Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.11.1965, Qupperneq 30
30 mm **.***•******* m r*. * *v m <0 K W W i'« íí L M VJ I 0 Þriðjudagur 2. nóvenibcr 19‘. .......................................................................... --------------■,■■- inm,.,- "-iTr----rininiii.nir--ui..-|-r-»i--ii)Hirnnni.iij'.."it--ri « Valur vann Akurnesinga - og bikarinn Leikið á gBerhálum veBli þar $>em Valur sýndi yfirburði VALUR vann verðskuldaðan sigur í úrslitaleiknum við Akranes á sunnudaginn í Bikarkeppni KSÍ. Úrslitin urðu 5 mörk gegn 3 eftir heldur sögulegan leik, því er liðin mættu til leiks var völlurinn hrímfrosin snnjóbreiða, ef undan eru taldar merkingalínur vallarins, en þar „hafði tekizt“ að eyða hríminu. Hvort slíkt hafi verið reynt á öðrum svæðum vall- arins skal ósagt látið, en vöilurinn bar engin merki slíkra tilrauna. — Ekki var annað að sjá en þessar aðstæður á úrslitaleikn um hefðu áhrif til hins verra á getu leikmanna — og þó sýnu meir á Akranesiiðið en Valsiiðið. Féilu margir Akur- nesingar við hverja spyrnu sína, en Valsmönnum tókst mun betur. Hraði leiksins var næstum enginn í upphafi með- an menn voru að venjast að- stæðunum að einhverju leyti eða átta sig. t LÉLEG SKILYRÐI I>að er reyndar hneysa að láta úrslitaleik bikarkeppni fara fram við slíkar aðstæður. Liðin eru búin að verja öllum frístund- um mánuðum saman til æfinga — liðsmenn að reyna að auká þrek sitt, auka hæfni sína, sýna betri knattspyrnu. Akranesliðið er bú- ið að mæta í harðvítugum úr- slitaleik við KR og tvítekinni or- ustu við Keflavík 1 bikarkeppn- inni og standa sig með sóma. Og svo komu úrslit Bikar- keppninnar við þær aðstæður sem sýnilega hæfðu Akurnesing- Framhald á bls. 23 Landsliðssmiðirnir sem vinna næstum nótt með degi. Landsli&ssmiiirnir & Co. Ijúka 4 vikna verki á 8 dögum ÞAÐ VAR handagangur í öskj- unni er við litum í íþróttahöllina í Laugardal í gærdag. Handknatt ieiksmennirnir sem þar eru að leggja undirlag gólfsins gáfu sér varla tíma til að líta upp og ræða við okkur. Uppi á áhorf- endabekkjum kváðu við eitt og eitt hamarshögg, svona til að undirstrika að þar væri líka ver- ið að vinna. Landsliðsmennirnir í hand- knattleik tóku að sér að leggja undirlag salargólfsins — stærsta gólfs á íslandi. Síðan koma dansk ir sérfræðingar og leggja það parketviði. í handknattleikslands ii'ðinu eru margir smiðir svo og Á svilli kepptu Valur og Akranes. Hér skora Valsmenn sitt fimmta mark. Eins og sjá má er brætt hrímið af öllum strikalínum. Var ekki hægt að bræða meira? — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). í röðum annarra handknattleiks- manna. Landsliðið hefur foryst- una og ábyrgð verksins. Hinir vinna með þeim fyrir ákveðið tímakaup. Smiðir landsliðsins tóku að sér gólflagninguna í ákvæðis- vinnu fyrir upphæð, sem er tug- um ef ekki hundruð þúsund kr. lægri en lægsta tilboð var. Þar að auki skila þeir verkinu á mun styttri tíma en aðrir treystu sér til. Þetta stafar af því að þeir vinna verkið utan vinnutíma að nokkru Jeyti, þó 6 manna hópur vinni næstum dag og nótt. Gert var ráð fyrir að lagning grindar undir gólfið ásamt ein- angrun tæki 3—4 vikur. Nú er útséð að verkinu verður lokið um helgina. Á laugardag unnu 35 manns að verkinu á sunnudag inn 29. Og öll kvöld þessarar viku verður svipaður h&pur við vinnu og einnig um næstu helgi. Þeir sex er vinna alla daga eru Karl Benediktsson þjálfari lands liðsins og kalla þeir hann „þrælk arann“ því hann ýtir mjög á eftir að sögn. Hinir eru Gunnlaug ur Hjálmarsson, Karl Jóhanns- son, Birgir Björnsson, Þórarinn L Þórarinsson og að auki trésmiður sem ekki er handknattleiksmað- ur. Það fuku mörg hnyttiyrði af vörum þeirra í gær er við sann reyndum að þriðjungi verksins er lokið. Það var uppörvandi að heimsækja þá félaga, því meðal þeirra ríkti bjartsýni, baráttu- vilji til að ná settu marki. Þeir vilja að húsið verði teki'ð í notk un fyrst í desemeber. Þeir gera sannarlega sitt til að svo megi verða. En margt er ógert og fé mun af skornum skammti. En það er þýðingarmikið áð nú verði gert stórt átak til að húsið verði nothæft. Handknattleiksstrákarn ir hafa riðið á váðið með þvi að leggja nótt með degi. Vonandi verður framtak þeirra til þess að þeir sjái draum sinn úin glæsi lega íþróttahöll í byrjun desem- ber rætast. Sþróttir eru einnig á blaðsíðu 14 Reyk javíkurmótið: Fram, Valur og KR unnu KR, VALUR og Fram unnu sína leiki í meistarafl. karia í Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik á sunnudaginn. Þessi lið eru taplaus og Fram og KR hafa forystu í mótinu með 4 stig, en Vaiur og Víkingur hafa 2, en þau sátu hjá sl. helgi. Virðist einsýnt að baráttan um titilinn standi milli KR, Vals og Fram og ber þó Framliðið af í þeim hópi. Ármann, Víkingur, ÍR og Þróttur mynda lakari heildina ef dæma má af tveim fyrstu leik- kvöldunum og ætla má að barátt an verði öllu harðari og óvissari á botninum en á toppinum. KR — Ármann 16:8. KR-ingar náðu strax tökum á leiknum og héldu þeim til loka. KR komst í 4:1 og sigurinn var aldrei i hættu. Bæði Jiðin léku heldur óskipulega leik og tilvilj- anakenndan. Langt frá því að festa væri í leiknum hjá báðum liðum. Ármenningar voru í byrj un mjög ónákvæmir í skotum og réði það sennilega miklu um gang leiksins. KR-ingar léku af meira öryggi og meiri bíræfni eftir áð þeim óx forskot í leikn- um. En góður getur leikurinn ekki talizt. KR-ingar voru all aðgangsharðir. Fengu þrír áminn ingu dómara og einum var vísað af leikvelli í 2 mínútur. Beztu menn KR voru Karl og Sig. Ósk- arsson. Hjá Ármann var Lúðvík drýgstur. Valur — ÍR 16:7. Mörgum lék forvitni á að sjá nýliða Vals í 1. deild í fyrsta leik þeirra og það í baráttu við ÍR, Framh. á bls. 23. „Handfylli af handritum fyrir Sigríði Sigurðard." IJmmæli dansks blaðs um SÍÐARI LEIKUR Dana og ís- lendinga í handknattleik kvenna varð harðari en dæmi eru til um landsleiki. Danir vilj'a kenna íslendingum um hörkuna og slagsmálin, en ís- lendingar er til sáu telja að slíkt sé víðs fjarri. Aðilar eru sammála um að dómarinn hafi átt mesta sök á hvernig fór. Þrjár íslenzkar sútlkur urðu að yfirgefa völlinn og em dönsk. Sigrún Guðmundsdótt ir fékk versta höggið. Hún náði ekki andanum lengi og var borin út á börum en jafn áði sig. Vigdís Pálsdóttir hlaut verstu meiðslin. Er hún meidd á hné, sennilega vatn eða blóð milli liða og hugsanlegt að að- gerð þurfi til lækningar. Þá meiddist Sylvía Hallsteinsdótt ir, en ekki illa og varð með síðar í leiknum. Fréttaritari Mbl. á leiknum Poul Andersen íþróttaritstjóri Berlingske Tidende segir að mesti munurinn á liðunum komi fram í meira úthaldi danska liðsins og meiri leik- reynslu. Hann segir að ein í danska liðinu Nilson, hafi leik ið 60 landsleiki, Anne Marie Nilsen hafi nú leikið 40. lands leik sinn og markvörðurinn Helga Hansen hafi nú leikið sinn 25. landsleik. Allt liðið eigi sameiginlega að baki 135 landsleiki. Þetta er margföld tala á við íslenzka liðið. Dönsku blöðin sum fara lof samlegum orðum um íslenzka ísl. landsliðið liðið. Sterkast er að orði kveð- ið 1 Politiken. Þar segir: „ . . . íslenzka liðið á þar sem Sigríður Sigurðardóttir er langskyttu sem Danir myndu vilja greiða handfylli af íslenzkum handritum til að hafa í sínu landsliði". í sama blaði segir og: „Mjög góð var einnig Rut Gúðmunds dóttir markvörður og einnig Sigrún Guðmundsdóttir. Linu spil sást varla hjá íslenzka liðinu en getan var langt um- fram það sem maður bjóst við og það er enginn vafi á, að áður en langt um líður — jafn vel innan fárra ára — er ís- lenzka kvennalandsliðið í röð lun beztu liða Evrópu“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.