Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 17
Þriðjudagur 2. nívember 1965 MORGU NBLAÐIÐ 17 LEIKKLÚBBURINN Gríma frumflutti í Tjarnarbæ á sunnu dagskvöld „Leikritið um frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröldinni“ eftir Magnús Jóns- son. Flutningurinn fór fram með þeim hætti, að verkið var lesið upp af leiksviðinu, en jafnframt kom til bæði látbragð og leik- tjöld, þannig að hér var um hálf gildings leiksýningu að ræða, og má segja að hún tækist eftir at- vikum mjög vel. Ég hef - lengi verið þeirrar skoðunar, að satíran sé væn- legasta leiðin til að semja gild- an skáldskap í óbundnu máli á Íslandi nú um sinn. í rauninni Gríma: Leikritiö um f r jálst Steinars dlafssonar í Höfundur: Magnús Jónsson Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson er tæplega hægt að fjalla um íslenzkt þjóðfélagsástand eins og sakir standa öðruvísi en í skopi og hálfkæringi. Frum- smíð Magnúsar Jónssonar og raunar ýmis fleiri verk yngri og eldri höfunda renna stoðum undir þessa kenningu. „Leikritið um frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröldinni“ er ádeiluverk þar sem skop og kaldhæðni eru beittustu vopnin, þó uppistaðan sé örlagasaga ungs manns sem glatar sjálfum sér og verður ofan á í þjóðfélag- inu. Verkið er ekki „raunsæ“ mannlífsmynd, þó það fjalli um alkunna þætti“ íslenzks nútíma- lífs og skírskoti til kunnugleika áhorfenda á þessum þáttum. í>að er fyrst og fremst leikrit, eins og nafnið ítrekar, verk sem gerist í leikhúsi og læzt ekki vera neitt annað en leikur. Þetta efu leikhúsgestir þráfald- lega minntir á af leikstjóra og talkór, sem grípa inn í atburða- rásina og kasta fram meira og minna tímabærum athugasemd- um. Hlutverk leikstjórans og tal kórsins virtust mér ekki alltaf nægilega unnin inn í heildar- mynd sýningarinnar, þó óneitan- lega væru athugasemdir þeirra oft .hnyttnar og hæfðu ósjaldan beint í mark. Sjálf „saga“ leiksins er stíl- færð skopmynd af íslenzku nú- tímaþjóðfélagi (á einum stað heyrðist mér það nefnt „þjöf- félag"), þar sem kjörorðið er bissness og skjótfenginn gróði, en flest mennsk verðmæti ýmist gleymd eða hlægileg. I>ar segir frá ungum sjómanni, Steinari Ólafssyni, sem flækist í net vin- ar síns, útsmogins framtaks- manns af nýja skólanum, sum- part fyrir skammsýni og innra þróttleysi, en líka vegna þess að hann smitast smám saman af ríkjandi hugsjónum þjóðfélags- ins, þó þær séu í algerri mót- sögn við upprunalegan heiðar- leik hans og ,,sakleysi“. Sagan er kunnáttusamlega sögð, stiklað á stærstu steinum og víða djarflega teflt, einkan- lega í samskiptum þeirra Stein- ars og Sigurðar, sem eru nokk- urs konar fjandvinir meðan á baráttunni um sál Steinars stendur. Þessi stílfærða mynd á sér innra samhengi og rökræna framvi'ndu sem lýkur í óborgan- legu atriði, þar sem Meistarinn gefur þau saman, Steinar og Sunnu, um leið og hann tónar ^Yfir kaldan eyðisand’’. Ég fékk ekki betur séð en lokaatriðið væri skopstæling á lokaatriðinu í „Strompleik" Halldórs Laxness en það var jafnframt velheppn- aður ,,Verfremdungseffekt“, eins og þýzkir nefna það: leikurinn er skyndilega rofinn af nýju afli sem birtir atburðarásina og persónurnar í öðru ljósi, þannig að áhorfendur eru knúðir til að taka leikinn og hugmyndir sín- ar um hann til endurskoðunar. Höfundur beitir þeirri aðferð með skemmtilegum hætti og dá- góðum árangri að nota gamal- kunn orðtök, vísur og söngva til að rjúfa rás leiksins og fá fram skoplegan undirtón. Yfirleitt er meginstyrkur hans hinn íbyggni, óhátíðlegi tónn sem forðar verk inu frá væmni, en útilokar eng- an veginn mennska hlýju og viðkvæmni. Leikrit Magnúsar Jónssonar er að mínum dómi sérlega at- hyglisvert byrjandaverk og býr yfir mörgum góðum kostum, þó vitanlega séu á því vankantar. Orðfærið er lifandi og eðlilegt (á stöku stað er lögð óþarflega rík áherzla á slangurmál), sam- tölin hnyttin og margslungin, en kannski eru vissir kaflar leiks- ins of kyrrstæðir, til dæmis í fyrsta þætti (um það var erfitt að dæma af upplestrinum). Höf- framtak veröldinni undur notar ýmis gamalkunn stef í verki sínu, svo sem smygl og fjáröflun með því að koma skipum á hafsbotn, og er ekk- ert við því að segja, slíkir hlut- ir eru snar þáttur í íslenzku þjóðlífi. I>að sem máli skiptir er að hann ljær þessum stefjum dramatíska merkingu í verki sínu. Eyvindur Erlendsson hafði veg og vanda af flutningi leik- ritsins og náði undraverðum á- rangri miðað við allar aðstæður. Hann hefur að sögn lagfært verk ið á ýmsan hátt, sniðið af því verstu agnúana (hann hefði að skaðlausu mátt vera stórtækari) og gætt það sterku lífi með hug- kvæmni og djarflegum tiltekt- um. Arangurinn af nánu sam- starfi höfundar og leikstjóra var auðsær og það er einmitt slíkt samstarf sem er íslenzkum höf- undum hvað mikilvægast. Mér er ekki alveg ljóst hvernig leik- ritið tæki sig út á fullunninni sýningu, en eins og það var flutt hélt það athygli áhorfenda ó- skiptri frá upphafi til enda, og má vera að hinn nýstárlegi bún- ingur hafi átt einhvern þátt í því. Hitt fer ekki milli mála, að með Eyvindi Erlendssyni höfum við eignazt mjög efnilegan leik- stjóra, sem vonandi hverfur heim til starfa að loknu námi sínu í Moskvu. Persónur leiksins eru fimm- tán, og fengu þær skemmtilega fjölbreytilegt svipmót í túlkim þeirra níu leikenda sem með hlutverkin fóru. Hér er að sjálf- sögðu fremur um að ræða mann gerðir en einstaklinga, enda er höfundurinn ekki að fást við sál krufningu, heldur þjóðfélagsá- deilu. Sigurður Karlsson fór með hlutverk Steinars Ólafssonar og túlkaði á skilmerkilegan hátt skapofsa hans, veiklyndi og reikult ráð. Óx honum ásmegin eftir því sem á flutninginn leið, þannig að Steinar var orðinn verulega hugtæk persóna um það er lauk. Arnar Jónsson fór með þrjú hlutverk. Hann lék Sigurð, hinn slóttuga vin Steinars, sem flæk ir hann í neti sínu, Júníór, pempíulegan son Lárusar stór- athafnamanns í síldarplássi fyr- ir austan, og loks Fulltrúa hús- gagnaverzlunar. Arnar skilaði öllum þessum hlutverk- um með prýði, en mestan mat gerði hann sér úr Júníór. Húgrún Gunnarsdóttir fór með hlutverk ,Bellu og Sunnu, og náði einkar skemmtilegum tökum á þeirri fyrri, enda er hún betur gerð persóna frá höf- undarins hendi. Sunna varð dá- lítið daufleg og litlaus í túlkun hennar, enda mun veigaminna hlutverk. Karl Guðmundsson lék Ólaf, föður Steinars, á viðfelldinn og kímilegan hátt, en náði sér BRIDGE L'ndirhiinincfur norræna móts- ins er hafinn Undirbúningur undir Norræna bridgemótið, sem haldið verður í maí næsta árs er hafinn fyrir nokkru. Búið er að ráða norska keppnisstjórann Per Elind til að vera aðalkeppnisstjóra mótsins, en mótið verður haldið að Hótel Sögu og mun standa yfir í fimm daga. Á framhaldsaðalfundi Bridge- sambands íslands var samþykkt, að meistaraflokksmenn á síðasta íslandsmóti fengju rétt til að keppa um setu í íslenzku sveit- unum. N k. miðvikudag hefst tví menningskeppni 16 eftirgreindra para, en þau sex pör, sem efst verða í þeirri keppni munu spila fyrir Islands hönd í opna flokkn um á Norræna bridgemótinu. Þessir spilarar munu keppa, en þeir eru allir úr Reykjavík, þar sem Akureyringar treystu sér ekki að mæta vegna fjarlægðar- innar og Hafnfirðingar gátu ekki komið því við að vera með: Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson Karl Guðmundsson í hlutverki Olafs og ein stúlka í talkórnum. fyrst verulega á strik í hlutverki Gvendar og síðan í hlutverki Meistarans í lokin. Eyvindur Erlendsson lék hinn Gvendinn og gaf Karli ekkert eftir. Sömu- leiðis lék hann Lárus stórbur- geis og skóp þar ákaflega hnytti lega manngerð. Þrjár Stínur voru leiknar af þeim Nínu Björk Arnadóttur, Ernu Gísladóttur og Sigurlín Óskarsdóttur, sem jafnframt tóku þátt í talkórnum ásamt öðr um leikendum. Var frammi- staða þeirra þokkaleg, einkan- lega Nínu Bjarkar. Atli Heimir Sveinsson gegndi hlutverki for- söngvara. Leiktjöld munu vera " verk Magnúsar Pálssonar, þó þess sé hvergi getið, og vöktu þau ó- blandna ánægju fyrir sakir frumlegs einfaldleika. Að öllu samanlögðu var flutni ingurinn á „Leikritinu um frjálst framtak Steinars Ólafs- sonar í veröldinni“ markverður viðburður í leiklistarlífi höfuð- staðarins, og ber að þakka Grímu framtakið og eljuna. Leikflokkurinn fékk ekki að- gang að Tjarnarbæ nema með höppum og glöppum, meðan á æfingum stóð, og er illa farið að ekki skuli vera betur búið að þessu unga áhugafólki, en ó- merkilegar bíósýningar og ann- ar hégómi látinn ganga fyrir. Hitt er ekki síður íhugunar- efni, að á rúmum þremur árum hefur Gríma frumflutt verk eft ir fimm íslenzka höfunda (fjór- ir þeirra höfðu ekki fengið verk sín sýnd áður) og þannig gert hinum leikhúsunum skömm til. Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna þetta leikrit Magnúsar Jónssonar hefur ekki verið tek- ið til sýningar í Iðnó eða Þjóð- leikhúsinu (Lindarbæ), og er kominn tími til að forráðamenn þessara leikhúsa hugi nánar að skyldum sínum við íslenzka leik ritun. Er það raunverulega svo, að við megum t.d. ekki eiga von á að sjá „Prjónastofuna Sólina“ eftir Laxness eða „Minkana“ eftir Erling Halldórsson á fjöl- nm Reykjavíkurleikhúsanná? Að lokum er rétt að geta þess, að leikrit Magnúsar Jónssonar var sýnt fyrir þéttsetnu húsi á sunnudagskvöldið, en hins veg- ar mun ekki vera ætlunin að flytja það aftur, sem er mikill skaði. Leikendum, leikstjóra og höfundi var ákaft fagnað í leiks- lok. Sigurður A. Magnússon. Benedikt Jóhannsson — Jó- hann Jónsson Eggert Benónýsson — Vil- hjálmur Sigurðsson Einar Þorfinnsson — Gunnar Guðmundsson Guðjón Jóhannsson — Eiður Gunnarsson Gunnar Vagnsson — Jón Magnússon Hilmar Guðmundsson — Jakob Bjarnason Ingólfur Isebarn — Sigurhjört- ur Pétursson Jóhann Jóhannsson — Lárus Karlsson Jón Arason — Sigurður Helga son Júlíus Guðmundsson — Tryggvi Þorfinnsson Ólafur Þorsteinsson — Sveinn Helgason Ragnar Þorsteinsson — Þórður Elíasson Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson Steinþór Ásgeirsson — Þor- steinn Þorsteinsson Um réttindin til að spila í kvennaflokknum munu 14 pör keppa með sama fyrirkomulagi og karlmennirnir. Sú keppni mun hefjast viku seinna og mun fyrir þann tíma koma hér í blaðinu, hverjar þær konur verða, sem koma til með að I spila þá keppni. Spilað verður a Hótel Sögu, og mun keppni hefjast kl. 20. Keppnisstjóri verður Guðmundur Kr. Sigurðs- I son-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.