Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17 nóv. 1965
NJÓSNARI
SOVET
Þættir úr bók russneska ofurstans, Penkovskys
HINN 11. maí 1963 var 44 ára gamall sovézkur li'ðsforingi, Oleg
Penkovsky dæindur til dauða fyrir landráð. Gerðist þetta í litl-
um og yfirfullum réttarsal í hæstarétti í Moskvu, og var brezkur
kaupmaður, Greviile Wynne um leið dæmdur í langa fangelsis-
vist. Fyrir skömmu létu Sovétríkin Wynne af hendi fyrir
rússneskan njósnara í Englandi. Með því er málinu lokið. En á
bak við þessar staðreyndir leynist ef til vill mikilvægasta njósna
saga áranr.a eftir síðustu heimsstyrjöld.
Penkovsky, sem komizt hafði til hárra metorða innan Sovét-
ríkjanna komst að þeirri niðurstöðu 1960, að kommúnisminn
væri illur og blekking ein, og að valdamenn Sovétríkanna væru
að draga heiminn út í kjarnorkustyrjöld. Hann sá enga aðra leið
en að aðvara vesturveldin. Tilraun, sem hann gerði til þess að
komast í samband við bandarísku leyniþjónustuna, var samt
sem áður vísáð á bug. Það var Bretinn Greville Wynne, sem kom
á sambandi við Penkovsky, sem leiddi til þess að hinn síðar-
nefndi á tímabilinu frá því í apríl 1961 til ágúst 1962 sendi
margar þúsundir leynilegra skýrslna út úr Sovétríkjunum til
Bandaríkjanna og Bretlands. Þetta voru njósnir, sem vart áttu
sína líka. Penkovsky var háttsettur liðsforingi í herforingjaráð-
Inu og fyrrverandi aðstoðarmaður hershöfðingja nokkurs í eld-
flaugnadeild hersins. Hann var á meðal æðstu manna leyniþjón-
ustu hersins og hann hafði sökum menntunar stöðu og kvon-
fangs — hann var kvæntur dóttur hershöfðingja — aðgang að
innra hringnum í Kreml og hinum mikilvægustu leyndarmálum.
Hann var einn hinna fáu, sem trúnaður var sýndur. Upplýs-
ingar hans voru því svo mikilvægar, áð þær réðu úrslitum fyrir
stjórn Kennedys í Berlínardeilunni og Kúbudeilunni. Frásögn
Penkovskys sjálfs af þessu, sem hann skrifaði á kvöldin og
nóttirmi í hinni litlu íbúð sinni í Moskvu, var send með leynd
frá Rússlandi. Hún skýrir sig sj álf. Innihald hennar er aðvörun
heimsins.^Morgunblaðið mun á næstunni birta nokkrar greinar,
þar sem JFsýrt verður frá Penkovsky og njósnastarfsemi hans.
Aðdragandinn
oð sinnaskiptum
Pankovskys
Nafn mitt er Oleg Vladimiro-
vich Penkovsky. Ég fæddist h.
23. apríl 1919 í bænum Ordz-
honikidze ýáður Vladikavaz) í
Kákásus. Ég er rússneskur að
þjóðerni, liðsforingi í leyniþjón
ustu hersins og ofursti að tign.
Ég hef verið meðlimur í komm-
únistaflokki Sovétríkjanna frá
því í marz 1940. Ég er kvæntur.
Ég sé fyrir konu minni, dóttur
(hin dóttir Penkovskys fæddist
h. 6. febr. 1962) og mó'ður
minni. Ég hef aldrei verið
ákærður fyrir glæpsamleg eða
pólitísk afbrot. Mér hafa verið
veitt 13 heiðursmerki ríkLs-
stjórnarinnar, þ. e. 5 orður og
8 heiðurspeningar. Ég bý í
Moskvuborg, nr. 36 við götu þá,
sem ber nafnið Maxim Gorki
Stíflan, íbúð nr. 59.
Ég byrja á eftirfarandi minn-
isgreinum til þess að skýra frá
hugsunum mínum um það þjóð-
félagskerfi, sem ég lifi í og upp-
reisn minni gegn þess.u kerfi.
Það er ósk mín, að fólk á
Vesturlöndum muni lesa það,
sem ég segi frá, því að þáð get-
ur lært mikið af minní reynslu.
Ég get flett ofan af mistökum
og sviksemi Krúsjeffs með því
að skýra frá staðreyndum og
koma með dæmi. Ég veit meir
en flestir um áform hans og
stefnu. Ég geri mér fullkomlega
ljóst, hvað það er, sem ég_ er að
taka mér fyrir hendur. Ég fer
fram á, að þér trúið á einlægan
vilja minn til þess að berjast
heiðarlega fyrir friðnum.
Ég hef reynt áð skrifa hug-
leiðingar mínai niður í réttri
röð hvað tíma snertir, en ég
verð að biðjast afsökunar fyrir-
fram á forminu. Ég verð að
skrifa hratt .... Ég get ekkj
skrifað allt, sem ég veit og finn,
einfaldlega sökum skorts á tíma
og rúmi. Þegar ég skrifa heima
hjá mér, trufla ég svefn fjöl-
skyldu mxnnar (íbúð okkar er
aðeins tvö herbergi) og að
skrifa á ritvél hefur hávaða í
för með sér. í vinnutímanum
er ég alltaf svo önnum kafinn
og er á stöðugum hlaupum á
milii sendinefnda, sem eru í
heimsókn, og aðalstöðva leyni-
þjónustu hersins og skrifstofu
minnar. Á kvöldin á ég yfir-
leitt annríkt og er það í sam-
bandi vi'ð starf mitt. Þegar ég
heimsæki vini mína upp í svei;
er það verra. Einn eða annar
kann þá að spyrja hvenær sem
er, hvað ég sé að gera. Hér
heima hef ég að minnsta kosti
felustað í skrifborði mínu. Fjö!
skylda mín myndi ekki fnnn?
það, enda þótt hún vissi, áð þaf
væri þar. Og hún veit ekkert
Þetta er einmanaleg barátta
Þar sem' ég sit í íbúð minni í
Moskvu og festi á blað hugsanir
mínar og athuganir, get ég að-
eins vonað, að það fólk, sem
þær kunna að falla í hendur,
muni telja þær athyglisverðar
og nota þær vegna þess sann-
leika, sem þar er a’ð finna.
Við skulum fyrst líta á hin
„persónulegu einkennismerki"
mín eins og sagt er í flokki okk-
ar.
Penkovskx skýrir síðan frá
stöðu sinni, starfsheiti því, sem
hann gekk undir, menntun
sinni, herþjónustu, stöðu í
flokknum og heiðursmerkjum.
Þar kemur fram, að hann hefur
hlotið mjög nákvæma þjálfun
á sviði hernaðar og njósna og að
hann var árum saman starfs-
maður hjá GRU, leyniþjónustu
sovézka hersins Að lokum segir
Penkovsky þar um sjálfan sig:
Ég fæddist, þegar borgara-
styrjöldin var í hámarki, en
faðir minn féll í henni. Móðir
mín skýrði mér frá því, að hann
hefði séð mig í fyrsta og síð-
asta skiptið, þegar ég var að-
eins fjögurra mánaða gamall.
Faðir minn var hermaður í
Hvíta hernum. Hann barðist
gegn byltingarmönnum. f raun
og veru hef ég aldrei itt föður,
myr.du kommúnistar segja. Ég
er enn þá sannfærður um, að
þeir viti ekki allan sannleikann
um hann. Ef KGB (hin pólitíska
leynilögregla ríkisins-) hefði
vitað allan tímann, að hann
hefði verið í Hvíta hernum
(enda þótt ég hefði ekki verið
aðeins nokkurra mánaða gam-
all þá) hefðu allar dyr verið lok
aðar fyrir mig til þess að verða
liðsforingi, meðlimur í flokkn-
um og þá ekki sízt til þess að
ganga í leyniþjónustuna.
Þetta v&r stutt frásögn af lífi
mínu undir stjórn kommúnista,
heldur Penkovsky áfram. Ég
hafði frá upphafi gefið fyrir-
heit að verða „uppbyggjandi" 1
hinu kommúnistiska þjóðfélagi,
eða svo var sagt að minnsta
kosti. Sem „politruk" vann ég
sem leiðbeinandi og uppalandi í
hinum fjölmenna hópi her-
manna. Ég trúði á sovétþjóð-
félagskerfið og var reiðubúinn
til þess að berjast gegn sér-
hverjum, sem mælti hið
minnsta gegn því.
Það var fyrst á meðan að bar-
dögunum stóð í síðari heims-
styrjöldinni að ég varð sann-
færður um, að það var ekki
kommúnistaflokkurinn, sem
hvatti okkur og ljáði okkur
kraft til þess að halda stríðandi
frá Stalingrad til Berlínar. Það
var eitthvað annáð þar að baki:
Rússland. Við vorum þeirrar
skoðun að lokum, að við vær-
um að berjast — ekki fyrir
Sovét-Rússland heldur fyrir
föðurland okkar, Rússland.
Miklu fremur en styrjöldin
sjálf, opnaði þó starf mitt með
háttsettari yfirvöldum og leið-
andi liðsforingjum í Sovéthern-
um augu mín. Þar að auki
kvæntist ég dóttur hershöfð-
ingja og var bráðlega kominn í
hóp yfirstéttar Sovétríkjanna.
Ég komst að raun um, að lof
þeirra, sem í henni eru, um
flokkinn og kommúnismann var
aðeins ohðagjálfur. Sín á milli
lugu þeir, sviku, brugguðu hver
öðrum launráð, komu upp hver
um annan og komu hver öðrum
fyrir kattarnef. í löngun sinni
í rreira fé og metorð gerðust
þeir njósnarar um vini sína og
starfsfélaga fyrir KGB (leyni-
þjónustu ríkisins). Börn þeirra
fyririíta allt sem er sovézkt,
horfa aðeins á erlendar kvik-
myndir og líta niður á venju-
Kommúnismi okkar, sem við
höfum nú verið að bygga upp
í 45 ár, er blekking. Ég er sjálf-
ur hluti af þessari blekkingu.
Ég hef, þegar öllu er á botninn
hvolft, verið í hópi forréttinda-
fólksins. Fyrir mörgum árum
byrjaði ég að hafa fyrirlitningu
á sjálfum mér svo ekki sé
minnzt á hina elskuðu leiðtoga
okkar og forystumenn. Ég fann
það áður og ég finn það nú, að
ég verð að finna réttlætingu á
tilveru minni, sem geti veitt
mér innri fullnægingu. Ég
ræddi við sjálfan mig. Ég for-
mælti sjálfum mér. Að lokum
vaúð ég sannfærður um, að það,
sem við kölluðum hið „komm-
únistiska þjóðfélag okkar“
væri aðeins yfirborð. Ekki er
annað unnt en að vera sammála
Mólotov, sem vegn „mistaka"
lýsti því yfir eftir dauða Stal-
ins, áð við værum enn langt frá
því að hafa. byggt upp sósíalism
ann svo ekki sé minnzt á komm
únismann.
Ég hef ekki vaxið hið
mintista innra með mér og
ég hef það á tilfinningunni
á hverjum degi, að komm-
únismi okkar valdi mér
afturför í stáð framfarar.
Einn eða annai sjúkdómur eða
sýking nagar og tærir land okk-
ar innan frá, og við verðum að
gera eitthvað til þess að koma
í veg fyrir það. Ég get ekki
komið auga á neina aðra leið
og það er hin i raunverulega
ástæða til þess að ég geng í hóp
þeirra, sem bergjast ákaft fyrxr
betri framtfð til harida þjóð
minni.
Hið kommúnistiska fyrir-
komulag skaðar þjóð mína. Ég
get ekki starfað í þágu skað-
samlegs fyrirkomulags. Það eru
margir, sem eru sömu skoðun-
ar og hugsa eins og ég, en eru
hræddir við að starfa með
öðrum — svo að við vinnufn
allir hver út af fyrir sig. Sér-
hver maður er aleinn hér.
Ég hef fyrirlitningu á sjálf-
um mér, sökum þess að ég er
hluti af þessu kerfi og lí f mitt
er uppgerð. Þær hugsjónir, sem
svo margir af feðrum okkar og
bræðrum dóu fyrir, hafa ekki
reynzt vera annáð en svik og
hjóm. Ég þekki herinn og þar
eru margir liðsforingjar, sem
eru sama sinnis.
Ég hrósa leigtogum okkar, en
með sjálfum mér óska ég þeim
dauða. Ég umgengst fólk í há-
um embættum, mikilvægt fólk,
ráðherra og marskálka, hers-
höfðingja og háttsetta liðsfor-
ingja og meðlimi í miðstjórn
kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna. Þetta fólk hefur ekki gert
mér illt persónulega. Þvert á
móti hafa nokkrir úr þeirra
hópi hjálpa'ð mér til þess að
komast í þá stöðu, sem ég hef
nú. Enn í dag hjálpa margir
mér. En þeim mun síður get ég
haldið áfram að þola þessa tvö-
feld’’5
Leiðtogar Sovét-
ríkjanna vilja
kjarnorkustyrjöld
Ég veit af þvi. að ég hef lært
og því, sem ég hef heyrt, að
leiðtogar ráðstjórnarríkis okkar
eru rei'ðubúmr til þess að koma
af stað kjarnorkustyrjöld. Á
einhverju augnabliki kunna
þeir að missa alla stjórn á sjálf
um sér og koma af stað kjarn-
orkustyröld. Takið eftir, hvað
Krúsjefí hefur gert vegna Ber-
línar.
Lciðtogar Sovétríkjanna vita
ofur vel að vesturveldin og þá
einkum Bandaríkjamenn vilja
ekki kjarnorkustyrjöld. Þessa
ósk hinna vestrænu vina minna
um frið reyna leiðtogar Sovét-
ríkjanna a’ð notfæra sér sjálf-
um sér til hags. Það eru þeir,
sem vilja koma á nýrri styrjöld.
Hún myndi ópna leið til þess
að undiroka allan heiminn. Ég
óttast hana meir með hverjum
degi, -og ótti rninn gerir mig
sannfærðari um þá ákvörðun
mína að taka þátt í þessari
ósýnilegu baráttu.
í Moskvu hef ég lifað í mar-
tröð kjarnorkunnar. Ég veit,
hve umfangsmiklar undirbún-
ingsiá’ðstafanir þeirra eru. Ég
þekki eitur hinnar nýju hern-
aðarkenningar: áformi’ð um að
verða fyrstur ti' þess að gera
árás, hvað sem það kostar. Ég
veit um hin nýju flugskeyti
þeiira _ &g sprengjuhleðslur
þeirra. Ég hef lýst þeim fyrir
vinum irínúm. Reynið að setja
yður fyrir hugskotssjónir
hræðsluna, sem tengd er við 50
megatonna spengju, er hefur
nær helmingi meiri sprengju-
mátt en fólk hefur búizt við.
Þeir óskuðu séi til hamingu
með hana.
Ég verð að sigra þessa menn.
Þeir koma hinni rússnesku þjó’ð
í glötun. Ég vil í félagi við
bandamenn mína hina nýju
vini mína, sigra þá. Guð mun
styðja okkur í hinu mikilvæga
starfi.
Það er nauðsynlegt að beina
með einhverjum hætti í aðra
Framhald á bls. 8
Fram- og bakhliðin af póstk orti, sem Penkovsky sendi undi r fölsku nafni til brezku leyni-
vjónustunnar í London. Kortið hefur að geyma tilkynningu á dulmáli.
Ilér sést Oleg Penkovsky, er hann hlýddi á dauðadóm
kveðinn upp yfir sér vorið 1963. Þetta er síðasta mynd-
in, sem birtist af honum.