Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. janúar 1966
Kínverjar og smyglaö
áfengi gert upptækt
APFARANÓTT nýjársdags
var brotizt inn í sundlaug Vest-
urbæjar og stolið þaðan 3 karl-
mannsúrum, sem voru í geymslu
skáp fyrir óskilamuni og í
skúffu í afgreiðslu.
Rétt fyrir áramótin var lög-
reglubifreið á ferð um höfn-
ina, þegar lögreglumennirnir
veittu því athygli, að verið var
að bera kassa í land úr ms. Selá.
Við athugun kom í ljós, að
í kassanum voru 12 flöskur af
genever, smygluðu áfengi. Toll-
gæzlan hóf leit í skipinu og
fann til viðbótar 38 flöskur af
smygluðu áfengi, genever, viskí
gini og romm.
Tveir af skipverjum viður-
kenndu að eiga áfengið og hafa
ætlað sér að koma því í land
hér.
Á nýjársdag tók götulögregl-
an þrjá drengi, sem voru með
— 232 stiga hiti
Framhald af bls. 32.
sem fyrir hendi var. f>ar hefir
hiti mælzt 232 gráður, en úr hol-
unni rennur ekkert vatn og er
hún algerlega lokuð.
Nú síðast var unnið við þess-
ar borholur milli jóla og nýárs,
en borun var hætt fyrri hluta
desembermánaðar.
Á næstunni verður haldið á-
fram mælingum á holunum og
fylgzt með þeim, en á þessu stigi
málsins er ekki hægt að segja um
frekari framkvæmdir á Nesja-
völlum, en þar verða að sjálf-
sögðu meiriháttar boranir, þegar
fé og frekari athuganir liggja fyr-
ir, sagði hitaveitustjóri.
talsvert mikið magn af kínverj-
um, svokölluðum bandittum.
Drengirnir kváðust hafa farið
heim til manns eins á gamlárs-
kvöld til að kaupa af honum
kínverja, hann hefði verið fús
á að selja þeim, en jafnframt
beðið þá að selja fyrir sig sex
karton, eða 120 pakka, af kín-
verjum. f>eir tóku þetta að sér
og voru búnir að selja nokkurt
magn, en voru á leið til manns-
ins til að skila afganginum, þeg-
ar lögreglan handtók þá.
Viðkomandi maður var kall-
aður til yfirheyrslu hjá rann-
sóknarlögreglunni og viður-
kenndi, að drengirnir hefðu
skýrt rétt frá og kvaðst hafa
keypt kínverjana í byrjun des-
ember í íslenzkum togara í
Reykjavíkurhöfn. Kvaðst hann
hafa keypt 20 karton alls, en
ekki þekkja þann er seldi eða
nafn togarans.
FELAGSHEIMILI
Opið hús
1 kvöld
☆
Fjölmennið
í Félagsheimilið
HEIMDALLAR
Þór liggur á hliðinni í Slippnum síðdegis i gær.
— Varbskipib Þór
Framhald af bls. 32.
um, að skorðurnar hafa fest
dráttarsleðann svo, að honum
varð ekki bifað.
Sjónarvottar a'J óhappinu segja
að skipið hafi hallað lítið eitt á
bakborða, er það var dregið inn,
en ekki var hægt að fá það stað-
fest í gærdag, að sá halli hafi
valdið því að skorðurnar brotn-
uðu eða runnu undan. Vildi raun-
ar enginn af starfsmönnum Slipp
félagsins, er blaðið hafði tal af,
láta neitt hafa eftir sér um mál-
ið, enda var þá tvísýnt um að-
draganda þess og menn ekki á
eitt sáttir hverriig það hefði bor-
ið að.
Á fjöru í gærkvöldi hallaðist
skipið örlítið meira en í gærdag,
enda þá þurrt undir því.
Talið var í gærkvöldi, að reynt
verði. að ná skipinu á flot á flóði
kl. 3 í nótt og þá með aðstoð
dráttarbátsins Magna og stórrar
jarðýtu.
Varðskipið Þór átti að fara til
viðgerðar og botnhreinsunar hjá
Slippfélagi Reykjavíkur, eftir
viðureign þess við hafísinn við
norðurstrendur landsins síðast-
liðið vor.
VerSákvörðun á
holiiski irestað
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur að und-
anförnu unnið að ákvörðun lág-
marksverðs á bolfiski fyrir árið
1966. Stefnt var að því að ljúka
verðákvörðun fyrri áramót, eins
og ráð er fyrir gert í reglugerð.
Þar sem ný sjónarmið varð-
andi væntanlega verðákvörðun
hafa komið fram og þarfnast
frekari athugunar samþykkti yf-
írnefndin að fara þess á leit við
sjávarútvegsmálaráðuneytið, að
veitt yrði heimild til að fresta
verðákvörðun í nokkra daga, en
þó ekki lengur en til 6. janúar
n.k.
Á gamlársdag veitti sjávarút-
vegsmálaráðherra yfirnefndinni
heimild til frestunar verðá-
kvörðunar.
Yfirnefndin er daglega á fund
um og hefur verið að undan-
förnu að nýjársdag undanskild-
um.
í yfirnefndinni eiga sæti Jón-
as Haralz, formaður, Bjarni V.
Magnússon, Helgi G. Þórðarson,
Kristján Ragnafsson og Tryggvi
Helgason.
Hér sést, hvernig bíllinn hefi r brotið utan úr horninu á
Hafnarstræti 92. Síðan rann hann á Eimskipafélagshúsið
(lengst t. v. á myndinni og lo ks fram af bryggjunni, þar sem
kraninn er.
Tepptust í
bifreið
næturlangt
Vík í Mýrdal, 3. janúar.
ÞAÐ bar til hér á aðfaranótt
þess 29. desember að hörkubyl
gerði. Fjórir menri voru þá
staddir í bifreið um 3 km vega-
lengd frá kauptúninu, og teppt-
ust þeir þar. Morguninn eftir
fór vegavinnuverkstjórinn hér
á snjóbíl Vegagerðarinnar tii
þess að leita mannanna, og fann
hann þá. þar sem þeir höfðu
teppzt vegna veðurs. Höfðu þeir
þá dvalizt í bifreiðinni alla nótt-
ina, eða frá því kl. 18 kvöldið
áður.
— Steinþór.
Akranesi 3. jan.
HLEMMIVEGUR er nú frá
Reykjavík fyrir Hvalfjörð hing-
að til Akraness eins og hann
getur beztur orðið’; skotvegur á
bílstjóramáli.
— Oddur.
Bíll stakkst fram af Torfu-
nefsbryggju
Ökumaður drukknaði
Akureyri 3. janúar.
BANASLYS varð hér að
morgni gamlársdags, er vöru-
bíll rann fram af Torfunefs-
bryggju. í bílnum var einn
maður, Heimir Baldvinsson
frá Arnarstöðum í Bárðardal,
til heimilis að Ásbyrgi, Gler-
árhverfi. Heimir heitinn var
starfsmaður Olíuverzlunar ís-
lands hf., þrítugur að aldri.
Talið er víst, að hann hafi
fengið aðsvif og bíllinn því
verið stjórnlaus.
Heimir hafði k»mið til vinnu
kl. 8 um morguninn og var þá
beðinn að fara í viðgerðarferð
upp á Brekku. Hann var þá við
beztu hei'lsu og kenndi sér einskis
meins. Kl. tæplega 8.30 var hann
á leið niður Kaupvangsstræti í
bílnuim A-79, sem er eign BP.
Einhvers staðar í Grófargili mun
Heiii ir hafi misst meðvitund, því
að atarfsmaður í Elfnagerðinni
Flóru, sem er neðarlega í gilinu
heyrði allt i einu hvin mikinn og
hávaða úti á götunni, hljóp út og
sýndist þá hjóil og bílpallur
hverfa fram af bryiggjunni. Hann
sá þetta þó óglöggt, þar sem ekiki
var farið að birta af degi og fjar
lægð aLlmikil.
Hljóp hann nú niður á bryggju
tii að aðgæta þetta nánar, en þá
höfðu startsmenn Eimskips þegar
gert lögreglunni viðvart, en þeir
höfðu einnig orðið hávaðans var
ir.
Bíllinn hafði sýnilega runnið
á mjög mikilli ferð niður Kaup
vangsstræti, þvert yfir Hafnar
stræti, lent á húsinu nr. 92 (VerzJl
Hebu) og tvístrað þar skyggni
við aðaldyrnar. Síðan rann hann
áfraim niður götuna og sveigði
norður yfir, þar til hann lenti
sunnan á húsi Eimskips, sem
dældaðist nokkuð við höggið,
enda bárujárnstolætt timiburhús
Þaðan hefir bíllinn enn sveigt til
suðurs, unz hann staikkst fram af
brygigjunni. Talið er, að bíllinn
hafi fengið mikla benzíngjöf all-
an tímann, ökumaður sennilega
faLlið fram á benzínifótstigið
öngvitinu.
Margir menn heyrðu hvininn
og hávaðann að þessari slysaför
bílsins, en enginn var svo nærri
sitaddur, að hann sæi glöggrt,
hvað gerðist.
Lögregilan gerði þegar í stað
Heimir Baldvinsson.
ráðstafanir til þess að fá frosk-
mann til að kafa við bryggjuna,
og kom Jóhann Gauti Gestsson
kaií'ari von bráðar á staðinn.
Mjög erfitt var um vik, bæði
vegna þess að sjóinn hafði laigt
í frositunum um jólin, myrkur
var mikið og benzín úr bilnum
gerði einnig erfitt fyrir.
Jóhann fann bilinn fljótlega á
réttum kili og tókst að opna stýr
ishúsið vinstra megin, en fann
engan mann í fyrstu tiiraun. 1
annarri atrennu fannst svo Heim
ir heitinn á góifinu undir mæla-
borði bílsins og var nú dreginn
upp á bryggjuna. Var þá ekkert
lífsmark sjáanlegt með honum,
enda um kluikkustund liðin, frá
því að slysið varð. Lífgunartil-
raunir voru þó gerðar á leiðinni
í sjúkrahús en þar var hann úr-
sikurðaður látinn.
Siðar um daginn var bíllinn
dreginn upp með öflugum krana.
Við skoðun reyndust bæði heml-
ar og stýrisú'tbúnaður í fudil-
komnu lagi.
Heimir heitinn Baldvinssón
var nýlega orðinn þrítugur,
óikvæntur, en bjó með móður
sinni. Hann hafði verið starfs-
maður Oláuverzlunar íslands h.f.
síðan í maí í vor. Hann fékk
sérlega gott orð allra sem honum
kynnbust, og var mjög traustur
og góður starfsmaður.
— Sv.P.
BiUinn dreginn upp ur sjonum. — Ljósm. Sv! P,