Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 21
|} Fostudagur 22. október 1965
MORGUNBLAÐIÐ
ejá hversu yrði tekið á móti
ihonum. En svo, iþegar ég sneri
við, batnaði veðrið í einni
svipan, og þegar Nehru birt-
ist og Sir Tashi og fylgdarlið
þeirra var glampandi sólskin
og blíða. Ég fór lengra suður
©g rigningin var alveg á
næstu grösum — en sólskinið
og blíðan fylgdi Nehru og Sir
Tashi alla leiðina norður og
suður aftur, þó beggja vegna
við væri sama ófélega veðrið
©g verið hafði“.
Sir Tashi tók við völdum
er konungsættin í Sikkim bjó
við kröpp kjor og hafði verið
svipt nær öllu valdi í.stjórnar
tíð Breta í Indlandi. En smám
saman tókst honum, með
; lagni og lempni að fá í hend-
| tir æ víðtækari völd yfir landi
sínu. Síðustu ár ævinnar
fékkst konungurinn æ meir
við listir og trúariðkanir en
fól stjórnarstörfin syni sín-
um, konunginum núverandi,
sem tók formlega við. árið
1963 að föður sínum látnum.
Konungurinn núverandi er
sagður endurholdgaður frændi
hans, sem var konungur fyrir
hans daga og ábóti í virðingar
miklu klaustri Búddhamunka
í landinu. Vesturlandabúar
I reka sumir upp stór auga, yfir
I andatrú Sikkima og öðru sem
þar er yfirskilvitlegra hluta,
en konungur brosir við
©g lætur lítið yfir.
(Hann er maður vel menntur
og áhugasamur um ótal
margt, allt frá kjarnorku til
©rkídea. Hann er með lærð-
ustu spekingum Búddista og
átti enda að verða ábóti eins
©g frændi hans, sem fyrr grein
j ir' frá, en varð ríkisarfi að
í Mtnum eldri bróður sínum.
Konungurinn er forseti Maha
Bodhi félagsins í Indlandi og
forstöðumaðúr stofnunar í
Sikkim sem fæst við tíbetsk
fræði, þar sem reynt er að
1 varðveita kenningar Mahay-
ana-greinar Búddhismans. —
Œ>ar taka Sikkimar við af Tí-
betum, sem nú búa við kín-
versk yfirráð.
| Hindúar eru Búddistum
fjölmennari í Sikkim, en
Búddatrú, trú Lepcha og
! sumra þjóðflokka Nepala, er
engu að síður ríkistrú í land-
inu. Sikkimar tigna mjög
Dalai Lama, trúarleiðtoga Tí-
beta, sem nú er í Indlandi,
útlægur gerr úr landi sínu, en
þeir hafa nærri jafn miklar
mætur á Gewa Karma Lama,
öðrum flóttamanni frá Tíbet,
sem hefur aðsetur í Rumtek
klaustrinu nýja í Sikkim.
Hann er trúarleiðtogi Rauð-
hattafylkingar Mahayana-
Búddista, sem allir Búddistar
í Sikkim aðhyllast. 1 hans
eigu og umsjá er nú Rauði
Hatturinn frægi, sem
6agt er að fylgi sú nátfcúra að
hann takist á loft og fljúgi, sé
honum ekki haldið föstum.
Þessvegna verður Gewa
Karmapa Lama að halda í
þetta höfuðfat sitt báðum
Lífvörður konungsins í Sikkim, sem telur sex tugi manna, ber
skarlatsrauð klæði og skreytir hatta sína páfuglsfjöðrum.
Hattarnir eru ofnir úr reyr og er sú list nú ekki lengur á
færi annarra landsmanna en eins aldins Lepcha.
höndum, beri hann það utan-
dyra, eða hafa til þess tvo að-
stoðarmenn ella, þurfi hann
sjálfur handa sinna við.
„Þegar ég var í Sikkim
1960—1961“, segir Desmond
Þarna ganga í dansinn tvær
ungar dömur úr leikskólanum
í Namchi, suðvcstan höfuð-
borgarinnar. Það er annars
ekki mikið um leikskóla í
Sikkim og ekki nóg af skólum
heldur ennþá, þó sífellt sé ver
ið að fjölga þeim og stækka,
en dreifbýlið er skólagöngu
barnanna fjötur um fót þó
skólaganga sé ókeypis.
Doig, sá er áður sagði frá,
„og ætlaði að slást í för með
Sir Edmund Hillary og þeim
félögum hans í Everest-leið-
angrinum, heimsótti ég Gewa
Karmapa Lama og fræddist
af honum.’um það hversu
mætti ná því valdi yfir líkam-
anum, að hvorki biti mann
kuldi né hiti né heldur bag-
aði mann þreyta á löngum
gönguferðum eða .sambands-
leysi við umheiminn í óbyggð
um. Hann bauðst meira að
Sir Tashi, faðir konungs þess er nú ræður ríkjum í Sikkim,
lézt í desember 1963. Hann var maður spakur og iistrænn og
fékkst mikið við að mála í frístundum sínum. Meðal eftirlætis-
verkefna hans var fjallajöfurinn Kanchenjunga, sem sézt á
trönunum hjá honum á myndinni. Mörg tákn eru á himni yfir
fjallinu og eru dulræns eðlis.
segja til þess að kenna mér
að ganga svo hratt að ég færi
nærri því eins og fuglinn
ifljúgandi", sagði Doig. „En
ég er of vestrænn og get ekki
einbeitt huganum nægilega.
Ég læri aldrei að fara eins og
fuglinn fljúgandi. En í Hillary
leiðangrinum gátu vestur-
lenzkir vísindamenn horft á
það með eigin augum og látið
sannfærast er félagi þeirra,
spekingur frá Nepal, vann
bug á þreytu, hungri, vosbúð
og nístingskulda berfættur,
með einum saman þunnum
baðmullarserk ’ sínum og fá-
gætu sálapþreki“.
Og ekki linnir ágangi og
ofríki Kínverja á landamær-
unum enn. Undanfarinn mán-
uð hafa hvað eftir annað
borizt af þvi fregnir, að kín-
verskir landamæraverðir hafi
farið yfir á sikkimskt land eða
skotið í átt þangað.
Hope eða Hopla, hin unga
drottriing Sikkima, kom til
London á dögunum að fylgja
stjúpbörnum sínum í skóla og
skrapp svo vestur um haf að
sækja heim frændur og vini
frá því forðum daga, er hún
hét bara Hope Cooke og las
Austurlandafræði við Sarah
Lawrence-háskólann. f ferð-
inni var hún spurð hversu
háttaði til í Sikkim, hvort
menn gerðust ekki áhyggju-
fullir og hvort einhverjar ráð-
stafanir hefðu verið gerðar
til varnar hugsanlegri árás.
„Við höfum komið okkur upp
þjóðvarðarliði", sagði drottn-
ing. „tæplega 300 manns, og
við munum láta hart mæta
hörðu ef á okkur verður róð-
izt“. Svo bætti hún við íhug-
ul: „Annars er það máltæki í
landi okkar að flugi arnar
fylgi súgur“.
En þó ágengni Kínverja á
landamærunum sé ekki annað
en súgur undan vængjum kín-
verska arnarins, hafa margir
af því þungar áhyggjur engu
að síður hvað verða myndi,
ef Chou En-lai gerði alvöru úr
hótunum sínum og léti herlið
landa sinna og Tíbeta sækja
fram í suðurátt. Þessvegna
er landamæravörðunum órótt
og alltaf viðbúnaður í fjalla-
skörðunum Natu og Jelep og
þessvegna gustar stundum allt
suður í Nýju Dehli, þó skugg-
ann af vængjum arnarins
leggi ekki lengra en að landa-
mærum Tíbets og Sikkim.
21
SIGRÚN Bjarnadóttir Melsteð
andaðist 18. ágúst síðastliðinn.
Jörðuð 27. sama mánaðar.
Hún er fædd að Frammnesi á
Skeiðum 11. maí 1902. Faðir
hennar Bjarni Melsteð bóndi
þar, var sonur séra Jóns Mel-
steð prests .að Klausturhólum í
Grímsnesi. Sonur Páls Melsteðs
amtmanns, en móðir Bjarna var
Steinunn Thorarensen, dóttir
Bjarna Thorarensens amtmanns
og skálds. Móðir Sigrúnar var
Þórunn Guðmundsdóttir bónda
að Miðengi í Grímsnesi og Kristr
únar konu hans.
Sigrún var hjá foreldrum sín-
um í Framnesi og ólst þar upp
við venjuleg sveitastörf. 20 ára
hóf hún nám við Kvennaskól-
ann í Rvík, og lauk þaðan prófi.
Eftir það fer hún til Kaup-
mannahafnar að sækja heim föð
urbróður sinn Boga Th. Melsteð
sagnfræðing og frænku sína,
Stefaníu Clausen. Sótti hún þar
kunstflidsforening skóla.
Að námi loknu hlaut hún
verðlaun fyrir góða frammi-
stöðu og kennararéttindi í grein-
inni. Þegar hún kom heim,
kenndi hún hannyrðir í Kvenna
skólanum í Rvík einn vetur.
Næst tóku við verzlunarstörf
í bókabúð Snæbjörns Jónssonar.
Síðan réðist hún sem ráðskona
hjá prófessor Alexander Jó-
hannessyni. 11. nóv. 1933 giftist
hún eftirlifandi manni sínum
Matthíasi Sveinbjörnssyni lög-
regluvarðstjóra. Lifðu þau sam-
an í farsælu hjónabandi í tæp
32 ár og eignuðust 6 börn,
Bjama lærðan húsasmið, en er
starfandi lögregluþjónn, Mar-
gréti húsfrú, Sveinbjörn sím-
virkja, Þórunni hjúkrunarkonu
og húsfrú, -Matthildi Ósk skrif-
stofustúlku og Boga sem lézt
komungur.
Þau þakka henni, alla hehh-
ar gæzku, árvekni og fórnar-
lund sér til handa.
Barnabörnin elskulegri ömmu,
sem ætíð var boðin og búin að
liðsinna þeim svo og tengda-
börn.
Eftir á lífi eru fjögur af syst-
kinum Sigrúnar.
Eitt mesta lán, sem mig hef-
ur hent, er þegar ég tengdist
þér.
Alltaf varst það þú, sem gafst
í okkar samskiptum.
Ég get etoki hugsað þá hugsun
til enda, að nafna þín fái aldrei
að kynnast þér, eins að fá
hvorki að heyra eða sjá þig
framar. Þú sem gafst þér svo
góðan tíma, til að sinna fólk-
inu í kring um þig stóru og
smáu. Alltaf tókstu okkur opn-
um örmum. Þú varst svo vel gef-
in á líkama og sál, umburða-
lynd, geðprúð, fórnfús, kát,
fróð,- músíkölsk og hæfileikinn
að íáta fólki líða vel í návist
þinni var einstakur. Ljúfa Sig-
rún, elsku vinkona, kæra
tengdamamma. Guð várðveiti
þig. S.P.
Sigrðn Bjarnadóttir
Melsteð — Minning
SKODA OaAVIA
Aðeins
119,500.-!
HREINT TÆKIFÆRIS VERÐ FYRIR
ÞESSA VINSÆLU, ÞAULREYNDU OG
TRAUSTU 5-MANNA BIFREIÐ —
BEZTU BÍLAKAUP ÁRSINS!
PÓSTSENDUM MYNDIR —
GREIÐSLUSKILMÁLAR.
Tékkneska bifreiðaumboðið
Vonarstræti 12, sími 21981.