Morgunblaðið - 08.01.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.01.1966, Qupperneq 15
1 Lau^rétegur 8. janúar 1968 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ameríkubréf:___________ Verkfallið getur reynzt Lindsay borgarstjóra í New York örlagaríkt ÞAÐ eru margir orðnjr sárfættir í New York eftir viku verk- fall flutningaverkamanna, sem neytt hefur fólk til margra klukkustunda gönguferða fram og aftur til vinnustaða. Þessar ungu stúlkur drógu einn daginn fram hjólaskautana sína til þess að reyna að létta sér gönguferð iraar. New York, 4. jan. 1966. ÞÁ er komið nýtt ár hér, eins og annars staðar. Jólin voru tíðinda- lítil, jóladagur eini dagurinn, sem haldinn er hátíðlegur. Annars |má segja, að hér hafi verið Brandajól. Þannig er háttað, að falli hátíðisdagur á laugardag eða sunnudag, þó fær almenningur frí á föstudegi eða mánudegi. Vegna þess að jóladagur var á laugardegi, gáfu flestir vinnu- veitendur frí á föstudeginum. Slys voru meiri nú en nokkru sinni fyrr. Hafði verið spáð á fimmta hundrað banaslysum vegna umferðar um jólahelgina, en talan varð yfir sex hundruð. Á sama hátt fóru slys fram úr óætlun um nýárið..Er margt, sem stuðlar að þessu. Bílum fjölgar hér um þrjár milljónir á ári. Langar helgar stuðla alltaf að ferðalögum. Fólk heimsækir þá gjarnan ættingja og vini, sem fjarri búa. Er því meiri umferð en venjulega og bílstjórar oft þreyttari, og því miður, síður alls gáðir, en venjulega. Veður hefur verið hér ein- dæma gott. Á aðfangadag var um ellefu til tólf stiga hiti á Celsius og á gamlársdag fór hit- inn upp í sautján stig og þótti þá flestum nóg um. Snjór hefur ekki sézt hér ennþá, það sem af er vetrar. Eru skíðamenn heldur ólukkulegir yfir þessu og sleða- salar eru komnir á horrimina. Nýr borgarstjóri tók við völd- tim 1. janúar. Réttara væri víst að segja að hann hafi tekið við embætti, því völdin verða heldur minni en vant er. Hann er nefni- lega repúblikani, sá fyrsti i tnörg herrans ár. Demókratar hafa ráðið hér lögum og lofum og töpuðu borgarstjórakosning- unum eingöngu vegna þess, hve þeir höfðu lélegan mann í fram- boði. Hinsvegar féllu samfram- bjóðendur Lindsays, þannig að demókratar fengu kosna tvo af sínum mönnum, enda þótt borg- erstjóraefni þeirra félli. Fengu þeir borgarráðsformanninn og fjármálaráðherrann, þannig að Lindsay verður þungur róðurinn: Lindsay sór embættiseið sinn við hátíðlega athöfn, sem haldin var á tröppum ráðhússins. Voru þar samankomnir allir fyrir- menn borgarinnar og enda fleiri. Flutti hann ávarp, þar sem hann lofaði að gera allt, sem í hans valdi stæði til þess að gera New York-borg til fyrirmyndar öðr- una borgum. Sagði hann öllum þeim stríð á hendur, sem stæðu þessari baráttu fyrir þrifum, hvort sem þeir væru í háum stöðum eða lágum, demókratar eða repúblikanar. Sór hann að útrýma spillingu í opinberum rekstri og að reka mútuþega úr borgarstjórninni. Sáust þá marg- ir á efri bekkjum grípa fyrir munn sér, svo ekki sæist glottið. Bar sérstaklega á þessu hjá hús- næðismáladeild borgarinnar, en þeir hafa verið alræmdir fyrir þetta árum saman. Ekki var Lindsay orðinn gam- all í embættinu, þegar vandræði steðjuðu að. Félag starfsmanna neðanjarðarbrauta, undir forystu Mike Quill, hafði hótað verk- falli, næðust samningar ekki fyr- ir klukkan 5 á nýársdagsmorg- un. Ekki náðist samkomulag og var lýst yfir verkfalli. Stendur það verkfall enn og hefur valdið ómetanlegu tjóni. Til þess að geta gert sér grein fyrir því fyrir- brigði, að einn maður,- Mike Quill, skuli geta lamað heims- borgina, þarf að þekkja til for- sögu málsins. Mike Quill er gamall fri. Hann hefur verið formaður félags starfsmanna neðanjarðarbrauta árum saman. Hafa samningar allt af verið til tveggja ára og ekki hefur það brugðizt um árabil, að Mike hótaði verkfalli væri ekki gengið að öllum kröfum hans, sem alltaf voru úr hófi fram. Síðan var ætíð samið, og alltaf á síðustu stundu. Fengu því allir hlutaðeigendur mikla upphefð af, Mike fyrir ábyrgðartilfinningy og borgarstjórinn fyrir samninga lipurð. Árum saman hafa svo braut- irnar verið reknar með halla, því það er pólitískt boðorð hér, að ekki má hækka fargjöldin.Kostar ekki nema 15 sent að ferðast með lestunum, og er það lægsta far- gjald sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. Á hinn bóginn mæla lög borgarinnar svo fyrir, að far- gjöldin skuli vera nógu há tilþess að standa undir rekstri kerfisins. Eru því viðhafðar allskyns listir árlega, og bækurnar þannig jafn- aðar. Eru ýmsir kostnaðarliðir brautanna færðir á allt aðra liði og aðrar deildir bókhaldsins. En Mike er góður demókrati og hefur því aldrei verið tekinn til bæna og hann hefur sjálfur passað upp á að gera ekki borg- arstjórum demókrata neinar kár- ínur. Nú víkur öðru vísi við. Lindsay er, eins og fyrr er sagt, repúbiikani og Mike er alveg ó- sárt um þá. Einnig er Mike far- inn að eldast og orðinn heilsu- veill. Sér hann fram á, að dagar hans eru brátt taldir. Vill hann því þjappa mönnum sínum sam- an og telur það bezt gert á þenn- an hátt. Hann er á margan hátt skemmtilegur karl. Hann er tal- inn maður þægilegur í um- gengni, kann sig vel og er hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum. Þetta er ekki sú ímynd, sem hann vill hafa, sem verkalýðsfor- ingi. Þar vill hann vera sá gamli þjarkur, orðljótur og kaldrifjað- ur. Bregður hann því fyrir sig írskum hreim, þegar hann talar í sjónvarpi eða í útvarpi. Er hann þá illskiljanlegur, en þó passar hann sig vel á að bera fram rétt og skýrt, þegar hann kallar Lindsay asna og fífl! Með- an á samningaumleitunum stóð, fyrir jólin, sló í ýmsar brýnur milli Quills og Lindsays. Móðg- aðist Quill, þegar Lindsay hélt því fram, að hann, þ.e. Quill, væri ekki að semja af heilum hug. Strunsaði Quill og hans menn af sáttafundi og sögðust ekki myndu láta sjá sig þar fyrr en þeir hefðu verið beðnir afsök- unar af Lindsay. Sættir tókust þó með þeim og var farið að semja aftur. Voru kröfur starfsmanna svo háar, að þær hefðu kostað borgina rúmar sex hundruð milljónir dala á ári. Upp úr miðnætti á gamlárs- kvöld gengu svo verkalýðsmenn af fundi. Þar sem ekki reyndi svo mikið á almenningsfarartæki, því strætisvagnastjórar eru í sama félagi og því líka í verk- falli, á nýársdag og sunnudag, kom ekki til neinna teljandi vandræða. Á sunnudagskvöld flutti Lindsay útvarps- og sjón- varpsræðu, þar sem hann skoraði á menn að fara ekki til vinnu, nema brýna nauðsyn bæri til. Einnig bað hann alla að hafa í huga, að hvergi yrði hægt að HINN 21. til 30. maí næstkom- andi, verður haldin alþjóðleg frímerkjasýning í Washington D.C., er nefnist- Sixth Internat- ional Philatelic Exhibition, eða skammstafað SIPEX. Sýningin er haldin undir vernd F.I.P. eða alþjóða samtaka frímerkjasafn- ara, og samtaka blaðamanna er rita um frímerki og frímerkja- söfnun, A.I.J.P. Þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar er haldin er í Wash- ington D.C. en sú 6. er haldin er innan Bandaríkjanna. Munu margir enn minnast FIPEX sem sú næsta á undan þessari. Þegar er vitað um íslenzka þátttöku í þessari sýningu, bæði frímerkjadeild og bókmennta- deild, en fulltrúi sýningarinnar á íslandi hefir verið skipaður Sigurður H. Þorsteinsson, og geta þeir er vilja sýna snúið sér til hans í pósthólf 1336, Reykja- víkvík, eða beint tii undirbún- leggja bílum. Bæri þvi að sjá til þess, að bílum væri ekið út úr miðborginni, eftir að farþegar hefðu settir af. Þessi ilmæli ork- uðu tvímælis. Mönnum þótti gott að fá þarna afsökun fyrir að sitja heima, en á hinn bóginn óttuðust márgir, að nytsemi þeirra yrði léttvegin, ef hægt væri að vera án þeirra. Gengu því margir til vinnu og fréttist um göngugarpa, sem settu ekki fyrir sig fjögurra og fimm tíma göngu. Þannig tókst að komast hjá meiriháttar umferðartruflunum fyrsta daginn. Þakkaði Lindsay almenningi þetta þegnlyndi og varð það til þess, að næsta dag hljóp allt í baklás, því allir töldu að hinir myndu sitja heima aft- ur, og væri því óhætt að skreppa í bæinn. Eru líkur til, að hömlur verði settar á ferðir fólks inn x borgina og ekki öðrum hleypt inn en þeim, sem taldir eru eiga brýnt erindi. Nú er hlaupin harka í samn- ingana og hvorugur vill láta und- an hið minnsta. Getur þessi deila ráðið úrslitum um framtíð Linds- ays á stjórnmálasviðinu. Takist honum að beygja Qill og ekki síður, takist honum að hækka far gjöldin án þess að fá almenning í andstöðu við sig, munu honum flestir vegir færir. Verði hann hins vegar að láta undan, munu demókratar p«nga á lagið og gera honum lífið illbærilegt í starfinu og þar með setja fótinn fyrir hann á leið hans í forsetastól Bandaríkjanna. ingsnefndar S.I.P.E.X., 408 A Street., Washington DC. 20003, U.S.A. Þexr sem kynnu að hafa áhuga, þurfa að hafa snúið sér til annars hvors aðilans eigi síð- ar en 15. janúar næstkomandi. Það skal tekið fram að leiga fyrir ramma er $ 12,50 og fyrir hvert albúm eða bók í bók- menntadeild $ 10.00. Sérstök deild verður fyrir söfn ungling^ 12-18 ára, að báðum árum meðtöldum. Þar er leiga fyrir hálfan ramma 8 síður $ ö.OO, en fyrir heilan ramma, 16 síður $ 10.00. Auk þess sem hægt verður að fá allar upplýsingar hjá fulltrúa sýningarinnar, eða beint frá skrifstofu hermar, munu ferða- skrifstofurnar veita allar upp- lýsingar um möguleikana á að ferðast á sýninguna og þær ferð- ir, sem hægt verður að fara um Bandaríkin meðan á sýningunni stendur. LINDSAY Geir Magnússon. SIPEX 1966 Alþjóðleg frlmerkjasýning i Washington

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.