Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 27
FSstudfagur 9*. Janúar 1968 MORGUNBLADIÐ 27 Fljótsdalshéraðsbændur óánægðir með verzlunar máta Aburðarsölunnar á köfnunarefnisáburði —■ / Genf Framh. af bls. 1. inum og stöðva vígbúnaðarkapp- hlaupið. U Thant lét í ljós þá von sína og vissu að nú miðaði áleiðis um samkomulagið gegn dreifingu kjarnorkuvopna, sem væri flest- um málum mikilvægara. Johnson, Bandaríkjaforseti, sendi ráðstefnunni einnig orð og sagði, að þótt ósamlyndi væri með fulltrúum ríkjanna 17 um Víetnam og önnur vandamál, riði ekki af þeim sökum síður á að koma á samkomulagi um að stöðva útbreiðslu kjarnorku- vopna, svo þau kæmust ekki í hendur fleiri ríkja en þau eiga nú. Forsetinn fullvLssaði menn um að Bandaríkin myndu halda áfram viðleitni sinni til að koma á friði bæði í Víetnam og annars staðar sem ófriðvænlegt væri í heimin- um og lagði fram áætlun í sjö liðum, sem miðaði að því að draga úr ófriðarhættu og stuðla að almennri og algerri afvopnun er fram liðu stundir. Meðal þess sem gert var ráð fyrir í áætlun Johnsons var samn ingur um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna í hvaða mynd sem væri, aðgerðir til þess að tryggja alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkurannsóknum í friðsam- legum tilgangi og ráðstafanir sem miðuðu að því að styrkja og efla Sameinuðu þjóðirnar og önnur alþjóðasamtök. - / Hull Framh. af bls. 1 talið að þeir muni hafa fleiri at- kvæði af Verkamannaflokknum en af íhaldsmönnum og geta at- kvæði þeirra skipt miklu máli. Að því er næst verður komizt hefur Verkamannaflokkurinn aukið fylgi sitt töluvert meðal kjósenda í Hull undanfarið. — íhaldsblaðið Daily Mail birti fyr- ir nokkru spá sína um úrslitin og taldi Verkamannaflokkinn myndi fá 48.9% atkvæða, íhalds- menn 40.7%, frjálslynda 8.7%, en spáði því að 1.7% atkvæðanna myndi falla í hlut óháðu fram- bjóðendanna þriggja. Hefur það verið haft á orði að ekki hafi spáin spillt um fyrir Verka- mannaflokknum og muni þeim nú sigurinn hálfu vísari en í kosn ingunum í október 1964, er flokk- urinn vann þingsætið af íhalds- mönnum með 1.181 atkvæða meirihluta. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins í Hull nú er Kevin Mc- Namara 31 árs gamall, kennari í lögfræði við háskólann í Hull-. íhaldsmenn bjóða fram kaup- sýslumanninn Toby Jessel, jafn- aldra McNamara, en frjálslyndir frú Laurié Millward. Þrír fram- bjóðendur aðrir eru á kjörskrá: Richard Gott, óháður vinstrimað- ur, sem ræðst mjög á stuðning Breta við stefnu Bandaríkjanna í Víetnammálinu; Kelvin Wood- burne, sem hefur alheimsstjórn á stefnuskrá sinni og Russel Eck- ley, sem segist eiga vísan stuðn- ing „herskara Drottins". , ★ íhaldsflokkurinn hefur nú haf- ið skipulagða árás gegn Verka- mannaflokknum og leggur til at- lögu með vantrauststillögu á stjórn Wilsons fyrir meðferð efna hagsmála. Tillagan verður borin upp í neðri málstofunni í dag, fimmtudag, og hefur Frjálslyndi flokkurinn þegar tilkynnt að hann muni greiða atkvæði með íhaldsmönnum. — Ben Barka Framh. af bls. 1. „Le Figaro Littéraire“ að banda- rLska leyniþjónustan, CIA, virt- ist standa að baki Ben Barka- máiinu. „Og ef CIA á þar ekki hlut að máli hlýtur skrattinn sjálfur að hafa verið þar að verki á henraar vegum“, sagði Mauriac, sem bar það á Banda- ríkjamenn að þeir hefðu haft sam ráð við Oufkir hershöfðingja um að „fjarlægja" Ben Barka og kvað þeim hinn mesti akkur í því að hann væri nú allur, , Egilsstöðum, 26. jan. AÐALFUNDUR Bændafélags Fljótsdalshéraðs var haldinn í barnaskólanum í Egilsstaðar- kauptúni 19. janúar sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var á fundinum rætt um áburðar- notkun og endurræktun túna, sérstaklega með tilliti til hinna miklu kalskemmda, sem urðu sl. vetur, og af og til undanfarin ár. Eftirfarandi ályktun var gerð í fundarlok: 1) Fundu.rinn lýsir óánægju sinni með þann verzlunarmáta, sem Áburðarsalan hefur á sölu köfunarefnisáburðar, að skylda bændur til þess að kaupa að langmestu leyti Kjarna, þrátt fyrir þá annmarka sem hann hefur, og jafn óvinsæll og hann er hjá fjölda þeirra. Þar sem augijást er, samanber bréf Áburðarsölunnar frá nóv- ember sl. um innfluttning N- áburðar, og þá ákvörðun að dreifa honum um landið í jöfn- u.m hlutföllum við Kjarna, að hér eystra mun stórlega á skorta, að bændur eigi völ þeirra áburð- artegunda, sem þeir hafa pant- að, þá skorar fundurinn á „Kal- nefndina“ að hlutast til um, að á kalsvæðinu hér eigi menn kost á kalksaltpétri í mun stærra hlutifalli, en Áburðarsalan hefur ákveðið. SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hef ur fengi'ð nýjan bíl, Chevroletbíl með drifi á öllum hjólum og á hann að koma að notum sem léttur bíll með allskonar smærn tækjum til björgunarstarfa. Á þessum bíl eru tveir ljósavitar, eins og þeir sem notaðir eru á slíkum bílum í Evrópu, og eru á honum rauð ljós sem snúast stöðugt. Sem kunnugt er, er í at- hugun hvort ekki verður skipt um leið á ljósum slökkvibílanna, yfir í blátt. Mbl. fékk upplýsingar um þennan nýja bíl hjá Gunnari Sig urðssyni, varaslökkviliðsstjóra. Hann sagði að þetta ætti að vera aðstoðarbifreið með slökkvibílun um og eigi að kom fyrir í henni alls konar tækjum. Þar verða litlar rafstöðvar, sem nota má til lýsingar og fyrir Ijóskastara, einnig til að reka hjólsagir, sem 2) Fundurinn skorar á Rann- sóknarstofnun landibúnaðarins að hefjast handa um meiri og víðtækari rannsóknir á kalkþörf jarðvegsins, ásamt rannsókn á áhrifuim kjarnaáburðarins, svo að unnt verði að finna grund- völl undir hagnýta nottoun áburð arkalksins. Þá verði og rannsakað, hvort ekki séu það auðugar skelja- sandnámur hér við Austurland. að hagkvæmara sé að nýta þær, en að flytja hann frá Faxaflóa. 3) Fundurinn skorar á Alþingi að breyta lögum um Áburðar- verksmiðjuna, þannig að ríkið eignist hana og reki, og lýsir stuðning við frumvarp það, sem lá fyrir neðri deild þess í fyrra- vetur á þingskjali 264. 4) Fundurinn beinir því til Búnaðarþings að halda áfram ótrauðri baráttu fyrir valfrelsi bænda á áburðartegundum, og öðrum umbótum á verzlun með áfcurð, svo sem því að hann verði seldur á sama verði á öllum verzlunarstöðum, þar sem með hann er verzlað . f lok fundarins var kosin ný stjórn og skipa hana þessir menn: Sveinn Jónsson, bóndi Egilsstöðum, Björn Kristjánsson bóndi Hróarsseli og Sævar Sig- bjarnarson, bóndi Rauðlholti. — Steinþór. notaðar eru við björgunarstarf. Þá verða í honum logskurðar- tæki, loftgrímur til reykköfunar, handslökkvitæki, bæði holsýru- tæki og dufttæki, seglyfirbreiðsl ur til að verja með húsmuni o. fl. Þennari bíl á einnig að nota til að flytja í slökkviliðsmenn á brunastað. í slökkviliðsbílum geta aðeins tveir veri'ð, en í þess um geta farið 6. Eins má nota slíkan bíl til slysaflutninga í ó- færð, ef nauðsyn krefur. Og ef kviknar i, þegar svo mikil ófærð er, að það tefur slökkviliðsbílana, þá getur léttur bíll með drif á öllum hjólum frekar komizt fljótt á staðinn til björgunar. Þetta er sem sagt léttur og sterkur bíll til hvers konar aðstoðar og útbú- inn ýmsum nauðsynlegum tækj- um. Hann er nýkominn og verð ur nú innréttaður og búinn tækj- um. Wade hesirí- * sækir Isafjörð ísafirði, 27. jan. ALÞJÓÐLEGI skákmeistarinn Wade kemur hingað á laugardag á vegum Skáksambands íslands og Taflfélags ísafjarðar. Wade mun tefla hér um helg- ina; kl. 3 á laugardag klukku- fjöltefli við 10—15 beztu skák- menn á ísafirði og nágrenni og almennt fjöltefli kl. 3 á sunnu- dag. Er búist við að skákmenn frá ísafirði, Bolungarvík Hnífsdal og Súðavík reyni sig þá við meistarann. Teflt verður í Góð- templarahúsinu. — H. T. — Friðrik Framhald af bls. 28. Þess skal að lokum getið, að sá, sem fyrstu verðlaun hlýtur, fær að verðlaunum rúmar 17 þús. kr„ önnur verðlaun 13 þúsund, þriðju 6.500. fjórðu 4.300, fimmtu 3.200 og sjöttu verðlaun 2.100 krónur. Mótinu verður slitið í Lídó í kvöld með borðhaldi, sem hefst Friðrik Ólafsson kl. 7, en þar á eftir verður hald- inn dansleikur. Þeir Böök og Kieninger halda utan á laugardagsmorgun, en hinir gestir mótsins, þeir Vasjúkov, O’Kelly og Wade, verða hér eftir og munu m. a. tefla fjöltefli í Reykjavik, á ísa-1 firði og Akureyri, svo og á Akra- nesi. — Bruninn Framhald af bls. 28 Þórarinn Pálsson verkstjóri í Plastiðjunni sagði svo frá, en hann er jafnframt einn eiganda: — Við höfum hugsað okkur að ' drífa þetta áfram hið allra fyrsta, þannig að við töpum ekki öllum viðskiptum. Við eigum í bygg- ingu 400 fermetra iðnaðarhús og er búið að steypa grunninn. Búið að slá upp fyrir veggjum, en það verður tæplega steypt fyrr en í vor. Vignir Brynjólfsson átti bif- reiðarverkstæði og gúmmíverk- stæði áfast við Plastiðjuna og brann það einnig til kaldra kola. Vignir sagði um þetta tjón: — Þar sem ég hafði mitt frem- ur lágt vátryggt, tel ég nokkuð tvísýnt um áframhald á rekstri verkstæðisins, einkum hjólbarða viðgerða, það eð vélar allar til þess eru mjög dýrar. Mat á eignunum fer fram á morgun (föstudag). — Steinþór. — I Solisfi Veneti Framhald af blr. 17 föður sínum bæði óvenjulegt eldrautt hár og óvenjulegar hljómlistargáfur. Bræður hans þrír voru jafn rauðhærðir og tveir þeirra komust á skrá lögreglunnar fyrir óspektir á almannafæri. Vivaldi las til prests jafnframt fiðlunámi, hlaut vígslu sem slíkur en varð fljótt að hætta messu- söng vegna heilsubrests. I Solisti Veneti hafa kynnt sérstaklega verk Vivaldis og eru um þessar mundir að vinna að hljóðritun allra verka hans í samvinnu við franska listamenn. Strengja- sveitina skipa þrettán menn, að meðtöldum stjórnandanum. Þeir eru flestir kornungir, hinn elzti 48 ára og hinn yngsti, bassaleikarinn Antonio Matteis, er aðeins 19 ára. Hann er nýbyrjaður að leika með sveitinni en „hefur bassa- leikinn í blóðinu", að því er Scimone sagði enda flestir karlmenn í nánustu fjölskyldu hans bassaleikarar. „I Solisti Veneti hafa ferð- ast viða um heim, þótt sveit- in sé enn ung að árum. Sim- one sagði, að þeir héldu um níutíu hljómleika á ári, þar af aðeins 20—30 á Italíu sjálfri. Þeir hafa leikið í flest- um löndum Evrópu og Asíu — komu nú frá Finnlandi og Svíþjóð og halda héðan áfram í tveggja mánaða hljómleika- ferð um Bandaríkin, Kanada og Mexikó — og leika siðan í Portúgal á leiðinni heim. Hljómleikaskrá þeirra er skipulögð næstu tvö ár fram í tímann og þegar farið að hugsa til ársins 1968. Slökkviliðið fær léttan, sterkan bíl útbúinn tæk j um til björgunarstarfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.