Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 1
28 síður Fremri röð frá v.: Thomas Flay, George Anderson, James Woodhouse. Aftari röð frá v.: Steven Turner, Harold Heelas, Keith Rowe, Neii Richarson, Bryan Wilson. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Fangelsi er betra en Admetus Rætt við 8 háseta er gengu af togaranum - sáu eftir félaga sinum ■ hafið EINS og skýrt var frá í Mhl. í gær, gengu átta hásetar af togaranum Admetus frá Hull, er hann lagðist að hryggju á Isafirði á mánudag. Höfðu skipsmenn þá misst einn há- setann útbyrðis í fárviðrinu á sunnudagskvöldið, auk þess sem togarinn iagðist þrisvar á hliðina. Rétti hann sig við í þriðja skiptið með aðstoð Carlyle frá Grimsby, sem lagðist upp að hlið hans með þeim afleiðingum, að gat kom á skut Admetus ofan við akkerið. Hásetamir átta komu til Reykjavikur síðdegis i gær og tóku fréttamenn blaðsins á móti þeim í Hafnarbúðum, þar sem þeir dvöldust í nótt. í morgun héldu þeir siðan flugleiðis til Englands. Það er niðu rlútur hópur manna, sem heldux til her- bergja sinna í Hafnarbúðutm, hlaðnir töskum og pinklum. Þeir eru allir ungir að árum, sá yngsti, Steven Turner, að- eins fimmtán ára. George Anderson, 24 ára gamall, virð ist óumdeildur foringi þeinra. Hann er lágur vexti og svip- harður og talar hina sér- kennnlegu mállýzku íbúanna í Hull. — Eruð þið allir frá Hull? Framhald á bls. 3 Viet Nam: Engin meiriháttar skotmörk FLUGVÉLAR Bandaríkjamanna vörpuðu í dag sprengjum á skot- mörk í Norður-Vietnam — annan daginn í röð, eftir 37 daga hlé á árásum þessum. Ekkert lát var á bardögum á jörðu niðri og eink- um barizt í strandhéruðunum um miðbik landsins. Loftárásirnar voru gerðar á brýr og hafnarmannvirki, m. a. við Ben Thuy, sem er um 250 km. sunnan Hanoi. í>rátt fyrir slæm veðurskilyrði var einnig flogið í könnunarferðir yfir vegarstæði, brýr og ferjustaðL Ekki hafa verið gerðar loftárásir á meiriháttar skotmörk til þessa. Skýrt var frá því í dag, að farizt hefðu þrjár flugvéiar en ekki ein í loftárásunum í gær. Einn flugmannanna fórst en hin- um tveimur varð bjargað. Herlið S-Vietnamstjórnar, S- Kóreu og Bandaríkjanna hefur fellt 486 skæruliða Vietcong og tekið nokkra fanga í hernaðarað- gerðum þeim sem hófust fyrir viku í strandhéraðinu Binh Dinh, sem er um 500 km. norðan Sai- gon. Þá hafa og 408 verið teknir höndum, sakaðir um aðstoð við skæruliða. Talið er að Vietcong menn, sem ráðið hafa lögum og lofum í héraðinu, séu nú sem næst flæmdir á brott þaðan Leynisamtök kínverskra kommúnista. Lögreglan í Saigon tilkynnti í morgun að komizt hefði upp um meiriháttar samtök kínverskra kommúnista þar í borg. Fjöldi efnaðra borgara í Vietnam sem Framhald á bls. 27 Verkfall og óeirð ir í Belgíu Genk., 1. febrúar (NTB) BELGÍSK yfirvöld hafa sent á vettvang 3000 manna herlið, þar á meðal fallhlífarhermenn og inörg hundruð lögreglumanna, til þess að halda uppi lögum og reglu í námahéraðinu Limbourg. í gær, mánudag, kom þar til átaka með námamönnum, sem lagt höfðu niður vinnu og varð- 3iði og týndu tveir nómamanna lífi .Ó'ttast var að aftur syði upp úr í dag sem og varð er lögreglu menn með stáihjálma á höfði llögðu til atlögu gegn verkamönn um sem safnast höfðu saman ut- an við bæinn Genk. Til átaka kom á fleiri stöðum m.a. í Zwartburg, þar sem náma- ifélagið hefuir skrifstofur sínar og i Hasselt, hötfuðstað Limfoourg- MEXICO CITY. — 40 manns týndu lífi í kuldabyigju sem igengið hefur yfir Mexico und enfarið. Verst hafa orðið úti af kuldunum norðlægari hér- uð landsins, en iþeirra hefur einnig gætt mjög í höfuðfoorg inni, sem liggux mjög hátt yfir sjávarmáL fýlkis, sem er við landamærin að Hollandi. í Liege í hinum frönsku mælandi hluta Belgíu, fór fjötfdi verkamanna af vinnustað til iþess að taka þótt í sorgargöngu tii minningai™ um nómamennina tvo sem biðu bana í Genk í gær. Verkrfall nómamanna er af því tiiefni að belgíska stjórnin hef- ui- ákveðið að loka námunum í ihéraðinu umhverfis Genik því ekki borgi sig lengur að reka þær. Sovétríkin undirbúa reikn- ingsskil við Kína Moskvu, 1. febr. — NTB. SANNFRÉTZT hefur frá sovézk- um aðilum, að lciðtogar landsins hafi látið frá sér fara umburðar- bréf eitt mikið eða skýrslu, sem sé eitt allsherjar fordæmingar- skjal beint gegn Kina. Fylgdi það sögu að með þessu væri ver- ið að undirbúa reikningssikil við kínverska kommúnista áður en lanigt um liði. Umburðarbréf þetta hefur verið sent um gjör- völi Sovétríkin, allt til smæztu byggðarlaga. Flokksþing sovézka kommún- istaflokksins, hið 239. í röðinni, á að koma saman 29. marz n.k. Vietnam-málið til umræðu ■ öryggisráðinu New York, 1. febr. NTB-AP ÖRYGGISRÁÐIÐ kom saman til fundar í dag að beiðni Banda- rikjanna. til þess að ræða Viet- nam-málið. Bæði Sovétríkin og Frakkland voru því andvíg að ráðið fjallaði um málið. Fundur- inoi stóð í þrjár klukkustundir ©g tóku margir fulltrúar til máls. Sovézki fulltrúinn, Federenko, lagði sitt til málanna og vax mjög harðoröur í garð Bandarikja- manna fyrir að hafa aftur hafið loftárásir á N-Vietnam. Á fundinum gerði fulltrúi Bandarikjanna, Arthur J. Gold- berg, það að tillögu sinm að full- trúum Norður- og Suður-Vietnam skyldi boðið að sitja á fumtlum ráðsins um Vietnam-málið. Nokkrum klukkustundum áður en Öryggisráðið kom saman var Framhald á bls. 27 og er sagt, að herferð þessi gegn Kína sé til þess ætluð að undir- búa flokksfélagana, sem telja um það bil 12 milljónir, undir alvar- legri tíðindi af starfsemi kín- verska kommúnistaflokksins. í fyrri viku fóru fimm helztu leiðtogar flokksstjórnarinnar og aðalritari hans, Leonid Brezhnev þar í hópi, til ýmissa hluta Sovét- ríkjanna, héldu ræður á flokks- fundum o. a. Herma fregnir að deilurnar við Kína hafi verið mikilvægast mála á dagskrá þess ara funda. Alexander Sheiepin, sá er sótti heim Norður-Vietnam fyrir þremur vikum. var einnig meðal ræðumanna. Sagt er að bréf þetta, sem mið- stjórn sovézka kommúnistaflokks ins hefur ritað flokksfélögunum, sé langt mál og mikið og tveggja klukkustunda verk að lesa það upp og allar ásakanirnar gegn Kína, sem margar varða Vietnam málið. Helzta ásökunin er sögð sú, að Pekingstjórnin hafi nú horfið frá hinu fimm ára langa hugmyndafræðilega striði við Moskvustjórn og ráðist nú beint að Sovétríkjunum. í Moskvu er það mál manna að brétf þetta, sem sé í sjálfu sér óvenjuiegt, megi hafa til Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.