Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 32

Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 32
Lang siæisla og íjölbreyttasta blað landsins 250. Ibl. — Þriðjudagur 2. nnvember 1965 MYNDAMÓT HF. MORGUNBIAÐSHÚSINU SlMI 17152 Vatnið frýs í leiðsE- unum Errn siurkast erfidleikar bónd- ans að Pjérsártúvii OLÍA mengaði vatnsból bónd- ans að Þjórsártúni eftir að olíu- bill vait skammt þar frá og missti niður 8000 lítra, eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá. Hefur bóndinn, Ölver Karls son, orðið að sækja vatn fyrir heimilisfólkið og skepnurnar drjúgan spól og hefur það verið sett á tanka. Ölver bóndi sagði Morgunblað inu í gær, að erfiðleikar hans hefðu enn aukizt, því vatnið frýs í krönum tankanna og í leiðslunum frá þeim. Kveðst hann hafa orðið að taka leiðsl- urnar frá og þíða þær inni. Yrði hann svo að treysta því, að grip- irnir í fjósinu héldu leiðslunni opinni með því að drekka nógu ört. En frostið væri að herða, svo búast mætti við. að vatnið í IViinni bátarnir hætta síld- veióurn Neskaupstað 1. nóvember. AI.LMARGIR bátar hafa legið hér um helgina, því slæmt veður hefur verið á síldarmiðunum. Talsvert er farið að bera á því, að bátarnir séu farnir að halda heim, einkum þeir minni. Báðar flugvélar Flugsýnar voru hér í dag og fluttu áhafnir síldarbáta vestur og norður en ’þar er um að ræða sjómenn, sem ætla að skreppa heim á meðan rosinn er. Hér er orðin hvít jörð niður í sjó og Oddskarð er ófært. — Ásgeir. sjálfum tönkunum frysi einnig. Ölver sagði, að byrjað væri að grafa fyrir nýjum tanki o-g leiðslu og væru það Samvinnu- tryggingar sem stæðu fyrir þessu, því olíubíllinn hefði verið tryggður hjá þeim. Þá sagði hann, að fulltrúi frá borgarlækni í Reykjavík, svo og jarðfræðingur, hefðu komið að Þjórsártúni í gær til að athuga ástandið. Hefðu þeir talað u,m, að þeir þyrftu að fylgjast með því, hversu lengi olían mengaði vatnið. Þetta hefði ekki komið fyrir áður hér, en væri mjög varasamt. Hefðu þeir nefnt dæmi, að það hefði komið fyrir í Reykjavík, að olíutankur við hús nokkurt hefði lekið og meng að jarðveginn svo mjög, að tré í garði við næsta hús hefðu drepizt. Að lokum sagði Ölver, að hann sækti allt vatn til búsins niður að ánni. Það væri mikil fyrirhöfn, þótt leiðin væri ekki löng, og hann vonaðist til að þessu ástandi lyki sem fyrst. HÓPIJR íslenzkra útgerðar. \ manna er í Grimsby um 1 þessar mundir til að kynna 1 sér nýja gerð brezkra togara, þar sem mikilli sjálfvirkni og tækni er beitt við veiðarnar. Ferðin ér farin á vegum Fiski t félags íslands. | Myndin var tekin í gær í Grimsby er íslendingarnir ' fóru um borð í Ross Fortune, I sem talinn er einn hinn full- | komnasti og nýtízkulegasti sem Bretar eiga. Er ætlunin, að íslending- arnir fari í stutta veiðiferð imeð Ross Fortune. (Ljósm.: ' AP). | Leitað að trillubáti Fannst með bilaða vél ILEIT var hafin að trillubátn- um Báru frá Stykkishólmi á sunnudaginn, þar eð búizt hafði verið við bátnum kl. 5 síðdegis, en hann var ókominn kl. 8 um kvöldið. Þegar var farið að svip- ast um eftir bátnum og fann vélbáturinn Þróttur frá Stykkis hólmi hann kl. 11 þá um kvöld- íð. Þróttur fann trilluna skammt fyrir utan Höskuldsey og var Á annað þús. nianns skoð- aði atgeirana þrjá Á ANNAÐ þúsund manns kom í Þjóðminjasafnið um helgina til að líta á atgeirana þrjá, sem fundust fyrri sunnudag í Grísatungufjöll- umum nyrðra. Safnið hafði skýringar með vopnunum og texta úr ís- lenzkum 16. aldar ritum, sem segja frá atgeirum. Vopnin verða til sýnis í safninu enn um sinn, en það er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 1.30 —1 síðdegis. hún þá á reki með bilaða vél, en engin talstöð er i trillunni, sem er um 9 tonn. 9 árekst^ar á Akureyri Akureyri, 1. nóvember. NÍU bílaárekstrar urðu hér i bæ frá hádegi á laugardag til kl. 3 á sunnudag. Ekið var á allmarga kyrrstæða bíla og var hálku á malbikuðum götum um að kenna í flestum þessum tilfellum. Mikl- ar skemmdir urðu á flestum bíl- unum og er tjónið metið laus- lega á nokkur hundruð. þúsund krónur. Flestir hinna skemmdu . bíla voru nýir eða nýlegir. Ekki urðu slys á mönnum við óhöpp þessi. — Sv, P. Leiðindaveður var þá á mið- unum en eigandi trillunnar Hauki 3jarnasyni leið á gætlega og hafði fengið allsæm; lega veiði á línuna. — Fréttaritari Óskað eftir vitrsum að slysi RANSÓKNARLÖGREGLAN óskar eftir að hafa tal af þeim, sem kynnu að hafa verið nær- staddir er hið hörmulega slys varð við árekstur slökkviliðs- bílsins og Volkswagenbílsins á mótum Hverfisgötu og Snorrá- brautar sl. fimmtudagskvöld, en ekki hefur náðzt til ennþá. Rannsóknarlögreglan hefur yfirheyrt þá, sem vitað er um að urðu sjónarvottar að slysinu. msm Hér sjást gangnamennirnir með gúmmibátinn á Jökulsá. Kindurnar þrjár liggja á bakkanum. (Ljósm.: Jón Sigurgeirsson) Ferjað yfir Jökulsá á Fjöllum GRÍMSSTÖÐUM, Mývatns- sveit, 1. nóv. — Eftirlitsmönn- um þeim, sem fóru á laugar- dag fram á afrétti, til að reyna að ná kindum úr Krepputungu, milli Jökulsár og Kreppu, gekk ferðin vel og komu þeir til baka á laugar- dagsnótt með kindurnar. — Höfðu þeir fundið 3 kindur, tvílembu af Hólsfjöllum og kind úr Mývatnssveit. Snjóföl var á jörðu. Er þeir kpmu að Jökulsá, sáu þeir að litið var í ánni og hún var hrein, þó mikil krapaför væru í Kreppu. Þótti það kynlegt að ekki skyldi líka vera krap í Jökulsá, en það kom sér vel, og gekk þeim félögum vel að komast yfir ána á gúmmíbáti, sem þeir höfðu meðferðis. — Einnig gekk vel að ferja ærn- ar yfir, en slæmt færi var í Krepputungu, hált á grjóti og snjór og þurftu þeir að draga kindurnar' nokkuð langa leið með sér að bátnum. Gangnamenn voru 5 saman, undir forustu Jóns Sigurgeirs- sonar á Helluvaði, 2 af Akur- eyri og 3 úr Mývatnssveit og voru þeir á tveimur jeppum. Fengu þeir sæmilegt færi og' tóku kindurnar með sér í jepp unum til baka. — Jóhannes. . ...• "r Ferjað y/ir Jökulsá. Smalahundurinn er að sjálfsögðu með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.