Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 17
ÞriðjMdagur 4. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Viö erum á réttri leið (Jtvarpsávarp Bjarna Be nediktssonar, forsætis- ráðherra á gamlárskvöld ! ALKUNNUG er sú líking, sem höfð var um einn stjórn- málamann okkar daga, að á efri árum hans hefði hnötturinn Ihverfst í hendi hans með sama hætti og hann í æsku handlék geitarost. Ég hygg, að fáir stjórn- málamenn mundu sjálfir lýsa völdum sínum með slíkri sam- líkingu, þótt skáldleg sé. Hitt faefi ég séð haft eftir ýmsum þeirra, sem atkvæðamestir voru, að þeir hafi litlu eða engu ráðið um meginrás atburðanna. Gæfu- muninn hafi gert, hvort þeir brugðust rétt við því, sem þeir réðu ekki við. Dæmi þessa er það, þegar sam- band íslands við konung sinn og dönsku stjórnina, sem fór með utanríkismál landsins rofnaði með hernámi Danmerkur. íslend- ingar réðu engu um þá atburði, en við þeim varð að bregðast með einum eða öðrum hætti. Trauðla verður um það deilt, að hinn rétti kostur var valinn. Þótt óviðbúnir væru, tóku ís- lendingar í sínar hendur hið æðsta vald yfir málefnum þjóð- arinnar. Það vald hafði þá verið utanlands í nær sjö aldir allt frá árinu 1262. Endurreisn lýðveld- isins hinn 17. júní 1944 var ein- ungis formleg staðfesting þess ástands, sem skapaðist í apríl 1040. Ekki er óeðlilegt, að menn faugleiði nú í árslokin stöðu lands og þjóðar eftir þau tuttugu og fimm ár, sem síðan eru liðin. Landið nýtur virðingar og trausts ! Óhjákvæmilegt er, að við, sem verið höfum í miðri ösinni öll iþessi ár, verðum taldir vilhallir í dómum okkar. En við erum ekki einir til frásagna. Svo vill til, að einmitt þessa dagana hafa tveir menn látið til sín heyra um það, sem á þessu tímabili hefur gerzt. Annar þeirra hefur flestum fremur betri aðstöðu til að líta hlutlaust á og hinn sennilega flestum minni tilhneigingu til að lofa núverandi valdhafa. Sá íslenzkur sendiherra, sem vegna stöðu sinnar hefur sjálfur búið í fleiri höfuðborgum en nokk ur annar og engan þátt hefur tekið í íslenzkum stjórnmiála- deilum, sagði í ræðu, sem hann faélt hinn 3. desember s.l. „Á alþjóðavettvangi nýtur Is- land í dag virðingar og trausts, þrátt fyrir fámenni okkar. Þetta byggist ekki nema að litlu leyti á sögu okkar eða menningu, fornri eða nýrri, eins og við þó Ikynnum að ætlá — því að um Bögu ökkar og menningú vita svo fáir í heiminum — heldur á það að miklu léyti rót sína að irekja til framkomu íslands eft- ir að það kom fram á sjónar- •viðið á vettvangi alþjóðamála, •— því að utanríkismálum íslands faefur verið skynsamlega stjórn- »ð, og við höfum átt í utanríkis- þjónustunni ýmsa mikilhæfa sendimehn, ekki sízt Thor Thors.“ Uni ástandið inn á við sagði einn þeirra, sem harðast hefur gagnrýnt íslenzkt þjóðskipulag og er í hópi eindregnustu andstæð inga núverandi ríkisstjórnar, Ihinn lö. desember orðrétt á þessa leið: „Við þurfum sannarlega ekki að blygðast okkar í samanburði við áðra fyrir þá éfnafaágsþróún, •em, hér hefur orðið á undan- tförnum áratugum. Og efnahags- lega séð efum við betur færir til þess en nokkru sihhi fyrr áð tóðast í ný verkefni.“ Ef dómur hins víðförla híut- lausa embættismanns og! hafð- skeytta stjórnarandstæðings eru réttir, þá mega allir þeir, sem lagt hafa hönd að verki, vissu- lega vel við una. Þar er og eng- um einum, hvorki flokki né manni, að þakka. Á þessu aldar- fjórðungsbili hafa allir fjórir faöfuðflokkar farið einhvern tíma með völd í landinu, að vísu mis- jafnlega lengi og í ólíkum sam- steypum, og um skeið var ó- flokksbundin utanþingsstjórn. Flokkarnir fjórir faafa aldrei unn ið saman í stjórn allir samtímis, en þó er enginn þeirra, sem ekki hefur einhvern tíma verið í stjórn með einhverjum hinna. SMks eru fá dæmi í öðrum lönd um, enda hefur sænskur fræði- maður, Nils Andrén, sem skrifað hefur bók um stjórn og stjórn- mál á Norðurlöndum, dregið af þessu þá ályktun, að flokka- ágreiningur í íslenzkum stjórn- málum sé ekki úr hófi alvarleg- ur. Sú skoðun er fróðleg fyrir þá, sem fárast yfir, að flokka- barátta sé að komazt hér öllu úr skorðum. Verðbólgan ólæknuð meinsemd Sízt vil ég þó gera of mikið úr okkar góða samkomulagi né skjóta mér á bak við aðra og láta svo sem hér mætti ekki ótal margt betur fara. Er þess þá skemmst að minnast, að verð- bólgan, sem hófst skjótlega eftir að atvinnuleysi var útrýmt með setuliðsvinnUnni á stríðsárunum, er enn ólæknuð meinsemd. Og væri þó synd að segja, að ekki hafi verið uppi hafðir tilburðir til lækninga af öllum þeim, sem faér hafa farið með völd allt frá árinu 1041. Einstaka góðviljaðir menn telja nú horfa svo illa í þeirri viðureign, að þeir æskja samstjórnar allra flokka, ef það mætti ráða niðurlögum mein- vættarins. Segja má, að slík stjórnarmyndun sýndi alvarlegan ásetning um að láta til skarar skríða. En hætt er við að hér sé auðveldara um að tala en í .að komast, því að hingað til hefur aldrei tekizt að mynda hér sam- stjórn allra flokka. Og þriggja flokka stjórnir hafa einmitt sundrazt vegna ósamkomulags um hver ráð væru tiltækileg gegn verðbólgunni, jafnskjótt og verulega reyndi á. Því fer þó fjarri, að með þessu sé sagt, að samstjórn allra flokka geti aldrei átt við. Úr því skera aðstæður og atvik hverju sinni. En um svo óvenjuleg úrræði fæst naumíist samkomulag, nema neyð arástand blasi við og líklegt sé, að því verði létt af með ráð- stöfunum, sem menn telji að faafi tilætluð áfarif í fyrirsjáan- legri framtíð. Um verðbólgu er það hins vegar svo, að hún er mein, sem ómögulegt er að lækna fyrir fullt og allt á þann veg, að tryggt sé, að hún blossi ekki upp aftur, enda orsakirnar ólíkar í eðli. Aldrei verður um of brýnt fyrir mönnum, að ekki er til nein endanleg lausn efnahagsmála. Þó að vandi þeirra sé leystur í dag, kann hinn sami, svipaður eða enn annar að rísa upp aftur á morgun. Eftir stormahlé get- ur hvesst illilega aftur áður en varir. Ég get og ekki varizt því, að mér, kemur stundum í hug Mynda saga, sem ég sá og lás í barna- blaðinu Uriga íslandi í bernsku minni. Farandpiltur kom til konu og,, bauð henni, til kaups rottu- gildru. Konan svaraði: „Hér eru engar rotturK Pilturinn svaraði: aði poka og hleypti rottunum inn á gólf í eldhúsi húsfreyju. Hún sveipaði um sig pilsinu, hoppaði upp á stól og keypti gildruna um svifalaust. Óneitanlega yrði það helzt til hægur og til langframa hættulegur leikur, ef stjórnmála- flokkur gæti með því að efna til vandræða, knúið sig inn í ríkis- stjórn. Stjórnmálaflokkarnir hafa efna hagsmálin ekki heldur svo á valdi sínu, eins og þeir ýmist sjálfir hæla sér af eða ásaka and stæðinga sína fyrir. Bezt fex á því, að þeir sirini þeim verkefn- um, sem þeim er ætlað, en láti öðrum almannasamtökum eftir að fást við þau, sem þessi samtök eru stofnuð til að sinna. Alþekkt er, að lagaboð stoða lítt, nema þau styðjist við rétt- arvitund eða a.m.k. hlutleysi al- mennings. Úr því að svo er um þau efni, sem menn láta sér í léttu rúmi liggja, þá er ekki við því að búast, að auðvelt sé að halda uppi lagaboðum um vinnu og kaup almennings, nema þau njóti skilnings hans eða a.m.k. hlutleysis. Lífskjör og „lífsþægindagræðgi“ Engan má undra, þótt efna- hagsmálin liggi ekki tafarlaust opin fyrir öllum. Suma skortir þá þolinmæði, sem þarf, og víst er það rétt, að þjóðfélagið hefur ýmsum öðrum skyldum að gegna en sinna einungis efnahag borg- aranna. Þess vegna er skiljan- legt að þeir, sem annað er ofar í fauga, fordæmi „lífsþæginda- græðgina", sem þeir kalla svo. Frá fornu fari hafa fáir getið sér meiri virðingu en þeir, sem afneitað hafa heimsins gæðum, lífsþægindum, ef menn vilja taka svo til orða. En þeir, sem eru af þessum heimi og í honum lifa, verða að viðurkenna þá stað- reynd, að þeir eru sárafáir, sem svona líta á. Hvort sem siðbótar- mönnum þykir Ijúft eða leitt, eru aukin lífsþægindi, bætt lífs- kjör, á meðal þess, sem fjöldan- um þýkir eftirsóknarverðast. Allra sízt ættum við, sem í okkar þjóðféiagi, þar sem stétta- og aúðlegðarmunur er þó minni heldur og fengið að læra utan lands og innan það, sem okkur lysti, að hneykslast á „lífsþæg- indagræðgi“ annarra, á meðan mikill fjöldi landa okkar verður að vinna myrkranna á milli til þess að hafa í sig og á, og nýtur naumast nema á stórhátíðum svo sjálfsagðra lífsþæginda sem að fá að vera með fjölskyldu sinni, konu og börnum. Sagt er, að % hlutar mann- kynsins búi enn við skort nauð- synlegra fæðuefna. Það er stolt okkar, að nú skuli úr sögunni hiri sára neyð, sem þjáði þúsund ir og aftur þúsundir íslendinga fyrir 25 — 30 árum. Við meg- um ekki undrast, þó að margt hafi farið úrskeiðis á meðan á þeirri gerbreytingu stóð og þótt enn sé ekki hvarvetna fyrir hendi sá þroski né skilningur á lög- málum efnahagslífsins, sem fremstu hagfræðingar heimsins hafa einmitt verið að afla sér á því árabili, sem við höfum ver- ið að brjótast út úr alls-leysinu. En óþolinmæði yfir þessu má ekki verða til þess, að menn ruglist svo í ríminu, að þeir gleymi, að leitin að ldfsfaamingju er öllum venjulegum mönnum ásköpuð. Bætt lífskjör, lífsþæg- indin ein, tryggja engum manni lífshamingju, en það er hámark hræsninnar, þegar þeir, sem sjálf ir slá ekki hendi á móti þægind um lífsins, láta eins og aðrir væru betur komnir án þeirra. Spurningin er ekki um það, hvort „lífsþægindi" séu málefni, sem ber að sinna, heldur hvernig þau verði tryggð sem allra flestum. Þekking í stað þráhyggju Þetta er svo sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa um það að ræða. Umtalið eitt er til þess lagað að vekja tortryggni. En tortryggni er það, sem umfram allt verður að eyða á milli stétta, hagsmuna- hópa, almannasamtáka og hand- hafa ríkisvaldsins. Þekkingin verður að koma í stað þráhyggj unnar. Hver.og einn þessara trún aðarmanna almennings verður að skilja, hversu langt geta hans nær, og hvenær þær athafnir, sém hann gerir af góðum vilja, hafa þveröfug áhrif. Stundum vérður að tefla á tvær hættur og þegar úr vöndu; er að ráða að velja þann kost, sem minnstir annmarkar fylgja, þótt engan veginn sé galla-laus. Vegna þess að getu manna og áhrifum eru takmörk sett, þá mega þeir, sem trúnaðarstörf hafa tekið að sér, einmitt þess vegna, enn þá síður láta verða hlé á þeirri viðleitni að vinna til traustsins. Árvekni þeirra, dugur og frumkvæði í starfi má aldrei bregðast. En verkalýðsforinginn hlýtur að spyrja sjálfan sig: Hvenær hættir kauphækkun að vera kjarabót og snýst til tjóns fyrir þann, sem hana hlýt- ur? Á sama veg hljóta þeir, sen\ með ríkisstjórn fara að spyrja: Hvenær hefur valdboð þver- öfug áhrif við það, sem því er ætlað? Um þetta gefur almenn hag- fræðiþekking nútímans og feng- in reynsla okkar sjálfra töluverð- ar leiðbeiningar. Öllum er hollt að áthuga hvort tveggja, hverj- ar kauphækkanir hafa reynzt haldbeztar og hversu valdboð hafa lengi megnað að stöðva verð bólguvöxt á íslandi. Sá tími kemur og því fyrr því betra, að allir aðilar skilja, að einungis með gagnkvæmu trausti og heilhugar samstarfi, sem stutt er staðreyndum og öruggri þekkingu, næst sá árangur í þessum efnum, sú lífsþæginda- trygging, sem allir góðviljaðir menn stefna að. En auðvitað dugar ekki að láta hendur fallast, þó að á hinu full- komna sé ekkþ.völ. Nýjar ráðstafanir í efnahagsmálum Vegna þeirra ofþenslumerkja, sem nú eru sýnileg í efnahags- kerfinu, og m.a. hafa lýst sér í of hröðum vexti útlána síðari hluta árs, hefur Seðlabankinn tal ið sig verða að auka lánsfjárbind ingu og hækka vexti. Að sjálf- sögðu hefði verið æskilegra að komast hjá þessu, en að athuguðu máli taldi ríkisstjórnin ákvarð- anirnar ráðlegar. Við afgreiðslu fjárlaga nú fyr- ir áramótin var reynt að tryggja, að þau yrðu raunverulega greiðsluhallalaus. Þá mun fram- kvæmdaáætlun, sem nú er í und irbúningi, við það miðuð, að ekki leiði til óhollrar þenslu. Eins og áður hefur verið sagt mun ríkisstjórnin .í sama skyni beita sér fyrir samþykkt laga- frumvarps um verðfestingu spari fjár strax og þing kemur saman á ný. Þá mun hún einnig, til þess að vinna á móti verðhækk- unum, auka enn frjálsan vöru- innflutning og í framhaldi af samningunum við verkalýðsfél- ögin á s.l. sumri jafnframt beita sér fyrir lækkun tolla á tiltoún- um húsum og húshlutum. Fleiri tollalækkanir og aðrar ráðstaf- anir svipaðs eðlis eru til athug- unar. Nú sem fyrr er við ýmsa örðug leika að etja og þó er það rétt, að þegar á allt er litið, hefur hagur okkur aldrei verið betri en nú. Hagsæld almennings er engin sjónhverfing, heldur hafa lífskjör hraðbatnað vegna auk- innar framleiðslu og auðlegðar þjóðarinnar. Það eru þess vegna engar ýkjur, að við erum nú færari til þess en nokkru sinni fyrr að ráðast í ný verkefni. Við skulum og minnast þess, að þótt góður efnahagur sé undirstaðan, þá er hann ekki einhlítur til vel- farnaðar. Nafn okkar er nú betur þekkf í heiminum og meira virt en áð- ur, ekki fyrir ágæti forfeðra okkar, heldur fyrir það, sem ís- lendingar á þessari öld hafa lagt af mörkum. Einn helzti rithöf- undur þjóðarinnar sagði ekki alls fyrir löngu „ . . . tungan er í sjálfu sér ekki nema ílát eða tæki og verður í menningarlegu tilliti merkileg af þeim hlutum einúm, sem hún heldur“. Þetfa er spaklega mælt, því að óttinn um mál okkar og tilveru, serm sumum verður tíðrætt um, virð- ist vera nátengdur óttanum við að hafa ekkert, sem nútíminn tekur mark á, til málanna áð leggja. En fyrir þjóðina í heild er þessi ótti ástæðulaus. Við höí Framhald á bls. 22 en annars staðar faöfum notið þeirrar gæfu, ekki einungis að „Svo skal ekki léngi vefa**, opn hafa ætíð nóg að bíta og brenna, Dr. Bjarni Bene diktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.