Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. nóvember 196J Þeir yngri kunna leikfléttur til jafns viö þá eldri Afhyglisverðoir leikur unga fólksins í handknatfleik Á LAUGABX)AGSKVÖLDIÐ voru háðir sjö leikir hjá yngra fólkinu á Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Flestir leikja Iþessara voru skemmtilegir á að horfa og tilburðir þeirra yngri sízt lakari en hjá þeim sem eldri eru og reyndari. an var þá 4:3 fyrir Val. Fram- stúlkurnar eru með boltann, þær ssekja ákaft og Valsstúlkúrnar verjast, brotið er á sóknar- stúlku Fram og dómarinn dæmdi vítakast (nokkuð strangur dóm- ur). Mikill spenningur var nú hvort markverði Vals tækist að forskotið og náðu að jafna 3:3 fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn spennandi, KR-ingar skoruðu 4:3 og 5:3, áður en ÍR tókst nokkuð að svara fyrir sig. f lokin tók heldur að halla á KR og ÍR-ingar náðu að rétta hlut sinn og endaði þessi skemmtilegi leikur með jafntefli 6:6. ÍR-liðið er mjög skemmtilegt lið, eru farnir að nota töluvert: mikið áf allskonar leikfléttum. ÍR-ingar mega vera stoltir af þessum flokk, því hér er efnileg- Halldór markvörður Fram í 2. fl. karla. it KR — Víkingur 3—1 Keppniskvöldið hófst \ með leik í II. flokki kvenna milli KR og Víkings. Leikurinn byrjaði rólega, stúlkurnar virtust ofur- lítið taugaóstyrkar, grip og köst hefðu mátt vera betri. KR-stúlk- urnar skoruðu fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks. Seinni hálf- leikur var heldur betur leikinn af báðum liðum, þó voru KR- stúlkurnar betri aðilinn í leikn- um og sigruðu réttlátt með 3—1. Stúlkur -beggja liða virðast nokk- uð jafnar að getu. Athygli vakti markvörður KR fyrir góða mark- vörzlu, virðist einnig hafa góð áhrif á meðspilara sína með ró sinni. it Valur — Fram 4:4 Strax á eftir fór fram leikur í sama aldursflokki kvenna og áttust þar við Valur og Fram. Framstúlkurnar virtust í byrjun sigurstranglegri, bæði eru þær ■ stærri og spila meira eftir á- kveðnum leikfléttum. Valsstúlk- urnar spila aftuir frjálsar í sókn- inni. Leikur þessi byrjaði nokk- uð vel fyrir Val, þær skorðu fyrsta mark leiksins. Framstúlk- urnar sóttu stíft, en Valsstúlkun- um tókst að hrista flestar þær sóknaraðgerðir af sér. Fram nær því að jafna, en strax þar á eftir skorar Valur sitt annað rnark, og var þá komið leikhlé. Seinni hálfleikur hófst og Valsstúlkurnar virtust ætla selja sig nokkuð dýrt þetta kvöld, því þær skora tvö mörk til viðbótar án þess að Framstúlkunum tak- ist að skora. Þrjár mínútur voru til leiks- loka og staðan orðin 4:1 fyrir Val. í>á var eins og Framstúlkumar áttuðu sig á hlutunum, og tóku þær sig til og skora tvö á tveim mínútum. Aðeins nokkrar sek- úndur voru til leiksloka og stað- Kappleikir unga fólksins MORGUNBLAÐIÐ mun í vetur leitast við að auka íþróttafréttir sínar þannig að þær nái ekki aðeins til „stjarnanna“ í hverri grein, heldur og til hins stóra hóps unglinga er þær stunda— og síðar eiga að taka við af hinum eldri. Hér er byrjað á handknattleik og rætt um leiki sl. laugardag. verja þetta vítakast. Fyrirliði Fram stillti sér upp til að taka þetta vítakast og kastar strax á mark og skorar, en dómári hafði ekki flautað til vítakastsins, þannig að markvörður Vals var ekki tilbúinn að missti þar af leiðandi af boltanum í markið. Öllum til hinnar mestu undrun- ar dæmdi dómarinn mark. Skemmtilegur leikur hjá báðum liðum og margar skemmtilegar handknattleiksstúlkur þar á ferðinni. Beztar voru frá Val: Björg Elín, en virðist þó full skot- bráð, og nýliðinn Þóranna Páls- dóttir. Hjá Fram var bezt hin hávaxni fyrirliði. * KR — IR í 3. fl. karla 6:6 Þriðji leikur kvöldsins var milli KR og fR í III. flokki karla. Leikur þessi var spenn- andi allan tímann, þama áttust við jöfn lið, en ÍR-ingar ívið leiknari með boltann. KR-ingar byrjuðu á því að skora og komust strax upp í 3:1, þá fóru ÍR-ihgamir að saxa á ÍR-liðiö í 3. flokki karla var mjög skemmtiiegt, en jafntefli varð við KR, 6-6. Úr leik Vals og Fram í 3. flokki. Framari skorar. ur flokkur á ferðinni. Sérstaka athygli vakti ungur drengur, Ásgeir Elísson. Virðist hann mjög leikinn með knöttirm. Af KR-ingum sem em mjög stórir bar mest á Magnúsi Sig- urðssyni og Árna Indriðasyni, stórir strákar og sterkir. Sá fyrr- nefndi ætti þó að geta notað stærð sína betur til skota á mark. Fram — Valur 7:6. Fjórði leikur kvöldsins var leikur III. flokks karla Valur— Fram. Jafn leikur frá upphafi. Valur skorar fyrsta markið, var þar að verki Stefán G., strax á eftir jafna Framarar, þannig gekk það fram að hálfleik. Stað- an í hálfleik var 4:3 Val í vil. í seinni hálfleik var mikil bar- átta í báðum liðum. Fram sýndi þó betri og yfirvegaðri leik en Valur og unnu þennan hálf leik 4:2, úrslit leiksins urðu því 7:6 fyrir Fram. Bezti maður Framliðsins var Rúnar Vilhjálmsson. Framliðið er nokkuð jafnt, leikur skemmti- legan sóknarleik, beitir skotum jafnt fyrir utan sem af línu. ValsliðiS er einnig skemmtilegt lið en er þó of einhæft með skot, línuspil lítið. Bezti maður Vals var Stefán Gunnarsson, stór strákur,. sem erfití er að stöðva þegar hann er kominn á ferð. Þá var Kristinn Jóh. einnig góður hjá Val, gerir þó of lítið af að skapa færi til markskota. * Fram — KR í 2. fl. karla 11-6 Fimmti leikur kvöldsins var leikur í II. fl. karla milli Fram og KR. Framliðið hafði mikla yíirburði í leiknum á móti KR. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Fram, fengu sér dæmt víta- kast á KR sem misno|aðist. Á næstu þrem mínútum skora Framarar þrjú mörk. Á 7. mín. leiksins fá Framararnir aftur vítakast á KR, sem þeir misnota. KR-ingarnir reyndu paikið til að skora en ekkert gekk: Halldór markvörður Fram varði hvert skotið á fætur öðru frá þeim. Á síðustu tveim min. fyrri hálf- leiks bæta Framarar tveim mörk- um við og staðan í hálfleik er 5:0 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var þó jafn- ari, skiptust liðin þá á að skora og var staðan orðin eftir að liðn- ar voru 7 mínútur af seinni hálf- leik 8:6 fyrir Fram. En Framar- arnir létu ekki þar við sitja, tryggðu sér sigurinn með því að skora þrjú síðustu mörkin. Loka- tölur leiksins urðu 11:6 fyrir Fram. Framliðið var svo sem áð ur er sagt betra liðið á vellinum, spilaði vel meirihluta leiktímans, beitti bæði langskotum og línu- skotum. Beztu menn Fram voru Sigurbergur og Halldór mark- vörður, sem varði Frammarkið meirihluta leiksins með stakri prýði, greinilega mjög efnilegur markvörður. KR-lðið var jafnara en Framliðið, liðið var helzt til of dauft í fyrri hálfleik, og réði það úrslitum leiksins. it Þróttur — Valur 6:4 Sjötti leikur kvöldsins var leikur Vals og Þróttar í II. flokki karla. Áður en leikur þessi hófst var álitið að Valsmenn mundu eiga þarna létta mótherja. Þrótt- arar höfðu leikið helgina á und- an við ÍR og sýndu þá slappan leik. Valur lék þá við Fram og sýndi prýðisgóðan leik. Þróttar- liðið kom mjög á óvart í þessum leik, þeir voru betri aðilinn á vellinum, unnu réttlátan sigur 6:4. Leikur Þróttara var rólegur en þó ákveðinn og gaf mörk þar sem vörn Valsmanna var frekar slöpp. Valsmenn virtust hafa reiknað með auðveldum sigri, náðu sér aldrei á strik vegna óvæntrar mótstöðu, skutu í tíma og ótíma. Af hálfu Þróttar var þetta mjög góður leikur og virð- ist Þróttur eiga þarna unga og efnilega pilta. it ÍR — Víkingur 10:5 Sjöundi og síðasti leikur kvöldsins var leikur n. flokka karla á milli ÍR og Víkings. Leikur þessi var skemmtilag- ur þrátt fyrir yfirburði ÍR-ing- ana. Víkingsliðið sem er skipað sterkum einstaklingum náði aldrei því út úr leik sínum sem við var búist, mætti vel segja mér að þarna væri á ferðinmi efnilegt lið, sem þó aðeins vant- ar að komast í æfingu. ÍR-ingarn- ir eiga mjög skemmtilegan flokk þar sem þessi flokkur er ógnvekjandi hvaða liði í II. fL sem er, beitir bæði skotum fyrir utan og eins línuspili, frískir og léttir strákar. í hálfleik var stað- an 8:3 fyrir 1R. Seinni hálfleikur var jafnari og voru IR-ingar farnir að taka það rólega undir lokin, enda ör- uggir með sigurinn. Liðin skor- uðu bæði í seinni hálfleik tvö mörk. Lyktaði leiknum með ör- uggum sigri ÍR 10:5. Vert er að gefa gaum ungum strák í ÍR-lið- inu Vilhjálmi Sigurgeirssyni, hann hefur sérstaklega góða boltameðferð, föst skot og ná- kvæmar límusendingar. Ekki er hægt að hrósa neinum sérstökum í Víkingsliðinu til þess er allt lið- ið of æfingalítið. ★ Þetta var skemmtilegt keppniskvöld, margir efnilcg- ir unglingar eru á ferðinni i handknattleiknum. Þá komu einnig fram nýir dómarar þetta kvöld og voru þeir æði misjafnir. Alla vantaði þá meiri hreifanleik í leikvell- inum. Enginn virtist vera með þá festu sem dómarar þurfa að hafa í störfum inni á vell- inum. t Þórarinn Eyþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.