Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2, febrúar 1966 y VICK Hólstöflur inniholda hófs- mýkjandi efni fyrír mœddan fiáls ... Þcsr eru ferskar og bragðgócbr. — VlCK HÁLSTOFLUR Mtilt % tRÐ RiKiSINS M.s. Esja fer vestur um land í hring- ferð 8. þ.m. Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laugar- dag til Patreksfjarðax, Sveins- eyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Fiateyrar, Súgandafjarðar, — ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak- ureyrar, Húsavíkur og Rauf- arhafnar. Farseðlar seldir á mánudag. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Örmssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Hvar á að byrja? Byggingameistarar hafa nú farið fram á rannsókn á byggingakostnaði. í niðurlagi fréttatilkynningar þeirra til blaðanna segir: „Loks má benda á, að hátt verðlag á húsnæði þarf ekki að standa í beinu sambandi við háan byggingakostnað. Ástæð- an fyrir því, að verðlag á hús- næði hér á landi er oft hærra en sjálfur byggingakostnaður- inn gefur tilefni til, er hin mikla eftirspum eftir húsnæ'ði, sem hér er ríkjandi og verður varla skrifuð á reikning bygg- ingaiðnaðarmanna“. Þetta er fróðiegt. Hverjir eru það, sem fá lóðir, byggja sam- býlishús og selja Pétri og Páli? Hingað til hef ég ekki rekið mig á, að nýtt íbúðarhúsnæði sé ódýrara en annað. Ef verð- ið á nýjum íbúðum, sem bygg- ingameistarar eru að seija okk ur, er ekki í réftu hlutfalli við raunverulegan byggingakostn- að, vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hverjir reyni einkum að færa sér í nyt „umframeftir spurn eftir húsnæði“ Það er greinilega ástæða til að rannsaka fleira en raunveru legan byggingakostnað. Veðurofsinn Óve'ðrið virðist, sem bet- ur fer gengið hjá. Þvílík læti í veðurguðunum. Við áttum alls ekki von á þessu, ekki fremur en Sigfús í Heklu — og allir hinir, sem misstu þakið ofan af sér. — Gleðilegt var þó í þessu sambandi, að við skyld- um alveg sleppa vi'ð sjóskaða. Ég geri ráð fyrir, að við getum m.a. þakkað veðurstofunni fyr ir það. Allir virðas't hissa á þessum hamförum. Veðurgu'ðirnir hafa farið um okkur það mjúkum höndum undanfarin ár, að við erum hætt að reikna með ofsa þeirra, sem er óútreiknanlegur. Við megum ekki gleyma því, að við búum á íslandi — og slíkur veðurofsi um miðjan vet ur ætti ekki að koma neinum á óvart. •jt Matareitrun Nú eru þorrablótin og árshátíðirnar að komast í al- gleyming. Undanfarin ár hafa verið töluverð brögð að matar- eitrun í slíkum samkvæmum. Þetta er slæmt og ber ekki vott um allt of mikið hreinlæti við matargerð. Fyrsta fréttin um matareitrun barst nú frá Keflavík. En, þegar fulltrúar hehilbrigðisyfirvalda komu á vettvang, hafði öllum matar- leifum veríð kastið. — Fólk ætti að hafa það hugfast, að leita læknis strax og það verð- ur eitrunarinnar vart — og um fram allt að geyma matarleif- ar. -jc „Verksmiðjubrauð“ Nú hafa „verksmiðju- brauðin" verið á markaðinum í nokkrar vikur og mér er sagt, að neytendum líki þau mjög vel. Hér er um ánægjulegar framfarir að ræða. Vaknar sú sú spurning, hvort ekki sé hægt að taka tæknina í þjónustu okk ar á fleiri hliðstæðum sviðum — og hefja fjöldaframleiðslu á góðri vöru. Ekki er ólíklegt, að tollvernd un sú, sem ýmsar greinar ís- lenzks iðnaðar hafa notið, hafi að einhverju leyti hamlað bein- línis gegn eðlilegri þróun fram lefðsluhátta. Auðvitað er það sjálfsagt fyrir okkur að veita iðnaði okkar einhverja vernd á meðan hann er að slíta bams skónum. En sú vernd má aldrei vera fólgin í því að innlendum aðilum sé veitt einokunarað- staða, sem gerir þeim fært að framleiða lélega vöru — og selja hana við háu verði vegna þess, að neytendur eiga ekki á öðru völ. Með þeim hætti verð ur íslenzkur iðnaður ekki byggður upp og þroskaður. Bréf frá Ian Smith Undanfarna mánuði hafa oft birzt greinar í blöðunum eftir ungan Islending, sem starf ar í Suður Rhodesíu, landi Ians Smith. Ég hef ekki alltaf fellt mig við þau sjónarmið, sem komið hafa fram í þessum grein um, en hef gaman af lestri þeirra engu að síður. Þessi ungi maður, Viggó Oddsson, sendir Velvakanda oft línu — og ný- lega fékk ég bréf frá honum ásamt úrklippum úr blöðum í Rhohdesíu — og er hér fjallað um bjórinn. Vitnar bréfritari í ýmsa, sem telja bjórdrykkju heilnæma og bætandi fyrir manninn, en mér skilst á hon- um, að bindindishreyfingin sé ekki jafnæskileg. Hvarflar að manni við lesturinn, að allir „óvinir“ Rhodesíu, sem nú hafa sett aðflutningsbann á landið, séu bindindismenn upp til hópa. En hér kemur kafli úr bréfinu: i „Villimenn og bjór Ég hefi nú verið hér nokkur misseri í ýmsum löndum Afríku og er bjór mikilvægur þáttur í lífi fólks hér, í Salisbury, sem ca. 90 þús. hvítir menn byggja er bruggáður 5% bjór um 36.000 tylftir á dag. Svertingjarnir drekka sumt, en þeir hafa sér- staka bjórverksmiðjum, sem framleiðir ódýrari bjór handa þeim, á hyrnum. Ágóðanum er varið til húsbygginga og mennt unar fyrir þá. Ennþá hefi ég ekki séð einn drukkinn mann í þessum löndum, hvorki hvítan eða svartan, Eru svertingjarn ir flestir á steinaldarstigi, en nokkrir hafa þróazt upp í að vera þingmenn. Svartir námu- menn í S-Afriku fá þennan heil næma drykk í nestispakka með sér. íslendingar vanþróaðir? Islenzkir bindindismenn telja að bjór sé það versta, sem yfir íslendinga getur dunið. Er þessi þjóð víst vanþróaðri í þessum efnum en milljónir villimanna samanlagt, að þeirra dómi. Ég lét um sinn glepjast af áróðri þeirra og er ekki feiminn við að kunngera það. í skjölum sem ég á frá þeim tíma má sjá að áfengis- afbrot í Finnlandi voru hlut- fallslega hærri, með einokun í áfengismálum en í Danmörku þar sem allt er frjálst. Ég veit, að ísl. bindindismönn um er í fersku minni hvernig fór fyrir hinni öflugu bindindis hreyfingu í Danmörku og er kappsmál áð hindra slíkar hrak farir á íslandi. Það er stað- reynd: Þar sem er óverulegt áfengisvandamál, er ekki þörf á bindindishreyfingu. Gagnsemi bindindisfélags Ég vil ekki gera lítið úr starf semi bindindisfélaga, einkum á meðan mál geðsjúklinga eru í ólestri, því að bindindishreyf- ingin er staður, sem tauga- spennt fólk getur fengið útrás andlegra tjáninga og notið fé- lagsskapar og eytt tómstundum á ódýran hátt og jafnvel stund um orðið sér úti um aukaskild- ing í þessu mikla fyrirtæki. Þannig verða bindindismenn þolanlegir í daglegri umgengni. Þeir gera sínar fundarsam- þykktir til almennings en eng- inn tekur mark á þeim og svo virðist sem þeir ætlist sjálfir til þess. Svona rúllar allt áfram ár eftir ár, lítið eða ekkert virð ist vinnast til að útrýma áfeng isbölinu, enda yrði það til að minnka veg þessara samtaka. Ég veit af eigin raun, áð ef raunverulegur áhugi væri fyrir hendi til úrbóta, væri sigur unninn fyrir löngu, en ekta áhugamenn fá ekki vinnufrið á þessum stað. Gerið tílraun með bjórinn, það getur varla orðið verra. Það má alltaf banna hann ef illa til tekst. Til að enda þetta, má til gamans gata þess, að þegar Rhodesía lýsti yfir „einhliða“ (sbr. land helgin okkar) sjáSfstæði 11. nóvember sl. og Wilson setti á innflutningsbönn til að refsa Rhodesíu, var settur á 1 kr. skattur á bjór hér til að bæta upp tollatap, en þar eð hækkað áfengisverð er eitt af því ó- vinsælasta sem til er, ákvá’ðu öl gerðin og vínsalar að taka á sig þessa hækkun, til að stjórnin yrði ekki fyrir óvinsældum. Hér í borg fæst áfengi í kjör búðum og oft eru þar útsölur á sterkum drykkjum. Salisbury í janúar 1966. Viggó Oddsson“. Þetta segir bréfritari. Varð- andi fyrsta kafla bréfsins: Á- góðanum af bjórsölunni er var- ið til menntunar blökkumanna. Ágó'ðinn er það mikill (eins og fram kemur í síðasta kaflan- um) að veitingamenn geta sjálf ir tekið á sig aukaskattinn, ea samt miðar menntun blökku- manna ekki betur en það, að þeir eru enn flestir á steinald- arstigi. Að vísu hafa nokkrir „þróazt upp í að vera þing- menn“, en mér skilst á bréf- ritara, áð til þess þurfi ekki langa þróun. Gott væri, að hann gerði nán ari grein fyrir þessu. Hveragerði Til sölu er íbúðin að Frumskógum 3, efri hæð 4 herb. og eldhús, 72 ferm. — Verð kr. 400 þúsund. — Útborgun krónur 270 þúsund. HILMAR MAGNÚSSON Sími 82. Ríkistryggð skuldabréf óskast til kaups. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudagskvöld. merkt: „Skuldabréf — 8103“. Ítalíu viðskipti Þeir, sem hafa umboð fyrir ítölsk fyrirtæki, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það bréflega til Aðalræðismannsskrifstofu Ítalíu, Hafnarhvoli, sem allra fyrst. Afgreiðslustúlka óskast. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. Verzlunin GYÐJAN Laugavegi 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.