Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þrið.iudagur 4. janúar 1966
Frá vinstri: Jökull Jakobsson, Þórarinn Jónsson og Agnar Þórðarson. Karl O. Runólfsson gat
ekki verið viðstaddur athöfnina.
Styrkir úr Tónlistar- og Rithöf-
Alls sottu 14 um yfirlög-
reglu- og aðstoðaryfirlög-
regluþjönsstöðurnar
UM MIÐJAN desember s.l.
voru auglýstar stöður yfirlög-
regluþjóns almennrar löggæzlu,
yfirlögregluþjóns umferðamála
og þriggja aðstoðaryfirlögreglu-
þjóna hér í Reykjavík. Umsókn-
arfrestur var til 1. janúar 1966.
Um yfirlögregluþjónsstöðurn-
ar tvær sóttu alls 9 menn og
sumir þeirra til vara um aðstoð-
aryf irlögregluþj ónsstöðurnar
þrjár, en auk þess sóttu 5 menn
eingöngu um aðstoðaryfirlög-
regluþjónsstöðurnar. Umsækj-
endur voru því 14 talsins.
Þessir sóttu um yfirlögreglu-
þjónsstöðurnar: Axel Kvaran
lögregluvarðstjóri, Reykjavík
Benedikt Þórarinsson yfirlög-
regluþj. Keflavíkurflugv. 3jarki
Elíasson, aðalvarðstjóri, Reykja-
vík; Guðmundur Hermannsson,
aðalvarðstj., Reykjavík, Hall-
grímur Jónsson frv. yfirlögreglu
þj., Vestmannaeyjum; Kristján
Sigurðsson, rannsóknarlögregiu-
þj. Rvík.; Leifur Jónsson, rann-
sóknarlögregluþj., Rvík; Óskar
Ólason, aðalvarðstjóri, Rvík;
Sigurður M. Þorsteinsson, aðal-
varðstjóri, Rvík.
Um aðstoðaryfirlögregluþjóns
stöðurnar sóttu: Björn E. Kristj-
ánsson, aðstoðaraðalvarðstj.
Rvík; Gísli Guðmundsson, rann-
sóknarlögregluþj. Rvík; Magnús
Sörensen, lögregluþjónn Rvík;
Ragnar Bergsveinsson, lögreglu-
flokkstj., Rvík; Sverrir Guð-
mundsson, aðalvarðstjóri, Rvík.
Fyrrgreindar stöður veitir
borgarstjórn Reykjavíkur að
fengnum tillögum lögreglu-
stjóra.
Leynifél agsskap
ur upprœttur
undasjóði Ríkisútvarpsins
Á GAMLÁRSDAG var úthlutað
styrkjum úr RithöfundasjóSi Rík
isútvarpsins og er þetta í 9. sinn,
sem sjóðurinn veitir slíka styrki.
Að þessu sinni hlutu styrkinm
2 leikritahöfundar; þeir Jökull
Jakobsson og Agnar Þórðarson.
Styrkurinn nam kr. 25.000,00, en
var árið þar áður kr. 20.000,00.
Formaður Rithöfundasjóðs Ríkis
útvarpsins dr. Kristján Eldjárn,
úthlutaði styrkjunum, að við-
stöddum menntamálaráðherra,
útvarpsstjóra, rithöfundum og
fleiri gestum.
Við sama tækifæri afhenti út-
varpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, tveimur tónskáldum verð-
laun úr Tónlistarsjóði Ríkisút-
varpsins, kr. 25.000,00 hvorum.
Að þessu sinni hlutu verðlaunin
tónskáldin Þórarinn Jónsson og
Karl O. Runólfsson.
Alls hafa nú 17 rithöfundar
hlotið styrki úr Rithöfundasjóði
Ríkisútvarpsins; þeir eru auk
fyrrgreindra höfunda: Snorri
Hjartarson, Guðmundur Frí-
mann, Loftur Guðmundsson,
Jónas Árnason, Hannes Sigfús-
sön, Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Stefán Júlíusson, Jón úr Vör,
Matthias Johannessen, Guðmund
ur Daníelsson, Jón Óskar og
Þorsteinn frá Hamri.
Stjórn rithöfundasjóðsins skipa
tveir menn frá Rikisútvarpinu, | inu, og formaðurinn, sem skipað
einn frá hvoru rithöfundafélag- | ur er af menntamálaráðherra.
Moskvu, 3. jan. (NTB)
ÁREIÐANLEGAR heimildir í
Moskvu upplýstu á mánudag, að
hópur af ungu fólki hafi í nóvem
ber siðastliðnum hlotið þunga
fangelsisdóma fyrir að hafa gef-
Dr. Kristján Eldjárn flytur ávarp við úthlutun styrkjanna. Fremst á myndinni frá vinstri sjást
þeir: Vilhjálmur Þ. Gislason útvarpsstjóri, Gylfi Þ. Gíslason m enntamálaráðherra og Sigurður
Bjarnasoni, ritstjóri.
— Grlma
(Framhald af bls. 14).
máli. Hefur ritgerð þessi tvímæla
laus orðfð til þess að auka skiln-
ing fjölmargra á bókmenntalegu
gildi þjóðsagna og þjóðfræða,
enda sá um þær fjallað, sem
unnað hefur þessari bókmennta-
grein heilshugar langa ævi og
veitt þjóðfræ'ðum og þjóðsagna-
útgáfum höfðinglegri þjónustu
en nokkur annar íslendingur, sem
enn er ofan moldar.
Prófarkir af Grímu hinni nýju
hefur Jón Þórarinsson, tónskáld,
lesið. Hann hefur einnig samið
mjög ýtarlegar nafna- og atriða-
skrár. Hvort tveggja mikið verk
og ærið vandasamt. Þetta starf
hefur hann leyst af hendi með
stakri kostgæfni. Mér er margt
betur gefið, en leita uppi prent-
villur í bókum, og í þessu til-
felli unnizt naumur tími til yfir-
lestrar þessa ritverks. En enga
villu hef ég fundið, og væri þó
ekki að undra, þótt þær leyndust
mér í þessu stórverki. En tvær
villur, annars eðlis, fann ég, sem
sennilega hafa verið í handriti.
Þær eru báðar á bls. 364, IV.
bindi. Þar er Sigvaldi frændi
minn á Skeggstöðum í Svartár-
dal talinn Bjarnason, en var
talinn Björnsson, þar er einnig
Sauðanes talið í Þistilfirði, en
var á Langanesi, þegar ég kom
þar s.l. sumar, enda er svo talið
í Stáðanafnaskránni.
Grímu hina nýju tileinkar Þor
steihn M. Jónsson sínum aldna
vini og samstarfsmanni, Jónasi
J. Rafnar, lækni. Fer vel á því.
Enginn á þá tileinkum fremur
skilið en þessi mæti björgunar-
maður, sem langa og merka
starfsævi hefur staðið, ef svo
mætti að orði kveða, með annan
fótinn í akri þjóðlegra fræða, en
hinn þar innan dyra, sem dauð-
inn hefur haslað sér völl. Jónas
bjargaði frá glötun, dró á fjörur
Grímu einnar 42 sögur, en vafa-
lítið hefur hann bjargað mörgum
sinnum fleiri mannslífum úr
klóm hvíta dauðans. Slíks manns
er verðugt að minnast í upphafi
bókar.
4
Hvað er að lokum að segja
um útgáfu og frágang Grímu
hinnar nýju? Hvernig er hlutur
hins nýja útgefanda, Hafsteins
í Hólum? Það er ósköp fljótsagt;
hans hlutur er forkunnar góður
og samboðinn slíku merkisriti.
Það er undurnotalegt fyrir hvern
bókamann að handfjalla annan
eins kjörgrip og Grímu hina
nýju, eins og raunar allar bækur,
sem Hafsteinn í Hólum héfur
fjallað um. Þess eru nokkur
dæmi, að íslendingar titli þá,
sem skara fram úr á sínu sviði,
meistara, sbr. meistari Kjarval
og meistari Þórbergur. Hvert
sinn, er mér hafa borizt í hendur
bækur úr prentverki Hafsteins,
hef ég eins og ósjálfrátt bætt við
nafn hans í huganum þessum
fornfræga titlý meistari. Þa'ð er
alveg vafalaust, að hann á einn
giftudrýgstan þátt í að hefja ís-
lenzka prentun og bókagerð úr
þeirri niðurlægingu, sem hún
óneitanlega var í, með fáum
undantekningum, svo áratugum
skipti. Enginn þarf að óttast, að
bækur frá Hólaprentsmiðju
hinni nýju gangi úr bandi eftir
fyrsta lestur, á líkan hátt og
rollur úr reifi á vordegi. Og frá
þeirri stundu, er ég leit augum
prentlistarinnar 500 ára og sá þar
handskreytingu Hafsteins, hef
ég harmáð, að hann skuli ein-
hverra orsaka vegna ekki hafa
getað gefið sér tóm til slíkrar
listiðju.
Að síðustu þetta. Þeir þremenn
ingar, sem mestan þátt eiga í
veglegri útgáfu Grímu hinnar
nýju, eiga skildar miklar þakkir,
og einkum og sér í lagi Þorstenin
M. Jónsson. Það er alkunna, að
hann er í hópi merkustu skóla-
manna þessa lands; en það er
frami, sem af eðlilegum ástæðum
mun fyrnast með árum og öldum.
En með afskiptum sínum og út-
gáfum á þjóðlegum fræðum hef-
ur Þorsteinn reist sér þann varða,
sem standa mun meðan íslenzk
bókmenning er að nokkru metin.
Guðmundur Frímann.
ið út tvö eintök af leynilegu
frjálslyndu timariti. Forsprakk-
inn hlaut 7 ár, en átta aðrir,
þeirra á meðal tvær ungar konur,
hlutu frá tveggja til fimm ára
fangelsisdóma.
Flesitir unglingana leggja stund
á efnaifræði við Háskólann í Len
ir.grad, og munu hafa myndað
leynilegan félagsskap með um
það bil 250 meðlimum og átti
prentsmiðju. Það kemur í Ijós af
skrifum þeirra, að þau eru ekki
andvíg kommúnisma í grundvall
aratriðum heldur þeirri stefnu
sem ríkir í Sovétríkjunum í dag
og hafa krafizt aukins hugsana-
og miálfrelsis. Þau hafa byggt
starfsemi sína á huigmyndum
hins þekkta rússneska byltingar
sinna Alexanders- Herzan, sem
var uppi á oíðustu öld. Tímarit-
ið heitir Kolokol (KLukkan) og
ber sama nafn og tímarit sem
Herzen gaf út í London og dreifði
í Rússlandi þrátt fyrir lögreglu-
barm.
—Kragh skorar
Framhald af bls. 1
Prófessor Hurwitz hefur
hinsvegar ekki getað verið á
skrifstcfu sinni til þess að
svara simanum, því um nýárs
helgina var hann tepptur í N-
Jótlandi vegna snjókomu.
Skrifstofustjóri hans sat hins
vegar við símann um áramót-
in og sl. helgi oig tóik við upp-
lýsingum frá um 50 aiilum, en
þær upplýsingar hafa ekiki orð
ið til þess að neitt upplýstist
frekar um hið dularfulla
hvarf barnsins.
Lögreglan hefur nú fengið
um 3,500 tilkynningar frá
ýmsum aðilum vegna Tinu-
málsins, og yfirheyrt Um
10.000 manns án árangurs.
Fyrir helgina hófu allir póst
burðarmenn Danmerkur, 8.000
talsins, virka þátttöiku í leit-
inni, eftir að póstþjónustan
hafði samþykkt málaileitan
þess efnis frá lögreglunni.
Póstmenn eiga að tilikynna taf
arlaust ef þeir taika ef'tir ein-
hverju óvenjulgu er þeir bera
út póstinn. Samningur lög-
reglu og pósts um þetta á sér
enga hliðstæðu í sögu Dan-
merkur, og er svo óvenjuleg-
ur, að póst- og símamálastjóri
Danimerkur sneri sér til sam-
taka póstmanna, áður en hann
svaraði málaleitun iögreglunn
ar.
Áður höfðu leigubílsitjórar
í Kaupmannahöfn boðizt til
að taka þátt í leitinni að Tinu
litlu.