Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 17. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Maður dæmir nú oftast fólk eftir því hvernig það kemur fram við mann sjálfan. — Einmitt. En vel á minnzt . . . vitið þér, hvort hann hef- ur nokkum kvenmann.............. sem til dæmis kemur og gerir í stand hjá honum og þesshátt- ar? — Já, ég held hún komi þrisv ar á viku. Við hittumst oft hjá ruslakössunum. — Þér vitið náttúrlega ekki, hvað hún heitir eða hvar hún á heima? —Nei, því miður. Ég reis á fætur og Saimders fór að dæmi minu. Hann gekk að búrinu og skoðaði fuglinn og var næstum búinn að hræða úr honum líftóruna. — Þér hafið hjálpað okkur mikið, frú Bates, sagði ég. Allt sem þér hafið sagt okkur, verð- ur farið með sem trúnaðarmál, skiljið þér. Henni létti sýnilega er hún fylgdi okkur til dyra, og við vorum aftur komnir fram á ganginn og störðum hugsandi á nr. 7, og veltum fyrir okkur, hvort við ættum að reyna aftur við bjölluna. Ég ákvað að hætta ekki á það og við vorum að snú- ast til að fara, þegar frú Bates skaut höfði út 'um dyrnar og hvíslaði: — Hann er nýkominn heim — en hvarf síðan eins og dauðhrædd kanína. Ég skellti hendinni á bjöll- ima hjá David Dane og stóð svo og horfði eins og bjáni á Saunders, en inni í búðinni hóf hundurinn hið venjulega leik- atriði sitt. Mér datt í hug, að það væri hreinasta tímaeyðsla að vera að fara út að ganga með þennan hund, því að David Dane gæti eins vel greitt ein- hverjum nokkra skildinga fyrir að hringja bjöllunni nokkrum sinnum á dag, og þá fengi hund- urinn alla þá hreyfingu, sem hann hefði gott af. Við stóðum þama með mesta sakleysissvip, þegar David Dane kom í ljós. Hann var nú ekkert beinlínis hrifinn af að sjá okkur — svo rnikið var víst. — Ég bjóst við, að þér væruð á ferðinni, fulltrúi. Ég sá bíl- inn fyrir utan. Ég lyfti hattinum kurteislega. — Það er eins og við höfum ónáðað hundinn yðar, sagði ég, enda þótt hann hefði nú senni- lega þegar getið sér þess til. -□ 29 Við gengum allír upp stig- ann, og þegar Snooky gelti fjand samlega að okkur, var honum sagt að þegja, og honum var gefið í skyn, að við værum vin- ir — sem var nú annars hálf- gerð móðgun við sannleikann. Við fengum okkur sæti í þess- ari villimannlegu stofu og þeg- ar Dane hafði komið sér fyrir á legubekk við gluggann, sagðist hann vona, að við hefðum ekki þurft að bíða og við fullviss- uðum hann um, að við hefðum ekki beðið nema tvær mínútur. Saunders hélt tveim höndum um hattinn sinn. Snooky stökk upp til Dane, þefaði ánægjulega af hendinni á honum, hringaði sig upp og sofnaðL — Við höfðum ástæðu til að halda, hr. Dane, að yður hafi ekki komið sem bezt saman við ungfrú Twist. — Hver hefur sagt yður það? — Ungfrú Twist, sagði ég, en það þýddi, að ég ætlaði ekki að fara að segja honum það. — Hann yppti öxlum og bauð okkur venjulega sígarettu, sem við afþökkuðum báðir. — Þetta er ekki nema satt . . . ég var ekkert hrifinn af henni. — Nokkur ástæða? — Hún var mér ekki að skapL — Og samt hittuð þér hana talsvert oft? — Nei, ekki oft. Ég starði lengi á hann þegj- andi. — Hvernig kynntust þér henni fyrst? — Það var sameiginlegur kúnningi, sem kynnti okkur. Ég beið. Hann líka. Ég sagðg þolinmóður: — Væruð þér að ljóstra uþp ríkisleyndarmáli ef þér segðuð mér, hver sá kunningi var? — Jimmy Bernard. — Ég er nú litlu nær fyrir það, Hann brosti með íbyggni, sem fór í taugarnar á mér. — Það var einmitt það, sem ég bjóst við. Enda engin ástæða til að segja yður það. — Hver er Jimmy Bernard? —- Eigandi kaffistofu, sem heit ir Totem og er við Bayswater- veginn. Saunders skrifaði hjá sér. — Hvað er langt síðan? — Ég býst við, að ég hafi þekkt hana í ein tvö ár. — Og var það hrein tilviljun, að þið áttuð heima hvort við hliðina á öðru? Augun litu sem snöggvast und an. — Alls ekki. Það var verið að breyta þessu húsi í leigu- íbúðir, og það var hún, sem sagði mér af því. Ég er búinn að búa hér í rúmt ár. Ég horfði á þurrkaða hausinn í lampagrindinni, — Og hvar bjugguð þér áður? — Við 3ayswaterveginn. — Hafið þér nokkurtíma far- ið til útlanda? — Nokkrum sinnum. HIÍSIVIÆÐtR JÓLIINI INIÁLGAST ÓÐIIM DRAGIÐ EKKI AÐ SENDA Gardínurnar OG Jóladúkana í þvott eða hreinsun VIÐ ÞVOUM Frágangsþvott Blautþvott Stykkiaþvott Vinnuföt Sloppa o.fl.o.fl. SUPA-MATIC HANDKLÆÐA ÞJÓNUSTA ÞURR- HREIIVir M OG PRES8LM FÖTIIM Sækjum hesm og seudum Borgarþvottahúsið M, BORGARTÚNI 3 — SÍMI 10135 3 LÍNUR. — Hafið þér fengið þetta í útlöndum? Hann horfði órólegur á haus- inn, og var sýnilega að velta því fyrir sér hvað ég væri að fara með þessum spurningum. Ég var líka dálítið ringlaður sjálf- ur. — Nei, þetta gaf einn kunn- ingi minn mér. Finnst yður það ekki skrítið? — Jú* sprenghlægilegt, svar- aði ég ólundarlega. — Mig hefur einmitt alltaf langað að eiga svona. Þér vitið, að þetta varðar við lög, er ekki svo? Hann leit niður fyrir sig. — Það skyldi ekki koma mér á ó- vart. í þessu bölvaða landi varða allir skapaðir hlutir við lög. — Eins og til dæmis mariju- ana, sagði ég. Augun litu á mig aftur: — Marijuana? — Já, það voru mín orð. Og þér skuluð muna það hr. Dane. Ég lofaði honum að melta þetta stundarkorn, áður en ég bætti við: — Má ég skoða handlegg- inn á yður? Honum varð hverft við. — Handlegginn? Til hvers það? — Bara til að svala forvitni lögreglumanns. — Hvað eigið þér við? Reiði hans fór sýnilega vaxandi, og föla andlitið fölnaði enn meir. — Yður væri nú ráðlegt að gera eins og ég bið yður. Það gæti sparað yður mikið ómak síðar meir. — Hann stóð önugur upp, fór úr skinnjakkanum, og spurði stuttaralega: — Hvorn handlegg inn? — Báða. Hann bretti upp erminni á silkiskyrtunni og beraði sléttan handlegg. Ég athugaði hann vandlega og síðan hinn, en hann stóð á meðan, eins og píslarvott ur á svipinn. — Þakka yður fyrir, hr. Dane sagði ég og sleppti hægri handleggnum. — Ég er yður mjög þakklátur. Hann setti upp hæðnisvip. — Þér hafið vonandi fundið það, sem þér voruð að leita að? Ég horfði fast á hann. — Til allrar hamingju fyrir yður, fann ég það ekki. En það líður allt af stundarkörn á milli þess, að snaran er komin um hálsinn þangað til stólnum er sparkað burt. Mér fannst þetta vel að orði komizt, en hann horfði bara á mig skilningslaus. Saunders skildi heldur ekkg hvað þetta átti að þýða. Dane leit laumulega á arm- bandsúr sitt. — Erum við að tefja fyrir yður? — Nei. ég var bara að athuga, hvort við hefðum tíma til að fá okkur eitt glas — annað var það ekki. Má bjóða ykkur það? Við afþökkuðum það, en hann ákvað að fá sér hressingu sjálf- ur og gekk að einhverjum skáp úr krómi og gleri og fór að glamra eitthvað í flöskum og glösum. — Fannst yður, hr. Dane, að ungfrú Twist væri við góða heilsu í seinni tíð? — Eigið þér vð, hvort hún hafi verið veik? — Já, ég átti við það. — Ég gat ekki betur séð en hún væri við fulla heilsu; kannski stundum dálítið dauf í dálkinn, en erum við það ekki öll, ef út í það er farið? Stund- um í góðu skapi en hitt veifið í vondu skapi. — Haldið þér, að hún hafi beitt einhverjum ráðum til að komast í gott skap? — Hvernig það? — Með eiturlyfjum til dæmis. Hann bar glas með einhverjum ljótum vökva í að sætinu sínu við gluggann, og smakkaði á þvi með svip þess, sem þekkir drykki. — Eiturlyf? Hann setti upp umburðarlyndisbros. — Hér í Futney! — Ef Putney er nógu heilsu- samlegt fyrir morð, fæ ég ekki skilið hversvegna þar ætti ekki einnig að vera einhver smá- krókur fyrir eiturlyf. En látið þér nú ekki svona. hr. Dane, þér vitið mætavel, að hún var í eiturlyfjum. Það eina, sem ég er hissa á, er, að þér skylduð ekki fara að dæmi hennar, eða gaf kannski yðar eigin hófsemi yður einskonar vald yfir henni? Hann saup á drykknum. — Ég vildi bara að ég vissi, hvað þér eruð að fara, herra fulltrúg sagði hann með súru brosi. — Hvað segið þér um smá- fjárkúgun, til dæmis? — Svei mér ef þér eruð ekki eins og þessar barnalegu sjón- varpsmyndir, sem ég neyðist til að leika í. Ég er leikari og vinn mér nægilegt inn handa sjálf. um mér. án þess að þurfa að grípa til fjárkúgunar. Ef hún hefur neytt eiturlyfja, er ’ það hennar mál og til hvers ætti ég að reyna að fara að hindra hana? SÚPUR S E ITOLSK GRÆNMETISSÚPA GRÆNMETISSÚPA BAUNASÚPA TÓMATSÚPA M S E G J Á SPERGILSÚPA VORSÚPA KJÖTSÚPA FISKISÚ PA SVEPPASÚPA PÚRRUSÚPA ÁVAXT ASÚPA SVESKJUSÚPA APRIKÓSUSÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.