Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 1
28 síður
Stjórn Norðurlandaráðs kom saman til fundar í Kaupmannahöf n í gær til undirbúnings þingi
ráðsins, sem sett verður í dag kl. 11 f.h. — Á myndinni eru; frá vinstri til hægri: K. A. Fager-
holm, Finnlandi; Harald Nielsen, Danmörku; Sigurður Bjarnason, íslandi og Bertil Ohlén, Svíþjóð.
(Sjá grein á bls. 12).
Aukakosnmgarnar i Hufl:
Heldur Verkamanna
Færeyski fáninn fæst
i dreginn að hún á
Norðurlandaráðsfundi
(Einkaskeyti til Mbl.
frá fréttaritara þess
í Kaupmannahöfn).
F’ÆREYSKI þingmaðurinn
Peter Molir Dam, sem sæti á
í fulltrúanefnd Dana á þingi
Norð u ri andaráðs i Kaup-
mannahöfn mú (til þess starfa
kjörinn af sósíaldemókrötum),
reifaði í dag það áhugamál
hoda sinna að færeyski fán-
inn yrði dreginn að hún
frammi fyrir Kristjánsborgar-
höll ásamt fánum hinna Norð-
uriandanna fimm.
Stjórn Norðurlandaráðs vís-
aði málinu til gistiríkis þings-
ins að þessu sinni, Danmerkur
og taldí Dani eiga að skera úr
um það. Jens Otto Krag for-
sætisráðherra kallaði þá til
fundar við sig landa sinn,
Harald Nielsen, sem tekur við
forsetastörfum í ráðinu af
Sigurði Bjarnasyni á föstudag
og forseta þjóðþingisins, Júlí-
us Bomhoit. Þá var og leitað
áJits færeysku stjórnarinnar.
Kvaðst hún einhuga standa að
baki óskum Mohr Dams, en
taldi að Þó komið væri til
móts við Færeyinga í fána-
málinu væri ekki allt fengið,
enn ættu Færeyingar eftir að
fá því framgengt að þeir
sendu sjálfir sendinefnd á
fundi Norðurlandaráðs.
Var afráðið að láta málið
niður falla að sinni unz upp
yrði tekið mál Færeyinga um
sérstaka aðild að ráðinu. Krag
kvaðst fullviss um að Færey-
ingar myndu taka málið upp
aftur og kvaðst vona að það
yrði gert nægilega snemma til
þess að það mætti leiða til
lykta fyrir næsta fund Norð-
urlandaráðs.
Sigurður Bjarnason hélt i
m o r g u n undirbúningsfund
með öðrum meðstjórnendum
Norðurlandaráðs. Þingið verð-
ur sett á föstudag kl. 11 en
síðar um daginn og á Jaugar-
dag fara fram almennar um-
ræður.
Bandaríkjamönn-
um aldrei vegnað
vel
flokkurinn velli?
W.nshington, 27. jan. - NTB:
JOHNSON, Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir í dag, að aJdrei
fyrr hefði Bandaríkjamönnum
Ben Barka málið:
Rannsóldn
balcfið áfram
París, 27. janúar — NTB:
EKKERT nýtilegt var að finna
á segulbandi því er franska lög-
reglan tók til handargagns í húsa
kynnum skálksins Georges Figon
eðalvitnisins í Ben Barka-mál-
inu, og innsiglaði að honum látn
um. Er innsigli'ð var rofið, kom
í Jjós að á bandinu var upptaka
Figons að frumdrögum á texta
sakamálamyndar, sem hann hafði
é prjónunum. Er nú leitað ákaft
annars segulbands, sem talið er
að hafi að geyma einhverjar
játningar Figons í málinu, eink
um varðandi þá fullyr'ðingu hans
að Oufkir hershöfðingi hafi ráð-
ið Ben Barka bana.
Mennirnir fimm, sem teknir
voru höndum í París grunaðir
um aðild að málinu, komu fyrir
a'ðalrannsóknardómara í málinu,
Louis Zollinger, í dag, er rofið
var innsiglið á segulbandinu og
það leikið fyrir nokkrum áheyr-
endum öðrum, þar á meðal bróð
ur Ben Barka.
Franski Nóbelsverðlaunahafinn
Francois Mauriac, sagði í dag í
Franúh. á bls. 27
vegnað eins vel um dagana og
sag'ði enga meinbugi á því að
standa í stórræðum heima fyrir
um þjóðfélagsumbætur og stríði
á erlendum vettvangi. f>ó skyldu
menn gefa því gát, sagði forset-
inn, að vel kynni svo að fara, ef
ekki drægi úr eyðslu þjóðarinnar
á ýmsum svi'ðum eða meira
þyrfti til styrjaldarinnar í Viet-
,nam, að auka yrði skattaálög-
ur á bandaríska borgara.
London, 27. jan. — NTB, AP.
SVIPLEGT andlát eins þing-
manns íhaldsflokksins brezka,
lafði Edith Pitt, þingmanns Birm
ingham, í dag, tryggði Verka-
mannaflokki Wilsons öruggan
meirihluta í Neðri málstofunni
næstu vikurnar, hversu sem
færi um aukakosningarnar í Hull
í dag. Úrslit í kosningum þessum
verða ekki kunn fyrr en liðið
verður nokkúð á nóttina, en al-
mennt er Verkamannaflokknum
spáð sigri. Kjörsókn hefur verið
góð í Hull í dag.
Fylgzt hefur verið með auka-
kosningum þessum af miklum á-
huga, enda úrslit þeirra afdrifa-
rík fyrir stjórn Wilsons. Á þeim
veltur m.a. það, hvort gengið
verður til almennra kosninga í
Bretlandi í október í haust eða
hvort horfið verður að því ráði
að halda þær nú í vor og þá helzt
í marz nk.
Sigri Verkamannaflokkurinn í
kosningunum í Hull nú eykur
hann þingmeirihluta sinn í þrjá
menn, en bíði hann ósigur, hefur
flokkurinn ekki nema einn mann
yfir. Fráfall lafði Edith gefur
Wilson að sönnu nokkurn frest,
og eykur manni við þingmeiri-
hlut.a flokksins en allar líkur eru
taldar á að íhaldsflokkurinn
muni halda Birminghamkjördæm
inu þar sem lafði Edith hafði
nærri 12 þúsund atkvæða meiri-
hluta í þingkosningunum sáðast.
Almennt var talið að Verka-
Afvopnunarráistefnan í.
Genf kemur saman á ný
Genf, 27. jan. — NTB, AP.
AFVOPNUNARRÁÐSTEFNAN í
Genf kom saman í gær síðdegis
eftir nær fjögurra mánaða hlé og
hófst á mjög svipaðan máta og
henni lauk áður, með harðri árás
Sovétríkjanna á stefnu Banda-
ríkjanna i Víetnam og Dómini-
kanska lýðveldinu.
Fulltrúi Sovétríkjanna, Sem-
jon Tsarapkin, var í forsæti á
fundinum í dag. Beindi hann
mjög orðum sínum til Banda-
ríkjamanna í setningarræðu sinni
og gagnrýndi þá harðlega fyrir
stefnu þeirra og aðfarir víða um
héim þar sem ástand væri ó-
tryggt og horfur ófriðvænlegar.
Það hefur orðið að samkomu-
lagi með Tsarapkin og fulltrúa
Bandaríkjamanna á ráðstefnunni,
William C. Foster, sem hefur for-
mennsku á hendi til jafns við
Tsarapkin, að fyrst um sinn skuli
haldnir allsherjarfundir fulltrúa
allra 17 ríkjanna, sem sæti eiga
á ráðstefnunni, þriðjudaga og
fimmtudaga, en þess á milli sinni
fulltrúarnir nefndarstörfum. —
Fundurinn í dag var 235. alis-
herjarfundur sem settur hefur
verið á ráðstefnunni síðan hún
hófst í upphafi.
Fulltrúi Sovétrikjanna sagði í
ræðu sinni að friðarumleitanir
Bandaríkjamanna í Víetnam-
málinu væru ekki annað en
skálkaskjól og til þess gerðar að
breiða yfir síaukna herflutninga
austur. Var Tsarapkin ómyrkur
í máli og beizkur nokkuð að sögn.
Hann kvaðst myndu yfirvega
vandlega tillögu þá sem lögð hef-
ur verið fram um samkomulag
gegn dreifingu kjarnorkuvopna,
sem verður að öllum líkindum
mikilvægasta málið á ráðstefn-
unni að því er fregnir frá Genf
herma.
Páll páfi VI sendi ráðstefnunni
kveðjur sínar og sömuleiðis U
Thant, aðalritari Sameinuðu þjóð
anna, og hvöttu báðir eindregið
til þess að fulltrúar á ráðstefn-
unni sameinuðust um þau ráð er
dygðu til að tryggja frið í heim-
Framihald á bls. 2/7
mannaflokkurinn myndi halða
velli í Hull og spáðu margir hon-
um fylgisaukningu, allt að 4.000
atkvæða meirihluta að því er
síðast fréttist. Þó þarf ekki mikið
til að sú spá rætist ekki, því að
flokkurinn vann nauman sigur í
Hull í þingkosningunum haustið
1964 er hann hafði þingsætið af
íhaldsmönnum. Nú bjóða sig
fram þrír óháðir fulltrúar og er
Framhald á bls. 27
Síöustu
fréttir
. London, 27. jan. — NTB:
; Verkamannaflokkurinn vann
! sigur í aukakosningunum í
; Hull í dag og jók stórum fylgi
! sitt. Hefur flokkurinn nú fjög
; urra sæta meirihluta í þing
! inu fyrst um sinn.
; Frambjóðandi Verkamanna-
; flokksins, McNamara fékk rúm
; 24.000 atkvæði, nær 5.000
; fleiri en helzti andstæðingur
; hans, frivmbjóðandi íhalds-
manna, sem hlaut um 19,000
; atkvæði. Hefur fylgi Verka-
; mannaflokksins þá aukist um
meira en 6% í Hull, en í kosn
; ingunum 1964 höfðu þeir naum
i an meirihluta, rúmt þúsund
atkvæða.
Þá vann Verkamannaflokk-
; urinn annan sigur í neðri mál
; stofunni í dag er þar var bor-
; in upp vantrauststillaga stjórn
| arandstöðunnar og felld, þrátt
; fyrir liðsinni frjáislyndra við
! ihaldsmenn.