Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 14
14
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 28. janúar 1966
1
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfus Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sínii 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
FRJALS
INNFL UTNINGUR
„Hvíta
dúfan“
Hinn nýi foringi
Peronista í
Argentínu
ÞEGAR Juan Peron var ein-
ræðisherra í Argentínu, naut
hann mjög vinsælda vegna
konu sinnar, Evu Peron. En
Eva, eða Evita eins og hún var
kölluð, lézt árið 1952, og þrem
ur árum síðar hrakti herinn
einræðisherrann úr landi. En
margir Peronistar tigna enn
Evitu sem dýrling.
Sjálfur hefur Peron aldrei
gefið upp vonina um að kom-
ast aftur heim til Argentínu,
en hann hefur undanfarin ár
Framhald á bls. 16
Isabel Peron við komuna til Buenos Aires.
CJú ákvörðun ríkisstjórnar-
^ innar, að stækka frílist-
ann verulega, er stærsta spor,
sem stigið hefur verið til
aukins frjálsræðis í innflutn-
ingi, síðan núverandi ríkis-
stjórn gjörbreytti stefnunni í
innflutningsmálum lands-
manna 1960. Vörutegundir
þær, sem nú eru gefnar frjáls-
ar námu 7% af heildarinn-
flutningi ársins 1964, og er
nú yfir 86% heildarinnflutn-
ings landsmanna orðinn
frjáls.
Á hinum nýja frílista eru
mikilvægar vörutegundir, svo
sem timbur og járn, eldhús-
innréttingar og skápar, gólf-
teppi og fleira. Væntanlega
verður frjáls innflutningur
þessara vörutegunda til þess
að hagkvæmari innkaup ná-
ist nú en áður, og ekki
er útilokað, að byggingar-
kostnaður í landinu geti eitt-
hvað lækkað af þeim sökum.
Mikilvægt spor í þá átt mundi
þó vera tollalækkun á inn-
fluttum eldhúsinnréttingum
og skápum.
Stefna ríkisstjórnarinnar í
innflutningsmálum hefir nú
leitt til þess, að vöruúrval í
verzlunum hér á landi er
geysimikið og neytendur
geta nú valið á milli vöru-
tegunda af ýmsum gæðum og
gerðum, en áður áttu þeir
ekki annan kost en kaupa
eina ákveðna vöru og
stundum var hún alls ekki
til. Það er raunar harla ótrú-
legt, að ekki er nema rúm-
lega hálfur áratugur frá því
að hafta- og skömmtunar-
stefnan ríkti enn hér á landi.
Þá var vöruúrval í verzlun-
um mjög lítið og smyglstarf-
semi og svartur markaður
blómgaðist. Ýmsar nauðsyn-
legar vörur var ekki hægt
að fá nema eftir óvenjulegum
leiðum, og þá fyrir okurverð.
Breytingin í þessum efnum
í tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur orðið svo stórkostleg,
að búast hefði mátt við að
engum hefði komið til hugar
að hverfa aftur til hinnar
fyrri hafta- og skömmtunar-
stefnu.
Samt sem áður er það stað-
reynd, að formaður Fram-
sóknarflokksins og málgagn
hans hafa undanfarna mán-
uði stöðugt prédikað aftur-
hvarf til hafta- og skömmt-
unarstefnunnar, þegar engar
vörur var að fá, og kaupmenn
upp á náð innflutningsyfir-
valda komnir með innflutn-
ingsleyfi. Framsóknarmenn
vilja snúa aftur til þess tíma-
bils. Þeir þola ekki það frelsi
sem nú ríkir í verzlun og við-
skiptum manna á milli. „Hin
leiðin“ felst einmitt í því að
taka hér á ný upp höft og
bönn og innflutningshöft af
því tagi, sem ríkti hér fyrir
aðeins rúmum hálfum ára-
tug.
Viðskiptamálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason, sagði í
fréttaauka í útvarpinu síðast-
liðið miðvikudagskvöld um
stækkun frílistans:
„Þessar ráðstafanir, sem nú
hefur verið lýst, eru liðir í
þeirri stefnu ríkisstjórnarinn-
ar að veita neytendum kost á
æ fjölbreyttara vöruúrvali og
stuðlað að aukinni samkeppni
í verzluninni. Aukið vöruúr-
val gerir neytendum auðveld-
ara að fullnægja þörfum sín-
um, og aukin samkeppni ætti
smám saman að hafa í för
með sér stöðugra verðlag. Á
hinn bóginn hefur ríkisstjórn-
in viljað gæta þess vandlega,
að aukinn vöruinnflutningur
frá jafnkeypislöndum stofn-
aði ekki útflutningsmörkuð-
um þjóðarinnar í jafnkeypis-
löndum í hættu. En á síðari
árum hafa viðskipti okkar við
jafnkeypislöndin, og þá eink-
um löndin í Austur-Evrópu
smám saman verið að breyt-
ast, þannig að kaup þeirra á
íslenzkum afurðum hafa
minnkað meira en kaup okk-
ar á þeirra vörum.“
Og viðskiptamálaráðherra
sagði ennfremur:
„í kjölfar þessara ráðstaf-
ana í viðskiptamálum, mun á
næstunni sigla aukið vöru-
framboð á ýmsum sviðum og
aukin samkeppni í viðskipta-
lífinu. Það er skoðun ríkis-
stjórnarinnar, að með þessu
sé stefnt í rétta átt. Það sem
fyrst og fremst hefur gert
kleyft að gera þessar ráð-
stafanir er sú staðreynd, að
afkoma þjóðarinnar út á við
er mjög góð. Á síðastliðnu ári
hélt gjaldeyrisvarasjóður
þjóðarinnar áfram að aukast,
hann jókst úr 1600 milljónum
króna í ársbyrjun í 1900 millj.
króna í árslok. Án þessarar
þróunar hefði hvorki verið
unnt né ráðlegt að stíga þau
spor í viðskiptamálum, sem
nú hafa verið stigin.“
FRESTUR TIL
L MARZ
Díkisskattstjóri, Sigurbjörn
Þorbjörnsson, ávarpaði
skattborgara landsins í frétta
auka ríkisútvarpsins síðastlið-
ið miðvikudagskvöld, og
skýrði þar m.a. frá starfsemi
skattaeftirlitsins. Sagði ríkis-
skattstjóri, að ríkisskatta-
nefnd hefði nú lokið af-
greiðslu á 19 málum, sem til
hennar hefði verið vísað
vegna brota á skattalögum og
söluskattslögum, og hefðu
gjöld þessara 19 aðila verið
hækkuð í heild í rétt yfir 5,8
milljónir króna, en skatt-
sektir þessara aðila næmu 3
milljónum og 90 þúsundum
króna. Auk þess hefðu fram-
talsnefndir hækkað útsvör
þessara gjaldenda í heild rétt
yfir 3,6 milljónir króna, en
3 mál lægju til afgreiðslu
hjá framtalsnefnd.
í framhaldi af þessu vakti
ríkisskattstjóri sérstaka at-
hygli á því, að lögum sam-
kvæmt væri heimilt að fella
niður skattsektir, ef skatt-
þegn hefur fyrir 1. marz 1966
af sjálfsdáðum gefið réttar
skýrslur um þau atriði er
máli skipta um tekjuskatt
hans og eignaskatt. Sagði rík-
isskattstjóri, að ákveðið hefði
verið að nota þessa heimild
til fulls.
Greinilegt er því, að miklu
máli skiptir fyrir þá skatt-
þegna, sem af einhverjum
ástæðum hafa ekki talið rétt
fram til skatts á undanförn-
um árum, að gera nú hreint
fyrir sínum dyrum fyrir 1.
marz n.k. Þeir munu þá losna
við hinar þungu skattsektir
og einnig það, að eiga rann-
sókn skattaeftirlitsins yfir-
vofandi. Þess vegna væri það
vafalaust hyggileg ráðstöfun
hjá öllum þeim, sem hér eiga
hlut að máli, að nota sér þann
frest, sem gefinn hefur verið
og út rennur þann 1. marz
n.k. Það mundi verða öllum
til hagsbóta.
RYKIÐ DUSTAÐ
AF GÖMLU GOÐI
jóðviljinn fer allt í einu í
gær að dusta rykið a-f
Kristni E. Andréssyni. Eins
og kunnugt er, gegndi Krist-
inn á sínum tíma í kommún-
istaflokknum hér á landi svip
uðu hlutverki og þeir, sem
ákváðu að Pasternak skyldi
vera landrækur gerr úr Sovét
ríkjunum, ef hann tæki við
Nóbelsverðlaununum, Og
þeir, sem nú hafa handtekið
rithöfundana Terzt og Arz-
hak og látið þá svara fyrir
„andkommúnískar“ tilhneig-
ingar hafa svipað mat á til-
gangi bókmennta og forstjóri
Máls og menningar.
Sem betur fer brugðust
draumsýnir Kristins Andrés-
sonar og annarra kommúnista
um algjör yfirráð yfir ís-
lenzkum rithöfundum og lista
mönnum. Síðan hefur Krist-
inn verið geymdur í komm-
óðuskúffu Flokksins, og eng-
um dottið í hug að stilla hon-
um upp aftur — fyrr en í
gær. Kveður þá aftur við
gamla tóninn og virðist hann
halda að einhverjir rithöf-
undar séu enn ginkeyptir fyr-
ir bragðinu sem reynt var að
nota í gamla daga — með
litlum árangri þó.
Munurinn nú og áður kem-
ur glögglega fram í Þjóðvilj-
anum. Kristinn segir ekki að-
eins kolsvarta kommúnista-
höfunda lofsverða eins og í
gamla daga, heldur lætur
hann sér það nægja, ef hann
telur að ýringur af vinstri til-
hneigingu sé í viðkomandi
rithöfundarsál. Nú er tjaldað
því sem til er, enda komm-
únistar illa á vegi staddir,
ef miðað er við gömlu draum-
sýnirnar. Sá tími er liðinn,
að þeir geti hrætt höfunda
með slæmum ritdómum eða
illu umtali um verk þeirra.
Slíkur áróður fer nú fyrir of-
an garð og neðan.
íslenzkir rithöfundar vilja
vera frjálsir og óháðir. Þeir
neita að láta binda sig á klafa,
þeir kjósa sízt af öllu ein-
hvern Kristin E. Andrésson
til að breyta frjálsu þjóðfé-
lagi í fangabúðir Abram
Tertz. Þeir vilja fá að vera
óánægðir í lýðræðislegu um-
hverfi sínu, án þess að vera
dregnir fyrir dómstóla. Þeir
vilja ekki láta meta verk sín
eftir pólitískri forskrift. Póli-
tískur lofsöngur nægir engum
rithöfundi til lengdar. Hann
stendur og fellur með verk-
um sínum einum. Engin ávís-
un, hvorki frá kommúnistum
né öðrum, gerir höfund að
góðum listamanni, ef þær heil
brigðu forsendur skortir. Sum
ir ungir rithöfundar virðast
þó ekki enn gera sér grein
fyrir þeirri staðreynd. Þann-
ig er ekki heldur hægt að
svipta höfunda réttmætum
orðstír með pólitískum
áróðri. Ekki í lýðræðisþjóð-
félagi.
Rödd manna eins og Krist-
ins E. Andréssonar verkar
eins og hljómandi málmur og
hvellandi bjalla. Það mun
lengi í minnum haft, að hann
vann það „afrek“ í þágu hins
alþjóðlega kommúnisma á sín
um tíma að skrifa bókmennta
sögu, sem lengi verður minnzt
fyrir sakir hlutdrægni. Þar
var hálfníð um skáld eins og
Davíð Stefánsson og Guð-
mund Hagalín. Þau tök höfðu
kommúnistar á sínum tíma,
að margir sakleysingjar héldu
að hér væri um bókmennta-
yfirlitsverk að ræða. Sumum
þótti lofið gott og héldu að
þeir gætu orðið ágætir af því,
hvað sem liði.verkum þeirra.
En þó pólitískar uppskriftir
henti stjórnmálaritum fara
þær illa sem forsendur bók-
menntalegra ritverka. Komm
únistar ættu því ekki að eyða
kröftum á Kristin — heldur
geyma hann áfram í komm-
óðuskúffunni.