Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ l Laugardagur 18. des. 1965 — Um bækur Framhald af bls. 6 fyrir sterkum áhrifum af öðrum Ihöfundum í þeim efnum, né heldur hefur hann sjálfur haft éhrif á stíl annarra höfunda. Sjaldgæf orð og orðtök er fá að finna í sögum hans. Ekki verður heldur sagt, að hann hafi ástund »ð neins konar sérvizku í stíl og framsetningu. Sá sem leitar gulls Og grjóts í orðfæri l>óris Bergs- sonar mun ekki hafa erindi sem erfiði. Lesandinn hrekkur ekki upp vegna hrópandi kringilyrða, né heldur mun hann hnjóta um hnökra og hortitti. Allt er með sama látleysinu. í Sama máli gegnir um sögu- persónur Þóris Bergssonar. Þær eru flestar eins og venjulegt fólk •— eins og hversdagsfólk, skulum við segja. Þórir Bergsson hefur ekki bú- lð til neina Kristrúnu í Hamra- vík eða Bjart í Sumarhúsum. Árangurslaust væri að leita að elíkum fágætum í sögum hans. Svipuð verður niðurstaðan um atburði þá, sem sögurnar greina frá. Þeir eru yfirleitt jafnhvers- dagslegir og fólkið, þó undan- tekningar séu fremur frá því. Þar er ekki kynt undir með ofsafengnum ástríðum og fun- heitum tilfinningum. Öllu er í hóf stillt eins og í daglegu lífi venju- legs fólks. Hvert er þá megingildi sagna Þóris Bergssonar? Þannig má spyrja. En erfiðara getur reynzt að svara, alveg eins og það vefst fyrir mörgum að útskýra sjálfsagða hluti, sem virðast þó liggja í augum uppi. Það er ekki auðveldara að skil- greina einfaldleikann en ýkjurn- ar. Einhvern tíma lét tízkufröm- uður hafa eftir sér, að maðurinn ætti að vera vel klæddur án þess nokkur tæki eftir, að hann væri vel klæddur. Kannski mætti nota þá stað- hæfing sem líking um Þóri Bergs son: höfund og verk. í sögum hans er ekkert óþarfaskraut, eng ir æsandi litir, engin dáleiðandi form, engar krassandi nýjungar. Þar er allt slétt og fellt. Samt munu fáir leggja bækur hans frá sér hálflesnar. Sögur hans taka sér bólfestu í hugan- um og víkja þaðan seint. Fólk og atburðir sagnanna samtvinn- ast. Hvort tveggja verður svo samgróið lífsreynslu lesandans. Og spyrji maður sjálfan sig, hvers vegna sögur Þóris Bergs- sonar séu svo minnisstæðar, sem raun ber vitni, getur líka orðið tregt um svör. Maður freistast aðeins til að minna á, að öll mikil list er í sjálfu sér einföld. íburðarmikið skáldverk kann að vísu að vera snilldarverk — þrátt fyrir íburðinn, en ekki vegna hans. Auðséð er, að Þórir Bergsson hefur numið í skóla þeirra meist- ara, sem lyftu smásagnaforminu hvað hæst á seinni hluta nítjándu aldar. Þeir reiknuðu formið, vógu, mældu, juku við og felldu úr, þar til öll hlutföll voru rétt samkvæmt óskráðum formúlum þeirra tíma. Þeir gerðu smá- sagnaritun að þess konar línu- dansi, sem fáum einum hefur tek izt að leika eftir þeim síðan. Þórir Bergsson Stundum hefur orðið úr þessu hreinn leikur með form; t.d. þeg ar samin er heil saga utan um næstum ósýnilegan kjarna — eitt orð «ða óverulegt smáatvik. Þess konar formleik hefur Þórir Bergsson ástundað með góðum árangri, eftir því sem unnt er. Má í því sambandi minna á söguna Brosið, þar sem lykillinn að sögunni felst í einu orði, síðasta orðinu. En formgaman sem þetta, þó skemmtilegt kunni að vera, ber hnignunina í sjálfu sér og gagn- ast höfundi einungis sem æfing til meiri átaka. Enda munu teljast merkari þær sögur Þóris Bergs- sonar, sem greina frá stórbrotnari örlögum, eins og Stökkið og Slys í Giljareitum, svo dæmi sé tek- ið. Þær sögur verða lengi lesn- ar. Skáldsögur Þóris Bergssonar eru ekki sambærilegar við beztu smásögur hans, en standa þó fyr- ir sínu. Fyrri sagan, Vegir og vegleysur, er indæl lesning. Þar fara saman vitsmunir og tilfinn- ingar. Höfundurinn hefur gætt hófs í öllum greinum. Ekki er örgrannt, meira að segja, að hann hafi verið fullhófsamur í persónumótun og atburðafrásögn. Vammleysi og sjálfsafneitun að- aLsöguhetjunnar frammi fyrir óvæntum freistingum er svo ástríðulaus, að nálgast deyfð. Sagan hefði verið bæði áhrifa- ríkarí og betri, ef lagður hefði verið í hana eilítið meiri blóð- hitL Um seinni söguna, Hvít- sanda, má raunar segja hið sama, þó henni sé markað ann- að svið. Eitt er athyglisvert við báðar þessar sögur, en þac er hin djúpa náttúrukennd, sem höfundurinn framkallar í hæfilega blæbrigða- ríku orðavali. Sólskinsstemm- ingin í skáldsögunni Vegir og vegleysur er ekki skrifborðs- stemming, engin gerviljósaleift- ur, heldur ósvikin sumardýrð. Þess konar lýsingar skrásetur sá maður einn, sem þekkir til að bera saman víðerni landsins ann- ars vegar og innhverfu andans milli fjögra veggja kontórsins hins vegar. Um kveðskap Þóris Bergsson- ar tel ég ekki áistæðu að fjöl- yrða hér. ----★----- Ritgerð Hagalíns um höfund- inn og verk hans e_r bæði fróð- leg og skemmtileg. f rauninni er hún svo gagnger, að betur verð- ur tæpast um það efni fjallað i stuttu máli. Hagalín er einn af okkar fremstu ritskýrendum. Honum tekst jafnan að greina þann nákvæma samhljóm, sem er frumundirtónn og auðkenni skáld skapar. Afstaða hans til höfund- ar og verks er ávallt samúðar- eðlis. Þar fyrir dregur hann aldrei fjöður yfir það, sem hon- um þykir ábótavant. Hagalín hefur nú skrifað um samtíðarbókmenntir í nærfellt fimmtíu ár. Og hann hefur fylgzt með ritferli Þóris Bergssonar frá upphafi. Ólíklegt er, að nokk- ur annar maður hefði gert verk- um hans betri skil. Eitt skyggir á útgáfu þessa rit- safns: prentvillurnar í því eru óskiljanlega margar. Erlendur Jónsson. Stýrimann og matsvein og tvo beitingamenn vantar á 80 rúml. vertíðarbát frá Sandgerði. Upplýsingar í síma 7561 og hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna. i Þetta er eina bókin, sem rituð hefur verið um Jacqueline Kennedy og líf hennar í Hvíta húsinu. — Höfundurinn, Charlotte Curtis, er þekkt blaðakona við New York Times, og hafði hún mjög góða aðstöðu til að afla sér efniviðar í bókina sakir persónulegra kynna sinna af forsetafrúnni. Bókin er afar greinar- góð og vel rituð og tilvalin jólagjöf handa eiginkonu, unnustu eða dóttur. í bókinni eru margar myndir af Jacqueline Kennedy og fjölskyldu hennar. BÓKA ÚTGÁFAN Á eftirlitsferð við Hollandsstrendur sagði Rommel: Trúið mér, Lang, fyrstu tuttugu og fjórar klukkustundir innrásarinnar munu ráða úrslitum ... fyrir Bandamenn og Þjóð- verja verður það LENGSTUR DAGUR. Innrás Bandamanna hófst 6. júní, klukkan 00,15, er fyrstu fallhlífarhermennirnir svifu til jarðar í Normandy. Fimm þúsund skip röðuðu sér í næturmyrkrinu úti fyrir innrás- arsvæðunum. Þýzku herforingjarnir höfðu fregnir af innrásinni, en trúðu þeim ekki fyrr en of seint. Hitler lagðist til svefns klukkan 04.00. Klukkan 06.30 komu fyrstu hersveitir Bandamanna í fjöruborð Nor- mandy. Blóðugar orrustur hófust, er geisuðu allan daginn. Undir miðnætti var varnar- veggur Þjóðverja brotinn, LENGSTUR D A G U R var að baki, hersveitir Banda- manna geystust inn á meginland Evrópu — Cornelius Ryan segir um bók sína: LENGST- UR DAGUR er ekki hernaðarsaga, heldur saga um fólk; mennina úr herjum Banda- manna, óvinina sem börðust við óbreytta borgara, er lentu í hringiðu atburðanna. Bók Paul Brickhills, „Að flýja eða deyja“, er vafalaust sérstæðasta safn flóttasagna úr heimsstyrjöldinni síðari. Sögurnar, átta tals- ins, fjalla á ævintýralegan hátt um flótta brezkra flugmanna úr fangabúðum óvin- anna; flótta um eyðimörk, flótta um Pólland og Rússland, flótta með aðstoð kvenna og flótta með fljótabát. Þær lýsa nákvæmum undirbúningi, ótrúlegum skilríkjafölsunum, spillingu fangavarða og hæfileikum flótta- mannanna, sem nú horfðust í augu við nýjan þátt styrjaldarinnar. Þeir tóku öðrum fram í því að læra leikreglur grimmilegrar bar- áttu, umsnúa þeim og hagnast á öllu saman. — Höfundurinn, Paul Brickhill, er löngu frægur fyrir frásagnir sínar, sem hann hefur skrásett um atburði úr síðasta stríði. — Næg- ir þar að minna á bók hans „Flóttinn mikli“, en kvikmynd gerð eftir henni, var sýnd í Tónabíói við fádæma aðsókn. — Bókina prýða allmargar ljósmyndir af söguhetj- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.