Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 21
Laugarélagur 18. des. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
21
UM BÆKUR
Ég er bóndi og allt mitt
á undir sól og regni
Bragi Sigurjónsson:
Ágústdagar.
Kvöldvökuútgáfan.
Reykjavik 1965.
ÞAÐ var mikið rætt og ritað um
Braga Sigurjónsson, þegar hann
varð bankastjóri Útvegsbankans
á Akureyri. En Bragi hefur
margt unnið um dagana og allt
af manndómi og skörungsskap,
og það hygg ég, að þó að til
kunni að vera þeir, sem gráta
mundu þurrum tárum, ef eitt-
Ihvað færi miður hjá honum í
stjórn hans í bankanum, muni
ekki til þess koma hvað sem ann-
ars má um það segja, hversu
!hann hafi verið að emibættinu
kominn. Hann mun hvorki skorta
skyldurækni, dugnað, víðsýni né
þekkingu á íslenzku atvinnu- og
viðskiptalífi til að rækja það
starf, sem hann hefur tekið að
sér.
En hvað um það: Nú er út
komin fimmta ljóðabók Braga.
Hún heitir Ágústdagar. Ég lauk
henni upp með nokkurri forvitni,
því að mér hefur jafnan þótt
gegna furðu, hve Bragi hefur
margt og mikið ort með marg-
víslegum öðrum störfum. Hann
hefur stjórnað blaði, að ég hygg
án þess að hann taki þar laun
fyrir, hann hefur unnið mikið að
bæjar- og þjóðmálum og jafnvel
setið á þingi — og svo auðvitað
gegnt þeim störfum, sem hafa
veitt honum og fjölskyldu hans
nauðþurftir. Þekki ég það dálítið
sjálfur, hvað á sig þarf að leggja
til þess að anna slíku og auk þess
sinna bókmenntalegum hugðar-
efnum. Bragi hefur samt 'margt
vel kveðið, og Oft hefur mér
komið til hugar, síðan ameriska
sjónvarpið varð ein af aðalupp-
eldisstofnunum Islendinga, það,
sem hann segir, í lok kvæðisins
um Jón biskup Arason:
„En er hér nokkur Arason
' eftir til að höggva?“
Já, sannarlega greip ég þessa
Ijóðabók með forvitni, og hvernig
fór: Ég komst að raun um, að
aldrei hefur Bragi Sigurjónsson
ort eins jafn vel og ekkert kvæði
eins gott og þau beztu í þessari
bók.
Og til hverra skyldi mér svo
hafa orðið hugsað að lestri lokn-
um? Ekki til þeirra Sandsbræðra,
Guðmundar og Sigurjóns, enda
yrkir Bragi ólíkt þeim báðum þó
og í þeim stíl, sem nú mætti
ibyrja að kalla óhefðbundinn, að-
eins eitt kvæði órímað er í þess-
ari bók, sem flytur okkur 40 ljóð.
En mér varð hugsað til afa
Braga, Friðjóns gamla á Sandi,
en honum finnst mér ég hafa
gleggst kynnzt í frásögn Bjart-
mars, sonarsonar hans, í Því
gleymi ég aldrei, III. bindi. Sú
grein heitir Hungrar hlust eftir
hlákunið. Hana fannst mér svo
mikið til um, að ég hef lesið hana
oftar en einu sinni. Það hefur
verið ósvikinn mergur í Friðjóni
á Sandi. Hann missti aldrei móð-
inn, aldrei stillinguna, hvað sem
á bjátaði, og hins vegar var það
svo hann, sem breytti viðhorfun-
um við hinni vængjuðu sveit í
landi Sands. Hjá honum var ann-
ars vegar ódrepandi þróttur,
seigla og stilling, og hins vegar
sú tilfinning fyrir fegurð og un-
aði náttúrunnar, sem engin mat-
nauð gat sigrazt á. Þetta mundu
eiginleikar, sem ekki séu einskis-
verðir til erfða.
Það er sem sé mest áberandi í
þessari ljóðabók Braga, hve heil-
tæk þau eru þar, viðhorf hins
sanna bónda, „sem allt sitt á und-
ir sól og regni", sem ann sól og
vori og blessuðum gróðrinum og
kvíðir lítið eitt haustinu, sættir
Bragi Sigurbjörnsson
sig þó fullkomlega við vetur og
vetrarhörkur, en hann næstum
jafnilla gróðrartíð á vetri sem
vorhretum. Hér fer á eftir
kvæðið Syng þú vetur:
„Syng þú, vetur, veðrasöngva,
vertu ekki að blíðka róminn.
Það er vors, en vetrar ekki
að vekja og klæða sumarblómin.
Skaparinn hefur skipt með ykkur
sköpum, sem þú ekki breytir.
Vorsins er að vekjc og græða,
vetrarkvöð að snjóvga sveitir.
Ekki þarftu að ætla, vetur,
eftirlætið mér sé kærast.
Þú mátt gjarnan stömpum steypa,
sterkviðri um landið ærast
af og til og dusta daufan,
dyngja niður snjóakyngi,
þá er meiri von í vötnum
vorsins hærra og lengur syngi.
Ég er sonur hafs og hauðurs,
heitra daga, kaldra bylja.
Ef ég genginn veit til veðra,
vetur, máttu drápur þylja
tíma þinn, en þegar vorið
þegnrétt á um fjörð og dali,
þá á lágu leiði mínu
ljúfar sumarraddir hjali“.
Bragi yrkir um ást og æsku,
en flest kvæða hans í þessari bók
fjalla um íslenzka náttúru, bein-
línis eða óbeinlínis. Þau eru oft
mögnuð af orðfæri og myndrík,
en það, sem hrífur mest, er
hvernig hann á ýmsan hátt setur
fram andstæðurnar, vor og haust,
gróandi og sölnun. Honum, þess-
um hrausta og þrekmikla starfs-
manni, njótanda lífs í starfi og
gróanda, stendur þegar geigur af
því, að haust fylgir sumri,
„Það er komið klukknahljóð
Framhald á bls. 22
KitchenAid
KilcherjAid
HRÆRIVÉLIN
SKIPAR
HEIÐURSSESS
UM VÍOA VERÚLD
SÚKUM GÆOA
□ G ÚRYGGIS
HAGKVÆMIR
GREIOSLU
SKILMÁLAR
JÓLAKÁPUR
JÓLÁKJÓLAR
JÓLÁGJAFIR
Eigum fyrirliggjandi glæsilegt úrval af vetrarkápum,
með og án loðkraga.
Samkvæmiskjóla, síða og stutta frá Ameríku
Og Evrópu.
Einnig óvenju falleg samkvæmispils úr flaueli.
SLIMMA pilsin vinsælu eru tilvalin jólagjöf
á dótturina.
Svo og mjög skemmtilegar poplin-úlpur,
sem nota má báðum megin.
Allt nýjar sendingar.
TÍZKUVERZLUNIN
GUÐRUN
Rauðarárstíg 1. — Sími 15077.