Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 5
MWvikudagur 17. nóv. 1965
MORGU N BLADID
5
Átökin / Alabama
TÍMINN hefur nýlega gefið í skyn á mjög frumlegan og
skemmtilegan hátt, í sambandi við óeirðirnar, sem urðu
hér á dögunum, að Viðreisnarstjórnin hér eigi hlut að
kynjþáttaóeirðunum í Ameríku, einkunj þó í Alaibama.
Nú hefnr Tíminn tekið af
öll tvímæli um það.
(og Tíminn er, sem allir vita,
ósköp vandað blað),
að Viðreisnin sé voðaleg,
með vægum orðum sagt.
Enda hafi hún aldrei nema
illt til mála lagt.
Og enn sé hún við heygarshórnið sama,
eins og sanni átökin
í Alabama.
Keli.
©KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
KVÖLDÞJÓNUSTA
VERZLANA
Vikan 15. nóv. til 19. nóv.
Drifandi, Samtúni 12. Kiddabúð,
Njálsgötu 64. Kostatkjör s.f., Skipholti
37. Verzlunin Alda, Öldugötu 29. Bú-
staðabúðin, HólmgaHíi 34. Hagabúðin,
Hjarðarhaga 47. Verzlunin Réttarholt,
Réttarholtsvegi 1. Sunnubúðin, Máva-
hlíð 26. Verzlunin Búrið, Hjallavegi
15. Kjörbúðin, Laugavegi 32. Mýrar-
búðin, Mánagötu 18. Eyþórsbúð, Bald-
ursgötu 11. Holtsbúðin, Skipasundi 51.
Silli og Valdi, Freyjugötu 1. Verzlun
Einars G. Bjarnasonar, v/Breiðholts-
veg. Vogaver, Gnoðarvogi 44—46.
Verzlunin Ásbúð, Selási. Krónan, Vest
urgötu 35. Austurver h.f., Fálkagötu 2.
Kron, Skólavörðustíg 12.
GAIVIALT og gott
Tölumet við betur
tökum ráð saman:
hrís að bíta,
í hraun að fara,
FRETTIR
Kristileg samkoma verður í sam-
komusa'Inum Mjóuhlíð 16 í kvöld kl.
6. Allt fólk hjartanlega velkomið.
Kristniboðssambandið. Á samkom-
Unni í BETANIU í kvöld kl. 8:30
talar Ólafur Ólafsson kristniboði.
Allir velkomnir.
Æskulýðsstarf Nessóknar. Fundur
fyrir pilta, 13—17 ára vérður 1 kvöld
kl. 8:30 1 fundarsal Neskirkju. Opið
hús frá kl. 7:30 Séra Frank M. Hall-
dórsson.
Vatnleysuströnd: Kristileg
samkoma verður í kvöld mið-
ervikudaginn 17. nóv. kl. 8.30 í
barnaskólanum Verið velkomin.
Jón Holm og Helmut Leichsenr-
ing tala.
LjósmæSrafélag íslands. Haldinn
verður skemmtifundur í kaffistofunni
í Kjörgarði fimtmtudaginn 18. nóv. kl.
6:30. Mætið stundvíslega og hafið
með ykkur spi-1. Stjórnin.
Reykvíkingafélagið heldur spila-
fund með happdrætti og kvikmynda-
cýningu að Hótel Borg miðvi'kudag-
inn 17. nóv. kl. 8:30. Fjölmennið og
takið gesti með. Stjófnin,
Mæðrafélagið heldur félagsfund
tfimmtudaginn 18. nóv. kl. 8:30 í Aðal
Btræti 12. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2.
Kjartan Guðnason fulltrúi ræðir lög-
in um Almannatryggingar Sýndar
verða skuggamyndir. Kaffidrykkja.
Konur fjölmennið og takið með
ykkur gesti. Stjórnin.
Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk i
kjallara Laugarneskirkju er hvem
fimmtudag kl. 9—12. Tímapantanir á
miðvikudögum í síma 34544 og á
fimmtudögum frá 9—11 í 34516. Kven
félag Laugarnessóknar.
Frá kvenfélaginu NJARÐVÍK. Basar
inn verður 28. nóv. Vinsamlega skilið
munum til basarnefndar.
Kvenréttindafélag íslands heldur
kynningarfund þriðjudaginn 16. nóv.
é -verfisgötu 21. kl. 8:30. Umræðu-
efni: Konan í atvinnulífi og stjórn-
málum.
Frá Guðspekifélag-inu.
Hátíðafundur í tilefni af 90
ára afmæli félagsins verður hald
inn í húsi félagsins n.k. miðviku
dagskvöld kl. 20:30. Vandað
verður til dagskrár. Félagar eru
beðnir að tilkynna þátttöku
sína í einhvern af eftirtöldum
símum: 15569, 16868, 23611 fyrir
þriðjudagskvöld.
Basar kvenfélagsins Fjólu, Vatns-
leysuströnd verður i Barnaskólanum
sunnudaginn 28. nóv. kl. 4 slðdegis.
Kvenféiag Lágafellssóknar. Fundur
að Hlégarði miðvikudag 17. nóv. kl.
8.30 Félagskonur mætið stundvíslega.
kl. 9.30 samakvöld hefst almennur
fræðslufundur um krabbameinsvarnir.
Jón Oddgeir Jónsson framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur
og Guðmundur Guðmundsson læknir
annast fræðsluna. Allar konur í Mos-
fellssveit og nágrenni velkomnar á
fræðslufundinn. Stjórnin.
Nemendasamband Kvennaskólans f
Reykjavík, heldur bazar miðvikudag-
innn 17. nóv. kl. 2 í Góðtemplara-
húsinu. Vinsamlegast komið munum
til Reginu Birkis, Barmahlíð 45.
Margrétar Sveinsdóttur, Hvassaleiti
101, Körlu Kristjánsdóttur, Hjallavegi
60 og Ástu Björnsdóttur Bergstaðar-
stræti 22.
Kvenfélag ÁspresXakalls heldur
Basar 1. desember kl. 2 e.h. i Lang-
holtsskóla þeir sem vildu gefa muni
snúi sér til: Guðrúnar S. Jónsdóttur,
Hjallaveg 35 sími 32195, Oddnyjar
Waage, Skipasundi 37 sími 35824, Þor-
bjargar Sigurðardóttur, Selvogsgrunni
7 sími 37855 og Stefaníu Önundardótt-
ur, Kleppsveg 52 4. hæð. h.
Skógræktarfélag Mosfellshrepps
heldur bazar að Hlégarði sunnudag-
inn 5. des. Vinsamlegast komið
mununum til stjórnarinnar.
íslenzka — Ameríska félag'ið held
ur skemmtifund í kvöld í Tjarn-
arbúð kl. 8:30. Ávarp, spurninga-
þáttur, kvikmynd, kaffi. Stjórnin.
Vísukorn
Brýnt hefur knör i síðsta sinn
siglt hef ég hinsta spölinn,
feyskinn bátur og föl er kinn
fer nú að styttast dvölin.
St.
ég á mér í húsi
heykorn lítið,
það skal ég finna
þá fjúka er úti,
bíta gras,
þá gott er úti.
Þetta mælti hann
Gymbill hrúti.
Sýnlng í
gtugga Hfbl.
UM þessar mundir sýnir í
glugga Morgunblaðsins Sig-
urður Árnason myndir sínar.
Sigurður er fæddur í Vest-
mannaeyjum 20. september
árið 1925. Sigurður hefur
lengi fengizt við myndlist,
bæði heima og erlendis.
Nokkrar sýningar hefur Sig-
urður haldið, bæði í Bogasaln
um og eins í samsýningum.
Sýning Sigurðar stendur I
eina viku.
í»ú harft að fá hér svona skráargat vinur það er sko allt annað að hitta.
Stúlka
með gagnfræðapróf úr
verzlunardeild, óskar eftir
vinnu við skrifstofustörf
eða í bókabúð. Upplýsing-
ar í síma 37772.
Vanur maður i
vill taka að sér innheimtu.
Sendistarf kemur til
greina. Uppl. í síma 35045
kl. 7—8 e.h.
Til sölu
sófasett — sófi, Z stólar og
sófaborð. Upplýsingar í
sima 37028.
Tvíburakerra
með skerm, og tvíbura-
vagn, til sölu. Sdmi 51513.
Atvinna
Ræstingakona óskast til að þrífa
skrifstofur o. fl.
Nánari upplýsingar í síma 41690.
Utsala — Rýmingarsala
Nælonsokkar, þrenn pör á kr. 45,00.
Verzltmin IMjálsgötu 49
Stúlkur vantar
við pressingu nú þegar.
Sími 17599', Brautarholti 4.
Starfsfólk vantar
í frystihús út á landi. — Fríar ferðir og
húsnæði. — Kauptrygging.
Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar í síma 36455.
Everest Trading Company
Símar 10090 og 10219.
Toyota Corona
Kraftmikil og vönduð bifreið valin af Sunday
Times, sem einn af 5 athyglisverðustu bílum ársins.
Japanska bifreiðasalan
Ármúla 7. — Sími 34470
TÍI sölu
MAN-vörubifreið, teg. 635 L 1.
Vél: 144 h.p. árgerð 1962.
-p
*