Morgunblaðið - 02.11.1965, Side 28

Morgunblaðið - 02.11.1965, Side 28
28 MORGUNSLAÐIÐ triðjudagur 2. nóvember 1965 Langt yfir skammt eftir Laurenr.e Payne — Þetta er skemmtilegur stað- ur, sem þér hafið hérna, sagði ég. Ekki vissi ég, hvort hugur fylgdi neitt máli, enda sá ég minnst af húsrýminu, því að í fyrsta lagi var of dimmt til þess, en mér fannst einhvernveg inn viðeigandi að segja þetta. En það virtist einmitt hafa ver- ið heppilegt að segja það, því að hann tók þegar að halda hróka- ræður um klúbbinn, rétt eins og hreykinn faðir um krakka. Hann sagði mér, að hann hefði verið í gangi í nokkur ár, að gestirnir væri betra fólk ,og hversvegna hann væri svo fá- sóttur, en það var af því, hve dýr hann var. — Viljið þér segja mér eitt, sagði ég, þegar hann þurfti einu sinni að draga andann. — Hvers vegna er svona dimmt á svona stöðum. Ég var ekkert að gagn- rýna þetta, heldur spurði ég af forvitni. Ég er nú ekki mikill klúbbmaður sjálfur og mér dug ar Bílaklúbburinn alveg ... að minnsta kosti er hægt að synda þar, árið um kring. En svo er klúbbur í Knightsbridge, þar sem ég er heiðursfélagi og þar er svo dimmt, að maður þarf að kveikja á eldspýtu til að geta lesið matseðilinn, og það finnst mér ganga vitfirringu næst. Neal sagði og yppti öxlum: — Þetta er takmarkaður klúbbur og þannig vill fólk hafa hann. Ef það vill hafa björt ljós, get- ur það farið í Savoy eða í Lyons Corner House.... — Ég skil það, en heldur finnst mér það óviðkunnanlegt. Hann þykktist ekkert við þetta, en setti upp umburðar- lyndisbros. — Ég ætla að gefa yður eitt glas. Mér varð snöggvast hugsað til yfirmanns míns, en sleppti hon-j um úr huganum aftur og sagð- ist vilja þiggja viskí. Hann kall- aði á þjóninn og sagði honum til. Þarna virtust ekki aðrir en Mguel vera einkennisbúnir, því að allir þjónarnir voru bara í svörtum buxum og hvítum jökkum. n---------------------------n 15 □---------------------------n — Jæja, fulltrúi! Neal horfði fast á mig, en fitlaði um leið við röndina á lampahlífinni. Ég sagði honum erindi mitt, og hvað ég vildi fá að vita. Hann þagði stundarkorn og var hugsi, en sagði svo, dræmt: Hún var einkennileg stúlka.... líklega þunglynd, fannst mér. Ég þekkti hana raunverulega ekki neitt, nema sem félaga í klúbbnum, sem kom hingað all- oft. Einhleypingarnir voru van- ir að hnappast kring um hana, eins og flugur kring um hunang ef hún kom ein síns liðs — sem ég held ekki að hafi verið mjög oft. Þegar hún var uppá sitt bezta, var hún mjög kát og .... ef ég má segja það .... ástleitin. En svo var hitt líka til, að hún sæti ein út af fyrir sig og opn- aði ekki munninn, og með ein- hvern dómsdagssvip á andlitinu. Hann þagnaði sem snöggvast. — En það skrítna var, að svona skap komst hún helzt í, ef hún Ávallt fyrirliggjandi ,, í stærðunum: 30x30 cm og 20x20 cm. T £ Hagstætt verð. D A N S K A R Vinyl gólfflísar. Óvenjumikið slitþol. Fjölbreytt litaval. r r ^ 1 r LUDVIG STORR Á L A Sími 1-33-33. Lt/sfeidtn FOAM Nýja efniS. sem komið er I ■tað fiðurs og dúns i sófapúða og kodda. er Lystadun. Lystadun er ódýrara, hrein- legra og endingarbetra. og þér þurfiS ekki fiðurhelt lérefL Eurlaður Lystadun er ókjós- anlegasta efnið i púða og kodda. var með einunr sérstökum manni. — Vitið þér, hvað hann heit- ir? — Hann var nú ekki í klúbbn um, en nafnið hans hlýtur að vera í gestabókinni. Ég veifaði myndinni af Al- bert Hall framan í hann.. — Já, þetta er hann! Það var skrítið, að þér skylduð vita það. Hún virtist ekkert kæra sig um hann. Ég vorkenndi manngreyinu. Hann virtist alltaf vera að sækjast eftir henni, en hann hefur kannski ekki gert það nógu rækilega. En hitt var ein- kennilegra, hve oft hún var með honum og svo sýnast enga ánægju hafa af samfélaginu við hann. Negrinn við hljóðfærið lauk leik sínum með miklum sveifl- um og hávaða, svo að glumdi í. Hann sneri sér á stólnum, þurrkaði af sér svitann, ljómaði allur og þakkaði lófatakið, sem glumdi við úr öllum áttum. — Hann er nokkuð góður, pilturinn sá arna, sagði ég, þeg- ar mesta hrifningin var um garð gengin. — Já, er hann það ekki? Það skyldi engan gruna, að hann væri blindur. — Blindur? — Já, hann missti sjónina í stríðinu, þegar hann var krakki. Hann getur leikið hvað sem er, allt frá rokki til Ave Maria. Eg horfði forvitinn á negr- ann, er hann seildist tii glass- ins síns sem stóð á hljóðfærinu, með öruggri hendi, og gekk að borði skammt frá, rat/ís eins og bréfdúfa. — Það skyldi engum detla í hug. Hver er hann? — Hann kallar sig bara Laun eelot. Það vill svo til, að honum og Twist-stelpunni kom sériega vel saman. Þau töluðu oft hvort við annað. I þessu bili kom þjónninn með veitingarnar. Hann lagði pappírsblokk á borðið fyrir framan gestgjafa minn, og hann skrifaði nafnið sitt á hana — með bláum kúlupenna! Þeir voru þá um allar jarðir og í hvers manns höndum þessir bláu pennar! — Skál! sagði gestgjafi minn. Ég tók nú vasabókina mína og einn bláa pennann, sem ég var með svo mikið af í vösun- um. Ég lét bera á því þegar ég smellti oddinum á honum fram, beint fyrir framan nefið á honum en hafi það haft nokk- ur áhrif, voru kau að miansta kosti ósýnileg, hann saup bara ánægður á glasinu sínu, og þcss varð ekki vart, að ég væri neitt annað en venjulegur lögreglu- maður með venjulegan kúlu- penna. — Höfðu einhverjir fleiri á- huga á stúlkunni? sagði ég. Hann kveikti í vindlingi, með eldspýtu, sem þarna var í hylki á borðinu en ég tók eftir því, að hann bauð mér ekki um leið. — Það var helzt ekki nema einn annar að staðaldri; náungi, sem kallaður var „Chuck“ Bark er — bróðir eins stofnfélagans okkar. — Málarans, eða hvað? — Þér þekkið hann? — Við höfum hitzt. — Hann málaði hásetann hérna framan á húsið. — Er það satt? — Hann er góður málari. — Kemur hann hér oft? — Já, talsvert oft. — En bróðir hans? Hánn var að keppast við að brjóta eldspýtur í smábúta, og raða þeim eftir vissum reglum, rétt -eins og hann væri að leika einhvern leik. — Chuck er hálfgerður flæk- ingur. Hann var einu sinni til sjós. Nú held ég, að hann eigi sjálfur einhvern bát — lítinn bát, en hann á hann sjálfur. Þegar hann er í borginni lítur hann Ker inn, og oftar en ekki í samfylgd með ungfrú Twist... .. eða gerði það! Hann hló snöggt. Eldri bróðirinn var víst ekkert hrifinn af honum. Ég ókyrrðist. — Þér eigið við, að þeim hafi ekki komið vel saman? — Bræðrunum? Jú, þeim þ.yk ir vænt hvorum um annan. Ég þykist vita, að Hammond mundi fórna lífi sínu fyrir Chuck. Nei. það var samband Chucks við stúlkuna, se:n Hammond var ekkert hrifinn af. Hann sópaði saman eldspýtu brotunum og setti þau í ösk u- bakkann. Svo leit hann krmg um sig, næstum laumulega. — Ég tala víst fullmikið. — Það finnst mér ekki. Hann hristi höfuðið. — Ég ætti ekki að vera að tala svona um félagana í klúbbnum. Jafnvel ekki við lögregluna. Auk þess gæti það gefið yður hinar og þessar rang- ar hugmyndir. — Hvers konar hugmyndir? Hann var nú farinn að fitla við slökkvarann á lampanum. Hann var talsvert handóður. Ljósið slokknaði snögglega og ég gat ekki séð framan í hann, er hann sagði: — Þér gætuð fengið þa hugmynd, að Hamm- ond hafi kálað henni til þess að bjarga bróður sínum frá henni og það væri algjörlega röng hugmynd. Og þegar ljósið kvikn aði aftur var meiri svipur á lampahlífinni en á andlitinu á honum. — Hugmynd getur nú verið býsna langt frá sannaðri stað- reynd, hr. Neal, benti ég honum á. Þjónn einn kom aftan að Ne- al og hvíslaði einhverju að hon- um, sem ég gat ekki heyrt. hann kinkaði kolli og sagði allt í lagi, hann skyldi koma. Svo stóð hann upp og afsakaði sig: — Það er nokkuð, sem ég þarf að afgreiða. Svo stanzaði hann snöggvazt eins og í vandræðum. — Viljið þér enn tala við hr. Herter? Ég kinkaði kolli. — Ef hann er.kominn vildi ég gjarna tala við hann. Hann stóð enn kyrr, edns og hann hefði eitthvað sér- stakt í huga, en yppti síðan öxlum, eins og hann gæfi það frá sér, sagði þjóninum að gefa mér í glasið aftur, og hvarf síð- an snögglega gegn um eitthvert gat á veggnum. Ég kláraði úr glasinu, hallaði mér aftur á bak, og tók að at- huga salinn nánar. Beint and- spænis mér voru piltur og stúlka, sem virtust skemmta sér konunglega við að horfa hvort í annars augu að hátíðasvip, yf- ir ljósrauða lampahlíf, og þau hlutu að vera að æfa sig í hugsanaflutningi, því að hvor- ugt mælti orð frá vörum. Óðru hvoru sendi ungi maðurinn, sem var dáltíið úfinn í hnakkanum, fingurkoss til stúlkunnar, sém hún endursendi honum. Svo var þarna kona, se.n sat alein yfir tómu konjaksglasi. Hún hélt því milli lófanna og starði á það með eyðilegum svip. Ég gat mér þess til ,að hún væri eitthvað um fertugt, og jafnvel í lampaljósinu sást, að henni var mikið farið að fara aftur. Fingurnir á henni að und- antekinni löngutöng vinstri handar, voru hiaðnir hringum. Ég vorkenndi henni næstum eins mikið og hún gerði sjálf. ALLT Á SAMA STAÐ PAYEN PAKKIMIIMGAR OG PAKKDÓSIR í; AUSTIN CHEVROLET CHRYSLER COMMER DODGE DE SOTO FORD, allar gerðir HILLMAN KAISER MORRIS MOSKWITCH PONTIAC VOLKSWAGEN OPEL RENAULT VOLVO PLYMOUTH SINGER JEEP POBEDA SKODA HÖFUM ÁVALLT BIRGÐIR VARAHLUTA í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.