Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 24
24
MORC U N B LADID
Þriðjudagur 4. janúar 1966
TILKYNNING
frá Seðlabankanum
um vexti við inn-
lánsstofnanir
Með tilvísun til 13. gr. laga nr. 10 1961 ákveður banka-
stjórnin, að höföu samráði við bankaráðið, að vextir við
innlánsstofnanir skuli verða sem hér segir frá og með
1. janúar 1966:
I. Innlánsvextir:
1) Almennar sparisjóðsbækur 7% á ári
2) Sparisjóðsbækur með 6 mánaða uppsögn 8% á ári
3) Sparisjóðsbækur með 12 mánaða uppsögn 9% á ári
9%% á ári
4% á ári
a an
á ári
á ári
á ári
3% á ári
4) 10 ára sparisjóðsbækur
5) Sparisjóðávísanabækur
6) Innstæður á hlaupareikningi, reiknings-
og viðskiptalánum 3%
7) Vísitölubækur barna: til 5 ára 7%
til 10 ára 8%
Innlánsvextir þessir eru fastir, og er innlánsstofnunum
óheimilt að greiða aðra vexti af viðkomandi innlánsform-
um án samþykkis Se’ðlabankans. Vextir af öðrum innláns-
formum eru háðir ákvörðun Seðlabankans. Innlánsvextirn-
ir eru dagvextir og miðast við vaxtareikning einu sinni á
ári eftir á. Þetta á þó ekki við um vexti af tékkareikning-
um, en af þeim reiknast tilgreindir vextir af lægstu inn-
stæðu á hverjum tíu dögum með útborgun í einu lagi
eftir árið.
II. Útlánsvextir:
1) Vextir af víxlum:
a) víxlar, er eiga a'ð greiðast upp innan
90 daga 9%
b) framlengingarvíxlar og víxlar, sem samið
er um til lengri tíma en 90 daga 914 % á ári
Heimilt er að taka allt að 14 % hærri vexti á ári en að
of an greinir, þegar samið er um lengri lánstíma _ en 360
daga, víxill fer í vanskil eða greiðist ekki samkvæmt
samningi.
Framanskráðir vextir eiga einnig við um sýningarvíxla
méð eftir á greiddum vöxtum, í samræmi við raunveru-
legan lánstíma.
2) Hlaupareikningsvextir: _
Af skuldum á hlaupareikningum, reikn-
ings- og viðskiptalánum reiknist fast við-
skiptagjald (þóknun) af upphæð láns-
heimildar
Gjaldið skal tekið fyrir fram fyrir hvern
almanaksmánuð meðan heimild er í gildi.
Af skuldarheimildum til takmarkaðs
tíma, þ.e.a.s. allt að sex mánuðum, má
þó taka allt gjaldið fyrir fram.
Auk viðskiptagjaldsins skal reikna dag-
vexti mánaðarlega eftir á
3) Afurðalánavextir.
a) víxlar endurseljanlegir Se’ðlabankan-
um með veði í útflutningsvörum
b) aðrir endurseljanlegir víxlar
c) víxlar með 2. veðrétti í útflutningsaf-
urðum, er nema hæst 30% af endurselj-
anlegu láni, svo og víxlar veittir með
veði í væntanlegum afla (útgerðar-
lán)
sömu lán, en í hlaupareikningsformi
(me'ð eftir á greiddum vöxtum)
Seðlabankinn endurkaupir víxla skv. a. og b. lið með
%% lægri vöxtum á ári en viðskiptabankarnir taka.
4) Vextir af öðrum lánum, þar með talin afborgunar-
lán og skuldabréfalán:
a) lán með fyrsta flokks fasteignaveðs-
tryggingu að mati lánsstofnunar éða
sjálfsskuldarábyrgð ríkissjóðs
b) öll önnur lán, þar með talin fasteigna-
veðslán, handveðslán og lán tryggð
með ábyrgð
5) Vanskilavextir (dráttarvextir):
a) af víxlum og tékkum 1% á mánúði eða fyrir brot
úr mánúði, en aðrir vextir (og fyrri þóknun 14 %)
falla niður frá gjalddaga
b) af öðrum lánum 1% á mánuði eða fyrir brot úr
mánuði af gjaldfallinni upphæð (en samnings-
vextir falla niður frá gjalddaga). Gildir þessi
regla um öll lán í vanskilum, þar me'ð taldar
skuldir, er myndast á hlaupareikningi eða öðrum
viðskiptareikningi umfram skuldarheimild.
Með mánuði í sambandi við vanskilavexti er átt við hvert
30 daga tímabil.
Ofanskráðir útlánsvextir eru hámarksvextir. Óheimilt er að
taka a'ðra þóknun eða vexti en um getur hér að ofan fyrir
utan þóknanir og gjöld, sem heimiluð eru í gjaldskrá við
innlánsstofnanir, sem birt var í Lögbirtingarblaði, dags.
29. júlí 1964.
Framangreindar ákvarðanir um vexti af lánum og van-
skilavexti gilda einnig í lánsviðskiptum utan innláns-
stofnana, sbr. lög nr. 58/1960.
Fyrri vaxtaákvarðanir Seðlabankans um vexti við inn-
lánsstofnanir falla jafnframt úr gildi.
30. desember 1965.
SEÐLABANKI
7% á ári
6% á ári
7%% á ári
8%
a arx
8íé% á ári
914% á ári
10%
ISLANDS
Sextugur 3. janúan
Ágúst Böðvarsson
ÍSLENDINGAR gera sér flestir
ljóst, að stærð landsins og smæð
þjóðarinnar orsaka hærri útgjöld
fyrir livern einstakling til þjóð-
arbúsins en í löndum, þar sem
fleiri sameinast um hvern spotta
vegar eða önnur atriði almennr-
ar þjónustu. Flestir þeir útlend-
ingar, sem kynnast íslenzkum
staðháttum, undrast, hve vel hef-
ur tekizt, að byggja fjölþætt og
virkt þjóðfélagskerfi með svo fá-
mennri þjóð, kerfi, sem í flestum
aðalatriðum fullnægir þeim kröf-
um, sem gera verður til sjálf-
stæðra menningarþjóða.
Sköpun þessa kerfis hefur
tekið langan tíma og enn eigum
við langt í land að geta borið okk
ur saman við þjóðir sem okkur
eru skyldastar. Þó er svo komið,
að flest eða öll störf, sem lúta
að almennri þjónustu eru nú unn
in innanlands á stofnunum, sem
hafa risið, oftast fyrir atbeina
einstaklinga, sem sáu þörf fyrir
þjónustu á einhverju sérsviði og
höfðu metnað til að byggja upp
skipulagða innlenda starfsemi.
Gott dæmi um slíka þjónustu-
starfsemi er íslenzk kortagerð.
Kortagerðastofnunin danska
vann mikið þrekvirki með korta-
lagningu íslands á fyrra helm-
ingi þessarar aldar, og skapaði
þar með grundyöll að öllum frek
ari rannsóknum á landinu. Korta
gerð er hins vegar ekki unnin
í eitt skifti fyrir öll, og sízt á
íslandi, þar sem virk náttúru-
öfl valda stöðugum breytingum
á landinu, og atorkusöm þjóð
byggir vegi, orkúver og borgir.
Kortin þurfa stöðugrar endur-
nýjunar við, og ný tækni skap-
ar möguleika á betri og nákvæm
ari vinnu. Það hlaut að vera
nauðsyn og jafnvel metnaðarmál
sjálfstæðrar þjóðar að kortaþjón
ustan yrði framkvæmd af inn-
lendum aðila.
Með hernámi Danmerkur í
byrjun heimsstyrjaldarinnar síð-
ari lögðust niður ferðir danskra
mælingamarma til íslands og
þeir hlutar miðhálendisins sem
sumir voru ókortlagðir voru teikn
aðir eftir misgóðum loftmynd-
um. Heima á Islandi var þó einn
aðili, sem hafði umboð fyrir
dönsku stofnunina og hélt áfram
mælingum, einkum varðandi leið
réttingu þeirra korta, sem höfðu
verið mæld upp úr aldamótun-
um og voru úrelt orðin.
Þessi aðili var Geir Zöega,
vegamálastjóri, og á skrifstofu
hans starfaði ungur mælingamað
ur, Ágúst Böðvarsson, sem hlot-
ið hafði þjálfun hjá Geodetisk
Institut í Kaupmannahöfn. Þess-
ir rnenn gerðu sér grein fyrir,
að áhugi Dana mundi ekki endr
ast til fullkominnar kortaþjón-
ustu, sízt eftir lýðveldisstofnun-
ina 1944. Eina leiðin til þess að
tryggja nauðsynlegt áframhald
þessarar þýðingarmiklu þjón-
ustu var að byggja upp innlenda
stofnun, sem gæti gegnt því hlut
verki að hafa ætið ný og vönduð
kort á boðstólum.
Island hefur stLtndum átt því
lánj að fagna að eiga rétta menn
á réttum stað, þegar- slíkra var
þörf. Það sem úrslitum ræður
er ekki prófvottorð og tilheyr-
andi stimpill stéttarfélags heldur
raunveruleg áunnin þekking og
hæfni. að viðbættri skapgerð,
sem gerir manninum kleift að
leiða hvert vandamál .til farsælla
lykta. Slíkur maður er Ágúst
Böðvarsson. Þegar undirritaður
komst fyrst í kynni við Land-
mælingar íslands voru þær eins
manns stofnun, sem réði til sín
einn eða tvo aðstoðarmenn í
sumarvinnu. Um þessar mundir
voru Landmælingar staðsettar í
einu herbergi í húsakynnum
Vegamálaskrifstofunnar í Arnar-
hvoli, en í kjallara þess húss
voru tvær herbergiskytrur, sem
notaðar voru fyrir ljósmynda-
vinnu. Vafalítið hafa fáar ljós-
myndastofur, sem framleiddu
passamyndir, haft lélegra hús-
næði til umráða, en hér voru
framleiddar feiknastórar prent-
aðar eftir löftljósmyndum,
margar myndir teknar og stækk-
aðar i réttan mælikvarða og
skeyttar saman í kort. Tækin
voru samansafn gamalla hluta,
sem höfðu fengizt fyrir lítið verð
úr ýmsum áttum. Uppsetningin
bar þess vitni, að vírspotti og
límband geta gengt þörfu hlut-
verki, ef hagleikur og hugvit er
annars vegar.
Af meiri háttar verkefnum frá
þessum tíma minnist ég ljós-
myndakorta af Reykjavík og
Akureyri, sem bæði voru frábær
lega vel unnin og falleg í öllum
frágangi.
Við fráfall Geirs Zöega, vega-
málastjóra, slitnaði samband
Vegamálaskrifstofunnar og Land
mælinga íslands sem gerðar
voru af sjálfstæðri stofnun und-
ir stjóm Ágústs Böðvarssonar.
Smám saman hafa gömlu tækin
vikið fyrir nýrri og fullkomnari
útbúnaði eftir því sem þessari
ungu stofnun hefur vaxið fiskur
um hrygg. Nýir menn hafa bæzt
við til að sinna þjónustu, sem
verður sífellt umfangsmeiri með
aukinni eftirspurn eftir ljósmynd
un úr lofti, útgáfu endurbættra
landabréfa og frágang sérkorta
svo sem gróðurkorta í samvinnu
við Ranrxsóknarstofnun Landbún
aðarins og jarðfræðikorta í sam-
vinnu við Náttúrufræðistofnun-
ina og Menningarsjóð. Fjölmarg
ir aðilar og stofnanir ganga að
því sem sjálfsögðum hlut, að
Landmælingar íslands vatti
margþæbta og vandaða þjónustu.
Fæstir gera sér grein fyrir því,
að á bak við þá stofnun liggur
frumkvæði eins manns, sem sá
■þörfina fyrir og hafði þraut-
seigju, hugvit og þekkingu til að
yfirstíga tálmanir, sem í byrjun
virtust tprfærar.
KÓPAVOGliR
Kópavog vantar
blaðburðarfólk
Hafið samband við afgreiðslu Mbl.
í Kópavogi — sími 40748.
Hainarfjörður
Blaðburðarfólk vantar í vesturbæinn .
Afgreiðslan, Arnarhrauni 14, sími 50374.
Ágúst er glaðvær maður, sem
auðvelt er að umgangast, en við
sem unnum undir hans stjórn
bárum fyrir honum þá einlægu
virðingu, sem fáir stjórnendur
kunna að skapa með samverka-
mönnum sínum. Honum er ekki
lagið að ausa úr skálum reiði
sinnar, en breiðir yfir mistökin
með þeim hætti að viðkomandi
heitir því með sjálfum sér að
verða ekki aftur á í messunnú
Ég minnist ótal samverustunda
með Ágústi, við mælingar á
Heklutindi, í tjaldi við Tungna-
fellsjökul, á ótal ferðum um
ýmsa landshluta við kortaleið-
réttingar, í loftlausri kjallara-
kyrtunni í Arnarhvoli Og á heim
ili þeirra hjóna. Skapgerð manna
kemur hvergi betur fram en við
slíkar aðstæður og fáum mönn-
um hefi ég kynnst, sem kunnu
eins vel að bregðast við óvænt-
um vanda og Ágúst. Skapgerðin
er ofin þráðum og í þann vef
hefur eiginkonan lagt til æði
drjúgan skerf. Sigríður Svein-
björnsdóttir á ekki hvað síztan
þátt í því, að Ágústi hefur tek-
izt að koma áhugamálum sínum
í framkvæmd, og heimili þeirra
hjóna ber þess vitni, að þar hef-
ur góð kona um sýslað. Margir
hafa notið gestrisni Ágústs og
Sigríðar og ég minnist þess, að
þegar stór leiðangur danskra
mælingamanna dvaldi hér heima
sumarið 1955 og 1956, var heim-
ili þeirra sem gistihús, þar sem
daglega voru gestir í öllum mál-
tíðum og sofið í hverju horni.
Nú veit ég, að fátt veitir meiii
ánægju en sonarsynir tveir, og
ef til vill er ekki fjarri lagi að
óska þeim til handa, að þeir fái
sem lengst að njóta góðs afa og
góðrar ömmu, og að lokum vil ég
fyrir hönd okkar hjónanna og
allra gamalla aðstoðarmanna
óska Ágústi til hamingju með af-
mælið og vona að Landmælingar
íslands fái að vaxa og eflast und-
ir hans stjórn um langa hríð.
Guðmundur E. Sigvaldason.
Irskir listomenm
í Þjóðleikhúsinu
AÐ morgni hins 5. þessa mán-
aðar kemur hingað til landsina
20 manna hópur írskra lista-
manna og heldur listafólkið eina
sýningu á vegum Þjóðleikhúss-
ins, en hún verður n.k. mið-
vikudagskvöld kl. 20. Flokkur
þessi nefnist ,,Feis Eireann" og
kemur listafólkið hingað frá
Dublin og er förinni héðan heit-
íð til Bandaríkjanna og Kanada
en þar mun listafólkið sýna í
nær því 40-50 borgum á næstu
4 mánuðum.
Á efnisskránni eru mestmegru
is írsk þjóðlög og þjóðdansar,
en listafólkið er allt klætt írsk-
um litríkum þjóðbúningum,
írsku þjóðlögin eru mjög fögur
og sérstæð og eru þekkt í flest-
um menningarlöndum heims. í
þeim speglast írsk menning og
þjóðarandi í þúsund ár. Hin
sterka ættjarðarást og ríka
skopgáfa íranna tvinnast þar
saman og mörg þjóðvísan býr
yfir djúpum og sárum trega,
sem er svo snar þáttur í írskri
þjóðarsál.
Fararstjóri og stjórnandi lista
fólksins er Albert Morine.