Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. ftes. 1965
MORCUNBLADIÐ
19
Símaraunir Hríseyinga
MÖRGUM verður það á, þegar
símaskuldir eru greiddar, að
stynja þungan yfir -dýrtíðinni.
En landsiminn hlýtur að þurfa
á miklu fjármagni að halda,
ekki síður en aðrar mannfrekar
ríkisstofnanir og þar að auki
stendur hann í mikilvægum
framkvæmdum víðsvegar um
landið. Þessar ástæður ættu að
vera viðhlítandi rök fyrir háu
afnotagjaldi. Við, sem höfum
fengið loforð um sjálfvirkan
síma, kvörtum ekki, þó að heit-
strengingar ha.fi. brugðizt, enda í
mörg horn að líta hjá forráða-
mönnum síma. Sjálfvirk stöð
átti víst að koma hingað á sl.
vori, ef til vill fyrr. I>á skyldi
hafizt handa í haust, en það er
ekki farið að grafa fyrir grunn-
inum ennþá (í byrjun desember),
enda óhægt fyrir símamálaráð-
herra að taka fyrstu skóflu-
stungu í umbrotafærð og engin
lúðrasveit er á staðnum. Þess
vegna fyrirgefum við Hríseying-
ar landssímanum, þótt hann gefi
okkur ekki símaskífur í jólagjöf
á þessu ári. Vera má að haldin
verði sameiginleg vígsluhátíð
sjálfvirka símans og fyrstu sjón-
varpstækjanna í Hrisey. Hag-
sýni er góðra gjalda verð.
Hingað út í eyjuna hefur ver-
ið lagður vandaður símastrengur
með verkfræðilegri viðhöfn. En
á öndverðu hausti bar það til tið-
inda að svart og draugalegt skip
kom af hafi og lagðist við festar
á Hríseyjarsundi. Ekki höfðu
stýrimenn tal af neinum heima-
manna, en er þeir bjuggust til
brottferðar, þá festu þeir akkeri
í sæstrenginn góða og brast hann
þegar. En það vsir ekki unnt að
BÓKAFORLAGSBÓK
NÝ SKÁLDSAGA
EFTIR INGIBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR
VerS kr. 140.00
(án solusk.)
FecTOarnir
hafa hendur í hári þessara sima-
spilla, þar eð okkur skorti vopn
og hraðskreið skip. Þótti okkur
sneypa mikil' af þeim málalykt-
um, sem von var. Nú er þar til
að taka, er fyrr var frá horfið,
að gamall strengur lá í sjó milli
lands og eyjar. Var nú gripið til
hans, enda þótt það kostaði
lengri biðtima fyrir hvern þann
eyjarskeggja, sem hugðist hafa
samband við meginlandið. Marg-
ir bjartir góðviðrisdagar liðu við
Eyjafjörð, en samt var ekki hug-
að að áverkum nýja strengsins,
enda ekki ástæða til, þar sem
fátt er um höndlara hér, sem
krefjast skjótra viðskiptasam-
tala. En er á leið nóvember tóku
veður að gerast válynd, og um
sl. helgi lágu skip í vari við
Hrísey. Hvort sem veðri eða
legufærum vstr um að kenna, þá
tókst svo illa til, að gamli sæ
símastrengurinn hrökk í sundur.
A mánudag þurfti ég að ná tali
af héraðslækninum á Dalvík
vegna áríðandi skýrslugerðar og
þá var mér tjáð, að til hans
næðist ekki með hægu móti,
Landssíminn hefur ekki séð sér
fært að setja hér upp talstöð í
eyjuna, enda er það, að sjálf-
sögðu, of dýr munaður fyrir um-
komulítið sjávarpláss, þrátt fyrir
andvökunætur sjómannskonunn-
ar, sem veit af manni sínum úti
á rúmsjó í misjöfnum veðrum. —
En við eigum hér ágæta ferju,
sem rekin er af traustum dugn-
aðarmanni. Hefur hann talstöð
bátnum, er oft kemur í góðar
þarfir Þegar sambandið rofnaði
við umheiminn, þá bauðst ferju.
maðurinn, Hilmar Símonarson,
til þess að hafa bát sinn við
hafnargarðinn og standa vörð, ef
sambandi þyrfti að ná, annað
hvort til lands eða frá landi.
Landssíminn sá ekki ástæðu til
að anza því tilboði, enda hefði
þá sjálfsagt þurft að hækka af-
notagjöld símans, ef ráðinn
hefði verið maður til slíkra
starfa. Rétt er að taka það fram
að báta er ekki hægt að hafa
mannlausa hér við hafnarbakk-
ann ef veður ér vont og þar að
auki býr ferjumaðurinn fjarri
höfninni. Senn er liðin vika síð
an við eyjarskeggjar höfum get
að talað yfir sundið. Fyrir hand'
an það er læknirinn, þar eru
lyfin, en hér er allténd prestur,
ef inhver kynni að deyja, vegna
þess að ekki náðist í lækninn.
Hrísey, 3. desember 1965
Bolli Gústavsson.
A FREMRA-NUPI
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 189T
Ódýrt — Ódýrt
TERYLENEBUXUR á drengi
Verð frá kr. 395.—
Herrastærðir kr. 698.—
Hvítar DRENGJASKYRTUR á kr. 45.—
o. m. fl. á mjög góðu verði.
VERZLUNIN, Njálsgötu 49.
ISAFOLD
Ahar bceh
lóhamarhah
eraar aœmir a
amarteaömam 1965
Vilhjálmur Stefánsson:
SJÁLFSÆFISAGA
372 blaðsiður. Verð kr. 425.00
Vilhjálmur var landkön.iuður á borð við Frið-
þjóf Nansen og Roald Amundsen, en hann
var einnig snjall rithöfundur og skrifáði marg-
arbækur. Sjálfsævisaga hans ber þó tvímæla-
laust af öllum bókum hans, en Vilhjálmur lauk
við hana skömmu áður en hann lézt. Enginn
vafi er á því, að Vilhjálmur er viðkunnastur
íslendinga, sem uppi hafa verið.
Þjóð í öim
Þættir og viðtöl eftir Guðinund Daníelsson
291 blaðsíða. Verð kr. 340.00
Þetta er mikil bók og stór, 291 bls. með mörgum
myndum. Þættirnir eru 31 talsins og fjalla m. a.
um biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, list-
málarann Jón Engilberts, Egil G. TKorarensen
kaupfélagsstjóra, Helga Sæmundsson ritstjóra,
Ólöfu í Simbakoti, Teit frá Eyvindartungu og
Martin Larsen, lektor. Einn þátturinn heitir „Hjá
sex ættliðum", og annar „Þangað sem þarinn er
gull“.
Helgi á Hrafnkelsstöðum segir: „Það var Snorri,
sem skrifaði Njálu“, og Jónas Kristjánsson læknir
segir: „Fyrstu læknisár mín lifði ég og starfaði
eins og óviti“. 1 bókarlok er nafnaskrá með um
1600 nöfnum, en þessi nöfn koma fyrir i bókum
Guðmundar: „1 húsi náungans“, „Verkamenn í
víngarði" og „Þjóð í önn“.
Samtalabækur Guðmundar geyma sannar þjóðlífs-
lýsingar. 1 þeim segir þjóð í önn frá háttum sín-
um, hugsunum og hugarheimum.
lOKCiverz
íun óisa^oidar
IU0RSKU borðstofurnar
komnar
íein sett
OPIfi til kl. 10 í kvnld
Urvalið er hjá okkur
UJIi
rt
Laugavegi 26 — Sími 22900.