Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 11
1 MiðvTkuÆagw f. febrúar 1966 MORGU NB LAÐIÐ Tí Skyggnzt undir yfirborðið - i nýrri bók eftir NÓVEMBERNÓTT eina ár- ið 1959 tóku tveir ungir sakamenn nýsloppnir úr fangelsi, Perry Smith og Riehard Hickock, hús á efn- uðum hveitibónda í Hol- comb í Kansasríki vestur, Herbert Clutter að nafni. Er þeir héldu brottu þaðan und ir morgun lá Clutter bóndi eftir í blóði sínu og kona hans og tvö börn þeirra hjóna, sonur fimmtán ára og dóttir ári eldri. Morð þessi voru ekki framin eð yfirlögðu ráði — ætlun pilt- anna hafði í upphafi aðeins ver ið sú að ræna á bænum ein- hverju fémætu, einhverju sem auðvelt væri að koma í pen- inga. En vitni að þeim nætur- verkum sínum töldu þeir sig ekki mega hafa og réðu því heimilisfólkinu bana, bónda fyrstum, síðan börnum hans og loks húsfreyju. Tveimur mánuðum síðar náð- ust morðingjarnir og voru dæmdir til dauða. Kom þá í Ijós að þeir höfðu haft af fórn- ardýrum sínum útvarp, sjón- auka og tæpa 50 dali i reiðu fé en ekki annað verðmæta. í aprílmánuði sl., eftir fimm ára viðureign á velli laganna voru Truman Capote morðingjarnir Smith og Hic- kock loks teknir af lífi í ríkis- fangelsinu í Kansas. Þetta er baksvið síðustu bók- ar bandaríska rithöfundarins Trumans Capote, sem fyrir nokkru er komin út vestra og vakið hefur mikla athygli. Er það mál margra að ólíklegri sakamálafréttaritara en Capote sé vart að finna, enda maður- inn frægastur fyrir nokkrar stuttar skáldsögur (The Grass Harp, Breakfast at Tiffany’s) og smásögur, sem þótt hafa svo fínlegar og næmar og fjarri nú- tímanum að líkt hefur verið við blúndur og milliverk. En Capote, sem nú er 41 árs gamall, segist hafa öðlazt með bók sinni nýja „estetiska reynslu“ og vill skipa henni sér á bekk í heimi bókmenntanna, kallar hana sannsögulega skáld- sögu. Ekki eru allir sáttir á nýnæmi þessarar bókmennta- greinar, sem reyndar hefur yfirleitt heldur verið talin til blaðamennsku en bókmennta. Hitt er svo satt, að þegar sam- an fer ritsnilld og afburða sam- vizkusöm og nákvæm blaða- menska er stutt í að afrakstur þess erfiðis eigi skilið gæða- stimpil bókmenntanna. Morðmál þetta tók huga Cap- otes fanginn þegar er hann frétti af því. Hann tók sig upp Truman Capole úr sællífinu á austurströndinni og hélt vestur til Kansas og var þangað kominn á hælana á lögreglumönnunum sem send ir voru að ransaka málið. — Kansas var Capote eins fram- andi að flestu leyti og reiki- stjaman Mars myndi vera meirihluta jarðarbúa og það var ekki laust við að sumu fólki þar um slpðir þætti þessi smá- vaxni, smámælti, ofboð kurteisi en þrákelknislegi spyrill að Alberto Giacometti látinn VINNUSTOFA grannholda lista mannsins var lítil, aðeins 3 Vi sinnum 414 metri að flatarmáli. Tvær ljÓ3aperur Og einn gluggi veittu honum veraldlega birtu við listsköpun í þau 40 ár, er hann bjó í þessari kytru. Fornfá leg eldstó veitti honum yl á köld um vetrarnóttum og ávallt svaf hann við ljós því hann var myrk hræddur mjög. Gólfið var þak- ið vindlingastubbum og fjölgaði Iþeim um 60 á hverjum degi * meðan listamaðurinn lifði og I etarfaði. Hvíla hans var ryðgað I járnrúm, sem mjög var farið að I láta á sjá. Myndhöggvarinn i Alberto Giacometti, sem lézt af I hjartabilun 11. janúar sl., þurfti i ekki að búa við þessar aðstæð- ‘ ur, því seinasta áratuginn var hann efnaður maður sem naut mikillar hylli beggja vegna Atlanzhafsins. Giacometti kaus að halda þeim lífsvenjum. sem hann hafði búið við frá því hann kom til Parísar árið 1922. Listamaðurinn bjó aftur á móti vel um eiginkonu sína, leigði handa henni íbúð skammt frá kytru sinni og bjó hana ýmsum nútíma þægindum. Sjálfur varð hann að ganga í gegnum húsa- garð til að sinna þörfum sínum. Giacometti heimsótti æsku- stöðvar sínar í Sviss um hver jól og áramót og það var í bæn- um Chur í Svisslandi, sem hjarta hans brast fyrir skömmu. Giacometti var sonur listmál- ara, sem tilheyrði stefnunni er nefnd hefur verið „impression- ismi", og um tvítugt fór hann til Parísar. Hánn stund- aði nám undir handleiðslu Bourdelle, sem var nemandi Rodins. Giacometti settist að í áðurnefndri vinnustofu við Montpamasse og barðist þar við viðfangsefni sín til dauðadags. Vinnustofa Giacomettis var víg- völlur og hann taldi sig hafa borið lægri hlut í öllum þeim hörðu og löngu styrjöldum, sem þar voru háðar. Listsköpun hans var eilíf leit og taldi Giacometti sig aldrei hafa full- unnið neitt verk. Allmargir heimspekingar hafa haldið því fram, að Hstsköpun mannsins verði að telja sem „gagnslausa hreyfingu", og oft var Giacom- etti á þeirri skoðun. f>etta var tímabundin afstaða hjá lista- manninum og hefur hann mót- að hana í þessum orðum: „Væri ég staddur í brennandi húsi, mundi ég bjarga ketti áður en ég hreyfði við málverki eftir Rembrandt". Á námsárunum í París var Giacometti í nánu sambandi við „surrealistana" og tilheyrði þeirri stefnu fram á miðjan fimmta áratug aldarinn- ar, en þá skapaði hann sér sjálf- stæðan og sérkennHegan stíl, sem hann hefur sjálfur nefnt andstreymi. Vinnuaðferð Giacomettis hef- ur verið líkt við starf líffræð- ings; stöðug leit, án þess að leitandanum sé alltaf að fullu ljóst að hverju leitað er. Verk Giacomettis voru ávallt lengi í smíðum, bæði var það vegna þess, að listamaðurinn sá fyrir- mynd sína stöðugt í nýju ljósi, og að skoðun hans á því hverju hann vildi ná fram, tók sífelld- um breytingum. Giacometti var í öðrum heimi meðan á sköpun stóð og stúlka ein sat fyrir hjá honum í þrjú ár, án þess að heyra eitt einasta orð af vörum hans. Sem dæmi um >(hina eilífu leit“ listamannsins, er það, að hann lét sömu fyrirsætuna sitja fyrir í sömu stellingum á hverj um degi í þrjú ár. Mörg þeirra verka, er Giacometti hafði unn- ið að í mörg ár urðu að dufti er leitin hafði ekki borið árang- ur að dómi hans. Aðeins um 200 myndir hafa varðveitzt af hinni Alberto Giaoometti að starfi. austan á við veru af öðrum hnetti, svo framandlegur var hann öllu því sem það átti að venjast. En þolinmæðin þraut- ir vinnur aHar eins og máltæk- ið segir og þau sex ár sem Capote var vestur í Kansas með annan fótinn að safna efni í bók sina fór álit vestan manna á honum sívaxandi og undir lokin átti hann traust og virðingu allra sem haft höfðu af honum kynni í sambandi við málið og þá ekki sízt morð- ingjanna sjálfra. Capote horfði hvorki í tíma né fé til þess að bók hans mætti verða sem bezt úr garði gerð. Hann átti tal við fjölda manna og lagði jafnan allar viðræður á minnið (blaðamönnum, sem stóðu hann að því til mikillar öfundar) en minnisblöð hans og upplýsingar sem á þessum viðtölum byggðust voru sem næst 6.000 blaðsíður. Ekuert var svo smávægUegt að þrð færi framhjá honum og hann var alls staðar þar kominn — eins og fyrir galdra — sem eitthvað nýtt var að gerast í málinu. Hann lýsir játningu Perry Smith í bifreiðinni sem flutti hann áleiðis frá stað þeim 1 Nevada sem hann var handtek- inn og til réttarhaldanna í Kansas, lýsir fölgráum vetrar- himninum yfir víðlendri slétt- unni, kaldranalegum athuga- semdum fanganna. — „Það er auðvelt að drepa“, segir Smith og er hugsi — geispandi kvið- dómendum og öðrum sem Framhald á bls. 19 Picasso hyggst breyta fatatízkunni Sá frægi maður, meistari Pablo Picasso, hefur lagt á margt gjörva hönd um ævina. Höggmymd af bróffur lista- mannsins. miklu framleiðslu listamannsins og á síðustu árum voru yfirlits- sýningar á verkum hans víða um heim. Fjölmörg verðlaun og *viður- kenningar hafa fallið Giacom- etti í skaut, en höggmyndir hans hafa þó ávaUt verið um- deildar. Giacometti hefur aldrei v e r i ð eftirhermulistamaður þrátt fyrir að hann notaði lif- andi fyrirmyndir. Fyrirsætur hafa fremur verið honum orku- gjafar til frekara innsýnis og í öllum verkum sínum reyndi Giacometti að skyggnast undir yfirborðið. Listsköpun var á- stríða hjá Giacometti, hann lifði við stöðuga leit, án þess að það hvarflaði nokkurntíma að honum, að hann væri að skapa andleg verðmæti. „Hinir frjálsu fuglax himinsins, vekja mér meiri gleði en nokkurt lista verk“. I>essi orð Giacomettis endurspegla afstöðu hans til listaverka, bæði sinna eigin og annarra. Hann er nú orðinn áttatíu og fjögurra ára en situr ekki auð- um höndum frekar en fyrri daginn. Nýjasta áhugamál hans hefur vakið nokkra furðu manna, enda áhugi meistar- ans nýtilkominn og hvorki tengdur málaralist, höggmynd- um eða leirkerasmíði né neinni listsköpun annarri sem meist- arinn hefur fengizt við fyrrL Þetta síðasta áhugamál Pi- cassos er tízkan. Hann hefur komizt á þá skoðun eftir mikl- ar vangaveltur og eftirgrennsl- anir, að klæðaiburður fólks nú á tímum sé almennt illa við hæfi. aldarháttarins — og Pi- casso hyggst ekki láta sitja við orðin tóm heldur hefur hann þegar tekið til við að teikna nýtízkulegan fatnað karla og kvenna. Engar fréttir höfum við af því hvenær eða hvar vænta megi sýnishorna af sniUd Picassos á þessu sviði en hitt hefur að vísu borizt okk ur til eyrna að mest dálæti hafi meistarinn á flosefnum ýmisskonar, bæði sléttum og riffluðum og Htina sæki hann sér í síðustu málverk sín. Við birtum hérna mynd aí Picasso að verki, með pensilinn í annari hendi og vindliniginn í Pablo Picasso hinni, léttklæddan að vanda. Myndin er úr bók einni, „Pi- casso á l’æuvre" (Picasso að verki) sem nýkomin er út í París og hefur að geyma úrval úr myndasafni Edwards nokk- urs Quinns, góðvinar meistar- ans, blaðarpanns og ljósmynd- ara, sem notið hefur þeirra einstöku forréttinda um fjórtán ára skeið að mega mynda meistarann að verki. Bókin er sögð hin fróðlegasta og mjög skemmtilegt lestrarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.