Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. nóv. 1965 Hér heldur Edward Cranks- haw áfram sögu sinni af deil- um Bússa og Kínverja vegna Vietnam-málsins, sem frétt er um á forsíðu hlaðsins í dag. í bréfi Kinverja, sem stílað er til sovézka kommúnista- flokksins og ríkisstjórnar Sovét ríkjanna, segir fyrst að með- tekið hafi verið bréf Rússa en síðan segir: „Miðstjórn kínverska komm- únistaflokksins og kínverska ríkisstjórnin voru ósamþykk til- lögum ykkar frá 3. apríl sl. um að haldinn skyldi fundur æðstu manna Vietnams, Kína og Sovét ríkjanna. Þetta er eðlilegt fyrir bæri í samskiptum bræðra- flokka. Þó veitið þið okkur þungar ákúrur í bréfi ykkar dags. 17. apríl sl. og gangið meira að segja svo langt að bera á okkur þær sakir að við „hvetjum til yfirgangs“. Hvar er af þessu að merkja sjólfstæði og jafnrétti í sam- skiptum bræðraflokka? Hvað er þetta annað en hegðan ráð- ríks ættföðurlegs „föður- flokks?“ í bréfi ykkar segið þið: „Sú staðreynd, að ef sýnt væri fram á einingu allra sósíaliskra landa og þá ekki sízt einingu og samstöðu Sovétríkjanna og Kína . . . yrði það mikilvægur stuðningur við alþýðulýðveldið Vietnam og myndi lækka rost- ann í hinum bandarísku hern- aðarsinnum“. Á sama tíma og bandarískir heimsveldissinnar varpa sprengjum-sínum í gríð og erg á alþýðulýðveldið Vietnam, ætti það að vera semeiginlegt markmið allra sósíaliskra landa að stemma stigu við þessari ásókn hinna bandarísku heims- veldissinna. Aðgerðir ykkar í Vietnam-málinu sýna, að af- staða ykkar til þess er í algerri andstöðu við afstöðu þá sem flokkur er starfar á anda Marx og Lenins ætti að taka. Árás á Kosygin. í janúar i ár lýstu bandarísk yfirvöld þeirri von sinni, að stjórn Sovétríkjanna beitti á- hrifum sínum til þess að fá stjórn alþýðulýðveldisins Viet- nam til þess að ganga að eftir- farandi tveimur skilyrðum: 1. að hætta öllum stuðningi við suðurhluta landsins og þá fyrst ©g fremst að hætta að sjá sunn anmönnum fyrir vopnum; 2. að hætta árásum á borgir í suð- urhlutanum. ' Því fór fjarri, að þið létuð í ljós neina andúð á þessum frá- leitu skilyrðum bandarískra yfirvalda, heldur tókuð þið að ykkur að koma skilaboðum þeirra áleiðis til félaga okkar í Vietnam. Þetta sýnir og sannar að þið unnuð í samræmi við þarfir hinna bandarísku heims- veldissinna." í bréfi Kínverja er Kosygin næst tekinn til bæna og hann víttur harðlega fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við að komast úr klípunni. „Félagi Kosygin lagði á það áherzlu (er hann kom í heim- sókn til Peking í febrúar), að nauðsyn bæri til að aðstoða Bandaríkjamenn við að „finna færa leið út úr ógöngunum í Vietnam“. Við bentum þá á, að þar sem hinir bandarísku heims veldissinnar væru þá að síauka árásir sínar á Vietnam og of- beldi þar væri þetta ekki rétti tíminn til þess að setjast að samningum .... Félagi Kosyg- in lézt samþykkur þessum skoð unum okkar þá og fullyrti, að hin nýja stjórn Sovétríkjanna myndi ekki hafa nein hrossa- kaup um málið við aðra aðila. En þegar er félagi Kosygin var kominn heim til Moskvu genguð þið á bak orða ykkar og gerðust virkir aðilar að al- þjóðlegu makki um „friðarum- leitanir“ án vitundar Vietnam og Kína eða samráði við þau. „Samvinna". Daginn eftir heimkomu fé laga Kosygins til Moskvu, 16. febrúar, lagði Sovétstjórnin opinberlega fram fyrir Vietnam og Kína tillöguna um, að köll- uð skyldi saman alþjóðleg ráð stefna um Indókína, sem var í raun réttri ekki annað en þjónkun við „skilyrðislausa samningagerð". Síðan eru raktar í smáatrið- um ásakanirnar á hendur Rúss- um um samvinnu við vestur- veldin og dagasetning þar all- athyglisverð. Þar segir svo: „Þið létuð ykkur engu skipta afstöðu Vietnamstjórnar til til- lögunnar sem áður sagði og biðuð ekki svars kínversku stjórnarinnar heldur rædduð þið við forseta Frakklands 23. febrúar um hvort kalla bæri saman alþjóðlega ráðstefnu (um Vietnam) án þess að nokk ur skilyrði væru fram sett áður. Réttum mánuði síðar kom svo Johnson (Bandaríkjafor- seti) fram með sínar sviknu „skilyrðislausu viðræður“. Er það þá ekki hverjum manni ljóst, hverra erinda þið genguð er þið báruð fram tillöguna um alþjóðlega ráðstefnu án þess nokkur skilyrði væru sett fyrir fram? Þegar stjórn alþýðulýðveldis ins Vietnam hafði svo hafnað tillögu Johnsons, gáfuð þið op- inberlega í skyn að samninga- viðræður gætu hafizt ef Banda- ríkin aðeins létu af loftárásum sínum á Norður-Vietnam. Þið tilkynntuð það mörgum bræðraflokkum að þið væruð fylgjandi samningaviðræðum við Bandaríkin með því skil- yrði að þau hættu loftárásum sínum á Norður-Vietnam. Yfirgangur Bandaríkjanna. Þessar „samningaviðræður að settum skilyrðum“ og hinar fyrri „skilyrðislausu samninga- viðræður" eru af sama toga spunnar . . . að hætta loftárás- unum og setjast að samningum — þetta er nákvæmlega það sem bandarískir heimsveldis- sinnar hafa lagt á sig mikið en árangurslaust erfiði til þess að koma á . . . Er það ekki Ijóst mál, að hugmyndir ykkar voru nátengdar stríðs-þvingunum bandarísku árásaraðilanna? . . Þið haldið enn fram stefn- unni um samvinnu Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna með alheimsyfirráð fyrir augum.“ Eftir þessa kveðju, snúa Kín- verjar sér að því að lýsa hinni ólastanlegu afstöðu þeirra sjálfra: „Það sem hér að ofan segir, sýnir að þið gerið allt sem þið megnið til þess að finna ein- hverja leið út úr erfiðleikum þeim sem bandarísku árásar- seggirnir hafa flækt sig inn í. Ef við lýstum yfir samstöðu við ykkur myndi það þá ekki þýða að við fylgdum ykkur að mál- um og sæktumst eftir vináttu og samvinnu við hina banda- rísku árásaraðila um að gera Vietnam-málið að aukaatriði einu í samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um heimsyfir ráð? Nei, við munum aldrei gera slíkt eða þvílíkt. Kinverski kommúnistaflokk- urinn hefur gert það sem hann hefur mátt til þess að veita virka aðstoð baráttu viet- nömsku þjóðarinnar fyrir sjálf stæði sínu gegn bandarískum yfirgangi. Andstætt ykkur þyk ir okkur slík aðstoð ekki gefa tilefni til að hælast um vegna hennar. Um þakklætið er það að segja, að það erum við sem ættum að vera vietnömsku þjóð inni þakklátir fyrir þá aðstoð sem hún veitir okkur.“ Síðan víkur bréfið að öðru og rekur í smáatriðum aðstoð Rússa við Vietnam eins og hún kemur Kínverjum fyrir sjónir og gefur góða hugmynd um hversu mikil afskipti Sovét- ríkjanna eru af Vietnam, hverj um takmörkunum þau væru háð og hver er tilgangur þeirra — og einnig um hindranir Kín- verja. Vopn til Vietnam. „Nú þegar vietnamska þjóð- in vinnur sigur á sigur ofan í baráttu sinni gegn yfirgangi Bandaríkjanna, hafið þið veitt þeim ýverið nokkra aðstoð . . . en aðstoð ykkar er að magni og gæðum fjarri því að samsvara styrkleika lands ykkar. Þið viðurkennduð engan veg- inn mistök ykkar, heldur sögð- uð að fyrir okkur vekti „að taka okkur dómarahlutverk í gagnkvæmum samskiptum sósíalisku landanna". Er mönn- um frá fyrirmunað að gagnrýna mistök ykkar? Telst. það „að taka sér dómaravald“ ef það leyfir sér slíkt? Þetta sýnir að- eins fram á hversú rótgróin stórveldis-þröngsýni ræður gerð um ykkar. í bréfi ykkar segir ennfrem- ur: „Og ef tafir hafa verið á af hendingu sovézkra hergagna . . þá var það ekki, eins og ykkur er mætavel kunnugt, Sovétríkj unum að kenna“. Það hlýtur þá, að því er þið gefið í skyn, að vera sök Kína og satt er það, að langt er síðan þið létuð þá lygi út ganga um heimsbyggðina að Kína hefði hindrað flutning sovézkra her- gagna til Vietnam. En lygar eru ekki til lang- ferða og sannleikurinn er sá að við flytjum án tafar til Viet- nam öll sovézk hergögn sem Vietnam þarfnast. . . Annaff bjó aff baki. Næst segir frá því í bréfi Kín verja, hvernig Rússar reyndu án þess að gera meira úr stríð- inu í Suður-Vietnam en orðið var, að flytja herlið inn í Norð- ur- Vietnam og koma sér upp flugstöð í Kína til þess að tryggja varnirnar í norðri gegn innrás Bandaríkjamanna — á- form, sem Kínverjar lögðust gegn, af ástæðum þeim er hér greinir: „Það er rétt að benda á það líka, að . . . þið vilduð senda suður um Kína 4.000 manna reglulegt herlið, sem staðsetja átti í Vietnam án þess að leita fyrst samþykkis landstjórnar- innar, Með það að yfirvarpi að þið vilduð verja lofthelgi Vietnam vilduð þið líka fá afnot af og umráð yfir einum eða tveim flugvöllum í suð-vestur Kína og hafa þar fimm hundruð manna sovézkt herlið. Þið vilduð líka opna loftbrú yfir Kína og láta heimila sov- ézkum flugvélum þau forrétt- indi að mega fara frjálsar ferða sinna yfir kínverskt land svæði. Með tilliti til þessara aðgerða ykkar og leynimakks við banda ríska heimsveldissinna þykir okkur full ástæða til að ætla, að eitthvað annað búi að baki til- boðum ykkar um aðstoð. í sannleika sagt, treystum við ykkur ekki. Við og önnur bræðralönd höfum fengið af því dýrkeypta reynslu hér áð- ur fyrr, hvernig Krúsjeff og hans menn höfðu eftirlit með hlutunum undir yfirskini að- stoðar. Þennan sama leik eruð þið nú að leika í Vietnam en hafið hálfu minni líkur til þess að nokkuð gagni. Kína er ekki lén Sovétríkjanna. Við sættum okkur ekki sjálfir við eftirlit ykkar og viljum heldur ekki aðstoða ykkur við að hafa eftir lit með öðrum“. Þegar opnaður hefur verið þessi gluggi að málum þeim og aðgerðum, sem mest leynd hef ur hvílt yfir til þessa, aðgerð- um, sem varpa Ijósi á margt sem áður var hulin ráðgáta, vinda bréfritarar sér í beinar skammir og óhróður sem þoða síðustu árásir Kínverja og Albana á leiðtoga Sovétríkj- anna nú (sem borið er á brýn að þeir séu „undirförulli og djöfullegri en Krúsjeff. Lýðs- skrum, kaldhæðni, hræsni og kamelljónum-líkur hæfileiki til að breyta lit eru nú helztu baráttuaðferðir í undirferli þeirra og fláttskap) og segja svo: * „Margar staðreyndir og hver Maos Tse Tung, leifftogi kínverskra kommúnista. annarri tengdar neyða okkur til að álykta, að í Vietnam- málinu beitið þið bræðralönd ykkar stórveldis-þröngsýni, reynið að ná á þeim tökum á sviði hermála og beita þeim síðan fyrir ykkur í samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna um heimsyfirráð. Tillaga ykkar 3. apríl um fund æðstu manna Vietnam, Kína og Sovét ríkjanna var mikilvægt spor í þá átt . . . þið ætluðu að ginna okkur í gildruna með slíkum fundi, svo þið gætuð síðan tal- að fyrir munn Vietnams og Kína á alþjóðavettvangi og styrkt aðstöðu ykkar í leyni- makkinu við bandaríska heims veldissinna á stjórnmálasvið- inu. Útbreiffsla lyga. Þið talið fjálgir um samein- aðar aðgerðir. Hverju sætir það þá, að þið skulið ekki láta af andúð ykkar gegn bræðraland- inu Albaníu? Þið talið frjálgir um samein- aða aðgerðir. Hverju sætir það þá, að þið skuluð halda uppi byltingaráróðri og stuðla að sundrung innan japanska komm únistaflokksins samkvæmt leynimakki við bandaríska heimsveldissinna og japanska afturhaldsseggi? Þið talið fjálgir um samein- aðar aðgerðir. Hverju sætir það þá, að þið skulið í sífellu dreifa and-kínverskum áróðri og út- breiða óhróður um Kína og hreinar lygar meðal bræðra- lagsflokkanna og í alþjóðleg- um lýðræðislegum samtökum og án afláts standa í leynilegu Framh. á bls. 31 Alexei Kosygin, forsætisráðh erra Sovétríkjanna við komuna til Hanoi í febrúar sl. Með honum á myndinni er forsætisráðherra Norður Vietnam Pham Van Dong. segja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.