Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 16
18
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. nóv. 1965
Ötgefandi:
Fromkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Asknftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Arvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LA UGARGERÐIS-
SKÓLI Á
SNÆFELLSNESI
Dygging Laugargerðisskóla á
" Snæfellsnesi, sem nú hef-
ur tekið til starfa, er stórt
og merkilegt átak í fræðslu-
málum þessa svipmikla og
fagra héraðs. Sú staðreynd, að
fimm sveitahreppar á Snæ-
fellsnesi hafa sameinazt um
byggingu heimavistarbarna-
skóla, bendir langt áleiðis um
það sem koma skal. Strjál-
býlið verður að sameina
krafta sína. Það er ekki hægt
að tryggja sveitaæskunni
raunverulegt jafnrétti við
æsku borga og kaupstaða með
því að ætla sér skólahald í
hverjum hreppi. Hrepparnir
eru margir hverjir orðnir svo
örfámennir, að óhjákvæmi-
legt er að þeir sameinist um
framkvæmdir í skólamálum,
og raunar á ýmsum öðrum
sviðum. Þetta hafa mörg hér-
uð þegar gert sér ljóst. Þess
vegna f jölgar nú óðum heima
vistarbarnaskólum, sem marg
ir hreppar standa að.
í hinum nýja heimavistar-
skóla, sem vígður var um síð-
ustu helgi á Snæfellsnesi er
vel séð fyrir þörfum æskunn-
ar. Þetta er glæsileg og fög-
ur bygging, sem fyllsta á-
stæða er til að óska fólkinu
í hinum fimm hreppum, sem
að honum standa til hamingju
með.
Enda þótt margt sé enn
ógert í skólamálum okkar ís-
lendinga, ekki hvað sízt úti
á landi, verður sú staðreynd
þó ekki sniðgengin, að aldrei
hefur verið unnið jafn mark-
visst að því og á valdatíma-
bili Viðreisnarstjórnarinnar,
að bæta aðstöðu strjálbýlisins
í skólamálum. Fjöldi nýrra
skólahúsa hefur risið um land
allt, héraðsskólarnir hafa ver-
ið efldir, löggjöf hefur verið
sett um þrjá nýja mennta-
skóla og undirbúningur haf-
inn að byggingu þeirra.
Allt eru þetta stór spor
fram á við, spor sem munu
eiga sinn þátt í því að búa
íslenzka æsku betur undir
lífið; auka mátt þekkingar-
innar í þágu alhliða þróunar
og uppbyggingar í sveit og
við sjó á íslandi.
ÁTÖK MOSKVU
OG PEKING
HARÐNA
1 f ræðum rússneskra komm
únistaleiðtoga á 48. af-
mælisdegi byltingarinnar má
greinilega marka, að átökin
milli Moskvu og Peking eru
að harðna. í ræðu Polyansky,
varaforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, fólst m.a. ótvíræð
ásökun í garð kínverskra
kommúnista fyrir hina mis-
heppnuðu byltingartilraun
kommúnista í Indónesíu.
Það fór heldur ekkert á
milli mála, að ráðamenn í
Moskvu eru allreiðir „félög-
unum“ í Peking fyrir afstöðu
þeirra til viðleitnar Sovét-
stjórnarinnar til þess að bæta
lífskjör almennings í Sovét-
ríkjunum, í stað þess að veita
Pekingstjórninni hernaðarleg
an og efnahagslegan stuðning.
Leiðtogar Sovétstjórnarinn-
ar gera sér ljóst, að kínversk-
ir kommúnistar hafa beðið
hvern ósigurinn á fætur öðr-
um undanfarna mánuði. Ófar-
ir Kínverja í sambandi við
uppreisnina í Indónesíu á-
samt minnkandi áhrifum Mao
Tse Tung í mörgum ríkjum
Asíu og Afríku, eru Moskvu-
mönnum ekkert harmsefni.
Þeir fagna þeim þvert á móti,
og gera sér von um að afleið-
ingar þess verði að Moskva
verði framvegis sem hingað
til höfuðból heimskommún-
ismans.
ÖLIÐ OG
NÁGRANNA-
ÞJÓÐIRNAR
1 llar nágrannaþjóðir okkar
íslendinga leyfa bruggun
og sölu á 4—7% öli í löndum
sínum. Þrátt fyrir það er það
viðurkennd staðreynd að þess
ar þjóðir fara yfirleitt miklu
betur með áfengi en íslend-
ingar. Ungt fólk byrjar þar
t.d. yfirleitt síðar að neyta
áfengis en tíðkast hér á landi.
Þó er það höfuðmótbáran
gegn ölinu á íslandi, að það
kenni æskunni að drekka. En
hér er ekkert öl, og þó drekk-
ur íslenzk æska sér til vanza.
Er ekki kominn tími til þess
að lofa rökréttri hugsun að
komast að í umræðum og að-
gerðum í þessum málum?
MEÐAL herskáustu hermanna
stjórnarhersins í S-Víetnam
hefur verið sex barna móðir
að nafni Ho Thi Que. Fyrir
nokkrum dögum féll hún fyr-
ir byssukúlu — ekki óvin-
anna, svo sem við hefði mátt
búast — heldur manns síns.
Var það nánast slysaskot, og
orsökin fyrst og fremst af-
brýðisemi Ho Thi Que í garð
ungrar stúlku, er hún taldi
mann sinn vera að stíga í
vænginn við.
Frú Ho Thi Que var 38 ára
að aldri og kunn undir nafn-
inu „Tígrislæðan". Hún var
nánast orðin þjóðsagnaper-
sóna í S-Víetnam, því að svo
margar sögur fóru af kjarki
hennar og hugrekki. — Hún
gekk jafnan með tvær skamm-
byssur við belti og bar á
höfði stálhjálm með mynd af
tígrisdýrshöfði. Sama merkið
bar hún í barmi sér. Hún
Afbrýðin vorð Tígrislæðunni oð folli
I barðist við hinar erfiðustu og
/ hættulegustu aðstæður við
/ hlið hermanna í herdeild nr.
/ 44, sem eiginmaður hennar,
J Nguyen Van Dan, stjórnaði.
Hann var einn af helztu her-
foringjum stjórnarhersins, hef
ur verið sæmdur fjölda heið-
ursmerkja, en fyrir skömmu
var hann leystur frá stjórn
herdeildarinnar eftir mikinn
4 ósigur, er hún beið fyrir Viet
t Cong skæruliðum. Féllu þá 58
/ hermenn úr liði Van Dans.
Ósigur þann tók Ho Thi
Que ákaflega nærri sér og
klæddist eftir það svörtum
sorgarbúningi og rakaði af
sér allt hárið.
Hún hafði í herdeildinni
stöðu aðstoðarliðsforingja, en
hafði tekið þátt í sýnu fleiri
og blóðugri átökum en maður
hennar. Hún hataði skæruliða
ofsalega og beitti miskunnar
lausri hörku gegn þeim stjórn
arhermönnum, sem gerðu sig
seka um liðhlaup eða veittu
Viet Cong aðstoð á einn eða
annan hátt.
Dauða hennar bar að með
þeim hætti, að hún kom þar
að, sem maður hennar sat á
tali við unga konu. Virtist frú
Que, sem hann sýndi henni
full mikinn áhuga og dró fram
skammbyssu sína og miðaði á
eiginmann sinn að stúlkunni
ásjáandi. Hann reyndi að
snúa byssuna úr höndum
konu sinnar með þeim afleið-
ingum, að skot reið af og hún
lá liðið lík fyrir fótum hans.
Ver&mætur málmur
finnst á Grænlandi
!
Athugun fer nú fram á því, hvort
krómvinnsla sé arðvænleg þar í landi
NÝR málmur er nú nefndur
i Danmörku í sambandi við
Grænland. Hér er um að
ræða króm, og í síðustu viku
voru tekin upp í Kaupmanna
höfn 300 sýnishorn frá Græn-
landi. Jarðfræðingar hafa
ekki fyrr minnzt á króm
í Grænlandi, en nú draga
þeir ekki dul á að á ákveðn-
um stöðum hafi sl. suraar
fundizt mikið magn af krómi.
Heimsmarkaðsverð á krómi
er nú um um 1300 ísl. krón-
ur.
— Það er staðreynd, segir
K. Ellisgaard-Rasmussen, yfir
maður jarðfræðirannsókna á
Grænlarvdi, — að við fundum
mikið króm fyrir sunnan
Góðvon, við Fiskines. En við
getum ekki á þessu stigi
málsins sagt, hvort þetta get-
ur orðið Grænlandi og Dan-
mörku tekjulind.
— Það eina, sem við getum
sagt nú, er að við telum að
óafsakanlegt hefði verið að
athuga ekki hvort hægt væri
að vinna málminn.
í Tyrklandi er bezta króm-
grjót veraldar í dag, og naum
ast er hið grænlenzka eins
gott. Hinsvegar er spurningin
sú, hvort grjótið hefur nógu
mikið króminnihald til þess
að vinnsla borgi sig. Vera má
að krómið sé of dreift, en það
er talið vita á gott að krómið
finnst á mjög stóru svæði á
þessum slöðum.
— Við Fiskines er krómið
bundið járni, og helzt þyrfti ,
að vera í grjótnu þrisvar J'
sinnum meira króm en járn.
— Nú hyggjumst við rann-
saka náið hin mörgu sýnis-
horn, sem við tókum, og
manum við þá komast að |
raun um hvaða málmum i
krómið er að öðru leyti bund )
ið, og ennfremur á að rann- 1
saka samband járnsins og )
krómsins, og loks að kanna i
hvort hægt verður að finna ‘
aðferð til að skilja málmana . 7
i sundur þannig að vinnsla .
geti borgað sig. Vð vonumst '
til að geta lokið rannsóknum )
okkar að mestu í vetur, og )
undir öllum kringumstæðum .
verður að gera frekari at- '
huganir á málmsvæðinu I
næsta sumar, segir Ellis )
gaard-Rasmussen. ,
Króm er mög notað í stái- '
iðnaðinum, og einníg vio )
leirkeragerð. 1