Morgunblaðið - 30.12.1965, Síða 3
Fimmtudagur 30. des. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
3
ÍSLENZKA sjónvarpið — eða
Sjónvarpsdeild ríkisútvarpsins
eins og stendur á koparplötu
við dyr þess, — er til húsa
á Laugavegi 176. í>ar er um
þessar mundir unnið af kappi
við undirbúning sjónvarpsins.
Iðnaðarmenn eru a'ð störfum
í sjónvarpssalnum, eða „aðal-
stúdíóinu", sem er æfinga- og
upptökusalur. Þarna er einnig
minna æfingastúdíó, fundar-
herbergi, búningsherbergi,
förðunarherbergi, tækni-
fræðingaherbergi, vélasalir og
svo framvegis, og svo eru
auðvitað mörg herbergi, þar
sem starfsmenn lista- og
skemmtideildar og fræðslu- og
fréttadeildar hafa a'ðsetur.
Þegar blaðamaður Mbl. kom
þarna inn í gær, hitti hann
fyrst að máli séra Emil Björns
son, dagskrárstjóra fræðslu-
og fréttadeildar. Hann kvað
nú einkum unnið að gagna- og
Upplýsingasöfnun í sinni deild,
Litið inn
en auk hans starfa þeir Mark
ús Örn Antonsson og Magnús
Bjarnfreðsson við hana. Ver
íð væri að koma upp safni
ljósmynda frá ýmsum stöðum
í Reykjavík og úti á landi, og
gengi það starf vel. Nauðsyn-
legt væri fyrir sjónvarpið að
eiga gott safn mynda af stöð
um, stofnunum og mönnum,
sem hægt væri að grípa til,
hvenær sem væri, enda væru
samgöngur oft stopular hér á
landi, ekki sízt á vetrum, svo
að ekki væri hægt að senda
myndatökumenn hvert á land
sem væri me’ð stuttum fyrir-
vara. Markús hefur unnið að
þessari söfnun ásamt Andrési
Indriðasyni, sem er starfsmað-
ur lista- og skemmtideildar-
innar. Markús vinnur hins
vegar að því nú að skrásetja
allar íslenzkar kvikmyndir
bæði gamlar og nýjar. Til sýn
inga í sjónvarpinu koma ein-
ungis til greina 16 mm mynd
ir fyrst um sinn, en síðar verð
ur einnig hægt áð sýna 35
mm myndir. Þá hefur Emil tek
ið saman frumdrög að fyrir-
komulagi fréttaþjónustu í sjón
varpi, og eru þau nú til álita
hjá útvarpsráði og útvarps-
stjóra. Emil var á þriðja mán
uð í Bandaríkjunum á þessu
ári að kynna sér sjónvarps-
starfsemi, lengst af við sjón-
varpsstöð í Minneapolis.
Jón Þorsteinsson, deildar-
verkfræðingur, skýr'ði frá því,
að fljótlega eftir áramótin
verði farið að senda út kyrr-
stæða mynd frá sjónvarpinu,
sem verður væntanlega sýnd
seinni hluta dags og fram eftir
kvöldi. Hér er um þjónustu
við sjónvarpseigendur og vænt
anlega sjónvarpskaupendur að
ræða, sem geta þá séð, hvort
þeir ná íslenzku stöðinni nægi
lega vel. Verður hægt að stilla
tækin eftir þessarL mynd.
Pétur Guðfinnsson, skrif-
stofustjóri sjónvarps, sagði
stefnt að því að hefja reglu-
legar útsendingar á árinu
1966, en varla fyrr en upp úr
miðju ári. 19 menn eru þegar
samningsráðnir við sjónvarp-
ið, en heimild er til þess að
ráða 30 alls.
— Því má skjóta hér inn í,
að skv. upplýsingum, sem
blaðamaðurinn hefur aflað
sér, var gert ráð fyrir 220
manna starfslfði við írska sjón
varpið, þegar það hóf staf-
semi sína fyrir þremur árum.
Nú vinna um þúsund manns
við það.
Pétur sagði sjónvarpsskýrsl-
una gera ráð fyrir því, að sjón
varpað yrði 20—25 tíma í viku
í upphafi. Yröi því tveggja til
þriggja tíma útsending dag-
lega, og að auki verður end-
urteknu efni sennilega sjón-
varpað seinni hluta dags á
laugardögum og sunnudögum.
Tólf menn eru ráðnir við
tæknideildina, en forstöðu-
maður hennar er Jón Þor-
steinsson, deildarverkfræðing-
ur. Níu þeirra eru nú á nám-
skeiði í Kaupmannahöfn, einn
er ókominn til starfa, og hinn
ellefti er Gísli Gestsson, kvik
myndatökumáður. í marzmán-
uði næstkomandi fer Andrés
Indriðason til Kaupmanna-
hafnar og mun þá starfa að
töku sjónvarpsþátta 1 sam-
vinnu við hina íslenzku tækni
menn, sem verða þá í þann
mund að ljúka námi. Andrés
er nýkominn frá Kaupmanna-
höfn og Arósum, þar sem
hann hefur verið í alls tvo
mánuði á námskeiði hjá
danska sjónvarpinu, „produ-
cer-kursus“, þar sem kennt
var, hvernig stjórna á dag-
skrárli’ðum. Þar fékk hann
tækifæri til þess að gera einn
þátt, sem fjallaði um efnið
„Lögreglustöðin". Einnig gerði
hann fimm mínútna kvik-
mynd um ráðhúsið í Árósum
og aðra tuttugu mínútna um
efnið „Koma“. Andrés samdi
tal og texta vi'ð þessar mynd
ir og fékk tækifæri til þess að
nota eigið hugmyndaflug.
Þeir Magnús Bjarnfreðsson
og Markús Örn Antonsson
fara að öllum líkindum bráð-
lega utan á námskeið til þess
að kynna sér sjónvarpsstarf-
semi. Ætlunin er þá að halda
fyrst til Bretlands og síðan
til Skandinavíu.
Steindór Hjörleifsson er
dagskrárstjóri lista- og
skemmtideildar, en auk hans
eru þeir Tage Ammendrup og
Andrés Indri’ðason við deild-
ina. Tage fer utan um ára-
mótin til þess að kynna sér
sjónvarp í Danmörku. Þar
verður hann í mánuð, en síð-
an fer hann til Bretlands og
verður hjá BBC í tvo mánuði.
Nú er verið að vinna að dag-
skrá um jólahald í Reykjavík.
Hefur veri’ð farið víða um
borgina og margt myndað, svo
sem jólaskreytingar á götum
úti, vöggustofa Thorvaldsens-
félagsins, Elliheimilið Grund
og jatan hjá Sankti Jósefs-
systrum.
Steindór kvaðst enn vera
bundinn störfum hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur, en um leið
og hann losnaði þaðan, mundi
hann reyna að komast á dag-
skrárstjórnar-námskeið erlend
is. Hann kvað allt vera enn á
svo miklu byrjunarstigi, að
ekki hefðu verið ákveðnir
neinir sérstakir skemmtiþætt
ir, en lista- og skemmtideild-
in mun leggja tillögur 'fram
í janúar fyrir útvarpsráð. Um
þessar mundir eru að berast
svör erlendis frá við tilboðum,
sem héðan hafa veið send í
listrænt efni og skemmtiefni.
Svör hafa þegar borizt frá
Bandaríkjunum og Bretlandi,
og von er á svörum frá megin-
landi Evrópu, bæ'ði austan
tjalds og vestan. Þá eru starfs-
menn deildarinnar að leita
fyrir sér um „ný andlit" og
nýja „skemmtikrafta", og er
ekki ólíklegt, að margir, sem
nú eru lítt þekktir hér á
landi, eigi eftir að geta sér
frægð á sjónvarpstjaldinu
innan tíðar.
STAKSTFI Wlí
Hagspeki Framsóknai
Hagspeki Framsóknarforkólf-
anna hefur löngum þótt sérstaeð,
og framlag þeirra til umræðna
um efnahagsmál aldrei verið
ýkja merkilegt. I forustugrein
blaðs þeirra í gær segir:
„Rétt er að geta þess, að spari
fjárfrystingin hefur stundum ver
ið rökstudd með því, að halda
verðlagi stöðugu. Reynslan hef-
ur hinsvegar sýnt, að verðþensla
hefur aldrei verið meiri en síð-
an frystingin kom til sögunnar,
og hefur hún því bersýnilega
engan árangur borið á því sviði.“
Um þessa fullyrðingu má auð
vitað segja, að þar sem ekki hef
ur tekizt betur að halda verð-
þenslunni innan skynsamlegra
takmarka, þrátt fyrir sparifjár-
frystinguna, sé nokkuð öruggt,
að hefði hún ekki komið til sög
unnar, mundi verðþenslan hafa
orðið ennþá meiri, en raun hefur
á orðið. Þetta sjá allir menn með
heilbrigða skynsemi nema Fram
sóknarforingjarnir.
Lánsf j árskortur inn
Framsóknarmenn halda þvi
fram, að lánsfjárskortur atvinnu-
veganna stafi ekki af því að láns
fé vanti, heldur vegna „spari-
fjárfrystingarinnar." Þeim, sem
þetta hafa skrifað hlýtur að vera
ljóst, að þetta eru blekkingar,
þvi að svona einfalt er málið
ekki Sannleikurinn er nefnilega
sá, að á Seðlabanka íslands hvíla
ýmsar kvaðir um endurkaup á
framleiðsluvíxlum sjávarútvegs
og landbúnaðar, og ýmsar fleiri
skyldur og það er einmitt „spari
fjárfrystingin“, sem gerir Seðla-
bankanum kleift að standa við
þessar skuldbindingar sinar. Það
er því alrangt, þegar Framsókn-
armenn halda því fram, að „spari
fjárfrystingin“ sé orsök láns-
fjárskortsins. Hún gerir Seðla-
bankanum einmitt kleift að
standa við skuldbindingar eins
og t.d. um endurkaup á afurða-
víxlum landbúnaðarins og fleiru
slíku. Þá segir í þessari gagn-
merku Tímagrein:
„Það er kunnara en rekja
þurfi, að atvinnuvegir landsins
búa við stórfelldasta lánsfjár-
skort og stendur hann framar
öðru í vegi þess, að framleiðslu-
geta þeirra sé hagnýtt á sem
fyllstan og hagkvæmastan hátt.“
Það er að vísu rétt, að láns-
fjárskortur ríkir hér á Iandi og
hefur ríkt á hinu mikla umbylt-
ingartímabili síðasta aldarfjórð-
ungs. Það er gömul saga en ekki
ný. Hitt er svo alveg ljóst, að
vinnuaflsskorturinni á ekki síður
þátt í vissum erfiðleikum at-
vinnuveganna en lánsfjárskort-
ur.
Blekking
Það er gömul saga, að ágæt-
ustu menn láta blekkjast af marg
víslegum áróðri sem uppi er hafð
ur. Þannig má skilja á leikdómi,
sem birtist í Morgunblaðinu í
gær, að „hernaður“ Bandaríkja-
mannta í Vietnam sé nærtækt
dæmi um það, að styrjaldir séu
„kaldrifjuð slátrun vegna valda-
streitu og mikilmennskubrjál-
æðis“. Enginn vill verja styrjald-
ir sem slíkar. Það er hins vegar
óhrekjanleg staðreynd, að strið-
ið í Vietnam hófst með árásum
kommúnista á Suður-Vietnam.
Þær árásir voru brot á Genfar-
samnimgunum, sem gerðir voru
1954. Eftir því sem þessar árásir
hafa magnazt, hafa Bandarikin
konuð Suður-Vietnam til hjálp-
ar, eins og þau hafa komið mörg-
um öðrum þjóðum til hjálpar frá
stríðslokum, þegar á þær hefur
verið ráðizt af kommúniskum
árásaröflum. Það er enginn eðlis-
munur á átökunum Viet Nam,
Kóreu, og þeim átökum, sem
staðið hafa um Berlín. Það er illa
farið, þegar jafnvel ágætustu
menn láta blekkjast.
Séra Emil Björnsson og Mark ús örn Antonsson.
Pétur Guðfnnsson, framkvæ mdastjóri sjónvarpsins, og Jón
Þorsteinsson, deildarverkfræð ingur.