Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 28. janúar 196« Kringum hálfan hnöttinn — Kunningjarnir þínir hafa kannski ekki efni á að borða hérna? Ég hef nú ekki oft efni á því heldur. En þú varst svo falleg þama í skrifstofunni í þessum nýju fötum, sem þú ert í. Eða eru þau ekki ný? Svo ég sagði við sjálfan mig, að annað- hvort skyldi það vera Savoy eða ekkert. — Hvernig vissirðu, að þetta voru ný föt? spurði hún hissa. Hann glotti. hetta var breitt, vingjamlegt glott, sem kom henni til að brosa á móti. — f>etta eru fyrstu dagamir á haust inu, er það ekki? Og mér sýn- ast þessi föt vera ný. Og þau em falleg og fara vel við litar- háttinn þinn. f>að er sagt, að haustið sé dásamlegur tími í Japan, og veðrið þar gott, enda þótt þá séu engin kirsiberja- blóm, þá em krysantemur í staðinn. Ég hef aldrei til Japan komið, svo að það er heppilegt að þú skulir eiga skyldmenni þar. Fabbi þinn er þar, er ekki svo? Og hann vinnur hjá Kudo & Jasui, leikfangaútflytjendum? Verðurðu hjá honum? Hún hikaði. — Ég veit ekki, hvort hann hefur húsrúm fyrir mig. Ég veit, að hann hefur á leigu smáhús í einni útborginni. Heather býr hjá honum og svo hef ég heyrt nefnda eina stúlku, sem heitir Eiko. En þá er upp- talið það, sem ég veit. Ég ætla að síma til hans í dag. I>au fengu villiönd að borða, en það var einmitt sérréttur Savoy, sagði hann, og auk þess uppáhaldsmatur hans. — Ég kann vel að meta góð- an mat, játaði hann. Hvenær sem ég hef efni á því, fæ ég mér verulega góðan kvöldverð. Ég er farinn að hlakka til að prófa japanska matinn. Ég heyri að hann sé alveg fyrsta flokks, það er að segja, þegar maður er kominn uppá það að éta hráan fisk, steikt krysantemublöð, bras aðar hunangsflugur, söltuð þrast ahjörtu og allt þessháttar. Þeir éta líka höggorma, bætti hann við og horfði á hneyklslunar- svipinn á henni með sýnilegri ánægju.a — Ég vona bara, að við þurf- um ekki að éta höggorma, sagði hún og ofurlítill hrollur fór um hana. — Það neyðir þig enginn til að éta það, sem þú vilt ekki. En séu menn í Rómaborg, eiga þeir að éta eins og Rómverjar. Að mínu viti er helmingurinn af á- nægjunni af að ferðast það að smakka það, sem hvert einstakt land hefur upp á að bjóða af mat. — Ég þekki nú svo lítið fram- andi lönd, játaði hún og bætti svo við og roðnaði þá ofurlítið: — Ég hef aldrei út fyrir England komið. Ekki einu sinni farið yfir sundið til Frakklands. Ja, hjálpi mér allir heilagir! Þetta verður þá heldur betur ævintýri fyrir þig! Hvemig eru taugarnar í þér? — Ég vona, að þær séu sæmi- legar. Ég hvorki þýt upp né æpi upp fyrir gott orð. — Við getum nú vel komizt í hættu — talsverða hættu, áður □----*-----.---------------—□ 6 □-----------------------------D en þessu erindi mínu er lokið, sagði hann alvarlega. — Þú verð ur að gæta þess að fara ekki út úr jafnvæginu. Sjálfur hef ég gaman af hættunum, og finnst þær spennandi. En þér? Hún hikaði. — Ég veit ekki. Ég hef aldrei komizt í neina hættu. — Það má vera hamingjusöm ævi! sagði hann og lyfti annarri rauðu augabrúninni. — Já, ég hef verið hamingju- söm öðru hverju og oftast á- nægð. Er hún leit um öxl yfir ævi sína, fannst henni hún ekki hafa haft yfir neinu að kvarta. Marg- ar stúlkur hlutu að hafa orðið fyrir sama mótlæti í æsku og hún sjálf hafði af að segja. Þarna hafði mamma hennar verið sí- nöldrandi og svo höfðu foreldrar hennar rifizt, þegar hún var yngri. Svo hafði verið skilnaður þeirra að borði og sæng og síðar fullur lögskilnaður, og heimilið hafði sundrazt, Þau höfðu gert einkasamning um, að hvort þeirra skyldi hafa sína dóttur- ina, svo að á unglingsárum henn ar hafði hún verið skilin frá systur sinni, sem henni þótti svo vænt um. Meðan Heather hafði verið í fatasýningarstarfsemi í London og búið hjá föðurnum hafði hún hitt hana alloft, og það var talsverð bót í máli. En þetta hálfa annað éir, sem þau höfðu verið í Japan, hafði verið dauflur tími hjá henni. Hann horfði nú á hana með einlægri samúð. — Stúlka, sem TÓNLISTARFÉLAG GARÐAHREPPS HLJÓMLEIKAR Hin heimsfræga ítalska strengja- hljómsveit I SOLISTI VEIMETI Stjórnandi: CLAUDIO SCIMONE heldur hljómleika laugardaginn 29. janúar 1966 kl. 5 e.h. í sam- komusal barnaskóla Garða- hrepps. Aðgöngumiðasala er í Pósthúsinu Ásgarði (Biðskýlinu), og við inn- ganginn. Miðapantanir í síma 50050. er eins falleg og þú, ætti að vera hamingjusöm. Og áður en hann vissi af, hafði hann hallazt að henni, og bætti við af mikilli einlægni: — Ég er feginn, að þú skulir eiga að fara þetta með mér. Ég er viss um, að okkur kemur ágætlega saman. Hvað heitirðu að skirnarnafni? Fjand- inn hafi það ef ég fer að halda áfram að kalla þig ungfrú Ev- erett. — Ég heiti Clothilde. — Ertu kölluð Cloe? Hún hristi höfuðið. — Nei. — Þá kalla ég þig Cloe og þú kallar mig Ken. Nú skulum við drekka kaffið okkar, úr því að við erum búin að ákveða þetta og svo völsum við aftur á skrif- stofuna. En svo fór, að hún kom nokkr um mínútum of seint í vinnuna og Gary var þegar seztur við skrifborðið sitt, þegar hún kom. — Jæja, var gaman í hádegis- verðinum, ungfrú Everett? Röddin var köld og ópersónuleg. Kannski hefur það stafað af þessu óvenjulega víni, sem hún hafði drukkið, en að minnsta kosti fór þetta í taugarnar á henni. — Já, við fengum fyrir- taks hádegisverð, svaraði hún hressilega. — Við borðuðum í Savoy. — Hann brosti ofurlítið. — Savoy, ha? Það gæti líkzt hon- um Ken! Hann hefur alltaf haft ánægju af að láta taka eftir sér. Og tókst þú vel eftir honum, Clothilde? En þá tók hann sig á, rétt eins og nafnið hefði dottið út úr honum óviljandi. Allan morgiuninn hafði hann vandlega kallað hana ungfrú Everett. — Ég kunni ágætlega við hann. Hann er hressilegur og skemmtilegur félagi. Aftur brosti hann ofurlítið. — Farðu nú ekki að verða skotin í honum. Þú yrðir þá ekki fyrsta stúlkan, sem hefur farið í sendi- ferð með Ken og komið aftur með hjartasár. Eins og ég sagði í gærkvöldi þá gengur hann i augun á stúlkunum, og það get- ur oft komið að góðu gagni í þessum ferðum, sem við send- um hann í. — Verið þér alveg óhræddur, hr. 0‘Brien, ég verð ekki skotin fyrir gott orð. Aftur setti hann upp þetta rólega bros og augun hvíldu um stund á laglegu andliti hennar. — Nei, það er ég ekkert hræddur um, ungfrú Everett. Ef ég væri hræddur um það, hefði ég aldrei farið að senda yður í þetta ferðalag. Hann sneri sér aftur að bréf- unum sínum, en þessi síðustu orð hans urðu henni nægilegt umhugsunarefni, fram eftir deg- inum. 5. kafli. Skeytið frá föður hennar bar vott um hrifningu hans: „Gleður okkur Heather, að þú kemur. Þú verður hjá okkur.“ Pabbi. Það snuggaði eitthvað í móður hennar, þegar hún sýndi henni skeytið. „Þau virðast ánægð með sjálf sig þarna austurfrá. En Jack hefði átt að fara í sálgrein- ingu, ef hann ætlar að láta hana Heather fara að giftast Jap ana. — Heather er nú myndug, mámma, minnti Clothilde hana á. — Heather var alltaf ógætin og heimsk, tautaði móðir henn- ar. — Ég treysti því bara, að þú getir fengið hana ofan af þess- ari vitleysu. Þú getur sagt henni, að ef hún fer að giftast Japana, muni ég aldrei tala orð við hana ævilangt. — Ég skal gera mitt bezta, lofaði Olothilde. ÞAÐ ER AÐ VERÐA Miðasala daglega frá kl. 4 í Háskólabíói. TRYGGÐL ÞÉR IUIÐA STRAX í DAG!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.