Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1965 STDHARIK STERKIR UTIR > STEINAR OG STERKIR LIT- IR, svipmyndir 16 myndlistar- manna. 262 bls. Skálholt h.f. STEINAR og sterkir litir er allt í senn, falleg bók, fróðleg og skemmtileg. Björn Th. Björnsson reifar efnið í formála. Fimmtán rithöfundar, flestir kunnir, skrifa um jafnmarga málara eða mynd- höggvara og einum betur. Flestir þættirnir eru meira eða minna í viðtalsformi. Og allir virðast þeir vera byggðir á persónulegum kynnum höfundar og listamanns. Höfundarnir gæta yfirelitt hófs — fæstir þeirra nota tækifærið til að auglýsa eigin andagift og verðleika, þannig að réttir aðilar , njóta sín í bókinni. Rithöfundar og myndlistar- menn eiga vel saman; kannski betur en nokkrir listamenn sömu igreinar. Samband ritlistar og myndlistar er í senn dularfullt og opinbert. Gömlu málararnir ortu í myndir sínar. Margir rit- höfundar dútla við myndlist í tómstundum. Og skáldhneigð mál ara og myndhöggvara er alkunn. Myndskreyttar Ijóðabækur eru einhver þekkilegasti munaður í þessu lífi. Þar upphefur hvort annað: myndin og ljóðið. Stund- um koma rithöfundar á mynd- sýningar og lesa þar úr verkum sinum. Það uppvekur klára stemning. „Það er eðli listamanns að vera sjálfhverfur," segir Björn Th. í formálanum. Ef þau orð skiljast ekki strax, þá skýrast þau að minnsta kosti við lestur bókarinnar. Og raunar þarf ekki að lesa hana, til að átta sig á inntaki þeirra. Maður þarf aðeins að skoða ljósmyndirnar á síðum bókarinnar, sem sýna listamanninn niður sokkinn í starf sitt eða hvílandi á legu- bekk í vinnustofu, umkringdan áhöldum sínum og verkefnum. Listamaðurinn er sjálfhverfur. Samt er hann alltaf að sýna sig. Þess vegna er honum hvorki eðli- legt né mögulegt að fela persónu sína. Hún birtist hvort eð er í verkum hans. Ef listamaðurinn er ekki bóhem að upplagi, eru sjálfsagt líkur til, að hann verði að minnsta kosti brot af bóhem vegna atvinnu sinnar. Ætli það sé ekki þessi sjálf- hverfa, útgeislandi persóna lista- manna, sem gerir marga þeirra að þjóðsagnapersónum í lifanda lífi? Flestir þættirnir í Steinum og sterkum litum (allt of klúðr- að nafn á svona góðri bók) bera keim af þjóðsögu. Listamaðurinn er nefnilega bæði galdramaður og útilegumaður í samfélaginu. En lítum aðeins á þættina sjálfa. Sigurður A. Magnússon riður á vaðið og skrifar um Ásmund Sveinsson. Meginhluti þáttarins er viðtal, og hygg ég hann nái meistaranum vel í því viðtali. Ég minnist þess, að Gunnar heitinn Rúnar sýndi mér einu sinni prýðisgóða mynd, sem hann hafði tekið af Ásmundi, og sagði um leið: „Er þetta ekki stórkost- legt sambland af búra og heims- borgara?" Ásmundur er einn þeirra manna, sem bera persónu. Sálu- félag við hann og Sigurð A. mun engum spilla. Næstur er þáttur Baldurs Ósk- arssonar. Baidur skrifar um Jón Engilberts. Það er eitthvað forn- mannslegt, eitthvað vikingslegt, eitthvað stórbrotið við Egilberts; eins og hann sé genginn beint út úr Landnámu. Baldur gerir hon- um tæpast nógu góð skil, reynir að vera háfleygur sjálfur og láta ljós sitt skína, sem ekki tekst. Og ekki rennir mig grun í, hvað Baldur á við, þar sem hann seg- ir, að Jón Engilberts sé „natúral- SViPMYNDiR 16 MYNDUSTARMANNA isti að vitund almennings." Gísli Sigurðsson ritar prýði- legan þátt um Eirík Smith. Fáir gera verkefni sínu betri skil í þessari bók. Hannes Pétursson situr þrjú kvöld andspænis Sigurði Sigurðs syni og rabbar við hann um lífið og listina. Þar eru tveir Skag- firðingar, sem skilja hvor annan. Þægileg, heimspekileg ró hvílir yfir samræðum þeirra. Sveinn Einarsson talar við Nínú Tryggvadóttur. Hann setur samtalið upp í leikritsformi; auð vitað, leikhúsmaðurinn. Nína spilar á harmóníku og segir, að sér finnist „New York í dag meiri miðstöð fyrir málara en London eða París.“ Næstur er Matthías Johannes- sen og ræðir við Gunnlaug Scheving. Matthías er hinn mikli viðtalsmeistari íslenzkra bók- mennta. Hann hefur fágað það form svo mjög, að helzt minnir á smásagnaform, eins og það ger- ist fullkomnast. Ef íslendingar V£Mim ZENITH sjónvarpstæki í miklu úrvali — Sjónvarpsborð — Sjónvarpsloftnet með öllu tilheyrandi — ZENITH viðtæki með báta- bylgju og amatörsviðum, tilvalin fyrir loft- skeytanema. Tækin eru með bandspread og Beat Frequency Oscillator. — ZENITH heyrn- artæki fyrir heyrnardauft fólk eru heimþekkt fyrir gæði. í kjóla- og leikfangadeildinni Amerískir barna- og kvenkjólar í fjölbreyttu úrvali — einnig í hálfum númerum. — Amerískar brúður og bangsar, allt mjög falleg- ar jólagjafir, sem einungis fást í RADÍÓ- NAIJST, í Fons, Keflavík, hjá Elís Guðnasyni, Eskifirði, Fönn, Norðfirði og hjá Sigurði Guð- mundssyni, Hnífsdal. ÚTILJÓSAPERUR með lituðum perum. KINDASKINN í mörgum litum, í gjafakössum. Teppaz transistorvið- tæki með plötuspilara. Tækin hafa bátabylgju svið. — Teppaz ferða- plötuspilarar í mörgum gerðum. Teppaz- stereo spilarar í úrvali, svo og magnarar og hátalarar. SONOLOR Sonolor transistor viðtæki hafa náð miklli útbreiðslu á íslandi, sakir gæða sinna, fallegs útlits og lágs verðs. Sonolor tækin hafa báta- bylgjusvið ásamt öllum öðr- um algengum bylgjusviðum. Sonolor tækin er hægt að hafa í bílum, og eru þar til gerðar festingar og skúffur fáanlegar. Radiónaust h.f. Laugaveg 133 - Sími 16525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.