Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1965
Halldór Jónsson, verkfræðingur:
ÞAÐ er einkenni á íhaldssömuim
■þjóðfélögum, að þau halda gjarn-
an í gildi ýmsum reglum, sem
forsendur eru fallnar undan fyrir
löngu. Jafnvel getur þarna birzt
hið ómenigaða afturhald, sem
þykir heldur ófínt nú á dögum.
Að vísu er mannskeppnunni í
blóð borin einihver beygur við
breytingar á þolanlegu ástandi.
Þetta fær einnig stjórnendur til
þess að skjóta sér undan því að
talka afstöðu til gamals vana.
Menn fara síðan að umgangast
reglurnar sem óumflýjanlega
hluti. Þaer eru þarna segjum við,
og llklega fæx enginn gert við
þvi
Þannig var það hjá Bretum.
Það eru aðeins fá ár síðan, að
niður var felld fjárveiting til
embættis, sem skyldi sjá um, að
fjall ei'tt væri klifið á hverjum
diegi, til þess að hafa auga með
toomu spánska flotans. Sá floti
hefur nú legið á hafsbotni í nokk
ur hundruð ár. En hvað um það,
reglugerð og þeim er ekki auð-
velt að breyta.
Á fslandi höldum við þessari
sögu hátt á lofti, sem dæmi upp á
það, hversu Bretinn sé nú aldeil-
is dæmalaus í íhaldinu. Það er
nú einihver munur en hin stór-
huga íslenzka þjóð. Eða hvort
eru ekki öll blöð okkar uppfull
af allstoonar lofi, sem meira og
minna heimsfrægir útlendingar
hafa ausið yfir okkur? En lítum
okkur nær. 1 hversu miklu sam-
ræmi við nútómann eru reglur
okkar um áfengismál? Gengur
okkur nokkuð betur að endur-
skoða þær en Bretum gekk við
sir.a fjallgöngureglu?
Einhvernveginn hef ég aldrei
rekizt á hrósyrði útlendinga um
ástandið í áfengismálum á ís-
landi. Miklu fremur hefur mér
skilist af ummælum þeirra, að
við Íslendingar egum allt að því
hemsmet í brennivínagleði og
drykkjulátum. Og ekki læitur
æskan sibt eftir liggja. Sér til
uppörvunar hella menn gjarnan
í sig allt að potti af brennivíni.
Þar af verða menn gjarna ljóð-
rænir, gáfaðir, söngelskir, hug-
aðir og steíkir. Vegna þess síð-
asttalda getur því verið vara-
samt að vera nærri, þegar land-
inn fyllir sig. Þvi þá vilja menn
gjarnan „sparka með fótunum og
fljúga með höndunum“ eins og
Jón Vídalín lýsti reiðinni. Og
svíði einhvem í trýni að morgni
og telji það óverðskuldað, þá
segja menn gjarnan við hann,
þegar hann vill upphefja ákærur:
„Ja, en hann var nú fullur grey-
ið, þetta er annars hreinasta góð-
menni og óþanfi að vera að erfa
'þetta við hann.“ Þó svo að sekt-
ardómar séu íelldir, þá er jafn-
vel húsnæðislaust í Steininum,
eða viðkomandi.„góðmenni“ þarf
Halldór Jónsson
á öllum sínum aurum að halda,
og hvern furðar á því eftir sið-
ustu hækkun á brennivínL
En hvað gera landsins feður
til þess að firra spillingu hins
vangefna múgs, sem breytist að
vísu í háttvirta kjósendur með
árvissu bili. Jú, sett eru lög um
það, að stofnaðar skiuli áfengis-
varnanefndir í hverri sveit. Þann
ig má láta sljákka nókkuð í þeim
kjósendum, sem halda því fram,
að brennivín sé í raun réttri
bölvaður óþverri. Sjálfisagt er að
hafa vit fyrir óvi'tunum, sem
munu þó vera nær 90% þeirra ís-
lendinga, sem drukkið geta af
líkamsástæðum, með því að taka
það af þeim með einu banni og
basta. Áfengisvarnaráði eru svo
veittir styrkir, þó varla viti
nokkur lifandi maður hvað það
gerir við þá. Mestu mál skiptir,
að nú gefst góður friður til þess
að plokka eins margar krónur
af þrautsköttuðum borguTunum
og unnt er, með þvi að selja þeim
brennivín með hæztu álangn-
að skynsemin verði þorstamum
yfirsterkari. Þessu til stuðnings
vildi ég mega nefna nokkur
atriði, sem mér virðast blasa við
í þjóðlífinu:
IINiDVERSKU HELGILJODIN
BHAGAVAD-GITA
eru komin út í nýrri þýðingu Sörens Sörenssonar.
Bdkin er gefin út ■ aðeins 299
tölusettum eintökum. Fæst aðeins
hjá bóksölum ■ Rvík og útgefanda
Prentsmiðja Guðm. Jóhannssonar.
1) Rlkið þarf alla þá pen-
ir.ga, sem það getur með mokkru
móti náð af þegnum sínum, eigi
það að geta framkvæmt eitthvað
af því sem þegnarnir heimta af
því.
2) FÖl'kið vill drekika. Allt
tal um áfengisvarnir og það, að
almenningur vilji bann eða hölft,
virðist því vera úti í hött.
3) Markmið ríkisins virðist
þvi vera, skv. lið 1), að þegnar
þess drekki sem alilra meist á sem
hæstu verði. Þvi beri að upp-
ræta smygi.
Því er mér spurn: Séu þetta
forsendurnar fyrir „vínmenn-
ingu“ okkar, eigum við kjósend-
ur og drykkjumenn ekki heimt-
ingu á því ,að Áfemgisverzlun-
in reyni að örva okkur til frek-
ari viðskiptia með því að hafa
á boðstólum eins sterkt öl og
hiver vill? Lofa ökkur að velja
um framleiðslu alílra beztu brugg
húsa í heimi, svo sem hún vand-
ar úrval annars áfengis. Og selja
það eins dýrt og mögulegt er.
Það er staðreynd, að tekjur
rikisins af áfengissölu eru einn
aif þeim póstum, sem sízt má
án vera við samningu fjárlaga.
Persónulegar skoðanir á áfengi
breyta þar engu um. Þessa fjár-
hæð verður að ná inn, og hætt er
við, að ekki yrði því tekið þegj-
andi ef hennar yrði að afla með
beinum sköttum. Það er vissu-
lega illt tjl þess að vita, að þessi
liður skuli vera svona mikill
'hlut ríkisteknanna. Þar sjáum
við glöggt, hversu mikilla átaka
er þörf til þess að afla rí'kinu
nýrra tekjustofna, þó aðrar leiðir
megi fara en hina gamalreyndu,
sem sé, að fara beint í vasa al-
mennings. Má benda á þáttitöku
ríkisins í arðbærum stórfram-
kvæmdum. Þegar svo ríkið er
fjárhagslega öháðara tekjum af
brennivínssölu er hægt að tala
í alvöru um leiðir til þess að
bæta „vínmenningu“ okkar, en
ýmsa þætti hennar má rekja til
bannlaganna sálugu.
Það er staðreynd, hvað svo
sem heimaaldir sérfræðingar okk
ar í bindindismálum hafa fundið
upp, að gott öl er drykkur, sem
veykar betur á fólk heldur en
brennivín. Ö1 haflur róandi á’hrif
á menn og dregur úr bardaga-
fýsn. Ö1 er einnig fæða, fljó'tandi
brauð eins og Þjóðverjar kalla
það, þó að þeir hafi ef til vill
minna vit á ölmálum heldur en
gúttemplarar ökkar. Samt er það
miklu erfiðara að verða eins full-
ur af öli eins og brennivíni. En
þetta segjast gúttemplarar vita
betur en ég og þeir ráða eða hafa
gert það hingað til, þó svo óg
tali af reynzlu. Um hitt erum
við gúttemplarar svo aftur sam-
mála, að ekki ber að óska ís-
lenZku þjóðinni þess, að hér upp-
hefjist ölkrárlíf eins og t.d. er
algengt í fátækrahverfum í
Þýzkalandi og Englandi. En ölkrá
er ekki nauðsynlega það sama
og það, að öl sé fáanlegt, jafn-
framt öðrum áfengum drykkjum,
í landiniu. Það veit óg en varla
margir gúttemplarar.
En hví tregðast forsjármenn
okkar við að leyfa ölið. Hví virð
ast gúttemplarar ráða þessum
málum, þó vitað sé að þeir eru
mitoki færri en hinir sem áhuga
hafa á öhnálium. Yið skuium
reyna að gera okkur í hugar-
lund ástæðuna með þvi að hafa
hliðsjón af lið 3), þess er að
framan greinir.
1 brennivínsflaska kostar í
fraimleiðslu innan við 20 kr. Þar
af er glerið um helmingur verðs.
í útsölu er flaskan seld á 270
kr. eða með 1350% álagi. 1 flaska
af innlendu öli kostar lítolega í
framleiðslu um 3 kr. Glerflaska
uitanium er seld á 4 kr. Samtals
er þetta um 7 kr.
Farmenn, lagar og lofts, hafa
einir landsmanna heimild til þess
að flytja inn sterkt öl. Þetta er
með leyfi Tollgæzlunnar, hvað-
an sem hún fær heimild til þess
að leyfa slíkt. Þessir sömu selja
svo almenningi síðan ölflöskuna
á yfir 15 kr. og virðast færri fá
en vilja á því verði.
Ef Áfengisverzlunin ætlaði að
selja öl á svipuðu verði, næði
hún aðeirns um 200% álagi. Sé
gert ráð fyrir, að menn eyði svip-
uðum hundraðshluta tekna sinna
til áfengiskaupa, sést glöggt
hvert stefnir með tekjur rí'kisins
af áfengissölu, ef ölið útrýmdi
brennivininu að einhverju leyti.
Hinsvegar er hægt að verða fyllri
fyrir sama verð í brennivíni en
öli. Og það er einmitt það, sem
margir ætla sér að verða, þegar
þeir leggja leið sína í vínibúð.
Því ætti brennivínssala að við-
haldast að töluverðu leyti, þó svo
að öl væri fáanilegt. Auk þess
kæra sig ekki alilir um öl og vilja
heldur aðra áfenga drykki. Hins-
vegar veit ég, að margur ung-
lingurinn verður fyllri en hann
ætlar í upphafi, þegar han>n sezt
að brennivínsblandaðri gos-
dirykkju. Kennir hann ’ þar
reynsluleysis síns, því brennivín
út í gosdryklk getur verið meS
göióttari drykkjum. Alla vega er
öl drykkur, sem hefur stórum
vægari afleiðingar í flestum til-
fellum.
Ég hef al'ltaf átt dlálítið erfitt
með að skilja það, að drykkju-
skapur unglinga þurfi endilega
að fara í vöxt, þó selt sé í land-
inu sterbt öl með öðru áfengi.
Ekki yrði unglingunum auðVeld-
ara að ná í öl úr áfengisverzlun-
unum heldur en brennivíin. Eða
finnst mönnum þeim ganga nokk
uð illa að veröa sér úti um hið
síðarnefnda? Það er staðreynd,
að sá sem vill dreikika, hamn
drekkur hvað svo sem bann og
boð segir. Menn minnist aðeins
bannsins hór og bruggsins. Eða
iþá bansins í Bandaríkjunum og
þeirri skálm- og skeggöld, sem
af því leiddi. Er því ekki skyn-
samlegra að reyna heldur að
hafa áhrif á það, hvað umigling-
arnir drekka ef þeir endilega
vilja finna á sér. Væri t.d. etoki
hugsanlegt að leyfa ölkaup við
18 ára aldur ,en brennivin fyrst
21 áris? Það er ekki að vita nema
ölvun unglinganna yrði minna
áberandi ef þessi leið yrði farin.
IVIÓDEL
IMÓDEL
MJÖG FJÖLB REYTT ÚRVAL
AF MÖDELUM, BÍLABRAUTUM
SPORTVAL
Laugavegi 48. — Strandgötu 33, Hafnarfirði.
J