Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1966 Útgefandi: Framkvaemdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Yigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÞEIRRA EIGIN ORÐ l?ramsóknarmenn hafa nú 4 gjörsamlega gefið upp á bátinn allar tilraunir til þess að réttlæta afstöðu flokksins til alúmínmálsins og Búrfells virkjunar. Og þeir þingmenn flokksins, sem börðust af mik illi hörku innan þingflokks Framsóknarflokksins gegn hinni neikvæðu afstöðu flokks ins, hafa heldur ekki látið til sín. heyra, þrátt fyrir ítrek- aðar áskoranir. Svo vill þó til, að nokkur gögn eru til um^afstöðu þeirra. Þannig birti Dagur á Akureyri hinn 6. maí 1961 yfirlit úr ræðu, sem Jón Skaftason, alþingismaður, hélt á Akureyri. í ræðu þess- ari sagði alþingismaðurinn: „Leiðin, sem fara á til þess að nýta þessar orkulindir og leysa fjárhagsspursmálið er sú, að laða hingað erlent á- hættufjármagn ,leyfa útlend- ingum að festa hér fé í at- vinnurekstri að uppfylltum ýmsum skilyrðum, sem ís- lenzk stjórnarvöld myndu ákveða......“ „Það er staðreynd, að ís- lendingar fá aldrei verulega ódýra orku úr fallvötnum, nema með því að virkja stórt. En þegar stórvirkjun hefur verið framkvæmd á grund- velli orkukaupa stóriðju má gera sér vonir um, að hvers kyns annar iðnaður geti not- ið góðs af þeirri framkvæmd með kaupum á ódýrri afgangsorku“. — „Margir ís- lendingar vaða í þeirri villu, að hér séu svo ákjósanlegar aðstæður til vatnsaflsvirkj- ana, að erlendir fjármagns- eigendur muni keppast um að fá að festa hér fé í slíkum framkvæmdum hvenær sem íslenzk stjórnvöld leyfi slíkt. Þetta er mikill misskilning- ur.“ — „Við verðum því að hefjast handa í þessum efn- um strax, áður en allt verð- ur um seinan og vinna kerf- isbundið að því að laða hing- að erlent fjármagn.“ „.... ég er sannfærður um, að við get- um með engu öðru móti tryggt not sumra auðlinda landsins í stórum stíl og búið landsmönnum þau lífskjör, sem þeir vérða að fá.“ Þetta voru orð Jóns Skafta- sonar, alþingismanns Fram- sóknarflokksins, á árinu 1961. Ekkert hefur komið fram síð- an, sem bendir til þess, að þingmaðurinn hafi breytt um skoðun. Þvert á móti béndir forustugrein, sem birt- ist í jólablaði Ingólfs, mál- gagns Framsóknarflokksins á Reykjanesi, eindregið til þess að þingmaðurinn hafi enn verið sömu skoðunar, þegar sú forustugrein var rituð. Hvert er svo geð þeirra manna, sem láta gamla og atfurhaldssama þingmenn eins og Eystein Jónsson og nokkra af klíkubræðrum hans handjárna sig gjörsam- lega og snúast gegn eigin sannfæringu í svo mikils- verðu máli, sem hér er um að ræða fyrir íslenzka þjóð? Hefur maður, sem kjörinn hefur verið til hinna æðstu trúnaðarstarfa í þágu þjóðar sinnar leyfi til þess að snú- ast gegn sannfæringu sinni, í óme'rkilegum pólitískum til- gangi. Þetta eru spurningar, sem Jón Skaftason og sam- þingmenn hans aðrir, sem voru sömu skoðunar, verða að svara sjálfir. En þessi þingmaður er ekki einn til frásagnar um afstöðu Framsóknarmanna til stór- iðjumála, áður en Eysteinn Jónsson fékk þá flugu í höf- uðið að vera á móti stóriðju. Þann 10. nóvember 1964, gerði bæjarstjórn Akureyrar samþykkt, sem fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Akureyrar stóðu að ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka nema komm únista. Þessi samþykkt var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar lætur í ljós eindreginn áhuga sinn á því að næsta stór- virkjun fallvatns hér á landi verði staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nýlega eru fram komnar um virkjun Laxár. Einnig verði stóriðja, sem stofnað kann að verða til í sambandi við orku frá vatns virkjun staðsett við Eyja- fjörð. Telur bæjarstjórn, að með slíkri staðsetningu stór- virkjunar og stóriðju væri unnið að nauðsynlegu jafn- vægi í byggð landsins.“ Framsóknarmenn í bæjar- stjórn Akureyrar voru því sannarlega ekki andvígir stór iðju fyrir rúmlega ári. Þeir reyndu aðeins að fá þá stór- iðju, sem fyrirhugað er að rísi hér, staðsetta á Norður- landi. Er það vissulega eðli- leg afstaða og í fullkomnu samræmi við hagsmuni byggð arlagsins. Þessi var þá afstaða Fram- sóknarmanna þangað til þeir voru handjárnaðir á þing- flokksfundi í Framsóknar- flokknum um miðjan desem- ber. Fátt sýnir betur hæfni þessara manna til þess að snú- ast heilan hring í afstöðu sinni til mikilvægustu mála, en þau orð og ályktanir, sem hér hefur verið vitnað til. En spyrja má að lokum, hvort tilefni sé til þess að gefa SLÖDBADIÐ MIKLA I INDONESIU BYLTINGARTILRAUN komm únist.a í Indónesíu hefur orðið þeim dýrkeypt. Her landsins hefur látið til skarar skríða gegn þeim, og segja má, að alger borgarastyrjöld hafi staðið í landinu undianfarna mánuði. Enn eru átök framundan, milli hersins, sem barði nið- ur byltinguna, og Sukarno, forseta. Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist fyrir nokkrum dögum í bandariska vikurit- inu „U.S. News & World Report“. Það er fyrst nú, að sannar fregnir eru teknar að berast af blóðbaðinu, sem staðið hef ur í Indónesíu. Það sem hér fer á eftir, er byggt á frásögnum erlendra sendimanna, sem sent hafa skýrslúr til Asíu, Evrópu og Bandaríkj anna. Á fjórum mánuðum hefur Múhameðstrúarmönnum í Xndónesíu, sem njóta stuðn- ings hersins, tekizt að ráða a.f dögum þá menn, sem mynduðu kjarna kommúnista flokks landsins, er áður réð iögum og lofum. í blóðbaðinu hafa þegar látið lífið 87 þúsundir manna. Það er sú tala, sem Sukarno forseti, hefur sjálfur tekið sér í munn, skv. upplýsingum yfir manna hersins. Starfsmenn brezku utanríkis þjónustunnar segja, að tala látinna sé mun hærri, senni- lega um 150 þús. Utanríkis- ráðuneytið í París telur, að a.m.k. 200 þús. manns hafi verið teknir af iífi. Slíkar fjöldaaftökur hafa fram til þessa aðeins þekkzt í löndum, sem kommúnistar hafa lagt undir sig. Eitt slíkt dæmi er þó þekkt frá Ind- landi, er átökin miklu urðu þar milli Hindúa og Múham- eðstrúarmanna. í þetta skipti hefur dæminu þó verið snúið við, og nú eru það kommún- istar, sem teknir hafa verið af lífi. Byltingartilraun kommún- ista var gerð 30. september s.l. Það var hún, sem leiddi til blóðbaðs í landi, sem byggt er fólki, sem er friðsamt í eðli sínu. Leiðtogar byltingar- sinna tóku af lífi sex af æðstu hershöfðingjum iandsins, sem allir voru þekktir fyrir and- stöðu sína við kommúnista. Tveir yfirmenn hersins kom ust þó undan, og þeir tóku samstundis í sína þjónustu nokkra herflokka, skammt utan við höfuðborgina, Dja- karta. Á nokkrum klukku- stundum tókst þeim að brjóta byltingarsi-nna á bak aftur. Það er fyrst nú, að fregnir hafa borizt af því, sem síðan gerðist. Yfirmenn hersins komust að því ,að Pekingstjórnin hafði smyglað vopnum til indónes- ískra kommúnista. Sagt er, að Framhald á bls. 19. Sjónarvottar segja, að fangar hafi verið barðir til bana. gaum afstöðu Framsóknar- manna til eins eða neins, eftir að þeir af ómerkilegum póli- tískum hvötum og í annarleg- um tilgangi hafa hnúizt eins og skopparakringla í einu mikilvægasta hagsmunamáli íslenzkrar þjóðar, er marka mun ný og byltingarkennd spor í atvinnusögu þjóðarinn- ar. Það mun samdóma álit landsmanna, að slíkum mönn um sé ekki treystandi til á- byrgðarmikilla starfa í þágu þjóðarinnar. KOMMÚNISTAR VILJA EKKl FRIÐ Dandaríkin hafa nú hafið loftárásir á Norður-Viet- nam á ný eftir 37 daga hlé. Þetta hlé notaði Bandaríkja- stjórn til víðtækra friðarum- leitana í Vietnam, og sendi- menn hennar fóru til fjöl- margra höfuð.borga um allan heim til þess að leita stuðn- ings við þær. Kommúnistar í Norður-Vietnam notuðu þetta hlé hins vegar til þess að auka aðflutninga til skæru liða og senda nýjar hersveiiir inn í Suður-Vietnam. Allar tilraunir til þess að koma á friðarsamningum hafa því reynzt árangurslausar, og má öllum ljóst vera, að á því eiga kommúnistar alla sök. Enginn getur nú lengur verið í vafa um ráunveruleg- an vilja Bandaríkjastjórnar til þess að koma á friði í Suð- ur-Vietnam. Enginn getur heldur efast lengur um það, að kommúnistar í Norður- Vietnam eru algjörlega and- vígir því, að friði verði kom- ið á í þessu óhamingjusama landi. Þegar svo er komið er Ijóst, að Bandaríkin og Suð- ur-Vietnam og önnur þau ríki, sem styðja þau í bar- áttunni gegn kommúnistum í Suður Vietnam, eiga ekki um neitt annað að velja, en snúast af festu og í krafti hernaðar- legra yfirburða gegn komm- únistum, sem hafa reynzt ó- fáanlegir til þess að koma á friði í þessum heimshluta. Og þeir, sem séð hafa ástæðu til að fordæma að- gerðir Bandaríkjamanna í Vietnam, hljóta nú að skoða hug sinn á ný um það. Eða hafa menn enn ekki lært lexíu nazistatímabilsins í Evrópu, þegar stöðugt var látið und- an ofbeldinu með þeim hörmulegu afleiðingum, sem það hafði. E'ru þeir menn til, sem óska þess, að Suður Vietnam fari sömu leið og Tékkóslóvakía á sínum tíma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.