Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 18. des. 1965
Ályktanir verkalýðsráð-
stefnu Sjálfstæðismanna
SJÁLFSTÆÐISMENN i launþegasamtökunum héldu nýlega ráð-
stefnu í Reykjavík. Ráðstefnuna sóttu margir forystumenn úr ýms-
' um verkalýðs- og launþegasamtökum og voru þar ýmis mál rædd er
sérstaklega varða launþegasamtökin og gerðar sapiþykktir í at-
vinnu- og verkalýðsmálum, húsnæðismálum o. fl. Hér eru birtar
nokkrar þeirra samþykkta, sem gerðar voru á ráðstefnunni:
Ályktun um verkalýðsmál.
Verkalýðsráðstefna Sjálfstæð-
lsflokksins leggur nú sem fyrr
höfuð áherzlu á, að einskis verði
látið ófreistað til að stöðva verð-
bólguna, sem um áratuga skeið
hefur valdið erfiðleikum í ís-
lenzku efnahagslífi.
Það er fyrst á síðustu árum í
tíð núverandi ríkisstjórnar, sem
aðgerðir hafa verið hafðar í
írammi, er að gagni hafa komið
til stöðvunar verðbólgunni. Hefði
mátt vænta meiri árangurs af
þeim aðgerðum ef ekki hefði
komið til skefjalaust ábyrgðar-
leysi stjórnarandstöðuflokkanna,
sem á flestan hátt hafa reynt að
magna verðbólguna og barizt
gegn öllum skjnsamlegum að-
gerðum til stöðvunar henni.
Það sem hæst ber til úrbóta í
þessum efnum, er frumkvæði
ríkisstjórnarinnar um að samn-
ingar tækjust tvö síðastliðin sum
ur, milli samtaka launtaka og
vinnuveitenda. Samningar er
dregið gætu úr hinni ískyggilegu
verðbólguþróun um leið og laun
takar fengju sína réttmætu hlut-
deild í aukningu þjóðartekna.
Ráðstefnan fagnar sérstaklega
dýrmætum vinnufrið og að nokk
ur skilningur hefur fengizt á
þeirri stefnu rikisstjórn,arinnar,
að bæta kjör þeirra lægstlaun-
uðu framar öðrum.
Sú kjarabót er fékkst með
styttingu vinnuvikunnar úr 48
klst. í 44 klst. er tvímælalaust
stærsta kjarabót launtaka á síð-
ari árum. En í sambandi við þá
samninga ber að leggja höfuð-
áherzlu á að vinnutímastytting
þessi verði raunhæf og raun-
hæf og raunverulegur vinnutími
livers vinnandi manns styttist er
þessu nemur, en verði ekki ein-
vörðungu nafnbreyting milli dag
vinnu annars vegar og eftir- og
næturvinnu hins vegar.
Ráðstefnan varar við þeirri
skoðun, að aðrar stéttir, sem not-
ið hafa jafn góðra kjara og betri
varðandi vinnutíma, en almenn
verkalýðsfélög njóta nú, telji sig
eiga sjálfsagðan rétt á hlutfalls-
lega sömu kjarabótum vegna
þessa.
Þá telur ráðstefnan að í lög
beri að setja hæfilegar skorður
við vinnu barna og unglinga, auk
þess er hún skorar á þingmenn
og ráðherra flokksins að beita
sér fyrir endurskoðun orlofslaga,
að hlunnindi þeirra verði færð
í sama horf og á hinum Norður-
löndunum.
Ráðstefnan fagnar þeim þýð-
ingarmiklu áföngum, sem náðst
hafa í hagræðingarmálum og
margvíslegum kjarabótum vegna
nýrra launagreiðslukerfa.
Um leið og bent er á eldri sám
þykktir í þessu efni, ber sérstak-
lega að þakka það merkilega
Skref er stigið var, þegar aðilum
vinnumarkaðarins var gefið
tækifæri til að sénda menn til
náms erlendis á þessu sviði.
Verkalýðsráðstefna Sjálfstæð-
isflokksins vill þó skora á þing-
menn og ráðherra flokksins að
beita sér fyrir því að verkalýðs-
hreyfingunni verði auðveldað að
ráða slíka menn í þjónustu sína,
enda samræmi og skipuleggi
verkalýðshreyfingin starf þeirra
á sem hagkvæmastan hátt, með
skynsamlegu samstarfi milli fé-
laga og sambanda svo starfsorka
þeirra komi að sem mestum not-
um.
Ráðstefnan bendir ennfremur á
fyrri samþykktir sínar sem eru
enn tímabærari en áður varð-
andi kerfisbundið starfsmat og
samstarfsnefndir launtaka og
vinnuveitenda innan einstakra
fyrirtækja.
Ráðstefnan vill auk þess, sem
að framan greinir vekja athygli
á, að mikil nauðsyn er á frek-
ari opinberri fyrirgreiðslu lána
til fyrirtækja og atvinnugreina,
til að stuðla að tækninýjungum
og aukinni hagkvæmni í rekstri.
Sérstaklega vill ráðstefnan
vekja athygli ráðamanna á því,
að hún telur að leggja beri ríka
áherzlu á, — einmitt nú meðan
eftirspurn eftir vinnuafli er jafn
mikil og raun ber vitni og lang-
ur vinnudagur er tíðkaður, —
að vinna með öllum ráðum að
því að sjálfvirkni í atvinuvegum
okkar verði tekin upp í eins rík-
um mæli og fé og menntun þjóð-
arinnar leyfir.
Samhliða verði lagt fram fé
FRYSTIKISTUR
OG FRYSTISKÁPAR
165 lítra kista Kr. 12.930,00
240 lítra kista Kr. 13.965,00
300 lítra kista Kr. 14.960,00
230 lítra skápur Kr. 14.795,00
Höfum fengið aftur hinar margeftir-
spurðu frystikistur og frystiskápa frá
FRIGOR í Danmörku.
Sérlega hagstætt verð.
Komiö, skoöiö og
sannfærist
Þér gerið hagstæð
kaup í Frigor
Raftækjadeild — Hafnarstræti 23.
Sími 18395.
til endurþjálfunar þeirra laun-
taka í ný störf, er missa fyrri
atvinnu af þessum sökum.
Verkalýðsráðstefna Sjálfstæð-
isflokksins 1965 lýsir ánægju
sinni yfir hinum mörgu og merku
áföngum í viðreisn íslenzks efna-
hags- og atvinnulífs frá myndun
stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokskins ár-
ið 1959. Við það leystist þjóðin
undan oki hafta og ófrelsis, sem
heft hafði athafna og framtaks-
þrá einstaklinga um áratugi. Við-
reisnarstefnan markaði braut
frelsis og framfara og eru þegar
sýnileg stórmerk og jákvæð áhrif
hennar:
Heilbrigð stefna í peninga- og
fjármálum, viðskiptafrelsi, aukið
fé til íbúðabygginga, lækkun
skatta og tolla, endurnýjun fiski-
skipaflotans, stórbættar sam-
göngur og vaxandi tækni í at-
vinnulífi landsmanna.
Ráðstefnan telur, að halda beri
áfram á þeirri braut, sem mörk-
uð var í upphafi viðreisnarinn-
ar. Með skynsamlegri stefnu í
fjárfestingarmálum hjá opinber-
um aðilum og lánamálum banka
og fjárfestingarsjóða beri að
draga úr verðbólguspennunni og
beina orku þjóðarinnar til átaka
er leiðir til aukins jafnvægis í
efnahagsmálum.
Mikil nauðsyn er, að lýðræðis-
sinnaðir launtakar taki höndum
saman um að afstýra, að henti-
stefnumenn veljist til forystu í
verkalýðshreyfingunni.
Heildarsamtök launtaka vinni
að málefnum þeirra með tilliti
til varanlegs árangurs í kjara-
og hagsmunabaráttunni. Bendir
ráðstefnan sérstaklega á þýðingu
þess, að kjör launþega verði m.a.
bætt með því, að draga úr verð-
bólgunni, stytta vinnutímann,
lækka byggingarkostnað og
tryggja kjarabreytingar í sam-
ræmi við aukna framleiðni og
vaxandi þjóðartekjur.
f atvinnumálum verði leitast
við að byggja upp atvinnulífið í
samræmi við stjórnmálayfirlýs-
ingu landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins 1965 m.a. með því að
verkmenning, raunvísindi og
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna verði efld. Hafin verði
virkjun stórfljóta landsins með
byggingu stórra raforkuvera í
eigu íslendinga.
Til þess að virkja megi í stór-
um stíl, undir lántökum verði
risið og styrkari stoðum rennt
undir atvinnulíf landsmanna
verði erlendu fjármagni veitt að-
ild að stóriðju, ef hagkvæmt þyk-
ir, samkv. mati hverju sinni og
ef landsmenn brestur fjárhags-
legt bolmagn til framkvæmda
enda sé alltaf gætt hagsmuna
landsmanna. Þá- verði atvinnu-
vegir í eigu landsmanna sjálfra
efldir eftir því, sem framast er
unnt.
Gjörbylting hefur orðið við
endurnýjun fiskveiðiflotans með
tilkomu nýrra skipa og tækja.
Á sviði togveiða er að verða ný
þróun með aukinni sjálfvirkni og
tilkomu skuttogara, sem bæði
henta til togveiða og síldveiða. Er
íslendingum nauðsynlegt að
verða þátttakendur í þessari þró-
un með því að afla sér nýtízku-
legra skuttogara, sem henta ís-
lenzkum staðháttum.
Þá ber að efla fiskiðnað lands-
manna með aukinni hagræðingu,
nýjum launagreiðslukerfum,
auknu fjármagni og betra skipu-
lagi, og að ekki verði um of
treyst á neina eina veiðiaðferð.
Með tilkomu framkvæmdasjóðs
strjálbýlisins eiga að skapast auk
in tækifæri til atvinnuuppbygg-
ingar út um land og leggur ráð-
stefnan áherzlu á, að slík upp-
Framhald á bls. 17.
/