Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 15
/ FSstuflagur 28. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 15 Erlend tíðl ndi $5 Erlend tíði ndi Ben Barka málið \ í fyrri viku vaknaði reiði De Gaulle, Frakklandsforseta, yfir Ben Barka málinu svonefnda, sem helzt minnir á flókna leyni lögreglu- eða njósnasögu: Þeir, sem mest hafa komið ■við sögu í því máli, eru: Mehdi Ben Barka, vinstri- maður, og leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Marokkó. Hann Ihefur dvalizt í útlegð undan- farin ár. Mohammed Oufkir, innanrík isráðherra Marokkó. Paul Jacquier, hershöfðingi, yfirmaður frönsku gagnnjósna deidarinnar. Marcel Le Roy, öðru nafni Finville eða Donald, starfsmað- ur sömu deildar. ^ Antoine Lopez, starfsmaður „Air France“ í Farís, undirmað ur Le Roy. George Figon, maður, sem Parísarlögreglan hefur þekkt um árabil. Ben Barka málið, sem mikið hefur verið um rætt í Frakk- , landi, komst í hámæli snemma í fyrri viku, er Parísarlögregl- an umkringdi dvalarstað Figon. Um leið og hún réðst til inn- göngu, kvað við skot. Að sögn lögreglumanna, framdi Figon sjálfsmorð. „Canard Enchainé“, franskt vikublað, sagði um atburð þennan: „Figon framdi sjálfs- morð. Skotið var á hann af skammbyssu, á stuttu færi“. Ýmis frönsk blöð héldu því fram, að Figon hefði verið eini maðurinn, sem varpað hefði getað ljósi á Ben Barka málið. Því hefðu margir lögreglu- og leyniþjónustumenn haft áhuga á því að tryggja þögn hans. Helztu atriði málsins eru á þennan veg: Ben Barka lét snemma mik- ið á sér bera í frelsisbaráttu Marokkó. Er landið hlaut sjálf- Stæði, 1956, sagði hann skilið við flokksbræður sína, íhalds- sama þjóðernissinna, og stofn- aði vinstrisinnaðan andstöðu- flokk. Hassan konungur IL hefur aldrei vísað honum opin berlega úr landi, en Barka dvaldist erlendis, er flett var ofan af samsæri vinstrimanna, gegn krúnunni, 1963. Barka var dæmdur til dauða „in absent- ia“, og hann sneri ekki aftur heim. 1 fyrrahaust var uppi orð- rómur um, að átt hefðu sér stað viðræður milli Hassan kon ungs og Barka, og kynni stjórn arandstöðuleiðtoginn brátt að halda heim. Sagt er, að Oufk- ir , innanríkisráðherra, hafi lagzt mjög gegn viðræðum konungs og Barka, og hafi ráð- herrann talið, að -hér væri um hættulega undanlátssemi við vinstrimenn að ræða. Mun Out- kir hafa talið aðstöðu sína í hættu, fengi Barka gefnar upp sakir. 29. oktober sl. gengu tveir lögreglumenn að Barka, þar sem hann sat að kaffidrykkju á einu kunnasta útiveitinga- húsi í París. Mennirnir tóku upp skilríki sín, og fluttu hann til íbúðarhúss í úthverfum borgarinnar. Figon skýrði síðar frá því, að þar hefði Oufkir, innanríkisráðherra Marokkó, stungið hann til bana. Barka hefur ekki sézt síðan, og er talinn látinn. Lögreglumennirnir tveir hafa borið, að þeir hafi tekið þátt í undirbúningi mannráns- ins, fyrst og fremst vegna óska Lopez, leyniþjónustumannsins é flugvellinum við París. Segj ast lögreglumennirnir hafa staðið í þakkarskuld við Lopez, sem hafi m.a. oft gefið þeim upplýsingar um eiturlyfja- smygl. Lopez hefur síðan borið, að hér sé íarið með rétt mál, en yfirboðara sínum, Le Roy, hafi verið fullkunnugt um, hvað til hafi staðið. Le Roy segir aftur, að hann hafi verið að gera Oufkir, innanríkisráð- herra, og starfsmönnum leyni- þjónustu Marokkó, greiða. Lengi hefur verið náið sam- band milli Frakklands og Mar- okkó, og leyniþjónustur land- anna hafa haft náið samstarf. Sagt er, að Lopez og Le Roy hafi talið, að tilgangur Oufkir hafi einungis verið að fá tæki- færi til að hitta Barka að máli. Er Figon lézt, í síðustu viku, þótti De Gaulle, forseta, rétt að láta málið til sín taka. Sagt er, að forsetinn hafi orðið ofsa- reiður, og rekið Jacquier, hers- höfðingja, yfirmann gagn- njósnadeildarinnar, frá störf- um. Þá hafi De Gaulle falið landvarnaráðuneytinu að hafa framvegis yfirumsjón með öll- um gagnnjósnum, en þau mál féllu áður undir forsætisráðu- neytið. Á fimmtudag í fyrri viku gaf franska stjórnin út alþjóð- lega tilskipan um handtöku Oufkir, ráðherra, og æðstu ráðamanna leyniþjónustu og öryggislögreglu Marokkó. Á þriðjudag gerðist það, að einn af þingmönnum Gaullista, sem lengi hefur verið grun- aður um þátttöku í ráni Barka, játaði loks að hafa hitt Fig- on, aðeins þremur dögum eftir- ir ránið. Þingmaðurinn, Lem- archand að nafni, lýsti því jafnframt yfir, að Figon hefði sagt sér, að Marokkóstjórn hefði greitt, er svarar 8 millj. ísl. kr., fyrir „handtökuna“. Eru margir þeirrar skoðunar, að Lemarchand hafi ekki þurft að leita til Figon til að fá skýrt frá þessari hlið málsins. Frásögn Lemarchand olli slíku uppnámi í París, að franska stjórnin kom saman í fyrradag, til að ræða Ben Barka málið. Að fundinum loknum var gefin út tilkynn- ing, þar sem sagði, að málið h-efði varpað ljósi á mistök frönsku leyniþjónustunnar, og annmarka hennar í samskipt- um við aðra réttaraðila.' Enn veit enginn, hvort öll kurl eru komin til grafar, en litlar líbur eru taldar til þess, að franska stjórnin ræði þetta mál opinberlega á ný, nema serstakt tilefni gefist. * Astandið versnar i Rhódesíu Að undanförnu hefur þel- dökkur maður setið í fangelsi í Salisbury, Rhódesíu. Maður- inn, sem nefnist Lasarus, bíður aftöku. Yfir honum hefur ver- ið kveðinn dauðadómur, fyrir að hafa reynt að kveikja í tveimur húsum. Lög, sem hvít- ir menn hafa sett í Rhódesíu, kveða svo á um, að dauðarefs- ing liggi við slíkri skemmdar- starfsemi. Dómur þessi hefur orðið nýr prófsteinn á vald brezku krún- unnar í Rhódesíu. Elizabet drottning, sem telur landið brezka nýlendu, þrátt fyrir einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu stjórnar Ian Smith, 11. nóvemb er sl., hefur hrundið dómin- um. Drottningin, sem fer hér að ráðum brezku stjórnarinnar, hefur ítrekað afstöðu sína með því að hrinda öðrum dauða- dómi, sem kveðinn hefur ver- ið upp, einnig yfir þeldökkum manni, fyrir svipaðar sakir. Brezka útvarpið, 3BC, sagði um dóm þennan, sl. laugardag: „Ian Smith, og stuðningsmenn hans .. .. verða sekir taldir um morð, í samræmi við brezk lög, verði dauðadómnum full- nægt“. Viðbrögð Ian Smith, og stjórnar hans, við yfirlýsingum þessum, kunna að leiða í ljós, hvort samninga má vænta um Rhódesíumálið, eða ekki. í því sambandi hefur það mikla þýð ingu, hvort aðflutningsbönn og efnehagsþvinganir hafa þau áhrif, sem brezka stjórnin tel- ur. Ljóst er, að aðflutningsbann á olíu til Rhódesíu hefiur vald- íð landsmönnum mestum efifiið- leikum. Þá hefur sú ákvörðun Breta, og annarra iðnaðar- þjóða, að taka fyrir innflutning frá Rhódesíu, haft alvarlegar afleiðingar. Haft er eftir góðum heimild- um, að til mikilla vandræða horfi á niörgum sviðum í Rhód esíu, og fari ástandið síversn- andi. Vörubirgðir gangi til þurrðar, atvinnuleysi aukist og farartæki séu daglega tekin úr umferð, vegna eldsneytis- skorts. Margir stjórnmálamenn í London telja, að algert efna- hagshrun sé framundan. „Næstu vikur“ muni skera úr. Sé þessi spá á rökum reist, þarf aðeins að fá svar við þeirri spurningu, hve slæmt á- standið þarf að verða, svo að stjórn Ian Smith verði steypt. í síðustu viku hélt Sir Hugh Bead le, öllum að óvörum, til Lond- on, til viðræðna við Harold Wilson, forsætisráðherra. Eng- in opinber tilkynning var gef- in út, að fundi þeirra loknum. Lítill vafi er þó talinn á því leika, að þeir hafi rætt hugsan- leg stjórnarskipti í Rhódesíu. Takmark Wilson er að koma nýrri stjórn til valda, stjórn, sem viðurkennir rétt Breta. Þá telur forsætisráðherrann, að grundvöllur sé fenginn fyr- ir síðari hlutdeild 4 milljóna þeldökkra Rhódesíumanna í stjórn lands síns. Jafnframt verði þá tekið fyrir frekari yf- irgang hvíta minnihlutans, sem telur 220 þúsundir. Smith hefur lýst því yfir, að hann sé reiðubúinn að ganga til samninga við brezku stjórn- ina, en þó því aðeins, að hún viðurkenni sjálfstæði Rhódes- íu. Þó dylst fáum, að ráðamiklir Rhódesíumenn eru teknir að ræða hugsanlegar ráðstafanir til þess að knýja fram mála- miðlun, áður en algert hrun verður í landinu. Ironsi „stal“ byltingunni I fyrri viku efndi Johnson T.U. Aguiyi-Ironsi, brezkþjálf- aður yfirmaður Nígeríuhers, til fundar með erlendum frétta mönnum. Ummæli Ironsi þar einkenndust af þeirri hörku, sem gætti í fari hans, meðan hann var yfirmaður gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Hann tilkynnti, að í Nígeríu ríkti ekki lengur ófremdará- stand það, sem fylgdi í kjölfar stjórnarbyltingarinnar, sem gerð var fyrir tæpum hálfum mánuði. Ironsi kvaðst hafa tekið æðstu völd í landinu, leyst ráðamenn frá störfum og numið úr gildi stjórnarskrána Myndi svo vera, þar til ný stjórnarskrá, „sem við“, hefði tekið gildi. Yfirlýsing Ironsi, og síðustu atburðir í Nígeríu, hafa vakið mikinn ugg stjórnmálamanna víða um heim, sem talið hafa landið hornstein lýðræðis í Afríku. Þar virðist nú stefnt í átt til einflokkakerfis, sem misjafna raun hefur gefið þar í álfu. í Nígeríu, sem telur 55 millj- ónir íbúa, hafði mikið áunn- izt, undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra, Sir Abubakar. Tafewa Balewa, þótt ástandið væri reyndar hvergi nærri tryggt. Þar, eins og í öðrum Afríkuríkjum, hafa ættflokka- deilur sett sitt mark á innan- ríkismálin, og ýmis spillingar- öfl leikið lausum hala. Frá því, að landið hlaut sjálfstæði, 1960, hefur margsinnis legið við upplausn. Byltingin, sem steypti Balewa af stóli, sýn- ir, hve illt ástandið var orðið. Neistinn, sem kveikti bálið, var „vandlega undirbúin“ kosn ing í V-Nígeríu, eins fjögurra landshluta, sem notið hafa sjálfstæðis, að hálfu leyti. Til uppþots kom. Ungir ráðamenn hersins lýstu því þá yfir, að vandræði landsmanna stöfuðu af stjórnleysi og spillingu ráða manna, og stjórninni var steypt. Sir Abubakar var myrtur, og sömu örlög hlutu fjármálaráðherrann, og forsæt- isráðherrar V- og N-hérað- anna. Fréttir frá Lagos herma, að Ironsi hafi ekki tekið neinn þátt í sjálfri byltingunni, í upp hafi. Hins vegar tókst honum að ná völdum af sjálfum bylt- ingarsinnunum, í stuttri en harðri baráttu. Þá fyrirskipaði Ironsi leit að Sir Abubakar, en allt var á huldu um örlög hans fyrstu dagana eftir byltinguna. Á laugardag var tilkynnt, að lík forsætisráðherrans fyrrver- andi hefði fundizt. Engar nán- ari skýringar hafa verið gefn- ar. Þótt Ironsi virðist hafa tögl- in og hagldirnar, og virðist njóta stuðnings æskulýðshreyf inga og atvinnurekenda, þá ríkir nú ótti um, að eins kunni að fara í Nígeríu og Kongó. Landið leysist upp, og til nýrra stórátaka komi í Afríku. Þótt svo illa takist ekki til, þá er full ástæða til að ætla, að byltingin í Nígeríu ________ skömmu á eftir byltingum í Zanzibar, Gabon, Sundan, fyrr- verandi Belgisku Kongó, Daho mey og víðar — kunni að draga dilk á eftir sér, annars staðar í álfunni, þar sem á- greiningur ríkir milli ráða- manna og yfirmanna hers. Tekur IVIoro enn við? ítalski forsætisráðherrann, Aldo Moro, lét af embætti, fyr- ir réttri viku. Þótt ástæðan fyrir falli stjórnar hans hafi verið sögð ágreiningur um skólamál, þá býr annað og meira sundurlyndi að baki stjórnarslitunum. Um langt skeið hefur Moro barizt á Framhald á bls. 16 Ég viðurkenni, aff áætlun mín er götótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.