var fundurinn afar fjölmennur
og umraeður miklar. Fundarboð-
endur voru Félag ísl. bifreiða-
eigenda. Margt athyglisvert kom
ifram í ræðum hinna ýmsu ræðu-
tnanma, en það sem einkum vakti
furðu manna, voru umæli séra
Björns Jónssonar í Keflavík um
ivegatollskýlið. Hér fer á eftir
stutt frásögn af umræðum á fund
inum.
Ingvar Guðmundsson, kennari,
var framsögumaður á fundinum.
Hann gat þess í upphafi, að til
fundarins hefði fyrst og fremst
verið boðað til þess að ræða rétt
mæti vegaskatts þess, sem á-
kveðið hefði verði að leggja á
Reykjanesbraut. Rakti hann síð-
an sögu Reykjanesbrautar, hvern
ig hún hefði verið fáfarin þjóð-
braut, unz erlent herlið hefði
komið hingað samkvæmt beiðni
stórnarvaldanna. í>á hefðu flutn
ingar um veginn orðið stórkost-
legir, en vegurinn hefði hins veg
ar ekki notið þess að sama skapi
og hefði þá hlotið nafnið Ódáða
hraun íslenzkra vega.
‘ Loks eftir 20 ár hefði verið
Skveðið að gera steypta akbraut.
Sú framkvæmd hefði fyrst og
fremst verið gerð til þess að
stytta leiðina milli Reykjavíkur
og Keflavíkurflugvallar. í lok
ræðu sinnar dró Ingvar saman
helztu niðurstöður úr ræðu sinni
þannig:
1. Vegfarendur um Reykjanes
braut hafa vart um annað að
velja en greiða umræddan toll,
en fá dæmi eru um slíkar hlið-
stæður, þar sem tollvegir tíðk-
ast.
i 2. Af fjárhagslegum ástæðum
eru ekki haldbær rök fyrir því
eð skattleggja Keflavíkurveg
fremur en suma aðra dýra vegi á
landinu.
• 3. Þessi vegur hefur fyrst og
fremst verið byggður til þess
eð tengja Keflavíkurflugvöll við
Reykjavík og sparað þannig rík
Inu útgjöld við byggingu nýs
flugvallar.
4. Bifreiðaeigendur hafa lagt
fram meir en nóg fé á undanförn
um árum til að byggja þennan
veg.
1 Arinbjörn Kolbelnsson, læknir,
formaður Félags íslenzkra bif-
reiðaeigenda talaði næstur. —
Skýrði hann afstöðu F. í. B. til
vegatollsins og sagði m.a., að fé
það, sem bifreiðaeigendur hefðu
lagt til vegamála undanfarin ár,
myndi hafa nægt til þess .að gera
ella vegi ryklausa og slétta, enda
þótt þeir hefðu þá ekki verið
steinsteyptir.
Gæta yrði að þvl, ef farið yrði
inn á þessa leið að leggja á vega-
toll, að þá yrði vegurinn gífur-
leg peningamylla fyrir ríkið á
komandi árum. f þessum málum
væri um tvær leiðir að ræða,
annað hvort að láta þá miklu
skatta, sem bifreiðaeigendur
greiða, renna óskipta til vega-
mála eða að taka erlend lán til
langs tíma og þá byggðir vandað-
ir vegir á hinum fjölförnu leið-
um og innheimtur tollur af um-
ferð um þá. Las hann síðan upp
tvær tillögur frá fundarboðend-
um, þar sem fagnað var þeirri
samgöngubót, sem Reykjanes-
braut væri en vegatollinum mót-
mælt, en í síðari tillögunni mót-
mælt 'þeirri fyrirætlun að fella
niður hið fasta framlag ríkisins
/til vegamála og gerð sú ályktun
að vegafé, sem aflað er með benz
ínskatti, verði varið hlutfallslega
Jóhann Ragnarsson
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa
Vonarstræti 4. — Sími 19085.
til endurbyggingar vega á þeim
svæðum, sem hans er aflað.
Næstir töluðu Guðmundur
Einarsson framkvstj., Ragnar
Haraldsson, verkfræðingur, Dan
íel Einarsson, tæknifræðingur og
Páll Jónsson, gjaldkeri. Mælti
Guðmundur með vegaskattinum,
en hinir gegn.
Matthías Á. Mathiesen, alþm.
tók síðan til máls og rifjaði upp
gang þessa máls frá upphafi og
sagði, að 1952 hefði fyrst verið
rætt um varanlega gatnagerð hér
á landi. 1958 kom fram tillaga
um steinsteyptan veg frá Hafn
arfirði suður til Keflavíkur og
Sandgerðis um Garð og var hún
flutt af Ólafi Thors, fyrrverandi
forsætisráðherra. Þessi tillaga
hlaut afgeiðslu og hefði hún
markað tímamót. Ekki hefði ver
ið neinn ágreiningur um hana á
þingi.
Flutningsmaður tillögunnar
hefði m.a. bent á nýjar fjáröfl-
unarleiðir þ.e. vegartoll vegna
þess að hér væri um sérstaklega
fjárfreka framkvæmd að ræða.
Aftuí hefði málið verið á dag-
skrá Alþingis er þeir Jón Skafta
son og Geir Gunnarsson fluttu
frumvarp til laga um Reykja-
nesbraut. Hefðu þeir og bent á
sömu fjáröflunarleiðir í sinni
greinargerð.
Þegar vegalögin svo voru rædd
og samþykkt á Alþingi, hefði ver
ið í 95. gr. þeirra heimild til þess
að taka gjald af umferð á sér-
stökum vegum og brúm.
Allt frá upphafi hafi engin
ágreiningur komið fram um þær
fjáröflunarleiðir, sem á hefði
verið bent og þegar Alþingi gerði
samþykkt í málinu, hefði það
verið gert með samhljóða atkvæð
um allra alþingismanna. Aldrei
hefðu komið fram nein motmæli.
Vegatollurinn væri einn þátt-
urinn í þessu máli. Margt mætti
deila um í sambandi við hann.
Ef mótmæla ætti vegatollinum
hefði átt að gera það miklu fyrr.
Vegatollurinn væri sjálfsagt
ekki vinsælli en aðrar tegundir
skatta, en með honum hefði ver-
ið reiknað frá upphafi og því
væri miðað við hann nú. Það sem
um væri að ræða með þessari
framkvæmd, væri það, að með
henni væri mörkuð tímamót í
sögu vegamála hér á Xandi með
lagningu steinsteyptrar hrað-
brautar.
Jón Skaptason, alþm., rakti
líkt og Matthías Á. Mathiesen
sögu þessa máls. Kvaðst hann
vera þeirrar skoðunar, að bíla-
og bifhjólafjöldinn í landinu
ætti einungis að standa undir
vegagerðinni Nýju vegalögin
hefðu í upphafi virzt ganga í
þessa átt, en nú hefði það snúizt
við. Nú tæki ríkissjóður miklu
meira til sín í sköttum af farar-
tækjum en það, sem varið væri
til vegamála í landinu og hefði
það farið vaxandi ár frá ári.
Skipting vegafjárins undan-
farin ár á milli hraðbrauta og
annarra hluta- vegakerfisins
hefði verið mjög óréttlát og
hefðu hraðbrautirnar hlotið
miklu minna en þeim l>ar. Sagði
ræðumaður, að miða bæri að
því, að allir sérskattar af farar-
tækjum rynnu til vegamála og
enn fremur yrði að miða skipt-
ingu vegafjárins við umferð við
komandi vega.
Jón kvaðst hafa talið, að ef
heimildin um vegatoll yrði not-
uð, þá yrði hún notuð um alla
steinsteypta vegi og mætti þar
engin mismunun koma til. Um
það mætti deila, hvort rétt hefði
verið að veita ríkisstjórninni þá
víðtæku heimild, sem gert hefði
verið. „Ég vil ekki skorast und-
an þeirri ábyrgð“, sagði ræðu-
maður, „sem ég átti að því en
fyrir mér lá málið þannig við,
að þetta væri einasta leiðin til
þess að Já steypta aðalvegina í
landinu og að notendur þeirra
yrðu að sætta sig við hóflegt
skattgjald, sem gengi jafnt yfir
alla, þar sem aðstæður væru svip
aðar“. Kvaðst Jón hafa rætt við
nokkra menn á Suðurnesjum um
þetta atriði þá, og hefðu þeir
ekki hreyft mótmælum.
Valtýr Guðjónsson, útibússtj.
Hákon Heimir Kristjánsson
lögfr. Kristján Pétursson, ráðn-
ingarstj.,. Sveinn Torfi Sveins-
son verkfr., ólafur L. Jóhanns-
son, Sigfús Kristjánsson tollv.
og Ragnar Guðleifsson bæjarftr.
töluðu næstir og mæltu allir
gegn vegatollinum.
Alfreð Gíslason forseti bæjar-
stjórnar Keflavikur sagði m.a.,
að aðferðin við að innheimta
vegtollinn væri ekki Tétt. Kvað
hann rétt að mótmæla vegatoll-
inum, eins og margir hefðu gert
á undan honum. Réttast væri að
mótmæla öllum vegatolli í fram
tíðinni.
Séra Björn Jónsson sagði m.a.,
að ekki hefði komið fram næg
mótmælaalda á fundinum gegn
vegatollinum. Héfðu flestir fund
armenn aðrir en frummælandi
svo að segja lofsungið vegaskatt-
inn hver á fætur öðrum, eins og
hann komst að orði, og spurði
síðan, hvort þeir væru sendi-
menn einhvers æðri máttar.
Sagði hann, að það væri skylda
Suðurnesinga að mótmæla vega-
tollinum fram á síðustu stundu.
Séra Björn sagðj síðan sögu.
af bílstjóra, sem æki um Reykja-
nesbraut á hverjum degi og sem
nokkrum dögum áður hefði kom
ið að vegatollsskýlinu, þar sem
innheimta ætti skattinn. Hefði
bílstjórinn komizt að raun
um, að skýlið væri ekki
reist á steinsteyptum grunni.
og er hann kom að máli vi’ð
menn þá, sem voru að vinna við
skýlið, hefði það komið fram í
umræ'ðum þeirra, að ekki myndi
vera mikil vandkvæði á því, að
rífa skýlisfjárann upp, eins og
séra Björn komst að orði og
flytja skýlið til Keflavíkur.
Að lokum tóku aftur til méls
þeir alþingismennirnir Jón
Skaptason og Matthías Á.
Mathiesen. Svaráði Mathias
nokkrum fyrirspurnum, sem til
hans hafði verið beint á fundin-
um, en Jón sagði, að vegaskattur
sem legðist jafnt á alla steypta
vegi í landinu og talinn yrði hóf
legur, ætti rétt á -sér, ef þannig
mætti flýta vegagerð.
SÍÐASTLIÐNA miðvikudags-
nótt rann mannlaus 7 tonna vöru
bíll á húsið Sæunnargötu 4 í
Borgarnesi og braut stórt gat á
kjallaríbúð hússins og olli
skemmdum á innanstokksmun-
um.
í samtali við blaðið sagði Her-
mann Jóhannesson, trésmiður, að
hann hefði hrokkið upp úr fasta
svefni. er grjót og steinflísar
sáldruðust yfir hann, þar sem
hann svaf innan við vegginn.
Vörubíllinn mun hafa staðið efst
í bröttum halla, en. eigandi bíls
ins kveðst hafa skilið við hann
kl. 10 um kvöldið í gír og hand-
bremsu, eins og lög gera ráð fyrir
en stormur og stórviðri geisaði
þá um kvöldið. Fór bíllinn ekki
af stað fyrr en um tvöleytið um
nóttina. Á leið sinni niður brekk
una lenti vörubíllinn á nýjum
Volvo stationbíl og reif af hon-
ÞESSI tvö litlu börn komu
I gærdag á skrifstofu Morg-
unblaðsins með sparibauk-
ana. Þau vildu leggja pening
ana, sem þau höfðu safnað
saman, í fjársöfnun þá, er
nú fer fram vegna bruna á
bænum Gilsbakka í Eyja-
SJóPRÓF vegna ■ bátsins
Stráks, sem fórst út af Grindavík
s. mánudag, fór fram hjá bæjar-
fógeta í Hafnarfirði. Komu þar
fyrir skipstjóri, vélstjóri og
stýrimaður á Strák. Sögðu þeir
frá sjóslysinu og hefur það að
mestu komið fram í blöðum.
Skipið fékk, á sig brotsjó, mun
hafa slegi’ð úr sér og komið að
því leki.
Vélstjórinn kvaðst hafa farið
niður skömmu eftir að brotsjór-
inn kom á bátinn og sá þá að
óeðlilega mikill sjór var í vélar-
rúmi. Var svinghjólið fari’ð að
taka sjó. Var ljósavéladælan þá
sett í samiband, en hin dælan var
þegar í gangi. Þrátt fyrir það
smáhækkaði sjórinn í bátnum.
Voru menn þá strax settir í að
dæla Hka með þilfarsdælunni.
Það kom fram í þessu sjóprófi,
um annað brettið, og má af því
marka ferðina á bílnum!
Gatið, sem á húsið kom, var
meira en fermeter að. innan, og
auk þess setti grjóthríðin gat á
gólfteppi og skemmdi bæði sófa
borð og sófa. Hermann sagði, að
svo einkennilega hefði viljað til,
að kona hans var fjarverandi
með barn þeirra hjóna, en vöru-
bíllinn kom einmitt’ á þann stað,
sem barnið sefur og kvað Her-
mann steinana, sem hefðú lent á
barnarúminu hafa verið svo
þunga, að hann hefði tæplega
valdið þeim einn.
Matsmaður tryggingarfélag-
anna kom á staðinn daginn eftir
og mat hann skemmdir á innan
stokksmunum og gat á vegg á
11.500 krónur, en þess má geta
að veggurinn mun hafa kross-
sprungið af högginu og getur far-
ið að leka þá og þegar.
firði. Bömin heita Hildur
Runólfsdóttir og Jón Runólfs
son, Öldugötu 50 hér í borg.
Hildur er fjögurra ára göm-
ul, en Jón átta ára. Systkin-
in höfðu safnað alls 428 kr.
í sparibaukana.
hversu slæmt það getur verfð.
þegar verið er að vinna í báturn.
að ekki eru hreinsaðir nægilega
vel upp hefilspænir og annað
drasil á eftir. En það mun vera
algengur trassaskapur. Þá vill
spónarusli’ð fara í síurnar, sem
eru fyr'ir lensidælunum, og þær
vilja stíflast. Strákur hafði ver-
ið í slipp í september og var þá
eitfhvað verið að smíða niðri I
bátnum og þa’ð fór í kjalsogið.
Þegar sjórinn hækkar í vélar-
rúminu, er ekki lengur hægt að
komast að því að hreinsa þetta
úr síunum. Af þeim sökum dældu
lensidælurnar á Strák ekki eina
vel og þær áttu--að gera. Og er
þetta gott dæmi um hversu slæm
ur ósiður það er-að hreinsa ekki
eftir vi'ðgerðir.
Þegar sjór var kominn í ökla
á gólfinu var vélin stöðvuð og
var hugmyndin að reyna að
nota hana, ef mögulegt reyndist
að gera tilraun til að ná inn I
Grindavíkurhöfn. Var hún sett
snöggvast í gang aftur, skipinu
snúið fyrir vind og sett upp segk
Skipi'ð hafði svolitla ferð og lét
sæmilega að stjórn og var því
siglt. Ljósavélin gekk allan tím-
ann þangað til eftir að allir voru
farnir frá borði. Frá björgun skip
verja hefur ýtarlega verið sagt
áður.
Bátinn rak svo vestan við
Selatanga, en tveir gúmmibátar
komu áð landi við ísólfsskála.
Voru það báturinn sem skipverj-
arnir 7 fóru í um borð í togar-
ann, en hinn var bátur brezka
togarans, sem búið var að setja
út og slitnaði aftan úr hjá þeim.
Var farið suðureftir í gær til að
atfhuga hvort hann væri heill.
Rakst á
strætisvagn
UM 11 leytið varð harður
árekstur vfð Múla milli fólks og
strætisvagns. Strætisvagninn var
kyrrstæður og lenti fólksbillinn
framan á honum. Ökumaður var
færður í blóðrannsókn. Hann
hafði slasazt eitthvað og einnig
farþegi í bíl hans. Þeir voru á
Slysavarðstofunni er bláðið fór
í prentun.
Mannlaus vörubíll
brýtur hús í Borgarnesi
Einskær mildi að ekki
hlau zt slys af
Frá sjóprófi hjá Strák
Rusl eftir viðgerðir
sezt í dælusigtin