Morgunblaðið - 30.10.1965, Qupperneq 2
MORGUNBLABIB
Laugardagur 30. október 19(5!
L
Magnús Á. Arnuson við eitt ai málverkum sínum á sýningunni.
Afmælissýning Magnúsar A. Arnasonar
1 GÆ3R var oprtuð í Lisíamanna-
skálanum yfirlitssýning á verk-
um Magnúsar A. Árnasonar list-
máiara, en það er Félag íslenzkra
myndlistarmanna, sem gengst
fyrir þeirri sýningu í tilefni sjö-
tugs afmaelis listamannsins. Á
sýningunni eru 80 myndir, nær
allt olíumálverk nema þeir allra
elztu sem eru vatnslitamyndir
og kaffi- og blekteikningar. Þá
eru einnig 10 höggmyndir úr
bronzi, gipsi, sandsteini og mó-
bergi. Myndirnar eru nær ein-
göngu landslagsmyndir og flestar
frá íslandi, en einnig nokkrar
frá Sviss, Frakklandi og Mexico, leru í einkaeign en hinar allar til
auk þess ntu andlitamyndir. 38 sölu. Verkin eru frá því 1917 og
verkanna sem á sýningunni erujallt fram á þennan dag.
Peningum og skóm
stolið á Akureyri
Akureyri, 29. október.
INNBROX var framið í nótt í
gosdrykkjaverksmiðjuna Flóru
við Kaupvangsstræti, sprengdur
upp peningakassi og stolið úr
honum 300 krónum.
Þjófurinn mun.hafa farið inn
í húsi'ð úr geymsluporti að húsa-
baki í gegn um dyr, sem munu
hafa verið illa lokaðar. Venja er
að loka þeim með slagbrandi
innan frá, en annaðhvort mun
hafa gleymzt að setja slagbrand-
inn fyrir í gærkvöldi eða þjóf-
urinn hefur laumazt inn rétt
fyrir lokun og tekið slagbrand-
inn frá svo lítið bar á.
Einhvern tíma í sl. viku, þ. e.
frá fimmtudegi til fimmtudags,
var farið inn í loka'ða vöru-
geymslu á bak við skóbúð KEA
í Hafnarstræti 95 og þaðan stolið
5 pörum af skóm. Á þessum tíma
Sigfús Haildórsson
heldur málverkasýningu
f DAG kl. 4 opnar Sigfús Hall-
^dórsson málverkasýningu í neðri
sal Félagsheimilisins í Kópavogi.
Hann sýnir þar 45 myndir og
eru þær allar frá Kópavogi, mál-
aðar á sl. tveimur og hálfu ári,
auk þess sem hann sýnir þarna
einnig leikmyndalíkön úr Fjalla-
Eyvindi, sem hann gerði fyrir
Leikfélag Kópavogs í fyrra.
Myndirnar eru allar til sölu.
Sýningin mun standa til 8. nóv-
emtber og verður opin daglega frá
því kl. 4-11.30, nema á sunnu-
dögum verður hún opin frá þvi
kl. 10.
fór starfsfólkið aldrei inn i
geymsluna og því ekki vitað,
hvenær innbrotið var framið.
Ekki hefur tekizt a'ð upplýsa
neitt af þeim þjófnaðarmálum,
sem hér hafa komið upp undan-
farna daga, en unnið er að rann-
sókn þeirra óslitilega. — Sv. P.
Björn Ólafsson
formaður banka
ráðs Útvegs-
bankans
SAMKVÆMT bréfi viðskipta-
málaráðuneytisins, dags. 26. þ.m.
hefur viðskiptamálaráðherra
þann sama dag skipað Björn
Ólafsson, fyrrverandi ráðherra,
formann bankaráðs Útvegsbank-
ans frá 22. sept. s.l. að telja, í
stað Guðmundar 1. Guðmunds-
sonar, sendiherra, sem hefur sagt
sig úr bankaráðinu. Þá hefur ráð
herrann ennfremur skipað Hálf-
dán Sveinsson, kennara, varafor-
mann bankaráðsins frá sama
tíma að telja í stað Björns Ólafs
sonar. Gilda báðar þessar skip-
anir til ársloka 1968.
(Frá banksistjórn
Útvegsbanka Íslands).
VINDUR var hægur um allt á Hveravöllum og Hólsfjöll-
land í gær, og víðast hvar var um.
léttskýjað. Vægt frost var inn Lægðin suður af landinu
til landsins, einkum norðan var á hreyfingu ANA, og mun
lands. í Aðaldal var 8 stiga spilla veiðiveðri á miðunum
frost um morguninn og 7 st. við Austurland í dag.
Aðkomumenn
farnir frá bræðsl-
unni á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 29. október.
SEGJA má að allir aðkomumenn,
sem hafa starfað við síldarverk-
smíðjuna, séu farnir, en verk-
smiðjunni verður haldið opinni,
ef einhverjir bátar kynnu að
vilja landa síldinni hér.
Beðið er með af þessum sök-
'um að gera lagfæringar og end-
urbætur á verksmiðjunni. Menn
vilja ekki hætta á slíkt, geri
verulega aflahrotu.
í sumar og haust hefur verk-
smiðjan teki’ð á móti 225.500 mál-
um, þar með er talinn úrgangur
frá söltunarstöðvunum. — Einar.
„Leitið og þér
munuð flbiiM*^
Bók um Hafslein B;örnsson miðil komin mt
í DAG kemur út hjá Skuggsjá
bók helguð Hafsteini Björnssyni
miðli- Nefnist hún „Leitið og þér
munuð finna“.. Fimmtiu karlar
og konur eiga greinar í bókinni
um Hafstein og miðilsstarfsemi
hans.
Frú Elinborg Lárusdóttir segir
m.a. í eftirmála að bókinni: „Haf
steinn Björnsson varð fimmtug-
ur 30. október síðastliðmn. Svo
vel ber Hafsteinn aldurinn, að
fáum datt í hug, að hann væri
orðinn þetta gamall- Okkur vin-
um hans kom þá í hug að vinna
bók, sem túlkaði þökk og við-
urkenningu okkar til hans fyrir
margs konar fræðslu, huggun og
hjálp, sem hann hefur veitt þús-
undum manna á umliðnum ár-
um“. Þá segir ennfremur: „I þess
120 þús. önglar í
sjó
'Akranesi, 29. október.
AFLI línubátanna fimm í gær
var frá 4 og upp í 5 tonn á bát.
Meirihlutinn er ýsa. Sérhver
bátur rær 40 bjóð, á hverju bjóði
eru 600 önglar.
Bátarnir 5 hafa því verið með
í gær 120 þúsund öngla í sjó á
þessum 200 bjóðum. — Oddur.
ari bók eru nýjar sagnir af fyrir-
bærum, sem hvergi hafa birzt.
Þær hafa gerzt á fundum hjá
Hafstein. Sumir kaflar bókar-
innar eru harla nýstárlegir. Sé
ég ekki hvernig komizt verður
hjá að telja suma atburðina,
sem sagt er að hafi gerzt, til
sannana. Margir telja sig hafa
hlotið vissu um framhaldslífið á
fundum hjá Hafsteini. Kemur
hér greinilega í ljós, að trúin og
vonin eru mörgum ekki nægileg-
ar- Menn leita vissu og öryggis“.
Bókin er 291 bls. að stærð.
Hveragerði
Landbúnaðarráð-
herra á fundi
S j álf stæðismanna
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólf
ur í Hveragerði, efnir til félags-
fundar í Hótel Hverageíði n.k.
sunnudagskvöld 31. okt. og hefs-t
hann kl. 21,00.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar
ráðherra mun mæta á fundinum
og flytja þar ræðu.
Sjálfstæðisfólk í Hveragerði
er,- eindregið hvatt til þess að
mæta á þessum fundi.
Gamli maðurinn á Hcllnum, Kristján Brandsson, með vogmærina.
Spriklandi vogmær
fannst / flæðarmáli
Hellnum, 29 .okt.
FISKUR fannst nýlega sprikl-
andi í flæðarmálinu við bryggju
á Hellnum. Menn sem voru að
vinna þar við hafnargerð náðu
henum og kom í ljós að um Vog-
mær var að ræða.
Gamall maður á Hellnum sagði
þá fornu sögu í sambandi við
fund Vogmærinnar, að samdæg-
urs yrði að grafa fiskinn í stór-
straumsfjörumáli, en ef siíkt
væri ekki gert ætti að verða
skipstapi frá þeirri veiðistöð, þar
sem fiskurinn fannst.
Ef þessum fyrrmæLum væri
hins vegar hlýtt átti það að vera
fyrirboði um þrjú aflaár.
Fiskurinn var að sjálfsö.gðu
grafinn eftir fyrirmælum gamla
mannsins og hinnar fornu sagn-
— K.K,