Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. febrú&r 1966
Eiginkona mín, móðir og dóttir,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Urðarstíg 8,
lézt í Landakotsspítala þriðjudaginn 1. febrúar.
Auðunn Magnússon,
Sigríður Auðunsdóttir,
Gróa Hannesdóttir.
Faðir og tengdafaðir okkar,
BRANDUR TÓMASSON
frá Kollsá í Hrútafirði,
lézt mánudaginn 31. janúar sl. í Landsspítalanum.
Valdís Brandsdóttir,
Guðmundur Kristjánsson.
Dóttir okkar,
SIGRÍÐUR
andaðist í Landakotsspítala 31. janúar sl. — Kveðju-
athöfn fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3.
febrúar kl. 10,30 f.h.
Dýrfinna og Sigurður Jónsson,
Eyvindarhólum.
Hjartkær móðursystir mín
GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. janúar.
Fyrir hönd vandamanna.
Lára Jónasdóttir.
Fóstra mín, og bústýra mín,
EVFEMÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
sem lézt að heimili sínu, Grettisgötu 35, 28. janúar sl.,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
2. febrúar kl. 3 síðdegis.
Höskuldur Jónsson,
Þórður Þorsteinsson.
Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður,
JÓNASAR GUÐNASONAR
frá Isafirði,
sem andaðist 26. janúar sl- fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 2. febrúar kl. 1,30.
Hólmfríður Jóhannsdóttir,
Einar Jónasson,
Kristján Jónasson, Sigurlaug Jónsdóttir,
Árni Jónasson, Guðlaug Björnsdóttir,
Jóhanna Jónasdóttir, Bjarni Stefánsson,
Guðríður Jónasdóttir, Magnús Guðmundsson,
Rannveig Jónasdóttir, Arngrímur Guðjónsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við útför,
AÐALBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR KAABER
Ingvi H. Magnússon,
kona og börn.
Valtýr Karvelsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður
okkar og tengdaföður,
ATLA GUÐMUNDSSONAR
Þá viljum við þakka visímönnum og starfsfólki Sól-
vangs í Hafnarfirði alla góðvild og umhyggju er hinn
látni varð aðnjótandi þar.
Ólöf S. Kristjánsdóttir, Guðm. Atlason,
Guðbjörg Einarsdóttir, Steingrímur Atlason,
Kamma Karlsson, Guðlaugur Kr. Atlason.
Þökkum af alúð öllum þeim mörgu, sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
SVEINS BERGMANN BENEDIKTSSONAR
(frá Skuld, Akranesi), Skipasundi 84.
Þó sérstaklega Olíufélaginu h.f. þeirra frábæru aðstoð
og vinarhug. — Guð blessi ykkur ölL
Guðrún Jónsdóttir,
Lilja Sveinsdóttir, Haukur Jónsson,
Guðrún Sveinsdóttir, Þórarinn Kristinsson,
Anney Sveinsdóttir, Hreinn Sveinsson,
og barnabörn.
Evffemía KristiánsdóttSr
Minningarorð
EVFEMIA Hildur var fædd 3.
apríl 1890. Foreldrar hennar
voru Kristján Halldórsson bóndi,
seinast á Laugarlandi í Nauteyr-
arhreppi, og Hallfríður kona hans
Jensdóttir.
Því miður kann ég ekki að
rekja ætt Evfemíu langt aftur.
En enginn efi er á því að hún
var komin af sterkum stofnum.
Hún bar þess ljós merki. Heyrt
hefi ég talað um ömmu hennar
í föðurætt, Maríu Rebekku
Kristjánsdóttur á Bæjum á
Snæfjallaströnd, sem var á sinni
tíð kunn höfðingskona við ísa-
fjarðardjúp. Heyrt hefi ég og
getið um langafa Evfemíu,
Kristján Ebenezarson í Reykjar-
firði. í bókinni „Ættir Vestfirð-
inga“ er komist svo að orði um
hann og heimili hans:
„Var dbrm., hreppstjóri og
varaþingmaður, skutlari og stór-
bóndi og var Reykjarfjarðarheim
ilið eitt nafnfrægasta gestrisnis-
og rausnarheimili á Vestfjörðum
um hans daga.“
Evfemía fæddist að Nauteyri
á Langadalsströnd. Þaðan flutt-
ist' hún ásamt foreldrum sínum
að Skarði á Snæfjallaströnd og
ól þar æskuárin. Hún hafði oft
orð á því hve fagurt væri á Snæ-
fjallaströndinni og hún lýsti
landslaginu svo vel fyrir mér og
sagði svo vel frá að ég sá það.
Þegar hún er 19 ára fer hún að
heiman og til Borgarness að
ráði kennara síns Ragnhildar
Jónasdóttur frá Sólheimatungu.
Dvaldist hún svo í sveitum Borg-
arfjarðar í allmörg ár. Var hún
í tíu ár ráðskona á Svarfhóli
og gat sér þar sem annars stað-
ar góðan orðstír. Eftir að hún
flutti til Reykjavíkur munu
hjónin á Svarfhóli alltaf hafa
komið til Evfemíu er þau voru
hér á ferð. Sama var að segja
um vinnuhjúin sem verið höfðu
með henni á Svarfhóli. Þau héldu
vináttu við hana ævilangt.
Árin, sem hún var í Borgar-
firði, kynntist hún Þórði Þor-
steinssyni trésmið, miklum heið-
ursmannL Leiddi sú kynning til
þess að hún réðist til hans sem
ráðskona á Grettisgötu 35. Þórð-
ur reyndist henni og hennar
fólki framúrskarandi vel. Var
fólk hennar jafn velkomið á
heimili þeirra af honum sem
henni. Systur hennar, sem lengi
var veik, tóku þau heim til sín
og hjá þeim dó hún. Son hennar
tóku þau til fósturs, þá átta ára.
En þá hafði hann misst báða for-
eldra sína. Hann heitir Höskuld-
ur Jónsson og er viðskiptafræð-
ingur. Hann á nú á bak að sjá
móðursystur sinni og fóstru.
Ég man ekki hvaða ár það var
er ég kynntist Evfemíu. En það
mun hafa verið annað hvort 1937
eða 1938 að vinkona mín, merkis-
konan og mannþekkjarinn Guð-
ný Hagalín kom mér í kynni við
hana. Það höfðu verið veikindi
hjá Guðnýju og Evfemía hafði
hjálpað henni öðrum fremur og
Guðný hafði mikið álit á henni,
Ég er ákaflega þakklát fyrir að
kynnast Evfemíu og tel hana í
hópi minna kærustu vina. Það
var ekki einungis að hún veitti
hjálp og styrk er veikindi bar
að hondum, heldur var hún bráð
greind og skemmtileg, fróð og
minnug og sagði svo vel frá að
unun var á að hlýða. Naut ég
þess alltaf að heyra hana segja
frá. Áttum við því margar
skemmtilegar stundir saman.
Framkoma hennar var mjög að-
laðandi. Hún var hógvær og ekki
masgefin, en orðum ‘hennar veitti
maður jafnan athygli. Ég man
að ég sagði einu sinni við hana:
„Það er eins og þú hafir alla
ævi umgengizt menntað fólk.“
Ég fann nú samt að henni var
þessi hæverska og hógværð i
blóð borin. Það var ekkert, sem
hún hafði lært og því dýrmætari
var þessi fágaða framkoma.
Henni var ákaflega sýnt um
að annast sjúka. En þó var það
ekki það lífsstarf sem hún hefði
helzt kosið. í æsku þráði hún að
verða ljósmóðir, taka á móti litl-
um börnum og annast um mæð-
urnar. Hvers vegna ekkert varð
af því veit ég ekki.
Það er ákaflega misjafnt hvað
fólk leggur á sig fyrir meðbræð-
ur sína og samferðafólk. Sumir
eru alltaf að hjálpa og líkna ein-
hverjum, þannig var Evfemía.
Svo sjálfsagt fannst henni þetta
að hún gat engum neitað sem til
‘hennar leituðu. Þó hafði hún
sjálf heimili, sem hún varð að
annast. En ég held að næturnar,
sem hún vakti yfir sjúkum séu
ótaldar.
Ég veit að það eru mörg heim-
ili sem standa í þakkarskuld við
þig og meðal hverra er heimili
mitt. Við munum ávallt minnast
hins fórnfúsa kærleika er þú
sýndir með því að leggja á þig
vökur og erfiði okkar vegna og
við munum aldrei gleyma þér.
Ég votta Þórði, Höskuldi og
Gullu mína innilegustu samúð.
Guð blessi þig vina mín.
Elinborg Lárusdóttir.
MORGUNBLA0IO
Hjartans þakkir til alira vina og vandamanna, sem
heiðruðu mig með gjöfum, heillaskeytum og heimsókn-
um á 90 ára afmæli mínu. 21. janúar sl., og gerðu mér
þar með afmælisdaginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður J. Brandsson.
Sfóstakkar
sterkir og harðna ekki í notkun
seldir 35% undir búðarverði.
Önnur regnklæði fyrirliggjandi.
Gerið verðsamanburð.
Vopni
Aðalstræti 16.
(Við tiliðina á bílasölunni).
T Hkynning
til eigenda FIAT-bifreiða
Vér leyfum oss hér með að tilkynna yður, að vér
höfum hætt starfrækslu Fíat-umboðsins svo og
rekstri bifreiðaverkstæðis vegna Fíatþjónustunnar,
en við starfsemi þessari hefur tekið fyrirtækið Davíð
Sigurðsson h.f., Fíat einkaumboð á Islandi.
Um leið og vér þökkum viðskipti í mörg undanfarin
ár, leyfum vér oss að vænta, að hinir nýju aðilar
fái að njóta viðskipta yðar áfram.
Virðingarfyllst,
OBKA NF.
Samkvæmt ofanrituðu, höfum vér tekið við starf-
rækslu Fíat-umboðsins, sem einkaumboðsmenn á
íslandi og munum vér leitast við að veita viðskipta-
vinum vorum sem fullkomnasta þjónustu.
Virðingarfyllst,
Davíð Sigurðsson hf.
Fíat-einkaumboð á íslandi.
Laugavegi 178. — Sími 38845.