Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 28. Janðar 1968 i Guðmundur H. Garffarsson, for maður V.R. (í miðju) ásamt ii. n nýkjörnu heiffursfélögum , Guffrúnu Árnadóttur og Niel- johmusi Ólafssyni. V.R. fær lóö í fyrirhuguöum miöbæ f TILEFNI af 75 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, hélt félagið veglegt af- mælishóf í Þjóðleikhúskjallaran- um í gær. Voru þar margar ræff- ur fluttar, og m.a. töluffu Guff- mundur H. Garðarsson, formaður V.R., Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í. og Geir Hallgríms- son, borgarstjóri. Borgarstjóri las m.a. upp í ræðu sinni eftirfarandi bréf, dagsett 26. janúar: „í tilefni af 75 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavík ur, samþykkti borgarráð á fundi sínum í gær að gefa félaginu fyrirheit um lóð fyrir félagsstarf semina í fyrirhuguðum Miðbæ við Krnglumýrarbraut, sam- kvæmt nánara samkomulagi.“ Síðan árnaði borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, félaginu allra heilla á komandi árum. Verzlunarmannafélagið gerffi í tilefni 75 ára afmælisin-s, þau Guðrúnu Árnadóttur og Nieljo- hníus Ólafsson, að heiðursfélög- um. Tíu manns hlutu gulimerki félagsins, þau Baldur Pálmason, Björgúlf Sigurðsson, Böðvar Pétursson, Eyjólf Guðmunds- son, Gunnlaug J. Briem, Gyðu Halldórsdóttur, Hannes Þ. Sig- urðsson, Jónu Þorláksdóttur, Pétur Sæmundsen og Sverri Hermannsson. Hádegisfundur Varðbergs á morgun Á MORGUN, laugardag 29. janú- ar, efna Varðberg og Samt ..n vestræna samvinnu til hádegis- fundar í Þjóðleikhúskjallaranum V-þýzkir mála- liðar til Kongá Leopoldville, 27. jan. — NTB' MOISE Tshomhe, fyrrum forsæt- isráffherra í Kongó safnar nú aff sér hvítum málaliðum í V-Þýzka landi, aff því er sagt var í útvarpi í Leopoldviile í gærkvöldi. Hafði Leopoldvilleútvarpið þetta eftir fréttaritara sínum í París en hann aftur fréttina úr v-þýzku dagblaði. Sagði í fréttinni að utanríkisráð herra Kongó, Justin Bomboko, sem nú væri staddur í Brússel hefði ákveðið að dveljast leng ur í Evrópu til þess að kanna málfð. Sagði útvarpið að fyrstu 80 hermennirnir hefðu komið flugleiðis frá Brússel til Afríku á sunnudag og að útsendarar Tshombes væru önnum kafnir við öflun manna í Brússel, Köln og Hamborg. í v-þýzka blaðinu, sem Parísar fréttaritari útvarpsins bar fyrir fréttinni sagði ennfremur að lög reglan í Köln vissi til þess að ver ið væri að fala mennina til starfa, en hefði ekki fest hönd á neinu er sakhæft gæti talizt. FÉLAGSHEIMILI Föstudagur: Kvikmyndasýning. HEIMDALLAR og hefst hann, að venju, kl. 12.30. Dr. Charles O. Lerche, forseti Alþjóðamáladeildar American Unriversity í Washington D.C., sem hér dvelst í stuttri heimsókn, mun flytja erindi, sem nefnist: Charles O. Lerch „Ástand alþjóffamála I dag — meff sérstöku tilliti til Víetnam". Að erindinu loknu mun pró- fessorinn svara fyrirspurnum. Leiðrétting SÚ MISSÖGN varð í blaðinu sl. miðvikudag, að Flosi Ólafsson er talinn leikstjóri beggja einþátt- unganna, sem nú eru sýndir í Lindarbæ. Flosi Ólafsson er leik- stjóri „Hrólfs“, en Baldvin Hall- dórsson er leikstjóri pólska ein- þáttungsins „Á rúmsjó“. Eru hlut aðeigendur beðnir velvirðingar á þessurn mistökum. „Hvað á barnið að heita"? fsafirði, 24. jan. „HVAÐ á barnið að heita?“ var hin hefðbundna spurning sr. Sigurðar Kristjánssonar prófasts á ísafirði fyrir skömmu. Og svarið var held- ur óvenjulegt hér á íslandi. „Nadia Liza,“ svaraði guð- móðirin, Helga Sveinbjarnar- dóttir, sem hélt barninu undir skím á heimili prófastshjón- anna að viðstaddri fjölskyldu hans og foreldrum sínum. Nadia Liza er tveggja ára gömul og er dóttir listahjón- anna Þórunnar Jóhannsdóttur og Vladimir Askenazy, hins heimskunna rússneska píanó- snillings. — Ég var ráðin sem barn- fóstra til þeirra hjóna í haust í gegnum vinkonu frú Þór- unnar, segir Helga þegar við hittum hana að máli. — Ég fór héðan að heiman 1. okt. til Reykjavíkur, þar sem þau hjón voru, og til New York fórum við 11. okt., en þá var Askenazy farinn á undan. Við dvöldum í mánaðartíma í New York og síðan hefi ég verið í Washington, en þau hjónin hafa verið á ferðalagi víða um Bandaríkin og Aske- nazy haldið hljómleika, m.a. í New York og víðar. — Þau hjónin eiga tvö börn, fjögurra ára dreng, sem heitir Vladimir Stefán og svo litlu Nadiu, sem varð tveggja ára í haust. Ég er barnfóstra og hugsa um börnin og heim- ilið, ef svo mætti segja, þegar þau hjónin eru ekki heima, en Þórunn er alltaf með manni sínum á ferðalögunum. — Þau hjónin buðu mér að fara heim til íslands áður en við færum til London, og ég hefi verið hérna heima á ísa- firði síðan 16. jan., en er nú að fara suður, því að þau hjónin eru komin til landsins og við förum til London á föstudag. — Af hverju var barnið skírt á ísafirði? — Ja, hvað skal segja. Þór- unn var eitthvað að tala um það að telpan væri óskírð, þó hún hafi alltaf verið köll- uð Nadia, og þá sagði ég að það væri bezt að ég léti skíra hana á meðan ég væri heima. Þau fóru svo að tala um þetta nánar og leizt ágætlega á að barnið væri skírt hér heima Þegar Nadia Liza var skírff. á Islandi, og það varð úr, að Nadia Jitla var skírð á af- mælisdaginn minn 19. janúr- ar, en þá varð ég 19 ára, svo að við héldum skírnarveizlu og afmælisveizlu á eftir. — Hvernig hefur þér líkað þetta starf? — Alveg ágætlega, og þetta er alveg draumafólk. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég fer til útlanda og mér finnst alveg dásamlegt að ferðast. Ég var svolítið að koma til í ensk- unni cn þau hjónin tala sam- an á ensku, Vladimir litli kann ensku og Nadia líka og Vladimir skilur líka rússn- ensku og svolítið í íslenzku. — Ég var alveg hræðilega taugaóstyrk þegar ég fór fyrst út að verzla í New York. Ég var alveg eins og aum- ingi. Fyrst ætlaði ég ekki að — Lj ósm.: Jón A. Hjarnason. ! vilja fara, en Þórunn stappaði j í mig stálinu og skrifaði upp , á miða fyrir mig og bar það j fram, og ég varð að lofa að láta þá ekki fá miðann í verzluninni. Svo harkaði ég j af mér og lét þá ekki fá mið- ! ann, heldur bara las upp af t honum. Það gekk al.lt vel, það eru allir svo hjálpsamir 1 þarna úti. I — Nú förum við til London j og Askenazy mun spila þar og síðan á Norðurlöndum og | víðar. Ég er ráðin til eins árs, I og mér finnst þetta alveg , dásamleg lífsreynsla og ánægja í alla staði. * Helga er dóttir hjónanna I Sveinbjarnar Sveinbjarnar- i sonar og Jónínu Kristjáns- dóttur á ísafirði. 1 — H. T. I Kvikmyndasýning Geimnníu Hollir og riddarabargir í Þýzbolondi FRÉTTA- og fræðslumyndir verða sýndar á morgun, laugar- dag, á vegum félagsins Germ- aníu. Fréttamyndirnar eru frá helztu viðburðum í Þýzkalandi undanfarnar vikur, m.a. frá heimsókn konungsins í Marokkó og viðræðum hans við dr. Er- hard, kanzlara. Þar er einnig sagt frá aðstoð Vestur-Þýzka- lands við hin vanþróuðu lönd í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Fræðslumyndirnar eru tvær. Er önnur um Kielarskurðinn svo nefnda, sem tengir Norðursjó- inn Eystrasalti og mikið er not- um. Hin fræðslumyndin er um hallir og riddaraborgir í Þýzka- landi. Hefur Þýzkaland löngum verið víðtrægt fyrir hallir, sem þar eru frá ýmsum tímum og á ýmsum stöðum, margar hverjar skrautlegar. Frá miðöldum eru þar einnig margar riddaraborg- ir, sem haldið hefur verið við fram á þenna dag, þótt aðrar séu reistar. Sögusvið sumra af okk- ar skemmtilegu riddarasögum var einmitt á þessum slóðum. Sýningin er í Nýja Bíó og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill að- gangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Frá íslenzk - ameríska félaginu ÍSLENZK-ameríska félagið held- ur hádegisverðarfund í Þjóðleik- húskjallaranum föstudaginn 28. þ. m. og hefst hann kl. 12.00 stundvíslega. Erindi flytur prófessor Charles O. Lerche, forseti Alþjóðadeildar American University í Washing- ton D.C., og fjallar það um ástand og horfur i alþjóðamálum í dag. Er þetta frábær fyrirlesari og mun hann svara fyrirspurnum að erindi loknu Indónesía: Ungtung og iXljono fyrir herrétt Djakarta, 27. jan. — NTB. \ TVEIR menn munu dregnir fyrir lög og dóm innan tíffar í Djakárta og látnir svara til saka fyrir hina misheppnuðu byltingartilraun, sem gerð var í Indónesíu í októ- ber í fyrra og varff aff bana um 87.000 manna aff því er taliff er. Eru þetta þeir Ungtung ofursti, yfirmaður einnar lífvarðarsveit- ar Súkarnos forseta og Njono, formaður landssamtaka verka- manna, sem kommúnistar réðu lögum og lofum í. Ungtung og Njono voru báðir handteknir í október sl. skömmu eftir að bylt- ingartilraunin hafði verið bæld niður. Að því er hermálaráð- herra indónesísku stjórnarinnar, Suharto hershöfðingi, tilkynnti í dag munu tveir herdómstólar skipaðir til að fjalla um mál þeirra, sinn um hvort. Akranesi 27. jan. í Rhódesíu vantar þá olíu og benzín, en hér í bænum vantaði vatn nýverið í 3 sólarhringa sam fleytt. Þetta var komið í lag, „en“, eins og íþróttaþulurinn segir, það fór af fyrir hádegið í dag. __ oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.