Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 11
MORCU N BLADIÐ 11 Laugardagtfr 18. des. 1965 Irskir listamenn sýna í Þj.leikhúsinu EFTIR áramótin er vasntanlegur hingað til landsins hópur írskra listamanna á vegum Þjóðleik- hússins, sem munu sýna einu sinni á sviði Þjóðleikhússins. Hér er um að ræða 20 manna hóp söngvara og dansara og nefnist flokkurinn „FEIS EIREXANN“. Á efnisskránni eru mestmegn- is írsk þjóðlög og þjóðdansar. írsk þjóðlög eru mjög fögur og sérstæð, í þeim speglast írsk menning og írskur þjóðarandi í þúsund ár. írskum skáldum hef- ur jafnan verið tamt að tjá til- finningar sínar jafnt í gleði og sorg í óbrotinni og einfaldri þjóð vísu, sem varðveizt hefur óbreytt í einfaldleik sínum kynslóð eftir kynslóð. Hin sterka ættjarðar- ést og ríka skopgáfa íranna1 tvinnast þar saman og mörg þjóð visan býr yfir djúpum trega, sem er svo snar þáttur í fari írsku þjóðarinnar. Listafólkið, sem hér sýnir, verður klætt írskum þjóðbún- ingum, og sjálfir leika þeir á hljóðfærin í þesSari sýningu, en þar ber mest á hinni ævafornu írsku hörpu. Fararstjóri og stjórnandi, er Albert Morini. Hingað kemur iistafólkið frá Dublin og héðan er förinni heitið til Bandaríkj anna og Kanada, en þar mun listafólkið sýna í nær því 40—50 borgun á næstu fjórum mánuð- um. Til írlands heldur svo flokkurinn aftur í lok apríl 1965. Þetta mun vera fyrsta heim sóknin, sem Þjóðleikhúsið fær af írskum listamönnum. Mynd- in er úr einu atriði sýningar innar. Gamall kunningi kemur í leitirnar FÁAR útvarpssögur hafa hlotið aðra eins hyllL hér á landi og Bör Börsson junior, sem Helgi Hjörvar rithöfundur iþýddi og flutti í útvarp fyrir nærri aldar- fjórðungi. Bókstaflega allir út- varpshlustendur hlustuðu og hlógu, jafnt í borg sem sveit. Síðan var sagan gefin út á ís- lenzku, fyrra bindið, sem í út- varp var lesið, í þýðingu Helga Hjörvars hitt þýtt af Karli ís- feld. Útgefandi var Arnarútgáf- an. Framan við fyrra bindið var prentuð löng og rækileg ritgerð um höfundinn, Jóhann Falkberg- er, eftir Guðmund Hagalín, og aftast í því var eftirmáli, sem Helgi Hjörvar skrifaði. Og nú var Bör Börsson lesinn af ung- um og gömlum. Sagan gerist í Noregi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá hafði gripið mikinn hluta norsku þjóðarinnar eins konar braskæði, og þá gerðust margir hlægilegir og grátbroslegir atburðir. Höfundur sögunnar, Falkberg- et, var orðinn mikils metið skáld, þegar hann skrifaði hana. Nú varð hann efnaður, keypti föður leifð sína, dubbaði hana upp Og Bettist þar að. Þetta leiddi til þess, að hann gat sökkt sér ofan í rannsóknir á sögu byggðarinn- ar, sem hin merkasta ,og síðan skrifaði hann hin miklu skáld- rit sín — í mörgum bindum Christian Sextus og An Margit. Með þeim varð hann slíkt stór- skáld, að Í mörg ór mæltu ein- dregið með honum til Nóbels- verðlauna háskólarnir í Osló og Björgvin, Norska Stórþingið, Rit höfundafélag Norðmanna, Al- þýðusambandið norska Og rikiS' stjórn Noregs. Hann var gerður að heiðursdoktor við Stokkhólms háskóla, en hlaut ekki Nóbels- verðlaun, enda var ekki ýkja langt um liðið, síðan Knut Ham sun og Sigrid Undset höfðu verið sæmd þessum verðlaunum, en áður hafði Björnson hlotið þau. Nú hefur það gerzt, að nokkur eintök af Bör Börson hafa komið í leitirnar, og verða þau seld á 250 krónur bundin, bæði bindin — samtals 780 blaðsíður. Unga fólkið hefur yfirleitt ekki lesið Bör Börsson, og leyfi ég mér að mæla með, að það leiti kynna við hann. Það mun skemmta sér engu síður en foreldrar þess og afi og amma skemmtu sér við kynnin af Bör, Óla gamla í Fitjakoti og fleiri kostulegum persónum, sem skáldið ieiðir fram á sjónarsvið ið. Og ekki er ólíklegt, að ýmsir þykist hafa haft kynni af svip- uðum manngerðum á landi á tím um svartamarkaðsbrasks og verð bólgu. G.G.H. HLÍFÐARDÚKAR (cover) Á SPILAB0RÐIÐ Tilvalin jólagjöf. CjcirclínuLúÉin íctn Tngólfsstraeti. FRIGIDAIRE General Motors tryggir yður vandaða vöru Frigidaire þvottavélin er frá General Motors Sölustaðir: Rafbúð S.Í.S. við Hallarmúla Dráttarvélar h.f., Hafnarstræti 23 Kaupfélag Hafnfirðinga Kaupfélag Suðurnesja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.