Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 3
T Miðvikudagur <T. nóv. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 3 __________________ 3$ M Jón Engilberts við stærstu mynðina á sýningunni. Hún heitir Magie d’lsland eða Xöfrar íslands. (Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M.) Listin verði sem alþjóðlegust — ekki einungis átthagalist sýningu Jóns Engilberts Litið inn a ÞESSA dagana stendur yfir í Listamannaskálanum mál- verkasýning Jóns Engilberts. Er hún opin frá kl. 2—22 síð- degis. Alls eru 50 verk á sýn ingunni, allt olíumyndir. Morgunblaðið leit inn á sýn- inguna í gaer og spjallaði nokkra sfcund við listamann- inn. Engilberts sagði m.a.: — Ætlunin er, að sýningin standi í hálfan mánuð, ef það verður þá hægt vegna kulda. Það liggur við að ólift sé hér í skálanum í frostum eins og nú eru, einkum fyrir þá sem gæta sýningarinnar. Skálinn er að niðurfalli kominn — ég legg til að hann verði fluttur í Árbæjarsafnið. — Myndirnar sýna reynzlu mína frá upphafi, 50 ára reynzlu, og þá niðurstöðu, sem ég hef komizt að. Flest- ar myndirnar eru þó málaðar á þrem til fjórum síðustu ár- um, en margar hef ég lokið við á síðustu mánuðum. — Hér frammi liggur ann- að eins af myndum og hengt var upp. Þegar ég var að ljúka við myndirnar fyrir sýninguna erlendis hélt ég ís- land væri svo stórt, og Lista- mannaskálinn, og því yrði hægt að koma fleiri mynd- um fyrir en raun varð á. — Ég hef verið lengi und- anfarið á Spáni, París og í Skandinavíu og séð málverka sýningar í kílómetravís. Það er nauðsynlegt fyrir málara að fylgjast með því sem er að gerast í heimi listarinnar úti í löndum. Hér heima er ekki hægt að mæla sig við neitt, en með því á ég alls ekki við að málararnir hér heima séu ekki góðir. — Ekkert hefur „inspírer- að“ mig eins og Spánn á s.l. ári og þá fyrst og fremst spánskur andi og þjóðarsál, allt frá elztu list til dagsins í dag. Þeir tefla öllu upp á líf og dauða, eins og t.d. í nautaatinu. — I málaralistinni i dag reyna menn að vera sem mest ir ,,individualistar“. Til þess þarf mikið átak. Áður aðhyllt ust menn ákveðna skóla eða stefnur og máluðu í samræmi við það. Hinn sjálfstæði mál- ari á í þrotlausri baráttu og leit og hann má ekki láta sér nægja fyrstu niðurstöðuna. Ef hann heldur áfram að leita finnur hann ef til vill ný sannindi. — Það sem mig furðar á er hve ungu málararnir hér heima eru góðir, þrátt fyrir hina miklu einangrun, sem þeir búa við. — Markmiðið er, að listin verði sem alþjóðlegust — hún verði ekki einungis átt- hagalist. Þegsr hún er kom- in á það stig er unnt að flytja hana land úr landi. Tónlist og málaralist eiga það sam- merkt að missa í engu gildi sitt við slíka flutninga, eins og t.d. gerist þegar góð bók er þýdd á annað tungumál. Það er undir hælinn lagt hvað tapast í þýðingunni. — Ég vil fá „kosmisk" við- horf inn í listina. Heimurinn hefur opnazt svo mikið s.l. 20—30 árin. Maður skynj'ar veröldina öðru vísi en áður. Að því leyti er ég enn bölv- aður „natúralisti“. Hvort „figúran“ leitar aftur inn í myndir mínar finnst mér trú- legt. Ég er úr hinum gamla skóla og það er ríkt í manni. — Það á við%iig að berj- ast við stórar myndir. Þá fæ ég mesta fullnægingu. Það hefur alltaf verið þannig frá því ég var smástrákur. — Stóru myndirnar há söl- unni hjá mér. Mér leiðist að Framhald á bls. 31. STAKSTFI1\SAR Breytingar á þingflokki Alþýðubandalagsins Veruleg breyting hefur nú orðið á þingflokki Alþýðubanda- lagsins, og getur hún orðið af- drifarík fyrr en varir. í haust hafa tveir varamenn tekið sæti á þingi fyrir Alþýðubandalagið, Ingi R. Helgason. sem kom inn fyrir Eðvarð Sigurðsson og nú síðastliðinn mánudag tók Karl Guðjónsson sæti á Alþingi. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur lengi verið raunveru- lega klofinn vegna átaka innan hans og fullkomins ágreinings þeirra aðila, sem þar hafa starf- að saman. Skiptingin hefur vérið sú, að öðru megin hafa staðið Hannibal Valdemarsson, Alfreð Gislason, Gils Guðmundsson, Björn Jónsson, en hinumegin Einar Olgeirsson,. Eðvarð Sig- urðsson, Geir Gunnarsson, Ragn- ar Arnalds, en óljóst hefur verið hvorri fylkingunni Lúðvík Jósepsson mundi fylgja að mál- um, ef til opinbers klofnings kæmi. Svo sem ljóst er af þessu, hafa nú tveir þcirra þingmanna, sem stutt hafa Einar Olgeirsson horf- ið af þingi, en í staðinn komið, Karl Guðjónsson, sem tilheyrir hinni fylkingunni, þeirri sem Hannibal Valdemarsson veitlr forustu, og Ingi R. Helgason, sem að visu mun talinn nokkuð beggja blnnds, en ólíklegt, að hann mundi skipa sér algerlega undir merki Einars Olgeirssonar. Hannibal í meirihluta Sú breyting hefur því skyndi- lega orðið á í þingflokki Alþýðu- bandalagsins, að Hannibal Valde- marsson og fylgimenn hans eru nú komnir með meirihluta i þing flokknum, þótt með tilstyrk vara manna sé, og eru þeir öruggir með fimm þingmenn af níu, hugsanlega sex, en ýmislegt bendir til þess að Lúðvík Jóseps- son hallist nú heldur að þeim, og sá sjöundi mundi verða Ingi R. Helgason, ef hann tæki stökkið í þá áttina, en eftir sitja Einar Olgeirsson og Geir Gunnarsson. Það er öllum Ijóst, að þeir aðil- ar innan Alþýðubandalagsins, sem gefið hafa margar yfirlýs- ingar um að þeir uni ekki Iengur samstarfinu við Sósíalistaflokk- inn, verða nú að hrökkva eða stökkva á næstu vikum og mán- uðum og taka afstöðu til þess hvernig þeir ætla að haga mál- um sínum í sveitarstjórnarkosn- ingum þeim, sem fram fara í vor. Nú er tækifærið Þær breytingar sem orðið hafa á þingflokki Alþýðubanda- lagsins gefa þeim gullið tæki- færi til þess að setja á stofn nýjan þingflokk, skipaðan meiri- hluta þingmanna Alþýðubanda- lagsins, en slíkt mundi auðvitað skapa þeim sterkari aðstöðu til sjálístæðra framboða í kosning- unum í vor, en þeir annars mundu hafa. Froðlegt verður að fylgjast með því sem fram vindur í þess- um efnum. E.t.v. er þetta eina tækifærið. sem sá hluti Alþýðu- bandalagsins, sem fylgir Hanni- bal Valdemarssyni að málum, hefur til þess að taka alvarlegt og raunverulegt frumkvæði í bar áttunni við Sósíalistaflokkinn, og það mun gefa nokkra hug- mynd um þá alvöru, sem býr að baki endurteknum skrifum og árásum hinna svonefndu Alþýðu- bandalagsmanna á Sósíalista- flokkinn, hvort þeir hafa nú kjark til þess að nýta það tæki- færi sem boðizt hefur til þess að lama Sósíalistaflokkinn í einu vetfangi á Alþingi íslendinga. Listmálarinn Jón Engilberts. -H— - . - ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.