Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 5
X,augardagur 18. des. 1965 MOR.GU N B LADIÐ 8 framtíðarinnar nenna að lesa stafkrók af öllu því, sem saman er sett á ökkar öld, þá munu viðtöl Matthíasar ábyrgilega verða framarlega í röðinni. Guðmundur Daníelsson skrifar um Jóhann Briem og nefnir þátt sinn Andblæ þjóðlegrar og al- þjóðlegrar menningar. Nafnið segir til um innihaldið. Þarna ræðast við tveir Sunnlendingar, sem horfa stundum út yfir haf- ið, ef ekki í raunveruleikanum, þá í andanum. Jón Óskar skrifar um Kristján Davíðsson. Þeir eru gamlir sam- starfsmenn. Kristján hefur mynd skreytt ljóðabók fyrir Jón Óskar. Og Jón Óskar hefur í staðinn skirt myndir fyrir málarann. Jón Óskar fræðir okkur meðal ennars á því, að Kristján sé „mjög heimspekilega sinnaður." Steinunn Briem ræðir við hjón in, Karen Agnete og Svein Þór- erinsson. Sveinn er Keldhverf- ingur, Karen Agnete er dönsk. Viðtal Steinunnar er ekki nógu gott, ekki nógu vel unnið, ekki nógu hnitmiðað. Gamanyrði Sveins í upphafi viðtalsins fara forgörðum. Það er losarabragur 6 þættinum öllum, yfirleitt. Oddur Björnsson ritar langan þátt um Sverri Haraldsson og byrjar á dularfullum inngangi, sem spáir ekki góðu. En það ræt- ist úr Oddi. Þátturinn er krass- endi þegar fram í sækir. Þarna komumst við í kynni við ósvik- inn bóhem, sem við héldum kannski að fyrirfyndist ekki nema í þýddum æsifréttum. Það er viðurhlutaminnst fyrir vel upp alda unglinga að hlaupa yf- ir þennan þátt í bili og lesa hann ekki, fyrr en þeir eru komnir á fertugsaldur og búnir að hlaupa af sér öll horn. Hjörleifur Sigurðsson skrifar um Sigurjón Ólafsson. Þáttur hans er ekki viðtal eins og flestir þættir bókarinnar, heldur hug-' leiðing. Hjörleifur er lærður maður á myndlist. Þáttur hans er listfræði. Indriði 'G. Þorsteinsson skrifar um Jóhannes Geir. Indriði er maður forms og lita í verkum sínum. Þess vegna finnst manni hann kjörinn, öðrum mönnum fremur, til að skrifa um málara- list. Þáttur hans er góður. Thor Vilhjálmsson skrifar Vinnustofurabb við Þorvald Skúlason. Thor er orðinn heima- gangur á vinnustofum málara. Það var heppilegt, að hann skyldi skrifa um Þorvald, því þeir voru báðir menn nýja tímans ( og eru kannski enn). Þorvaldur gerðist brautryðjandi í íslenzkri nútímalist ásamt Svavari Guðna syni.. Þá staðreynd munu nú flestir landar þeirra gera sér ljósa. Hitt er áreiðanlega færri mönnum kunnugt, hvað þessir menn hafa lagt á sig til að ná þeim árangri, sem þeir hafa náð; þannig að verk þeirra eru nú metin hlutgeng í heimslistinni. Atvikin gerðu Þorvald Skúlason að ævintýramanni. Slíkir menn lifa margar ævir, eins og gerst má lesa um í þætti Thors Vil- hjálmssonar. Þá ritar Sigurður Benedikts- son um Jóhannes S. Kjarval. Um þann meistara hefur svo mikið verið skrifað xmdanfarið, að það er eins og bera í bakkafullan lækinn að auka á þau skrif. Allt um það mætti Kjarval engan veginn vanta í þessa bók. Hann er einn þeirra manna, sem verða munaðir. Slíkur maður, sem vex upp í fornöldinni og gengur síð- an alskapaður inn í nútímann, birtist hér aldrei framar á sjóna- sviðinu; af því fornöldin er lið- in undir lok á íslandi. Við eig- um kannski eftir að eignast hundruð listamanna, sem mála eins vel og Kjarval. Og þó mun enginn þeirra líkjast honum. — Sigurður Benediktsson er einn fárra manna, sem kunna að meta list Kjarvals — ekki aðeins til gildis, heldur einnig til fjár. Halldór Laxness skipar heið- urssætið í Steinum og sterkum litum og skrifar um Svavar Guðnason. Þátturinn nefnist Andsvar við sýnilegum veru- leika. Sú var tíðin, að Ilálldór Laxness reyndi að vísa löndum sínum til vegar í skilningi á ný- stárlegri myndlist. En þeir töldu sér þá ekki henta að hlíta leið- sögn hans. „Flestir menn,“ segir hann, „voru tilbúnir af göfuglyndi sínu að fyrirgefa listamanni jafnvel þó honum mistækist greypilega í því að líkja eftir ytra útliti hlutar, þeir virtu við hann tilraxm hans svo fremi þeir gætu þekkt hlut- inn, eða þó ekki væri nema ein- hvern part af honum, í mynd- inni. Menn sögðu hrifnir: hann nær þessu alveg skínandi vel; ellegar menn sögðu í umburðar- lyndum fyrirgefandi tóni: Það er mesta furða hvað hann nær því. En þá fór nú mörgum að verða ekki um sel þegar upp skaut myndlist sem vitandi vits hafnaði allri hlutrænni eftirlík- ingu.“ Það var nú þá. Tímarnir breyt- ast. — ★ — Hvað sk?.l svo segja um Steina og sterka liti sem heild? Flestir munu verða sammála um, að þetta er skemmtileg bók, eink- um viðtölin, þar sem listamenn- irnir sjálfir fá að njóta sín. Því listamenn eru einnig sögumenn og margir hverjir orðheppnir. „Orðfærið —“ segir Björn Th. í formálanum, „það er ekki úr nýyrðanefnd háskólans, heldur heimasmíðaðar úr alls*konar dóti, aflögðu sveitamáli og útlenzkum glósum, allrahelzt rangsnúnum, og eigin músíkalskri snilli." — Það reynist vera orð að sönnu í Steinum og sterkum litum. Ljósmyndirnar í bókinni eru flestar ágætar, pappír góður, brot nýtízkulegt, og hlífðarkápa sam- svarar efni. Prentun hefur tekizt Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson): BITSAFN I—III. 388+373+359 bls. Guðmund- ur Gíslason Hagalín sá um útgáfuna. Útg.: ísafoldar- prentsmiðja h.f. — Reykjavik 1965. — f SAFOLD ARPRENTSMIÐ J A hefur nú sent frá sér ritsafn Þór- ir Bergssonar í þrem stórum bind um. Guðmundur G. Hagalín hef- ur annazt útgáfuna og fylgir henni úr hlaði með ritgerð um höfundinn og vei’k hans. Ritsafn þetta er, eins og rit- söfn allra góðra höfunda, kær- komið þeim, sem mætur hafa á vel að því undanskildu, að línu- ruglingur hefur orðið á tveim stöðum. Línu þá, sem vera ætti efst á bls. 118, er t.d. að finna efst á bls. 122. Því dýrmætari sem bók er, því ergilegri verða slík mistök. Stafsetning og kommusetóng Steina og sterkra lita er náuúr- lega í engu samræmi innbyrðis. Það ósamræmi kemur ekki að sök, nema hvað erlent heiti á tiltekinni listastefnu er stafsett á svo marga vegu, að maður veit varla, hvort átt er við sömu stefnuna í öllum tilvikunum. En þess kyns ágallar skyggja ekki á heildina. Steinar og sterk- ir litir eiga erindi um allar jarð- ir, þar sem íslenzkt mál skilst að einhverju marki. Erlendur Jónsson. fögrum bókmenntum. Og ritsafn Þóris Bergssonar er jafnfjöl- breytt sem það er drjúgt til lestr- ar. Þar eru smásögur skáldsins, hátt á níunda tug talsins, tvær skáldsögur og allmörg kvæði. Höfundurinn Þórir Bergsson hefur látið lítið yfir sér. Það er erfitt að skilgreina verk hans „bókmenntalega". Hann hefur ekki fylgt neinni tiltekinni stefnu né heldur látið berast með þeim tízkuvindum, sem blásið hafa úr ýmsum áttum um hans daga. Hann sker sig ekki úr vegna af- brigðilegs, persónulegs stíls. Hvorki virðist hann hafa orðið Framhald á bls. 6. Meðalvegir cJlátib jólaljöllu olihar uíóa Jur ue^inn tií La^L uœmra • f /° lainnh aapa Heimilistæki frá heimsþekktum verksmiðjum 34 ára fagþekking tryggir yður úrvals vörur BEURER DAIVMAX HAKA fullmatik HUSQVARNA straujárn, hitapúðar, 2 tegundir. kæliskápar, frystikistur, frystiskápar. — Hagkvæmt verð. viðurkenndar danskar þvottavélar. vöfflujárn, straujárn. Philips Progress Rowenta hrærivélar, straujárn, háfjallasólir, kaffikvarnir, brýni, giktarlampar, brauðristar. ryksugur, 3 tegundir, bónvélar. straujárn, brauðristar. Stulz hrærivélar m/aukatækjum, sjálfvirkar brauðristar. Sunbeam mixmastci* hrærivélar, straujárn, steikarapönnur m/hitastilli. * JOLAGJAFIR: Relax rafmagnsnuddtæki með nuddpúðum, Philips raf- magnsrakvélar, baðvogir, hárþurrkur, 2ja tóna dyrabjöllur, ódýr vasaljós fyrir drengi, gjafakassar með búsáhöldum fyrir litlar stúlkur. _ JOLASRRAIJT: MECCANO-PLASTICANT uppeldisleikföng. Jólatrésseríur frá kr. 223,00, varaperur í 12 og 16 ljósa, borðskraut, englaspil kr. 90,00. Útiljósaseríur með 12 mislitum ljósum, kr. 286,00. Mislitar perur (ekta venjulegar perur, allar stærðir. Vmsamlegast lítið inn opið til kl. 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.