Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAÐIÐ íriðjudagur 2. nóvember 1965 - Vmlandskortið Framh. af bls. 11». portúgalskra ssefara langt á haí út í leit að eyjunum í Atlants- hafi vestanverðu — frá Azores- eyjum, Madeira eða Cape Verde-eyjum en engar sannan- ir eru fyrir því að þeir hafi — fyrr en undir aldamótin 1500 leitað nokkurs annars eða fund- ið en ímynduðu eyjanna — Antillia, Sjöborga-eyja, Sankti Brendans-eyja — sem teiknað- ar eru á samtímakort af Atlants hafinu. Með sjómannasögum suður í álfu Kólumbus safnaði sögum af þessum ferðum til undirbúnings áformum sínum -um vesturför- ina og vafalítið er að sumar þeirra hafa líka borizt til Brist- ol, endastöðvar verzlunarinnar við Portúgal og Madeira, með sjómönnunum sjálfum er ferðir Iþessar fóm og félögum þeirra. Því má meira að segja fram halda, að slík „skoðanaskipti" éhugamanna um sæferðir á Atlantshafinu vestanverðu bendi sterklega til þess að sæ- ferðir Portúgala langt í haf út hafi legið að baki og ýtt undir ferðir Bristol-manna í leit að Brasil upp úr 1480. Það er ekki heldur fjarri lagi og má jafnvel telja allsennilegt,. að skoðanaskiptin hafi ekki verið öll á einn veg. Við getum jafnvel gert okkur í hugarlund, að ýmsar upplýsingar um lönd- in í vestri er fyrir hendi voru á íslandi og á eru byggðar teikningarnar a<f þeim á Vin- lanciskortinu, hefðu að þessum eða svipuðum leiðum getað bor- izt að minnsta kosti suður til Portúgal ef ekki til annarra landa suður í álfu. Verzlun Bristol-manna við Island, sem hófst um 1424, var á síðari hluta fimmtándu aldar orðin töluvert mikil og reglubundin og fiskimenn frá Bristol sóttu líka mjög á íslenzk mið. Á ís- landi geymdist í minnum manna og í skráðum heimildum ýmis 'fróðleikur um Grænland og löndin vestaiihafs og meðal annars kort, eitt eða fleiri, sem nú eru ekki lengur til nema í afriti því er sjá má á vestur- hluta Vínlandskortsins. Það er að sönnu heldur ólík- legt, að kaupmennirnir og fiskimennirnir brezku hafi átt nokkurn aðgang að íslenzkum skjölum og skráðum heimild- um, en allar líkur má telja á því, að fólk það íslenzkt er sæfararnir komust í kynni við, hafi vjtað um löndin í vestri. Við vitum að vísu ekki, hvort nokkrir Bristolmanna hafa átt einhver skipti við þá menn menntaða er kunnu skil á skráðu sögunum, en mjög lík- legt má það heita, að þeir hafi vitað um Vínland og Markland og jafnvel um fengsæl fiskimið í vesturátt. Slík tilgáta getur ekki einasta skýrt áhuga Brist- ol -manna á Brasil sem hugsan- legum fiskimiðum, og það hversu lítt þelm var umhugað um að fróðleikur sá bærist víð- ar, heldur bendir það einnig til þess eftir hvaða ieiðum eitt- hvað af íslenzkum fróðleik um löndin vestanhafs hefði getað borizt með karpi og kjaftasög- úm sjómanna frá Bristol til Lissabon eða Sevilla. Vfesi Kólumbus um Brasil? Slíkar „sögur“ hefðu nægt til þess að freista Johns Cabot til þess að fara til Englands frá Spáni eða Portúgal“ þar sem hann hefði getað gert það að tillögu sinni að nota eyjuna Brasil sem áfanga á leiðinni til norðlægari stranda Asíu“, •tyttri leið en þá er Kólumbus fór, að norðurströnd Kína. í bréfi er ritaði John nokkur Day þar sem segir frá ferð Cabots 1497 og hlýtur að hafa verið skrifað síðla sama árs eða snemma árs 1498, er gefið í skyn, að sá er við bréfinu átti að taka, hafi þegar haft með höndum nokkurn fróðleik um „meginlands" fund Bristol- maona í Atlantshafinu norðan- verðu. Bréfið er stílað til „Almirante Mayor" eða yfir- sjóliðsforingja, sem líkur benda til að sé einn og sami maður og Kristófer Kólumbus. (Haft eftir Dr. L. A. Vigneras, byggt á heimildum úr skjalasafninu í Simancas á Spáni). Sé þetta rétt, eru allar líkur á því, að Kólumbus hafi vitað um landa- fundi Englendinga áður en hann lagði sjálfur upp í sína ferð 1492 og hafi það ýtt undir „þá sannfæringu hans að land væri að finna innan þeirra fjar- lægðartakmarka s e m h a n n hafði sett sér“. Því er hér við að bæta, að ef Kólumbus hefur í raun og veru komið til íslands árið 1477, hefur það að öllum líkindum verið á skipi frá Bristol og væri það rétt hefði hann varla farið varhluta af þeim fróðleik, sem Bristol- menn innbyrtu á íslandsströnd- um. Við getum gengið að því sem vísu, að slíkur „söguburður" frá íslandi til Bristol og frá Bristol til Lissabon eða Sevilla hafi aldrei verið annað eða meira en tal manns við mann. En ef við gerum ráð fyrir því, að upplýsingar þær sem Vínlands- kortið er á byggt, hafi haldizt sem næst óbrenglaðar um ár og aldir í munnlegri frásögn og söguhefð með íslendingum, er ekki fjarri lagi að álykta að Kólumbusi og Cabot, öðrum hvorum eða báðum, hafi borizt til eyrna upplýsingar um löndin í vestri að þessum leiðum. Og hvaða mat skyldu þeir svo hafa gert sér úr slíkum upplýsing- um, hafi þeir á annað borð feng ið þær? Kólumbus skráði hjá sér margt og mikið um lönd þau og eyjar í vestri, er hann hafði spurnir af og í ævisögu hans, er færði í letur Fernando sonur hans, er það allt tínt til. >ar er hvergi á Vínland minnzt og þykir sumum sanna, að Kól- umbus „hafi aldrei heyrt þess getið“ og að ef sönn sé talin frásögn Ferdinands af íslands- ferð Kólumbusar, geti hann ekki hafa fengið í þeirri ferð neinn þann fróðleik, er honum hefði að gagni komið. Hversu sem er um sannleiks- gildi fyrri staðhæfingarinnar þá er hin síðari óumdeilanleg, ef upplýsingar þær sem Kólumbus fékk á íslandi hafa verið í sam- rænii við þær sem er að finna á Vínlandskortinu. Allur sá fróðleikur sem hann hafði safnað sér, gaf til kynna að bæði endanlegur ákvörðunar- staður hans og bezta leiðin þangað væri á suðlægum breidd afgráðum. „Þetta er ekki það“ Kólumbus taldi eyna Antillia liggja á hvarfbaug Krabbans og mun hafa talið sig myndu kom- ast þaðan beina leið til Cipangu eða Japan. Reynsla Kólumbusar af sæferðum á vegum Portúgala við strendur Afríku hafði kennt honum að nota sér rikjandi vinda á Atlantshaíinu miðju og sunnanverðu (n-austanvindar), en af vindum norðan það- an höfðu Portúgalar slæma reynslu. Syðsti oddi Vínlands, eins og hann er teiknaður inn á Vínlandskortið, liggur á móts við Ermarsund eða um 25 gráð- um norðan við stað þann er Kólumbus lagði upp frá á Kan- aríeyjum 1492. Það var því ekki einasta að upplýsingar þær, sem af slíku korti væri að hafa (hafi Kólumbus séð eitthvert slíkt kort eða fengið sambæri- legar upplýsingar), hafi ekki verið honum gagnlegar heldur voru þær einfaldlega fjarri lagi. Ef þessir menn tveir. Kól- umbus og Cabot, hefðu hitzt eftir vesturferð Cabots 1497 er hann tók land á um það bil 45*, hefði Kólumbus getað sagt við hann eins og Luke Foxe einu sinni síðar (sunnan Hud- sonflóa árið 1631) sagði við Thomas James: „Þér eruð á rangri leið til Japan, því þetta er ekki það“. En norðlægari stefna Cabots virðist byggð á allt öðrum forsendum en ferð Kólumbusar, m. a. þeim, að Cabot lagði engan trúnað á þá staðhæfingu Kólumbusar að hann hefði komizt til Asíu á árunum 1492-93. John Cabot hefur ekki, eins og var um Kólumbus, látið eftir sig neitt í rituðu máli um það, hvað hafi verið markmið hans með vesturferðinni, en nokkuð má í það ráða af orðum hans og skráðum gerðum. Hann hef- ur að líkindum verið staddur í Valencia þegar Kólumbus kom þangað heim úr vesturförinni 1493 sigri hrósandi, en trúði því ekki að Kólumbus hefði í þeirri ferð fundið meginland Asíu. Þegar hann hafði svo spurnir af landafundum Bristolmanna — hvort heldur það hefur verið fyrr eða síðar — í vestri, sá hann í hendi sér, að þar myndi eftir einhverju að slægjast, í fyrsta lagi mönnum, er kunnu að haga seglum eftir vindi yfir Atlantshafið norðanvert og í öðru lagi því, að „Brasil“ Brist- ol-manna myndi ef verst gegndi reynast áfangi á leið til norður- stranda Asíu ( sem hlyti að verða hálfu skemmri leið svo norðarlega sökum halla hádegis bauganna en leið sú er Kól- umbus fór), en ef bezt gegndi sjálf norðausturströnd Asíu, sem þá næði töluvert lengra austur en suðausturströndin, „þar sem er Cipangu og keis- araveldi Khansins mikla“. Cab- ot segir sjálfur eftir heimkom- una 1497 að hann hafi „fundið meginland eitt mikið í vestur- átt þar sem ræður ríkjum Khaninn mikli“. Vínlandskortið hefði engu breytt um hugmyndir Cabots Hugmyndir Cabots um lönd- in í vestri bæði fyrir vestur- ferðina og eftir svara nokk- urn veginn til síðari heims- korta Contarini Rosselli (1506), Ruysch (1607-8) og Vesconte Maggio (um 1510 og 1511). Þessir kortagerðarmenn sýna allir hinar nýfundnu strendur Labrador og Nýfundnalands sem næst á breiddargráðu Antilles-eyja og Atlantshafs- ströndina sem mikinn höfða eða skaga í átt norðaustur frá Asíu en suðurströndin liggur fyrst í vestur og svo suður allt að Mangihöfðanum, syðsta odda Asíu. Breiður sjóvegur skilur á kortum þessum landafundi Spánverja í Karaíbahafi frá landafundum Portúgala og Eng lendinga norðan þaðan og frá meginlandi Asíu. Þetta var heimsmynd sú er réði ferðum Cabots, bæði fyrstu ferðina yfir hafið og eins síðar er hann lagði á ráðin um hina næstu. Hvort heldur Cabot befur aug- um litið frumkort það, sem Vínlandskortið er á byggt eða fengið í hendur einhverjar sam- bærilegar upplýsingar, ' hefðu þær í éngu brotið í bága við hugmyndir sjálfs hans, þó hann hefði að vísu talið sig sanná í ferðinni að landið fyrir vestan haf væri meginland en ekki eyja. Vínlandskortið er eina mynd- lýsingin sem til er af ferðum norrænna manna vestur um haf á miðöldum sem telja má víst að byggð sé á reynslu sæ- faranna sjálfra. Það hlyti að hafa haft mikil áhrif á hvern þami sæfara sem það hefði aug- um litið á þessum tímum. Við getum enn ekki bent á nein bein tengsli milli kortsins og endur- funda Ameríku í lok fimmtándu aldar. Þó er ekki fyrir það að synja, að „endurfundamenn“ hafi haft spurnir af fex-ðum ví'k- inganna, þó óáreiðanlegri væru og ónákvæmari en þær upplýs- ingar sem skráðar eru á kort- inu, og að fordæmi norrænu sævíkinganna hafi verið þeim hvatning til að leggja sjálfir út í ævintýrið. Nansen komst svip að að orði er hann sagði: „Þá lögðu könnuðir upp fyrsta sinni vitandi vits og með ákveðið markmið í huga, frá hinum þekkta heimi sem umhverfis var og fundu land handan hafs- ins. Með ferðum sínum sýndu þeir sæförum Evrópu fram á að hægt var að sigla yfir Atlants- hafið“. Vínlandskortið ber vitni þessu framtaki þeirra. -é- Þess má geta að lokum, að þessum kafla Vínlandsbókar- innar fylgir eftirmáli þar sem greinir frá ritum þeim, er Skelton og samstarfsmenn hans hafa ekki haft til úrvinnslu við rannsóknirnar á kortinu, annað hvort af því að þau hafa ekki verið komin á prent eða þeir ekki haft af þeim spurnir. Með- al þessara bóka er ritgerð Jóns Dúasonar um Grænland, sem VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUBINN varð óhagstæður í september- mánuði um 25.5 milljónir króna. Út voru fluttar vörur fyrir 431 milljón, en inn fyrir 456.5 mill- jónir. í septembermánuði 1964 varð vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð- ur um 28.1 milljón. Þá voru flutt ar út vörur fyrir 459.3 milljón- ir, en inn íyrir 431.2 milljónir króna. Á tímabilinu janúar-septem- ber í ár varð vöruskiptajöfnuð- ekki var í fórum British Muse- um. Annars virðast þeir hafa seilzt víða til fanga og lesið kynstur bóka í leit sinni að upplýsingum et- varpað gætu einhverju ljósi á leyndardóma rannsóknarefnisins — þessa ó- trúlega korts af löndunum hand an Atlantshafs eins og norrænir menn á miðöldum hugsuðu sér þau. urinn óhagstæður um 433 mill- jónir. Út voru fluttar vörur fyr- ir 3.731.8 milljónir, en inn fyrir 4.164.8 milljónir, þar af skip og flugvélar fyrir 468 milljónir króna. Á sama tímabili árið 1964 varð vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 631.4 milljónir króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 3.319 milljónir, en inn fyr ir 3.950.4 milljónir, þar af skip og flugvélar fyrir 580.6 milljónir Matthíasar-kynn- ing í Kópavogi LEIKFÉLAG Kópavogs efndi til kynningar á verkum Matt- híasar Jochumssonar í Kópa- vogsbíói miðvikudaginn 27. októ ber s.l. og var salurinn nærri fullsetinn. Formaður Leikfélags in, Guðmundur Gíslason, setti samkomuna og stýrði henni. Sveinn Halldórsson hóf kynn- inguna með því að lesa kafla úr sjálfsævisögu Matthíasar; Guðrún Þór og Hjálmar Ólafs- son lásu upp úr ljóðum hans; Guðrún HUlda Guðmundsdóttir söng nokkur lög við ljóð eftir Matthías við undirleik Gunnars Sigurgeirssonar. Þá léku LiUy Kvennadeild SVFÍ á Nes- kaupstað 30 ára Neskaupstaður, 1. nóvemlber. KVENNADEILD Slysavamar- félagsins hér hélt upp á 30 ára afmæli sitt sl. laugardagskvöld í Egilsbúð. Þar var mikið fjöl- menni, 400 manns. Formaðurinn, IngilbjÖrg Hjör- leifsdóttir setti hófið op stýrði því. Ræður fluttu Soffía Björg- úlfsdóttir og Reynir Zoega. í tilefni afmælisins komu hingað austur Gróa Pétursdóttir, formaður Slysavarnardeildar kvenna, Reykjavík, og Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ. Þau fluttu bæði ræður og óskuðu fé- laginu allra heUla. Forseti SVFÍ afhendi frú Þór- unni Jakobsdóttur, sem er fyrr- verandi formaður kvennadeildar- innar .heiðursskjal, sem tákn um að bún hafi veiið kjörinn heiðursfélagi Slysavarnarfélags íslands, í þakklætisskyni fyrir langt og gæfuríkt starf í þágu slysavarnarmála. Bæjarstjórinn, Bjarrn Þórðar- son, flutti ávarp á samkomunni. Þá voru ýmis skemmtiatriði og dans stiginn fram á nótt. — Ásgeir. Guðbjörnsdóttir og Sigurður Gretar Guðmundsson tvo stutta kafla úr leikriti Matthíasar um Jón Arason, sem aldrei hefur verið sýnt, og loks fluttu Helga Harðardóttir og Ævar Kváran nokkra kafla úr hinni frægu Mac beth-þýðingu skáldsins. Há- punktur kvöldsins var samt snjall fyrirlestur sem dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson flutti um Matthías Jochumsson, manninn og skáldið, þar sem hann brá upp svipmyndum úr ævi hans og rakti helztu afrek hans I bundnu máli og óbundnu, frum- sömdu og þýddu. Var gerður góður rómur að þessari kynn- ingu Leikfélags Kópavogs, sem er hin þriðja í röðinni. í fyrra- vetur kynnti það Einar Bene- diktsson og Jóhann Sigurjóns- son. Björn og Gunn lnugur elstir HAFNARFIRÐI — Nýlokið er tvímennóngskeppni hjá Bridge- félaginu og tóku 16 pör þátt I henni. Efstir urðu Bjöm _ og Gunnlaugur með 797 stig, Árná og Sævar 703, Halldór og Hörður 701, Kjartam og Viggó 697, Páll og Agnar 696 stig. Á miðvikudaginn hefst hrað- sveitakeppni og verða spilaðar tvær umferðir. Verður spilað í Alþýðuhúsinu kl. 8. Snerist og togn- aði um ökla Akranesi 1. nóvember. í DAG var komið með á sjúkrahúsið nemanda frá Reyk- holtsskóla, pilt frá Sleggjulæk í Stafholtstungum, sem meiðzt hafði þannig, að hann hafði und izt, snúizt og tognað um vinstri ökla. — Oddur. Vöruskiptajöfnuöur óhagstæður um 433 millj. kr. Var óhagstæður um 631 milljóii króna a sama tímabili 1964

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.