Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 2. nóvember 191 Frdölegar umræður um Vínlandskortið ekki falsað, svo sem textinn um Eirík Grænlandsbiskup og sum atriði Vínlands- og Grænlands- uppdráttarins á landabréfinu. Jón Eyþórsson ræddi um veð- urfarslýsingar Vínlandsbókarinn- ar og taldi vafasamt að loftslag hefði verið svo milt á þessum tímum, að unnt hafi verið að sigla í kringum Grænland. Dr. Sturla Friðriksson gerði nokkrar athugasemdir við um- ræður og benti m.a. á, að kortið á fundi Vísindafélags íslendinga Um gerð íslands og Vínlands á kortinu sagði Haraldur, að hún líktist kortum af portúgölskum uppruna frá árunum eftir 1500. Um Grænland sagði hann, að það væri lygilega líkt því að vera rétt og væri það vafalaust af hendingu einni, sem ekki yrði tímasett. Þá sagði ræðumaður, að Skel- ton geti þess, að Grænlands- og Vínlandsgerð kortsins byggðist á íslenzkum kortum og að á korti Resens (1605), væri talað um aldagamalt íslenzkt kort. Benti ræðumaður á að orðið „kort’” gat á þessum árum þýtt „sjóleiða bók“ og nefndi hann dæmi þess. Lauk hann ræðu sinni með því að færa rök fyrir þeirri skoðun sinni, að alls ósennilegt væri, að Grænlendingar hinir fornu hefðu nokkru sinni farið kringum allt landið og því síður að þeir hefðu fengið svo rétta mynd af þvL Vinnubrögð gagnrýnd Þá tók til máls Þórhallur Vil- mundarson, prófessor. Kvaðst hann ekki vilja kveða upp neinn dóm um aldur Vínlandskortsins. Um mikilvægar forsendur, sem slíkur dómur hlyti að hvíla á, værum við ofurseldir sérfræðing- um suður í löndum, svo sem rit- handarsérfræðingum. Hins vegar kvaðst hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með vinnubrögð höfunda bókarinnar og lýsti undr un sinni yfir því, að þeir hefðu ekki kynnt sér rannsóknir' ís- lenzkra fræðimanna á Vínlands- sögum síðustu áratugi, einkum rannsóknir Jóns Jóhannessonar á Grænlendinga sögu. Þess vegna væri kaflinn um sögurnar, sem varðar ummælin um Bjarna og Leif á kortinu, úreltar. Hefði þó höfundum verið í lófa lagið að snúa sér til brezkra fræðimanna um íslenzk fræði til að fá nýjustu upplýsingar um þetta efni. Sama gilti um staðfræði í hinum nýju löndum vestra. Höfundar hefðu ekki kynnt sér rannsóknir finnska landfræðingsins Tanners um þessi efni, sem birtar voru fyrir um það bil 25 árum. Væri því staðfræðikafli ritsins úreltur. Að lokum ræddi Þórhallur um ýmis atriði Vínlandskortsins, sem honum virtust trúverðugir, þ.e. benda til þess að kortið styddist við gamlar heimildir, en væri ætti augsýnilega að gefa upplýs- ingar um nýja landafundi eins og klausan um Vínland bendir til, en í henni er Vínlandsfund- arins sérstaklega getið þó á al- heimskorti sé. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt, þó höfundur korts ins eða heimildarmaður hans hafi lagt herzlu á Grænland og Vínland og aðrar nýjungar í landafundum, ef svo mætti segja, og sé því kunnugri strandlengju Grænlands heldur en jafnvel ís- lands eða Norðurlanda, sem til- tölulega lítil áherzla sé lögð á við kortagerðina. Dr. Sturla benti jafnframt á að engum ætti að koma á óvart, þó norrænir menn hefðu kannað strendur Grænlands til hlítar. Hann sagði að þeir hefðu ekki látið sig muna um að sigla inn- hverfis ísland strax í upphafi landnáms jafnskjótt og þeir fundu það. Auk þess minntist dr. Sturla á það atriði, að Grænland er sýnt sem eyja á kortinu og benti í því sambandi á, að norður hluti Grænlands falli inn í útlínur hringlaga korts og séu því norð- urmörk þess óþekkt, þannig að höfundur frumkortsins hafi ekki þurft að telja Grænland eyju. Á sama hátt er vesturrönd Vínlands dregin, svo og Suður-Afríku og Norður-Síberíu. VÍSINDAFÉLAG fslendinga hélt á föstudagskvöldið fund um Vín- landskortið og bókina The Vin- land Map and Tartar Relation. Á þessum fundi töluðu fjórir fræðimenn um mismunandi atriði í þessu sambandi. Mbl. sneri sér til dr. Sturlu Friðriksson, forseta félagsins, til þess að grennslast fyrir um til- drögin að því að fundur þessi var haldinn, en hann stjórnaði hon- um. Sagði dr. Sturla, að stjórn fé- lagsins hefði ákveðið að halda fund um áðurnefnt efni, vegna þess hve mikið væri um það rætt og ritað um þessar mundir. Þá sagði hann, að íslenzkum vísinda- mönnum fyndist þeir hafa verið sniðgengnir í þessu máli, en bætti því við að íslendingar ættu að fagna því í hvert skipti sem gögn bærust, er renndu stoðum undir okkar fornu sögu. Þá var dr. Sturla spurður, hvort vísindamennirnir hafi ver- ið beðnir um að gjörkynna sér verkið, sem er seinlesið og yfir- gripsmikið vísindaverk með mikl um heimildarfróðleik úr ýmsum áttum, eins og lesendur Mbl. hafa lítillega séð af kynningu blaðsins á verkinu; höfundar bók arinnar leggja ekki hvað minnsta áherzlu á samband Tartarafrá- sagnirnar við Vínlandskortið, en ekki mun það mál hafa verið rætt svo nokkru nemi á fundi Vísindafélagsins, enda fátt um sérfræðinga í evrópskum mið- aldafræðum eða mongólafræð- inga hér á landi. Nær helmingur bókarinnar fjallar þó um þau efni. — Aftur á móti hafi í um- ræðunum megináherzlan verið lögð á þá hlið Vínlandskortsins, sem snertir ísland, Grænland og Vinland sjálft. Pappírinn ekki allur aldursgreindur Framsöguerindi á fundi Vís- indafélagsins flutti Björn Þor- steinsson, sagnfræðingur. Sagði hann ma.. í ræðu sinni að af hálfu útgefenda bókarinnar væru engin viðhlítandi rök lögð fram fyrir því, að kortið sé frá þeim tíma, sem þeir tilgreina, en hins vegar bendi sterkar líkur til þess, að það sé yngra, eða frá því um 1500. Nefndi hann til dæmis skriftina, en mjög erfitt sé að aldursgreina skrift frá um 1500. Ekki hefði allur pappírinn í hand ritinu verið aldursgreindur. Þá væri textinn hinn sami og í prent uðum útgáfum. Ekki einhlít rannsóku Næstur tók til máls Haraldur Sigurðsson, bókavörður, og sýndi kort frá miðöldum. Sagði hann, að sú rannsókn, sem fram hefði farið á aldri Vínlandskortsins, væri á engan hátt einhlít. Pappír gæti legið ónotaður og maður, sem lærði að skrifa árið 1450, gæti gert það enn árið 1500. Hér kemur ágætt bréf um bílainnflutning. Ég vona að allt sé rétt og satt, sem bréfritari segir. Ef einhver hefur athuga semdir fram að færa er sá vin- samlegast beðinn að senda þær í bréfi: „Frí uppherzla“ Kæri Velvakandi, í blaðinu þann 26. október skrifar bíleigandi um „Algert rán“. Þar sem ég þykist geta upplýst bíleiganda um hið rétta í málinu vildi ég biðja Velvakanda fyrir fáeinar lín- ur. Það hefur færzt meira og meira í tízku hjá bílainnflytj- endum að láta fylgja bílnum svokallaða fría uppherzlu. Þessi fría uppherzla er þannig til- komin að þegar bíllinn er seld- ur er bætt ofaná verðið ákveð- inni upphæð, sem mundi vera andvirði 2—3 tíma vinnu eftir bílgerðum. Síðan kemur við- skiptavinurinn á verkstæði við komandi bifreiðaumboðs eða í tilfelli að maður byggi úti á landi þá á verkstæðið sm við- komandi bifreiðaumboð hefur samning við og getur fengið þessa sömu þjónustu. Þannig er þessi ókeypis upp- herzla innheimt við sölu bílsins í stað þess að innheimta hana um leið og hún er framkvæmd og þá eftir tímavinnureikningi. Þetta er því á engan hátt ókeypis en aftur á móti tryggir þtta bifreiðaumboðinu að við- komandi bílkaupandi komi með bílinn í skoðun eftir 1000 eða 1500 kílómetra sem er afar áríðandi því að oft á tíðum eru ýmsar vanstillingar á bíl- unum orsök frekari skemmda. Uppherzla mundi í flestum til- fellum koma í veg fyrir skemmdir af þessum orsökum- ★ Helmingurinn á fríðindum Gremja bíleiganda er að mörgu leyti skiljanleg. Menn eru ekki daglega að kaupa bíla, en þegar þeir leggja út í það stórvirki komast þeir að ýmsu sem almenningur gerir sér kki ljóst. T.d. að tollur og leyfisgjald af einni bifreið eru 2/3 af verðinu, en þetta er ekki svo fyrir alla bílakaup- endur því af 3000 bifreiðum sam fluttar voru inn á s.l. ári voru um 500 landbúnaðarbif- reiðir sem ekki er greitt af neitt leyfisgjald um 400 vöru- bifreiðir sem ekki greiða neitt leyfisgjald, 250—300 bílar til þeirra sem sagðir eru fatlaðir og 200—300 leigubifreiðir og síðan eitthvað af sjúkra og lögreglubifreiðum, ríkisbifreið- um og bifreiðum til sendiráða og svo bílár sem keyptir eru af varnarliðinu- Þetta eru sam tals um 1500 bifreiðir eða um helmingur bifreiðainnflutnings ins sem ekki greiðir nein leyfis gjöid. Þannig er um helmingur þjóð arinnar á fríðindum en hinn helmingurinn verður að greiða sín gjöld. Þetta gremst vitan- lega bifreiðakaupendum enda sjást greinilega viðbrögðin þegar nýr landbúnaðarbíll út- búinn eins og fólksbíll er boð- inn hér á markaðinum. Ósamræmi Það hlýtur því að verða sann gjarnasta lausnin að allir lands menn búi við sömu skilmála hvað snertir bifreiðakaup, geti valið þá' bifreið sem bezt hent- ar þeirra þörfum, þannig að maður sem þarf eins og hálfs tonns vörubifreið sem kostar í gjaldeyri 300 sterlingspund sé ekki að kaupa bifreið sem er 3 tonn og kostar 500 sterlings- pund einungis vegna þess að leyfisgjald er á minni bifreið- inni og hún verður því tölu- Hföi'Bi ISall- dérsson verkstfóri, kveðfa Björn Halldórsson, verkstjóri kveðja frá vinnufélaga Ingibjarti Jónssyni. Fölnar sumars fagur gróður fellur úti haustsins regn sem kylju stormsins kuldagjóstur kom þín andláts fregn að skilja leiðir skapanorna er skynseminni um megn. Lífið er eins og lækjarstraumur sem líður áfram út í höf því fylgir grátur gleði og glaumur á gangi þess er engin töf í gær við hittum vildar vini en viknum í dag við þeirra gröf. Svo var með þig vinur væni þér varð svo snöggt í burtu kippt að hjarta mitt var harmi slegið sem hefði nótt við daginn skipt ég fæ víst ekki fullu metið hve frábær öll var kynning þín en hvar sem heyri ég góðs manns getið gleggst þín mynd í huga mér skín. Sigurunn Konráðsdóttir. vert dýrari en sú sem kostar meira í gjaldeyri. Þannig er líka staðreyndun- um snúið við með landbúnað- arbifreiðina .Ein landbúnaðar- bifreið kostar erlendis eins og tvær sæmilega góðar 5 manna fólksbifreiðir. Hér seljast þess- ar bifreiðir all-'r á sama verðL Bifreið er ekki lengur lúx- us, heldur nauðsynlegt tæki til sjávar og sveita- ★ Hyrnur Og hér kemur annað bréf: „Kæri Velvakandi, Mig langar til að biðja þig að koma því á framfæri vegna bréfs frá lesanda, sem nefnir sig „Anti-Tetra“ og kvartar yfir þVí hve vont sé að hella úr mjólkurhyrnunum, að hægt er að fá keypta grind undir mjólkurhyrnur í flestum mjólk urbúðum. Ég er fyrir löngu búin að fá mér eina slíka —. og þegar hyrnan er sett í grind ina er jafnþægilegt að hella úr henni og mjólkurkönnu.“ ★ Til útvarpsins Og eitt stutt að okum: Kæri Velvakandi, Viltu ekki biðja þá í útvarp- inu að leika oftar einsöngslag- ið Mamma eftir Eyþór Stefáns- son, sungið af Guðmundi Guð- jónssyni. Hér er um að ræða eina perluna enn, sem þetta ágæta tónskáld hefur gefið okkur“. Kaupmcnn ■ Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlóður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.