Morgunblaðið - 08.01.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.1966, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugarflsgur 8. janúar 1960 Rannsókn lokiö á dauöaslysinu á Akureyri Akureyri, 7. janúar. RANNSÓKN er nú lokið á því sviplega slysi, sem hér varð í gærkvöldi, þegar trjáviður fauk á mann, sem var við vinnu sína og beið bana samstundis að því er talið er. Hinn látni hét Karl Njálsson til heimilis að Þverholti 18, 42 ára að aldri kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var að vinna við ný- Sjúkrabíll var þegar kvaddur á staðinn og Karl fluttur í sjúkra hús en var látinn þegar þangað kom, hefur sennilega beðið bana samstundis. Milli kl. 6 og 7 í gærkvöldi var mjög hvasst og byljótt hér á Akureyri, 10—11 vindstig og jafnvel hvassara í byljunum en lægði mikið þegar á kvöldið leið. Veðrinu fylgdi einnig mikil úr- koma. Sv. P. Farþegcavél teppt á Norðfirði byggingu byggingarvörudeildar Kea ásamt öðrum verkamanni og tveimur smiðum. Annar smið anna var Gústaf bróðir Karls heitins. Meðan allra hvassast var á sjöunda ■tímanum í gærkvöldi fór Karl út á geymslusvæði verzl unarinnar til að sækja planka eða batting, sem nota þurfti inni. Þegar honum dvaldist og samverkamenn hans var farið að lengja eftir honum fóru þeir út til að svipast um eftir honum. Kom Gústaf fyrstur að bróður sínum liggjandi á jörðunni með mikinn höfuðáverka. Borð lá of- an á honum og annað borð lá mölbrotið þar rétt hjá. Höfðu þau sýnilega fokið efst úr sjö metra hárri timburstæðu, er þar var á svæðinu. Annað virtist ekki hafa fokið úr stæðunni. - óveður / 2 FLUGVÉL Flugsýnar, sem aff undanförnu hefur verið í fólks- flutningum vegna hátíðanna á Norffur- og Austurlandi, varff veffurteppt í Neskaupstaff i rúma tvo sólarhringa. Mbl. hafði í gær samband við Sverrir Jónsson, sem var með flugvélina í þessari ferð, og skýrði hann frá þvj, að í ann- arri ferð á þriðjudag sl., er flug- vélin var komin til Neskaup- staðar, hefði rokið upp ofsaveð- ur af suðvestan og vindhraðinn komizt upp í 11 vindstig. Hefði Iðnskólinn á Isafirði settur ísafirði, 7. jan. IÐNSKÖLINN á ísafirði var settur . sl. miðv-ikudag. Formað- ur skólanefndar, Finnur Finns- son, skýrði frá þvi, að Iðnskól- inn hefði nú'fengið leyfi mennta málaráðuneytisins til þess að reka framhaldsdeild við skólann sem undirbúningsdeild undir tækninám. Jafnframt hefði Al- þingi samþykkt að greiða kostn- að við þessa deild. í sambandi við þessa undir- búningsdeild er ætlunin að út- búa sérstaka tilraunastofu fyrir efna- og eðlisfræðikennslu, og hefur skólinn þegar fengið nokk uð af tækjum til notkunar í þessum kennslugreinum. Nem- endur í Iðnskólanum í vetur eru um 40, skólastjóri er Áge Steins- son og kennarar 11 talsins. — H. T. sólarhringa ekki verið viðlit að hreyfa flug- vélina þar til í gær. Þar sem ekkert skýli væri í Neskaup- stað, hefði þurft að fá fjóra vöru flutningabifreiðar, og þeim ver- ið stillt upp fyrir framan flug- vélina. Hefði hún verið reyrð niður, auk þess sem hún hefði verið bundin bæði að framan og aftan við bifreiðarnar. Eins og áður segir kom flug- vélin til Reykjavíkur í dag síð- degis, en hafði áður farið frá Neskaupstað til Akureyrar og aftur til baka. Wmmfáéi * Hádegisfundur Varðbergs ög SVS i dag RÁÐHERRAR Atlantshafs- bandalagsríkjanna héldu fund í París um miðjan desember sl. og sótti fundinn af íslands hálfu Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra, og sést hann hér ásamt Henrik Sv. Björnssyni. sendiherra, fastafulltrúa ís- Iands hjá NATO. Emil Jónsson mun í dag laugardag, skýra frá helztu málum NATO-fundarins á há- degisfundi Varffbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu, sem hcfst í Þjóðleikhúskjall aranum kl. 12,30. — Borgarstjórn Framhald af bls 8. sagði borgarstjóri. Kristján Bene diktsson hefur áfellzt borgaryf- irvöld fyrir að framkvæma ekki meira, en Einar Ágústsson hef- ur áfellzt borgaryfirvöld fyrir að leggja á skatta fyrir fram- kvæmdunum. Þá kvaðst borgar- stjóri sakna þess, að hann hefði ekki ennþá fengið svör við spurningum sem hann hafði fyrr á fundinum beint til Framsókn- armanna um rafmagnsverðið og skoraði á þá að láta ekki á svör- um standa. Síðan töluðu Guðmundur Vig- fússon (tvisvar), Kristján Bene- diktsson og Óskar Hallgrímsson, en að lokum tók borgarstjóri Geir Hallgrímsson til máls og lauk máli sínu með því að segja, að enginn minnihluta flokkanna hefði gert tillögu um iækkun út- svarsupphæðar. í þessari stað- reynd felst viðurkenning þeirra á því, að þeir eru sammála því mati, að unnt verði að leggja á skv. sömu reglum og sl. ár og veita sama afslátt. Ekki kvaðst borgarstjóri vilja trúa því að minnihluta fulltrúarnir vildu í raun og veru hafa útsvör hærri á borgarbúum. Ýmsar útgjalda- tillögur þeirra eru hins vegar byggðar á óraunhæfu tekjumati þeirra gjaldstofna, sem fyrir eru og eru því gersamlega þýðingar- lausar. Að vísu skera Alþbl.- menn sig úr með beinni tillögu um að auka skattabyrði á Reyk- víkinga, sem nema mundi 45— 69 milljónum á þessu ári. Þótt gjaldskrá aðstöðugjalda hafi nokkuð verið breytt og gert ráð fyrir 17 millj. kr. tekjuaukningu vegna þess og þar sé um að ræða aukna skattabyrði, er aðal- atriðið það, sagði borgarstjóri, að útsvarsbyrði borgarbúa þyng ist ekki miðað við sl. ár og fram kvæmdum borgarinnar hagað á þann veg, að þær valda ekki verðþenslu. Hafnfirzkir unglingar efndu aff venju til skrílsláta á þrettánaa- kvöld. Á myndinmi eru nokkrir hafnfirzkar hetjur aff bisa viff bíl á Strandgötunni. Hér hefur svifblysi veriff varpaff undir Saab-bifreið og logaði þaff glatt í kii'.gan tíma en lögreglan fjarlægði bílinn áffur en skemmdir hlutust af. (Ljósm.: Sv. Þorm.). 3 slys í gær ÞRJÚ slys urffu á tímanum frá kl. 17—19 í gærdag hér í borg og var í öllum tilfellum ekið á vegfarendur. Slysin munu ekki vera alvarlegs eðlis. U.ngur piltur, Ingólfur Daníels son að nafni, varð fyrir bíl á mófcum Hofsvallagötu og Hrin.g- brautar utm kl. 17 í gær og var þegar ekið í slysavarðsbofuna en meiðsli hans munu ekki vera al- varleg. í GÆR var S og SV átt hér á landi ekki hvöss. Hiti á Austurlandi var 5—8 stig en 1—4 stig vestan lands' og voru þar slydduél og eins á Suðurströndinni, en bjart á N og NA-landi. Mestur hiti í nágrannalönd- unum var á Irlandi um 10 stig, en annars var hiti í kring um frostmarkið í Vest- ur Evrópu, á Norðurlöndum og í nágrenni New York-borg ar. VEÐURHORFUR kl. 22 í gær- kvöldi: Minnkandi lægð á Græn- landshafi, en austur á Ný- Sextugur maður, Þórarinn Ól- afsson, varð fyrir bifreið á mót- um Rauðarárstígs og Njálsgötu en bifreiðin ók utan í hann og f'étll ’hann í götuna. Hann mun heldur ekki hafa hlotið atlvarleg meiðsli, að því er lögreglan taldi. Á Hringbraut á móts við Kenn araskólann varð kona fyrir bíl um kl. 19 í gænkvöldi en ekki tókst að afla upplýsinga nm nafn hennar. í öllum tilfeilum var fólkinu ekið á slysavarðstofuna, en lögreglan telur að meiðsii á því hafi verið óveruleg. fundnalandi er vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur. Suð- vesturland til Vestfjarða og miðin: Suðvestan kaldi og skúrir eða slydduél. — Norð- urland og miðin: SV-kaldi, dá- lítið slydduél vestan til, en létt skýjað austan til. Norð- austurland og miðin: SV kaldi og léttskýjað. — Aust- firðir: SV kaldi, bjartviðri norðan til en smáskúrir sunn an til. — Suðausturland, Aust fjarðarmið og Suðausturmið: SV kaldi og skúrir. Austur- djúp: SV stinningskaldi og síð ar kaldi, skúrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.