Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. janúar 1966
Ísland og bókmenntaverðlaun
ÝMSIR hafa velt því fyrir sér,
hvort íslenzkir rithöfundar
standi jafnvel að vígi og starfs-
bræður þeirra á hinum Norð-
urlöndunum í keppninni um
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs. Morgunblaðið vill á
þessu stigi málsins enga afstöðu
taka til þessa máls en þykir rétt
að skjóta því undir dóm nokk-
urra kunnra rithöfunda í því
skyni, að þeir fái tækifæri til
að láta álit sitt í Ijós. Öðrum
er heimilt rúm í blaðinu, ef
þeir óska og þeir hafa eitthvað
nýtt til málsins að leggja.
Blaðið lagði fyrir rithöfund-
ana eftirfarandi spumingu:
„Hvernig teljið þér, að bæta
megi aðstöðu íslendinga þann-
ig, að þeir verði hlutgengari í
bókmenntasamkeppni Norður-
landaráðs en verið hefur?“
Svörin fara hér á eftir:
Indriði G. Þorsteinsson:
f FYRSTA lagi gefur þessi
spurning tií kynna, að spyrli
þyki í nokkru ábótavant um að-
stöðu. Hann er ekki einn um
þá skoðun, af því allt frá upp-
hafi þessarar verðlaunaveit-
ingar til handa norrænum höf-
undum, hefur sú kvöð fylgt
framlagi íslands, að ljóð og sög
ur héðan væru lagðar fyrir
þýddar á dönsku eða sænsku
og kannski norsku. Þetta þýð-
ir raunar að fslendingar verða
að yrkja í gegnum fortjald á
því matsþingi, sem háð er í
janúar ar hvert, þegar vísir
Indriði G. Þorsteinsson
menn frá löndunum fimm
koma saman til að greiða at-
kvæði um bókmenntaafrakstur
síðustu tuttugu og tveggja mán
aða.
Þýðingarkvöðin á fslandi
setur verk héðan utan jafnrétt-
isaðstöðu á hinu norræna
skáldaþingi. Um skáldsögur er
það að segja, að menn geta ver-
ið heppnir með þýðingu. Um
ljóð er það næsta útilokað,
nema að fyrirhittist í öðru
landi jafnvígt skáld til að þýða,
og það, sem orti á frummálinu.
Þetta er í stuttu máli aðstöðu-
leysi fslands. Ráð við þessu
kann ég engin önnur en þau
að leggja verk héðan fyrir dóm
nefndina á íslenzku og láta síð-
an nefndina um að lesa, eins
og sjálfsagt þykir að okkar
menn lesi þrjú tungumál sér
til gagns í dómarasætum. Það
er ekki okkar, í norrænni sam-
vinnu, að tala öðrum þjóðtung-
um ,nema á móti komi sams
konar þekking á voru máli,
einkum þegar tungumálin eiga
að mætast jöfn til leiks. Það
liggur í augum uppi, að þær
kröfur eru gerðar til okkar
dómnefndarmanna, að þeir séu
læsir á þrjár norrænar þjóð-
tungur. Við höfum uppfyllt þau
skilyrði. Það virðist svo vera
nokkurt stærilæti af öðrum
nefndarmönnum, að telja sér
móðurtungu norrænna bók-
mennta óviðkomandi.
Þá virðast menn innan dóm-
nefndarinnar sækja mál af
hörku, sem ber lítinn keim
hárri bókmenntaþróun. Það er
mér gleðiefni, hafi islenzku
fulltrúarnir orðið undir í slíkri
baráttu. Ég vísa í þessu efni til
óbilgirni Svía, er leiddi til þess
að skipta varð verðlaunum á
tómstundadundur um Dante og
skáldsögu eftir ein helzta rit-
höfund norrænan í dag.
Helgi Sæmundsson:
HÖFUÐVANDAMÁL íslenzkra
rithöfunda í þessu sambandi,
er hvað -ítið er þýtt á Norð-
urlandamálin. Þetta er baga-
legt, ekki eingöngu vegna bók-
menntasamkeppni Norðurlanda
ráðs, heldur einnig vegna þess,
Helgi Sæmundsson
að án þýðinga er okkur ókleyft
að kynna íslenzka rithöfunda
og verk þeirra á Norðurlönd-
um. Við íslendingar stöndum
verst allra Norðurlandaþjóða í
þessum efnum, þó eiga þeir
Finnar, sem skrifa á finnsku,
við sama vandamál að stríða
og við. Til eru á Norðurlöndum
nokkrir menn, sem þýtt hafa
íslenzk skáldverk, en þeir eru
því miður alltof fáir. Á Norð-
urlöndum, sem og á íslandi, er
illa greitt fyrir þýðingar og
þeir, sem gætu þýtt íslenzk
skáldverk á aðrar tungur, eru
venjulega hlaðnir öðrum störf-
um. Mér hefur dottið í hug, að
íslendingar, Finnar og Færey-
ingar gætu unnið í sameiningu
að þessu máli og hinn norræni
listasjóður gæti orðið gagnleg-
ur í þessu sambandi. Þýðinga-
vandamálið snertir okkur fs-
lendinga einnig á annan hátt.
Allt of lítið er þýtt af erlend-
um bókmenntum á íslenzku, og
er það fyrst og fremst vegna
þess hve illa er greitt fyrir
þetta starf.
Guðmundur Daníelsson:
ÞAÐ verður aldrei hægt að
jafna aðstöðu íslenzkra og er-
íendra rithöfunda, hvorki í
bókmenntasamkeppni Norður-
landaráðs né annars staðar.
Meðal annars vegna þess, að
Íslendingar sjálfir kæra sig ekki
um það. Þeir hafa áratugum
Guðmundur Daníelsson
saman sveijað sér upp á það
út um öll lönd, að hér á ís-
landi sé ekki til nema eitt
skáld, og því trúa útlendingar,
sbr. nýlegar blaðafréttir hafð-
ar eftir Politiken.
Annars virðast Svíar, með
aðstoð Finna, nokkurn veginn
sjálfráðir um, hvar niður komi
bókmenntaverðlaun þau, sem
nú er árlega farið að úthluta
á vegum Norðurlandaráðs.
Enda finnst öllum dómnefnd-
armönnum hinn mesti heiður
að því að greiða „stóra bróð-
ur“ atkvæði sitt, og er þess
skemmst að minnast úr ræð-
um.
Nú hefur víst verið á það
drepið, að ísland þyrfti að
gera eitthvað fleira fyrir sína
„kandídata“ en láta þýða bæk
ur þeirra og senda þær vél-
ritaðar í hendur dómnefndar-
manna. Öll frægð hér á landi
kemur að utan, eins og kunn-
ugt er, en til þess að upp
tendrist um nöfn vor sönn
skáldfrægð, nægir vart 8 eða
10 manna les^ndahópur, jafn-
vel þó bókmenntafræðingar séu.
Hvað á að gera?
Sumum hefur dottið í hug
að senda dómnefndarmenn
vora út í lönd með troðið seðla-
veski til þess að múta útlend-
ingum til að gefa út íslenzkar
bækur. Aðrir vilja láta styrkja
Ragnar í Smára til verksins,
gera hann að „international
forleggjara" — að hann gefi
út íslenzkar bækur á heimsmál-
unum og dreifi þeim meðal
|>jóða, vegna framúrskarandi
auglýsingatækni hans. Skatt-
heimta ríkisins mundi líkleg til
að styðja þá hugmynd, þvi að
vinnupiltar hennar næðu þá
fyrirhafnarlítið ritlaunum höf-
undanna í ríikskassann, eins og
skáldastyrknum, sem ríkisvald-
ið gefur með annarri hendinni
en tekur aftur með hinni, eftir
að hafa hirt í beinhörðum pen-
ingum um 60 þúsund krónur í
tollum og söluskatti af hverri
einustu bók af meðalstærð, sem
út er gefin á íslandi.
Mætti ég stinga upp á því,
að eitthvað verði gert í mál-
inu.
En hvað — það veit ég ekki.
Halldór Laxness:
SKRIFA betri bækur.
Thor Vilhjálmsson:
ÞAÐ mætti leita vandlegar
hverju sinni til að ganga úr
skugga um hvort ekki séu til
frambærilegri bækur fyrir ut-
an glaðlega kynnisvídd núver-
andi fulltrúa okkar. í dóm-
nefndinni þurfa alltaf að sitja
af íslands . álfu þeir menn sem
líklegastir eru til að hafa rænu
á því að bjóða fram bækur
sem ná því að telast til bók-
mennta utan íslands og hafa
meira að styðjast við en ein-
'hverskonar hreppsnefndarvel-
þóknun.
Hreint alveg þykir mér ó-
verjandi að bjóða aðeins eina
bók frá fslandi svo sem gjörðu
okkar menn í ár. Ég hef fyrir
satt (stutt gildum heimildum
að hyggju minni) að slíkt hafi
alls ekki tíðkazt þótt íslenzk-
ur dómnefndarmaður hafi gef-
ið hitt í skyn í útvarpinu af
einhverjum ástæðum sem
verða ekki kannaðar hér.
Leiðrétti þeir mig sem betur
vita ef rangt er sem ég held að
hið margblessaða Norðurlanda
ráð styrki þýðingar bóka sem
eru boðnar fram á íslenzku og
finnsku. Hvað sem verðlaun-
um líður og landkynningar-
auglýsingum, og íslenzkum
metnaði á því sviði er það í
mínum augum sviksemi að
hafa þvílíkt tækifæri af ís-
lenzkum höfundi. Það er sízt
of vænlegt fyrir íslenzka höf-
unda að framfleyta sér og sín-
um hérna. Það er óhugsandi
nema þeir komist á markaðinn
í öðrum löndum. Þess vegna
ríður á því að hafa glögga og
réttsýna fulltrúa í nefnd sem
þessarri sem skilja starf sitt
og skyldur.
Gunnar Gunnarsson:
KEPPNI um verðlaun í listum
er ein tegund af dansinum um
gullkálfinn. Áhugi minn á
þeirri göfugu eða að minnsta
kosti freistandi íþrótt er væg-
ast sagt takmarkaður, en þar
sem við sem stendur sitjum
uppi með árleg norræn bók-
menntaverðlaun munu íslend-
ingar almennt telja betra en
ekki, að eiga þar samleið.
Hvernig dómnefnd þannig skip
uð, að jafnaðarlegast ekki nema
tveir af tiu mönnum eru læsir
á nema í hæsta lagi þrjú af
þeim að sjálfsögðu minnst 6
tungumálum, er til greina koma,
telur sig færa um að miðla róg-
málminum réttlátlega, er mér
ráðgáta. Hins vegar efast ég
ekki eitt andartak um, að þeir
séu allir af; vilja gerðir. Hitt
er annað mál, að á þessum
markaði eru og verða þeir, sem
gert er að mæta í láns- að ég
Gunnar Gunnarsson
segi ekki ólánsflíkum, aldrei
nema hálfgildingur. Eina hugg-
unin að þeir hafa verið til-
nefndir, og að bækur þeirra,
sem þýddar hafa verið, hafa
þann möguleika að geta rutt sér
braut á vegum útvarps- og út-
gefenda, svo sem raun ber vitni,
verðlaunalaust. Sjálfsagt er
óhugsanlegt að löndin yrðu
látin bera ábyrgð á veitingunni
eitt í senn? Enda yrðu þeir
síðustu þá fyrstir, og slíku er
naumast ráð fyrir gert á
kringlu heims.
Guðmundur G. Hagalín:
ÉG LÍT þannig á, að með því
fyrirkomulagi, sem nú er á út-
hlutun hinna norrænu bók-
menntaverðlauna ,sé þess lítil
von, að þau komi íslenzkum
rithöfundum og kynningu ís-
lenzkra bókmennta erlendis að
verulegu gagni.
í fyrsta lagi er vart við því
að búast, að hjá þjóð, sem er
svo fámenn sem íslendingar
eru, komi fram nema stöku
sinnum ritverk, sem verði ekki
talin árlega eiga sinn líka í
bókmenntum hinna Norður-
landaþjóðanna, enda hlýtur
matið alltaf ao verða að nokkru
tízkubundið, en aðeins geta kom
ið til greina við úthlutun verð-
launanna bækur frá tveimur
síðustu árunum áður en hún
fer fram. I rauninni eiga svo
íslenzku fulltrúarnir ekki kost
á að velja bækur nema frá einu
ári, því að ógerningur mun
að fá bók fullþýdda á einum
eða tveimur mánuðum, enda
vandhæfni á að fá þýðanda, sem
sé allt í senn: vel að sér í ís-
lenzku, snillingur á móðurmál
sitt, vanur þýðingum, sérlega
fljótvirkur og loks tiltækur,
þegar þörfin kallar. Þá kemur
og það til, að þó að hinir er-
lendu fulltrúar í úthlutunar-
nefnd séu óhlutdrægir dánu-
Guðmundur G. Hagalín
menn, er vart gerandi ráð fyr-
ir, að þeir séu gersamlega ó-
næmir fyrir áróðri stórblaða,
bókaútgefenda og rithöfunda i
heimalandi sínu og hjá þeim
þjóðum utan síns lands, sem
mæla á tungu, er þeir skilja.
Eins og einhver hefur bent
á, mundi til mikilla bóta, að
íslenzku fulltrúarnir í úthlut-
unarnefndinni mættu velja
bækur frá ekki aðeins tveim-
ur, heldur fjórum, fimm árum,
en mest gagn hygg ég að ís»
lenzkum rithöfundum yrði að
því, að bækur, sem íslenzku
fulltrúarnir veldu árlega til
verðlauna, kæmu út á dönsku,
sænsku eða norsku, hvort sem
þær hrepptu verðlaunin eða
ekki, og ættu öll Norðurlöndin
að standa saman um, að svo
megi verða.
Jóhannes úr Kötlum:
ÞAR sem ég — mér að ósjálf-
ráðu — varð aðili að síðustu
atrennu þeirrar samkeppni sem
spurningin fjallar um, má ef
til vill telja mig óhlutgengan
til andsvara, en það er þá á
ábyrgð fyrirspyrjanda.
Ég eftirlæt öðrum að ræða
hlut skáldsögunnar og annarra
fagurbókmennta íslenzkra en