Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvilcudagur 17. nóv. 1965
Gert ráð fyrir allmiklum breyt-
ingum á bátaábyrgðarlögum
Umrædur um nýtt stjórnarfrumvarp
um tillögum stjórnar Samálbyrgð
ar íslands á fiskiskipum.
Sagði ráðberra að útgerðar-
menn hefðu á seinni árum skuld
bundið sig með samningum við
sjómannasamtökin til að kaupa
sérstaka slysatryggingu að upp
hæð kr. 200 þús. á hvern skip-
verja og ábyrgðartryggingu að
upphæð allt að kl. 1.260.000 fyrir
hvert einstakt tjón með hámarks
greiðslu kr. 500.000 til hvers ein
staklings. >essar trygigingar
keyptu útgerðarmenn nú hjá
einkafélögum og þá venjulega
hjá því félagi, sem vátryggir
skipið. Æskilegt væri, að báta-
ábyrgðarfélögin gæbu tekið að
séir þessar tryggingar, þar sem
þau ættu að geta boðið hagstæð-
ari kjör, auk þess sem það væri
hagræði fyrir útgerðarmanninn
að geta haft þær tryggingar, sem
hann þarf á að halda á sama
stað, 1 stað þess að verða að
skipta við fleiri félög.
Matthias Bjamason, sagði að
aðdragandi að þessum frumvörp
um næðu lengra aftur en til
ályktunar þeirr-
ar er L.Í.Ú. hefði
sent frá sér.
Þingmaðurinn
p taldi frumvarp
þetta stórt spor
í rétta átt og
sagði að benda
maetti m.a. á það
að gert væri ráð
fyrir að 4 menn
frá sjálfri atvinnugreininni ættu
sæti í stjórn bátaábyrgðarinnar
enda væri það eðlilegast.
I>á væri einnig gert ráð fyrir
því að tryggingin næði til skipa
allt að 400 rúmlestum að stærð,
en eins og nú stæði væru flest
öll ný skip í frjálsri tryggingu
og því sá floti sem tryggður
væri hjá Samábyrgðinni eldri og
úreltari. Eðlilegt væri að dreifa
tryggingunum sem mest út um
landið og rétt væri að efla bá'ta-
tryggingafélögin innan ramma
Samábyrgðarinnar. Mál þetta
væri umfangsmikið og krefðist
mikillar athugunar og væri því
ekki óeðlilegt að afgreiðsla þess
tæki mikinn tima.
Guðlaugur Gíslason gerði
grein fyrir þeirri sérstöðu sem
bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja hefði, en með þessu frum-
varpi væri gert
ráð fyrir að
fella úr gildi sér
ákvseði um það.
Taldi hann það
ómaklegt, ef
þessi ákvæði
yrðu niður felld,
þar sem báitaá-
byrgðarfélagið í
Vestmannaeyj-
um hefði enn sérstöðu og hefði
auk þess getað staðið við allar
sínar skuldlbindingar og haft
mikil áhrif m.a. á útgerð og hafn
argerð í Vestmannaeyjum.
Lúðvík Jósefsson og Matthías
Bjarnason tóku einnig til máls,
en að umræðum loknum var mál
inu vísað til annarrar urnræðu
og sjávarútvegsnefndar.
Nýtt frumvarp um
Samábyrgð Islands
á fiskiskipum
Uft^R-^E^^UR UAA
VEGALÖGIN
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra, mæiti í gær
fyrir stjórnarfrumvarpi til laga
um bátaábyrgðarfélög. Rakti
ráðherra efni frumvarpsins og
þær breytingar sem í því fel-
ast, en þær eru þessar:
1. Fiskiskip sem eru allt að
400 rúmlestir að
stærð verði
skyldutryggð
hjá bátaábyrgð
arfélögum, en
nú nær skyldu-
tryggingin til
skipa allt að 100
rúmlestir.
2. Bátaábyrgð-
arfélögum verði
með vlssum sikilyrðum heimilað
að taka að sér aðrar try'ggingar
fyrir útgerðina, aðallega slysa-
tryggingar og ábyrðartryggingar,
sem útgerðarmenn hafa með
samningu við sjómannasamtökin
skuldbundið sig til að kaupa.
3. Vátryggingarskilmálar verði
ekki lengur ákveðnir í lögum,
heldur með reglugerð að fengn-
— Njósnari
Framhald af bls. 12
átt, þ. e. að fri'ðsamlegum mark-
miðum hinum mikla efnislega
og Jifandi mætti Sovétríkjanna
svo að ekki verði styrjöld, sem
nái til a!ls heimsins. Ég á við,
að það er nauðsynlegt, a'ð halda
leynilega fundi, ekki fundi
æðstu manna. Krúsjeff vill þá.
Hann notar þær ákvarðanir,
sem unnt er að taka á slíkum
fundum til þess að auka sitt
eigið álit gagnvart Bandaríkj-
unum og Englandi. Þetta verður
fólk a'ð skilja á Vesturlöndum.
Þetta er ástæðan fyrir því, að
ég skrifa þessar athugasemdir
mínar fyrir íbúa Ba-ndaríkjanna
og Bretlar.ds.
Margt hefur átt sinn þátt 1
þessu nýja takmarki lífs míns.
Þrjú síðustu árin í lífi mínu
hafa verið mjög tvísýn en frá
því mun ég skýra síðar.
Ég hef hugsað lengi og ákaft
um þá stefnu, sem ég hef í
í hyggju að taka. Ég fer ein-
ungis fram á, að fólk trúi á
einlægni hugleiðinga minna. Ég
vil gjarnan leggja mitt af mörk-
um fyrir hinn sameiginlega
málsta’ð okkar. Það kann að
vera lítilvægt, en ég álít það
mikilvægt. í framtíðinni er ég
hermaður yðar, skuldbundinn
til þess að framkvæma allt sem
mér verður falið. Ég mun láta í
té alla krafta mína, þekkingu
og líf mitt í þágu hinnar nýju
skyldu.
Um leið og ég vitna til þess,
sem sagt hefur verið hér að
framan, vil ég taka það fram,
að ég hef ekki byrjað starf mitt
í þágu hins nýja málefnis með
tómar hendur. Ég geri mér það
fullljóst, að ég verð til þess að
fylgja eftir orðum og hugsun-
um mínum að færa ákveðnar
sannanir til þess að staðfesta
þessi orð. Ég hef haft og hef
enn vissulega getu til þess að
gera þetta.
í næstu grein skýrir Pen-
kovsky frá skipulagi sovézku
leyniþjónustunnar, hvaða starfs
aðferðum hún beitir og hváða
ráðum er beitt til þess að fá
fólk í öðrum löndum til þess að
njósna fyrir hana.
"" Þýtt úr „The Observer"
og öðrum heimildum.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra, mælti í gær
fyrir stjómarfrumvarpi um sam-
álbyrgð lalainds á Hkskiskipum.
Sagði ráðherra að frumvarp
þetta væri í samhengi við frum
varpið um bátaáibygðarfélög og
væru bæði frumvörpin samin á
vegum sjávarútvegsmálaráðu-
neytisins af Jóni Erlingi Þorláks
syni tryggingafræðingL Rakti
ráðherra síðan meginibreytingar
þær frá gildandi lögum sem
frumvairpið gerir ráð fyrir, en
þær eru þessar: í stjórn Sam-
á'byrgðarinnar sku-li vera fimm
menn og skipar ráðherra þrjá
þeirra, einn verður án tilnefn-
ingar, og tveir verða eftir til-
nefningu Landssamibands ís-
lenzkra útvegsmanna. Gert er
ráð fyrix að ákvæði núgildandi
laga um ábyrgð ríkissjóðs á
skuldlbimdinguim Samábyrgðar-
innar verði fellt niður og nýtt
ákvæði er sett verður á um að
Samábyrgðin skuli eigi sjaldnar
en þriðja hvert ár boða til fund-
ar með fulltrúum frá bátaábyrgð
arfélögum þeim, sem endiur-
tryggja hjá Samáibyrgðinni.
Lúðvík Jósefsson (K) taldi að
hér væri um veruLega breytingu
frá gildandi lögum að ræða. í
fyrirkomulagi bátaútvegsins
hefði ríkt ófremdarástand og
óeðlilegur seinagangur hefði orð
ið á endurskoðun laganna um
Samábyrgðina. Þegar svo að
henni kæmi færi hún fram á
þann veg, að einn fulltrúi í sjáv-
arútvegsmálaráðneytinu semdi
lagafrumvarp og virtist svo sem
aðrir hefðu ekki komið þar að.
Að minnsta kosti hefði það ekki
verið borið undir bátaábyrgðar-
félögin í landshlutunu'm. Halda
mætti að Landssamlband ísL Út-
vegsmanna stæði að iþessu frum-
varpL en sannleikurimn væri sá,
að mikill ágreinngur væri með-
al útgerðarmanna um þessi mál
og hefði ályktun sú er L.Í.Ú.
hefði sent frá sér verið sam-
þykkt eftir miklar og harðar
deilur. Með frumvarpinu væri
gert ráð fyrir að allir fiskibátar
upp að 400 rú'mlestum að stærð
væru skyldutryggðir hjá báta-
ábyrgðarfélögunum og Samá-
byrgðinnb en áður hetfðu það
aðeins verið skip upp að 100 rúm
lesta stærð. Erfitit væri fyrir út-
vegsmenn að kaupa sér skip að
stærri gerð og hefðu trygging-
arfélögin orðið til þess að hlaupa
undir bagga með þeirn.
Jón Skaftason (F) mælti I
gær fyrir frumvarpi því er hann
flytur um breytingu á vegalög-
um. Sagði hann að sem stæði
hefði samgöngumálaráðherra
ótakmarkaða heimild til að
leggja tolla á vegi eða brýr. Ráð
herra hefði í fyrsta sinn beitt
þessari heimild sinni við opn-
un Reykjanesbrautar og teldu
flestir að það gjald er hann
hefði ákveðið væri óhóflega
hátt. Óheppilegt væri að fá ráð-
herra svo mikið vald sem væri
heimilað með ákvæðum vega-
laganna. Ekki væri óeðlilegt, að
Alþingi hefði eitthvað um það
að segja hvað
skattur þessi
væri hár og hve
lengi hann ætti
að standa. Þá
hefði það verið
nauðsynlegt
fyrir ráðherra
að birta opin-
berlega hvaða
stefnu hann
ætlaði sér að taka upp varðandi
skattheimtu af vegum, áður en
til hennar kom.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra, sagði að vissu-
lega væri það á valdi Alþingis
hvort ráðherra hefði heimild til
þess að ákveða skattlagningu
vega. Upphæð skattsins af
Reykjanesbraut væri að flestra
dómi sanngjöm, Og eigendur
minni bíla borguðu það ánægðir
fyrir að aka betri veg. Lands-
samband vörubifreiðastjóra hefði
hinsvegar mótmælt upphæð
skattsins og hefðu sent greinar-
gerð máli sínu til stuðnings og
yrði hún tekin til athugunar og
leiðréttingar ef sannanir fengj-
ust fyrir því að þeirra væri þörf.
Sem stæði væri R.eykjanes-
brautin eini vegurinn sem til
mála kæmi að leggja slíkan
skatt á, en þegar búið væri að
leggja aðra hliðstæða vegi yrði
að taka tillit til aðstæðna áður
en til skattheimtu kæmi.
Mikill sparnaður væri að
aka nýja veginn og kæmi^ það
fram í varahlutum, sliti á bílum,
benzíni og auk þess hefði leiðin
stytzt um 3 km og mundi af
því leiða tímasparnaður. Varð-
andi það atriði í ræðu Jóns
Skaftasonar að ósanngjarnt
væri að gefa mönnum ekki kost
á því að aka gamla veginn, og
sleppa þannig við skattinn,
sagði ráðherra að slikt væri
ekki hægt, nema því aðeins að
verja árlega fjárhæð sem mill-
jónum skipti til viðhalds hans.
Jón Skaftason tók aftur til
máls og kvaðst vilja undirstrika
það sem hann hefði áður sagt, að
ráðherra hefði átt að setja al-
mennar reglur um skattheimtu
af hraðbrautum og tilkynna þær
almenningi áður en innheimta
skatts af Reykjanesbrautinni
kom til framkvæmda.
Er vegalögin hefðu á sínum
tíma verið til umræðu á Alþingi
hefði ráðherra gefið það í skyn
að upphæð skatts er lagður yrði
á vegi mundi verða stillt í hóf
og hefði hann lýst því yfir í
sambandi við Reykjanesbrautina
að upphæð sú er þar kæmi inn
yrði helzt það mikil að hún
næði til að greiða vexti af lán-
unum. En nú væri upphæðin
það há, að hún næði til þess
að greiða öll lán af veginum á
15 árum. Þá mætti benda á það,
að ráðherra hefði lofað því að
gamla veginum yrði við haldið,
þrátt fyrir tilkömu nýja vegar-
ins. Þá kvaðst þingmaðurinn
vilja spurja ráðherra að því, við
hvaða aðila á Suðurnesjum hefði
verið samið um upphæð skatts-
ins.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra sagði að ekki
hefði verið samið við neinn um
gjaldið, en rætt hefði verið við
marga. Það hefði verið fyrir-
fram ákveðið að nota þetta mál
til pólitísks ávinnings og hefði
jafnt verið reynt þótt gjaldið
hefði verið lægra. Fé það er inn
kæmi í skattheimtu næði hvergi
til þess að greiða vexti af þeim
lánum sem tekin hefðu verið,
sem sæist bezt á því að vegur-
inn kostaði 270 milljónir króna
og um 90% af því væri lán.
Tekjur væri hinsvegar áætlaðar
12—14 milljónir kr. fyrsta árið
og kæmi þar til frádráttar kostn
aður við innheimtu. (Með mál-
flutningi sínum virtist Jón
Skaftason gera ráð fyrir því að
hann sæti lengi yfir vegamál-
um). Ráðherra sagðist að lokum
vilja undirstrika að það hlyti
að verða metið eftir aðstæðum
hverju sinni hvort tolla ætti
hraðbrautir eða ekki og væri
ekki tímabært að taka ákvörð-
un um það nú.
Taka verður tillit til aðstæðna
hverju sinni við álagningu vega-
tolls.
IMý mál
í GÆR var lögð fram þings-
ályktunartillaga frá þingmönn-
um Norðurlandskjördæmis
eystra um stofnun garðyrkju-
skóla á Akureyri eða í grennd.
Einnig var lögð fram þings-
ályktunartillaga frá þingmönn-
um Norðurlandskjördæmis
eystra um stofnun garðyrkju-
skóla á Akureyri eða í grennd.
Einnig var lögð fram svohljóð
andi þingsályktunartillaga frá
Ólafi Jóhannessyni og Þórarni
Þórarinssyni:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að setja reglur um
það, með hverjum hætti fuiltrú-
ar íslands á þjóðaráðstefnum
gefi Alþingi skýrslu um störf og
ályktanir á þeim fundum, er
þeir sækja, eða að láta, ef þörf
krefur, undirbúa löggjöf um þvl
líkar skýrslugjafir.
Þá var lögð fram breytingar-
tillaga frá Halldóri E. Sigurðs-
syni við fuglafriðunarlögin. Er
hún þess efnis að fuglaveiðar á
afréttum utan landareigna lög-
býla séu háðar leyfum sveita-
stjórna eða upprekstrarfélaga,
sem afréttirnar eiga eða nota.
Fyrirspurnir hafa verið lagð-
ar fram til samgöngumálaráð-
herra um sjálfvirkar símstöðvar
í Gullbringu og Kjósarsýslu frá
Matthíasi Á Mathiesen og ríkis-
stjórnarinnar um Lánasjóð sveit
arfélaga frá Karli Kristjánssyni
og Halldóri E. Sigurðssyni.
Kominn á þing
Karl Guðjónsson kennari tek-
ur nú sæti á
Alþingi í for-
föllum Ragnara
Arnalds. Var
kjörbréf hans
athugað 1 gær,
en að því loknu
bauð forsetl
Sameinaðs Al-
þingis Kárl vel-
kominn til þing
starfa.
-------- J
IVIáiverkasýning
Helga Berg-
manns
framlengd
SÝNING á málverkum eftir
Helga Bergmann listmálara sem
er í málverkasölunni að Týsgötu
3, hefur verið mjög vel sótt og
nokkrar myndir selzt. Vegna
áskorana verður sýningunni
haldið áfram til næstkomandi
föstudagskvölds. — Aðgangur
I ókeypis.