Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fðstucfagur 28. janúar 1966 Sextugur i dag: Dr. Oddur Guðjónsson viðskiptaráiunautur ÞEGAR Oddur Guðjónsson skrif- a'ði doktorsritgerð sína um utan- ríkisviðskipti íslendinga með sér stakri hliðsjón af greiðslujöfn- uðinum, voru þeir ekki margir hér á landi, sem vissu hvað greiðslujöfnuður í raun og veru var. Þetta var á árunum eftir 1930, eða um það bil, sem krepp- an var að skella á. Ekki var liðið langt á fjórða tug aldar- innar, er Islendingar, stjórnmála menn sem aðrir, fengu að finna til þess áþreifanlega, að jafn gott var að fylgjast með greiðslujöfn- uðinum í utanríkisviðskiptunum, ef vel átti að fara. Allur fjórði tugurinn var í raun og veru linnu laus barátta íslenzku þjóðarinn- ar við öflun erlends gjaldeyris, til þess bókstaflega að geta tórað. En baráttan stóð ekki aðeins út á við um öflun markaða fyrir íslenzkar afurðir, sem guð má vita að voru ekki margbreyti- legar, heldur einnig inn á við, þar sem margir frjálslyndir menn áttu í höggi við fáa hafta- postula, sem að dómi okkar, sem kallaðir voru Morgunblaðsmenn, notuðu hin óhagstæðu verzlunar- kjör til þess að draga taum póli- tískra gæðinga. Dr. Oddur var þá kominn heim frá hagfræðiprófi í Þýzkalandi, en því lauk hann með ágætum, og var orðinn fram kvæmdastjóri og aðal ráðgjafi Verzlunarráðs íslands. Marga lensuna braut dr. Oddur á þess- um árum í harðskeyttu einvígi við ríkjandi stjórn í viðskipta- málum, sem ekki mátti heyra minnst á réttláta skipan inn- flutningsmála hvað þá frjáls- lega verzlunarhætti, frekar en sjálfan myrkrahöfðingjann. Verzlunarhöftin lágu eins og mara á þjóðinni um meir en 2ja áratuga skeið og lengst af þessu tímabili var það hlutdeild dr. Odds að vera fulltrúi hinna frjáls lyndu afla í landinu í hinum mörgu nefndum, sem hver tók við af annari, til þess að skipta litlum innflutningi á milli margra og ólíkra verzlunarfyrir- tækja. Á þessum áratugum aflaði dr. Oddur sér meiri þekkingar á atvinnumálum íslendinga, að ekki sé talað um viðskiptamálin, en flestir aðrir búa yfir. Loks, e'ða fyrir ótrúlega fáum árum, tókst að ráða niðurlögum hafta- ófreskjunnar, og þá var dr. Oddi falið hlutverk, sem vera mun honum nær skapi, heldur en að rjála við höft og innflutnings- leyfi, en það er að annast frjálsa samningagerð um verzlunarvið- skipti fyrir hönd íslenzka ríkisins við erlendar þjóðir. Raunar hefir dr. Oddur veri'ð formaður eða aðalráðgjafi í flestum samn- inganefndum sem annast hafa verzlunarsamninga okkar um tuttugu ára skeið, eða frá stríðs- lokum, en nú hefir hann þessa samningagerð áó' aðalstarfi og starfar á vegum utanríkis- og viðskiptamálaráðuneytisins. Er það dómur þeirra, sem bezt þekkja til, að þar sé réttur maður á réttum stað. Engan skyldi þó undra þótt dr. Oddur ætti enn meiri frama í vændum hjá ís- lenzkum stjórnarvöldum. Hann er enn ungur í anda. Dr. Oddur er hreinn og beinn í öllum víðskiptum, glöggur og gætinn, einbeittur og fylginn sér, þegar það á við, en gleðimaður og ljúfmenni í vinahóp. Oddur dvelur þessa dagana með Lotti konu sinni og tveim dætrum í Hamborg. Lotti og Oddur kynnt- ust í Kiel, er Oddur var þar við nám, og hefir Lotti verið manni sínum góður og traustur föru- nautur um meir en þrjátíu ára akeið Ef ég væri í Hamborg í dag myndi ég stilla mér upp fyrir utan gluggann þar sem dr. Oddur og fjölskylda hans dvelur og flauta lagið við „Hvað er svo glatt“ — en það var kallmerki fslendinga, sem stunduðu nám í Kiel fyrir mörgum, mörgum ár- um. Pétur Ólafsson. FÁIR hafa komið meira við sögu íslenzks viðskiptalífs á síðasta aldarfjórðungi en dr. Oddur Guðjónsson. En þar sem maður- inn er í eðli sínu hlédrægur og kýs að vinna störf sín í kyrr- þey hygg ég, að þeir séu færri en skyldi, er vita hviLíkt starf hann hefur unnið á þeim vett- vangi. í dag á hann sextugsaf- mæli og get ég ekki látið það tilefni ónotað til að minnast hans í fáum orðum, og er mér þó ljóst að í þeim efnum er mér mikill vandi á höndum. Ber þar margt til, m.a. það að hann veit ég auðugri að mannkostum öllum en gengur og gerist, en manna frálbitnastan því að verðleikum hans sé haldið á lofti. En þar sem Oddur dvelur erlendis um þessar mundir, læt ég skeika að siköpuðu og sendi honum þessa afmæliskveðju í fjöllesnu blaði að honum forspurðum. Dr. Oddur Guðjónsson er fæddur að Bergsstöðum í Reykja vík, en það hús stóð á gatnamót- um Bergstaðastrætis og Skóla- vörðustígs. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjónin María Guð- mjundsdóttir og Guðjón Gama- Helsson núrarameistari. Guðjón var á sínum tíma meðal þekkt- ustu byggingameistara hér í bænum og hafði með höndum ýmsar stórbyggingar m.a. Lands- spítalann. Svo hefur sagt mér gamall samverkamaður hans, að vandaðri manni, eða betri hús- bónda hefði hann ekki kynnzt um dagana, Ekki kann ég að rekja ættir Odds Guðjónssonar, en af yfirbragði mannsins og dagtfari öllu er ljóst að hann á til göfugra ættfeðra að telja. Oddur var ungur settur til mennta og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1927, og sigldi að því loknu til Þýzkalands til náms í ihagfræði og lauk prótfi í þeim fræðum frá háskólanum í Kiel árið 1931. Hlaut hann síðan styrk til framhaldsnáms úr svo- nefndri Alexander von Ham- boldt Stiftung og öðlaðist dokt- orsnafnbót í fræðigrein sinni með mjög lotflegum vitnisburði árið 1934. Doktorsritgerð hans fjallaði um íslenzkan verzlunar- jöfnuð árið 1930, viðamikið rit, en sennilega ekki á færi óihag- fróðra manna að lesa sér til gagns. Að námi loknu kom Oddur heim og gerðist skrifstotfustjóri Verzlunarráðs íslands, og hefur mecT því ævistarf sitt_ í þágu ís- lenzks viðskiptalífs. Á þeim ár- um, sem Oddur hótf störtf sín á vettvangi íslenzkra viðsikipta- mál.a er þar sízt álitlegt um að litast. Þar ríktu allskonar hötft og hömlur á öllum sviðum, og munu íslenzkir athafnamenn sjaldan hafa hatft minna svig- rúm en á þeim árum. Þá var starfandi hér nefnd ein mikil, er gegndi því hlutverki að skipta milli innflytjenda þvi magni er- lendrar vöru, sem þáverandi ríkisstfjórn taldi hótflegt að hafa hér á boðstólum. Þótti þá mörg- um hlutur sinn fyrir borð bor- inn og það ekki að ástæðulausu. Þessi skipan mála átti eftir að standa alllengi án verulegra breytinga, nema hvað annað slagið var skipt um nafn á nefndum þeim eða ráðum, er önnuðust þessar framkvæmdir. Árið 1943 heitir stofnun þessi Viðskiptaráð, og það ár verður Oddur Guðjónsson einn af for- stjórum þess, og þeirra stofnana er síðar sigldu í kjölfar þess. Þetta embætti hygg ég verið hafa einna vanþakklátast starf á íslandi á síðari árum. Stjórn Viðskiptaráðsins var oftastf skipuð fulltrúum stjórnmála- flokkanna, og afgreiðsla ein- stakra mála háð samkomulagi þeirra aðila er ráðið skipuðu hverju sinni. í þessum erilsömu og erfiðu störfum kom það sér vel, að Oddur Guðjónsson er gæddur þeim eðliskostum, sem nauðsyn- legastir eru í samskiptum við aðra, ekki sízt þá er haía and- stæð sjónarmið. Hann er maður heilráður og góðgjarn, hógvær og drenglundaður eins og sagt var um Njál bónda á Bergþórs- íbvoli. Hann virðir skoðanir and- stæðinga sinna og er manna um- burðarlyndastur við málamiðl- un alla, en slíkir menn eru ein- mitt útverðir lýðræðisins á hverjum tíma. Hann er rnaður fordómalaus og á þessvegna öðr- um fremur létt með að leggja hlutlægt mat á allar aðstæður. Þeir eru orðnir næsta margir, sem Oddur hefur starfað með að skipan þessara mála, og vatfa- laust hefur oftf skorizt í odda, þegar úrslit þýðingarmikilla mála voru ráðin. En það 'hetf ég fyrir satt að alltaf hatfi Oddur farið með sóma af þeim fundum, og ekki veit ég tiil að hann eigi sér neinn óvildarmann í hópi samstarfsmanna sinna. Er hann þó þéttur fyrir og lætur hvergi hlut sinn, en manna drengileg- astur í hverri raun, og það hygg ég að honum hafi fallið þyngst í starfi sínu, ef einhverjir sam- stanfsmanna hans viku frá sett- um leikreglum eða gengu á gerðar sættir. Á þessum árum var Oddur Guðjónsson iðulega skipaður í samninganefndir um utanríkis- viðskipti, enda munu fáir hafa staðið honum jafnir að þekkingu á 'því sviði. Þegar 'haftafarganinu var aflétft fyrir nokkrum érum og þær stofnanir er þeim þjón- uðu endanlega lagðar niður var hann sikipaður viðskipfaráðunaut ur ríkisstjórnarinnar. Hefur hann einkum verið í ráðum um þá viðskiptasamninga er gerðir hafa verið við þær þjóðir, er búa austan járntjalds, og oft átt setur langar í Garðaríki. Hygg ég á engan hallað þó fullyrt sé, að fláir hafi ráðið þar meir um far- sælar lyktir þeirra mála en hann. í stuttri afmælisgrein er þess enginn kostur að bregða upp við- hlýtandi mynd atf þeim margvís- legu störfum sem Oddi hafa ver- ið falin á undanförnum árum, enda var það ekki ætlun mín. Það er að vonum að á sHkan mann hlaðist mörg trúnaðar- störf, enda veitf ég engan ólík- legri til að „níðast á neimu því sem honum er til trúað“ frernur en Kolskeggur forðum. Það er nú orðið alllangt síðan sá, er þetta ritar hafnaði á járn- brautarstöðinni í Kiel, og leit Odd Guðjónsson í fyrsta skipti. Hann var þar kominn þeirra er- inda að gæta þess að ég glatað- ist ekki í þeim stóra heimi. Hann var þá ungur maður og fyrirmannlegur eins og hann er enn, og bar á höfði hatt snjáðan. í fylgd með honum var ung og glæsileg stúlka, þýzk að upp- runa og hefur hún staðið við 'hlið hans æ síðan. Lotty (en svo var hin unga stúlka kölluð í hópi kunningja) og Oddur gengu í hjónaband árið 1934. Hafa þau eignazt þrjú mannvænleg börn: Maríu, sem gift er þýzkum manni og búsett í Hamborg, Lieselotte íþróttakennara, og Þóri, sem stundar nám í lögfræði við Háskóla íslands. í Kiel voru á þessum árum nokkrir íslendingar og var Odd- ur sjálfikjörinn höfðingi þeirrar nýlendu, og alltaf til hans leitað ef einhverjum var vandi á hönd- um. En „það varð allt að ráði, er hann réði mönnum’* svo enn sé vitnað til Njáls bónda. Sú vinátta sem þá var til stotfnað hefur haldizit fölskvalaus æ síð- an og gott þykir okkur vinum Odds Guðjónssonar og hans ágætu konu, að hitta þau á góðri stund. Þótt Oddur hatfi ærinn starfa og eri'lsaman, gefur hann sér þó stöku sinnum tíma til að inna af höndum „skyldu sína við gleðina” eins og skáld eitt ís- lenzkt -komst að orði. Á þessum merku tímamótum sendum við vinir þeirra hjóna þeim hjartanlegar hamingjuósk- ir og þökkum þeim vináttu og drengskap á undantförnum ár- um. Og það er von okkar að enn eigi Oddur eftir að vinna mikið og giftudrjúgt starf á því verk- sviði er hann hetfur haslað sér völl. Guðm. Sigurðsson. >f UM SÍÐUSTU aldamót var meðalaldur íslendinga 45 ár en nú er hann kominn yfir 70 ár. það telst því ekki lengur til stórvið- burða, að menn verði sextugir, og það eitt, að menn hafa tórað í sextíu ár, er harla lítið tilefni til blaðaskrifa. En þeir menn, sem á viðburðaríkri æfi hafa unn ið mikið og óeigingjarnt starf í þágu alþjóðar, eiga skilið að þeirrasé minnst og störf þeirra þöikkuð á stórafmælum. Einn slíkur heiðursmaður er dr. Odd- ur Guðjónsson, viðskiptaráðu- nautur ríkisstjórnarinnar, sem er sextugur í dag. Dr. Oddur hefur í rúm þrjátíu ár lifað og starfað í innsta hring viðskiptamálanna og er því löngu orðinn þjóðkunnur. Hann kom vel undirbúinn undir æfi- starf sitt að loknu doktorsprófi í hagfræði við háskólann í Kiel. Við þann háskóla stundaði hann nám á árunum 1927—34, en doktorsritgerð hans fjallaði um greiðslujöfnuð fslands árið 1930, og var brautryðjandaverk á sínu sviði í íslenzkri hagfræði. Strax eftir heimkomuna 1943 var dr. Oddur ráðinn skrifstofu- stjóri Verzlunarráðs íslands. Gekk hann að því með miklum dugnaði að skipuleggja og auka starfsemi ráðsins á næstu árum þar á eftir. Veit ég að þessi störf voru honum mjög kærkomin ekki sízt vegna ánægjulegs og lær- dómsríks samstarfs við þáver- andi formann Verzlunarráðsins, Hallgrím Benediktsson. Hann ávann sér strax mikið traust og vinsældir meðal verzlunarmanna, enda hvíldi meginþungi af félags- starfi þeirra á þessum árum á hans breiða baki. Fljótlega kom að þvi, að dr. Oddur var skipaður fulltrúi verzl unarinnar í opinberum nefndum. Starfaði hann í verðlagsnefnd 1938—42, skömmtunarnetfnd rík- isins 1939—43 og gjaldeyris- og innflutningsnefnd 1941—43. En í ársbyrjun 1943 var hann svo S'kipaður í viðskiptaráð, sem fal- ið var víðtækara starfssvið vegna stríðsástandsins en nokkur nefnd hafði áður haft. Viðs'kiptaráðið þurfti ekki aðeins að úthluta innflutnings- og gjaldeyrisleyf- um, taka verðlagsákvarðanir og sjá um vöruskömmtun, heldur einnig ráðstafa takmörkuðu skips rými fyrir nauðsynlegustu vöru- flutninga til landsins og annast innflutfning ýmissa vörutegunda. Var hér um mjög vandasamt og heldur vanþakklátt starf að ræða, en almennt mun það viðurkennt, að það hafi farið dr. Oddi og hans ágætu samstarfsmönnum vel úr hendi. Með starfinu í viðs'kiptaráði hefjast þáttaski'l í æfi og starfi dr. Odds. Hann er ekki lengur talsmaður og fulltrúi ákveðinna hagsmuna heldur orðinn ríkis- starfsmaður, sem vegur og met- ur hvert mál út frá almennum þjóðarsjónarmiðum. Þessi að- staða hans var ekki auðveld og sætti dr. Oddur stundum ómak- legri gagnrýni, sem ekki er held ur hægt að furða sig á, þar eð ráðið fjallaði um viðkvæm hags- muna- og deilumál. En þeir, sem bezt þekkja til starfs dr. Odds á þessum árum, ljúka upp einum rómi um, að öll hans störf hafi einkennztf af sérstakri samvizku- semi og sanngirni. Og það viður- kenna allir, sem til þekkja, að dr. Oddur hafi haldið vel á þeim málstað, sem hann barðist fyrir og honum fannstf réttur. Hann er að eðlisfari samvinnulipur, en getur verið fastur fyrir og á'kveð inn, þegar því er að skiptfa. Frá 1943 og til 1960 átti dr. Oddur sæti í öl'lum ráðum og nefndum, sem fjölluðu um inn- flutnings- og gjaldeyrismál, verð lagsmál og fjárfestingarmál. Af viðskiptaráði tók við fjárhagsráð síðan viðskiptanefnd og loks inn flutningsskrifstofan, sem lögð var niður 1960. í eitt ár 1961—62 gegndi dr. Oddur störfum róðu- neytisstjóra í viðskiptaráðuneytf- inu í fjarveru þess, sem þessar línur ritar, en síðan hefur hann verið viðskiptaráðunautur ríkis- stj órnarinnar og haft sem aðal- verkefni að annast gerð samn- inga og framikvæmd þeirra við Austur-Evrópulöndin. Nefndarstörfin voru á þessum árum oft erilsöm _og þreytandi. Efast ég um, að dr. Oddur myndi hafa haldið þau út svo lengi, ef honum hefði ekki jafnframt ver- ið falið að taka þátt í allflestum viðskiptasamningum við erlend ríki á þessum árum. Utanferðir, þótt þeim fylgi engu síður störf og ábyrgð, voru tilbreyting og hvíld frá hinu daglega þvargi. Hefur dr. Oddur verið oftar og lengur í slíkum samningagerð- um en nokkur annar íslendingur. Síðan 1950 hefur hann tekið þátt í flestum samningum við Tékko- slovakíu, Pólland, Ungverjaland, Rúmeníu og nú síðustu árin við Sovétríkin. Hann hetfur einnig setið margar alþjóðaráðstefnur þ.á.m. á vegum efnahagsnefndar Evrópu, ráðstfefnu um þróunar- málin (UNCTAD) 1964 og fiski- málaráðstefnuna í London 1964. Á þessu sviði hefur dr. Oddur unnið ómetanlegt starf fyrir ís- lenzkt atvinnulíf og útflutning. Al’hliða þekking hans á útflutn- ings- og innflutningsmálum og tveggja áratuga reynsla í samn- ingum er hvorttveggja þýðingar mikið, en enn meira máli skiptir, að hann er gæddur þeim eigin- lei'kum, sem góður samningamað- ur þarf á að halda, skörpum skiln ingi og vakandi áhuga, sannfær- ingarkrafti og staðfestu. Vonandi fær landið lengi að njóta hans óvanalegu starfskrafta. Dr. Oddur sótti ekki aðeins meantun sína til Kielar heldur líka það, sem enn dýrmætara var, sinn ágæta Ufsförunaut, frú Lieselotte Laufhoetter. Þau eiga Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.